Alþýðublaðið - 19.04.1971, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.04.1971, Blaðsíða 8
Útg. Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Sighv. Björgvinsson <áb.) ÚREGÐARDÓMU! Árið 1988, sem var algert metár í sögu íslenzkrar útflutningsverzlunar, fengu Islendingar 130.1 milljón dollara fyrir útfluttar fiskafurðir. Aðeins einu ári síðar, árið 1967, feng- ust ekki nema 87,5 milljónir dollarar fyrir útfluttan fisk frá íslandi. Á einu dri höfðu um 40% af gjaldeyristekjum íslands svipzt burt vegna stórkostlegs verðfalls á fiski, sem bættist ofan á minnkandi afla. Gjaldeyristekjurnar hröpuðu úr 130 m. dollara í 87,4 m. doll ara og jafn stórkostlegt áfall hefur eng- in þjóð í Vestur-Evrópu mátt þola á friðartímum önnur en sú íslenzka. Árið eftir, 1968, seig svo enn meir á ógæfu- hliðina, en þá hröpuðu gjaldeyristekj- urnar niður í 72,1 m. dollara. Það segir sig sjálft, að svo stórkostlegt áfall hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir hvaða þjóð, sem er. Mestu máli skipti að reyna að bjarga því, sem bjargað varð og leitast við að rétta við á ný af- komu þjóðarbúsins. Til þess að það væri hægt var aigert frumskilyrði, að menn horfðust í augu við þann sannleika, sem orðinn var, og gripu til aðgerða, sem væru í samræmi við raunveruleikann. Það er fátt hættulegra á svo erfiðum tímum en að snúa baki við staðreynd- ! um og reyna að ljúga að sjálfum sér um j eðli og umfang vandamálsins. Svo hættu legt sem það er að ljúga að sjálfum sér undir slíkum kringumstæðum er það þó enn hættulegra að reyna að varpa ryki í augu þjóðar sinnar og segja henni ósatt. Þetta var þó það óyndisúrræði, sem Framsóknarmenn gripu til og er þeim hollt að minnast þess nú, þegar flokks- þing þeirra kemur saman. Þeir neituðu ! algerlega að horfást í augu við allar j etaðreyndir. Þeir sögðu, að ekkert væri ; að og þess vegna þyrfti engar sérstakr- ar varúðar- eða viðreisnarráðstafanir að gera. Islenzka þjóðin hefur nú til fulls kom ízt yfir hinna miklu efnahagserfiðleika áranna 1967 og 1968. Hversu vel og far sællega það tókst er næstum krafta- verk. Það kraftaverk vann þó íslenzka þjóðin vegna þess, að hún var raunsæ, dugleg og þrautseig. Hún tókst á við vandamálin eins og þau lágu fyrir, — og leysti þau. Og hún treysti þeim flokk um og mönnum, sem hún hafði valið til að stjórna landinu. Gæfa þjóðarinnar á þessum þreng- ingartímum var sú, að hún trúði ekki Framsóknarflokknum. Hún lét hann ekki ljúga að sér. Og ef ekki má treysta stjórnmálaflokki, þegar erfiðleikar steðja að, þá er aldrei neitt á honum að byggja. Það vita íslendingar um Framsóknarflokkinn og þess vegna hafa þeir dæmt hann til lengstu útlegðar, sem sögur fara af í íslenzkum stjórnmálum. Þann útlegðardóm mun þjóðin svo enn j staðfesta í kosningunum í vor. Allt tyrir tízkuna Það er í sjálfu sér ekkert merkilegt við að vera 22ja ára gömul leikkona og brjóta á sér handlegginn. Slíkt og þvílíkt getur fyrir alla kom- ið, — líka leikkonur. Þessi á myndinni braut á sér handlegginn við að stökkva út úr brennandi húsi. Og eins og lög