Alþýðublaðið - 19.04.1971, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 19.04.1971, Blaðsíða 9
George Best og tvífarinn. Unnendur enskra knatt- spymu á íslandi kannast allir við fótboltastjörnuna Georgo Best, og’ ættu að þekkja hann á mynd. En hvor er hann af þessum tveim? Það er ekki gott að segja, því Georgie á sinn tvífara og er hér með honrnn. Best varð meira en lítið undrandi, þegar hann hitti tvífara sinn augliti til auglitis. Það er ekki aðeins að þeir séu eins í útliti, heldur klæð- ast þeir sams konar fötum. — „Þetta er dáiítið hroll- vekjandi“, sagði Best, „Hann talar jafnvel alveg eins og ég.“ Og það er ef til vill ekkert einkennilegt við það, því Alan Redmond, en svo heitir tví- farinn, er fæddur á sömu slóð um og Best. Hann er bar- þjónn í London og það, hversu hann er Iíkur knattspyrnu- kappanum, kemur sér vel fyr- ir harui í samskiptum við veikara kynið. Það er aðeins, þegar stúlkurnar biðja hann um ijeiginhandaráritun, |sem‘ hann verður eilítið vandræða- legur. Ingrid Bergman: Ánægð aS vera ekki ung VILL EKKI VERA UNG Leikhonan Ingrid Bergman er nú mest um talaða mann- eskjan í leikhúslífi Lundúna- borgar. Hún leikur aðalkven- hlutverkið í gamanleik eftir Bernard Show, sem sýndur er í Cambridge leikhúsinu. Þetta er fyrsta gamanhlutverk leik- konunnar og hefur hún gert stormandi lukku í hlutverk- inu. — Ég er mjög ánægð með, að ég skuli ekki vera ung í dag,'“ segir hún í viðtali við „AftonbIadet“ í Svíþjóð. Ég myndi aldrei standa mig sem ung leikkona, ef ég væri að byrja leikaraferli minn nú. í dag er þess krafizt af ung- um leikkonum, að þær séu reiðubiinar til þess að koma fram alls naktar á sviði og í kvikmyndum. Slikt gæti ég aldrei samþykkt. — Allt talið um, að nektar- senur eigi að vera listrænar, heldur hún áfram, er einbert slúður. Nektarmyndir eru bara gróðabrall, ekkert annað. Og Ingrid Bergman virðist ekkert hrifin af gróðabralli. □ Samband íslenzkra náms- manna erlendis hefur gefið út á íslenzku og látið stað- færa kver, sem ber nafnið „Rauða kverið handa skóla- nemum“. Þar er skólafólki sagt sitthvað um lífið og til- veruna. í formála er talað um full- orðna fólkið við börnin. Þar segir m.a.: „Mörg ykkar segið við sjálf ykkur: Þetta þýðir ekkert, við komum engai fram. Full- orðna fólkið ræður öllu . . . Tígrisdýr getur verið ógur- legt útlits. En ef það er úr pappa étur það engan. Þið ofmetið vald fullorðna í'ólks- ins og vanmetið getu ykkar. Fullorðna fólkið hefur mik- ið vald yfir ykkur. Það er tígrisdýr. En það getur ekki liaft vald yfir ykkur til lengd- ar. Það er pappatígrisdýr.“ Og þá vitum við það mín kæru pappatígrisdýr. „Mér er alveg sama þótt tennurnar þínar séu stórar og ægilegar, amma mín,“ segir Rauðhetta litla við úlfinn. Ég veit, að þú ert öll bara úr pappa“! Hér koma nokkur heillaráð til nýgiftra frá sérfræðingi í hjónabandsmálum, — Liz Taylor. Hún hefur sínar eigin mein- ingar um hiúr, sein gefast upp á sambúðinni rétt þegar þau eru komin yfir hveiti- brauðsdagana. — í staðinn fyrir að fara hvort sína leið reynið þá heldur að koma hvort öðru dálítið á óvart, segir Liz, sem sjálf hefur verið gift fimm sinnum og er nú gift Riehard Burton, sem vissulega býr yfir ýmsu „óvæntu“ í daglegu lífi. — Ástæðan fyrir því, að svo mörg hjónabönd fara út um þúfur er, að sambúðin vill verða vanabundin og Ieiðin- leg. Er nokkuð leiðinlegra en það, að umgangast alltaf sömu manneskjnna. — Fyrir stuttu bað Burton mig um, að reyna nú að „skandalísera“ eitthvað, held- ur Liz áfram. Honum þótti Liz Taylor. Gift fimm sinnum við vera að verða heldur um of sett og leiðinleg. Og þegar hjón verða sett og leiðinleg, þá er hjónabandið í hættu, — ekki satt? PPLANGUR ngling- lega fótstór. í öllum hernum jafn voru hvorki til skór eða stíg- t Bart- vél, sem komust nálægt því í her- að rúma Iappirnar á honum ri vildi Róbert. a, eins Eftir að liðsforingjar og skrán- generálar höfðu lagt heilann hann í bleyti fundu þeir enga aðra maður. lausn en þá, að senda Róbert babb í aftur heim til mömmu, — í óskap- sínum eigin skóm. nyndin Diönu Ross er, að' hún hefur kvilt- byrjað með sinn eigin sjón- ður ca varpsþátt úti í Bandarikjun- lötuút- um, og heitir sá náttúrlega Diana „Diana“. Kemur Diana þar nafniö fram í sjónvarpi í fyrsta í gerð skipti eftir að hún sagði skilið við stöllur sínar í „The Su- tt um premes“. SUÐURí BORGAR- FIRÐI Hvað á stúlka að gera, sem vill klæðast í takt við tízk- una, í midipils, en þó um leið ekki glata þeirri athygli, sem hún öðlaðist í því gamla, stutta. Stúlkan á myndinni vildi hvorugu sleppa og hafði lengi brotið heilann um, hvemig sameina mætti þessa tvo kosti. Hún gafst upp og fór til tízku teiknara og spurði hann ráða. Og auðvitað kom hann með svarið. Skærin upp og snipp, snipp, snipp. Pilsfaldurinn um hnén, botninn suður í Borgar- firð'i, tízkan og takmarkið féll ust i faðma. Mánudagur 19. apríl 1971 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.