gera ráð fyrir var handleggurinn settur í gips. En engin leikkona getur verið þekkt fyrir að ganga um á milli manna með þykkar og ljótar gipsumbúðir á hand- leggnum. Svo þessi fór til vinar síns, sem er tízkuteikn- ari, og spurði hann ráða. Sá ágæti maður bjó þegar í stað til hámóðins ermi á gipshandlegginn og er sú ermi saman sett úr fjölmörgum lit- ríkum fjöðrum. Leikkonan varð yfir sig hrifin, og svo urðu fleiri, svo fjaðraermar sem þessi eru lcomnar í niiltla tízku í þeirri ágætu heims- horg, London. Ekki fylgir þó sögunni, hvort nauðsynlegt sé að hrjóta á sér handlegginn áður en ermin er fengin, svo allt verði sem allri raunveru- legast. En hvað gerir ekki íólk fyrir tí/.kuna? — Fjársjóður bak við veggfóðrið Þa3 er betra að fara var- lega þegar maður rífur gamla veggfóðrið af til þess að gera upp hjá sér fbúðiria. Ef til vill leynast þar á bak við faldir fjársjóðir. Þó varla hér á íslamdi, þar Sem lítið er um gömul hús með veggtfóðri, og enn minna um fjársjóði. Fjrrir fjör-utíu árum flutti fjölskylda ein inn í hús í einni af útborgum Parísar. Húsið íéll henni vel í ge'ð, en á veggi voru málaðar myimdir. sem fóru í taugarnar á hús- móðurmyndinni. Og þar sem hún var húsbóndi á sínu heim ili, eins og konur eru svo otft, þá linnti hún ekki látum fyrr ©n bóndinn hafði fengið dúk- lagningarmann til þeds að líma veggfóður yfir öll herí.ag heitin. Svo leið og beið. Allir höfðU gleymt því, sem bak við vegg fóðrið var. Nema ein gömul kona, sem bjó sem bam í þessu gamla húsi og minntist fallegra mynda, sem málaðar höfðu verið á vegginn í bama herberginu bennar. Og hún fékk börn húsmóð- urinnar, sem veggfóðrið lét setja, til þess að láta fagmentn losa það fró veggjum. Og sjá! I ljós komu á veggjunum þar undir 14 listaverk, sem mál- arinn Max Ernst, frumkvöð- ull súrealismans, hafði málað á veggina í ungdæmi sínu. Með aðstoð nýrrar tækni tókst að lösa litina atf veggj- unum og færa málverkin í heilu la-gi yfir á striga. Mál- arinn, sem nú ei’ orðinn um áttrætt, kom og leit á lista- verkin, kannaðist þar við æskuverk sín og m'erkti sér fúslega allar myndirnar. Hver þeirra er nú metin á um 100 þús. pund og fjöl- Skyldan í gamla húsinu er í sjöunda himni. En mömmu gömlu finnst þó enn vegg- fóðrið miklu fallegra en mynd ir mólarans Max Ernst. Fyrsta Diana Ross, stjaman í trio- inu The Supremes, á að leika jasssöngkonuna Billie Holiday í kvikmynd, sem gerð er eftir sjálfsævisögu hennar. Myndin á að bera sama heiti og sjálfs- ævisagan „Lady Sings The Blues“. Þetta verður fyrsta kvikmyndin, sem Diana Ross HVOR ER SÁ RÉTTI? Það eru ekki allir u ar í Bandaríkjunum heppnir og hann Róber er. Hann var kallaður inn, eins og fleiri, ei gjarna vera kyrr heim og fleiri. Þó fór hann á ingarskrifstofuna, því var löghlýðinn ungur En þá kom heldur bátinn. Róbert var svo kvikn leikur í. Kostnaðurinn við myndunina er áætlai 400 m.kr. og’ hljómp gáfufyrirtækið, sem hefur stofnað og ber Motovvn, tekur þátt myndarinnar. Og það nýjasta nj 8 Mánudagur 19. apríl 1971

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.