Alþýðublaðið - 07.03.1972, Page 11

Alþýðublaðið - 07.03.1972, Page 11
Kross- gátu- krílið 4, *—* 'fí ‘óíhVHL V / IjuPfíH ■ HVL KjoROifí SO/?6 5 bPOTT TftKN OhREí N I LE/K + 5 KÓL/ 6L£yp/i II 6 i 3 ölik/r R/ST/ 1 SKST STR'OK V£L SKiPS SKfiÐA \ /0 KOFUÐ ftORé f s n l frítí 'IFjbSI /nfíNfv ESK/uR MYNþft DRfíUG \umsT i /3 5 UND L_ YF/R ^IÐ 'L'ETT \SunDI 7 9 LVK/LORD = STEKKUR. ^ - .u>-3' ^ a> S> • í *1**T|1>*: • "S ' - • r- •- • < 3>s>r-fco:- ?>c«j>r'öa> A VALD1 VDATTUNNAR eftir Arthur Wayse anum, voru skörp. „Aðaltilgangurinn með þessum fundum er að stela mannafla frá öðrum fyrir- tækjum. Þú skilur Linny. Þessi Gosse er nokkurs konar bandvitlaus snillingur. Þeir hafa látið hann vinna við ryðvarnarefni, þótt hann hafi ekki annað i hausnum en geislaeinangrandi málningu. Honum heppnast örugglega aldrei að fullkomna hug- myndina, en með mig að baki sér ætti hann að hafa möguleika. Þetta mundi verða gott tækifæri fyrir okkar land og einnig fyrir það land, sem við erum nú stödd á, ef honum heppnaðist þetta”. Halsted studdi báðum olnbogunum á borðið. Rödd hans, sem var nú ekki annað en taut, var nú gamalleg og sorgbitin. ,,Ég verð nú ekki yngri með árunum. Ég hef fengið flest það, sem ég hef óskað mér i þessu lifi. En ég gæti vel hugsað mér að vera þátttakandi i einhverju miklu bara einu sinni, áður en ég hverf úr þessum heimi”. Hið barnslega flökkueðli, sem hann hafði til að bera fór mjög i taugarnar á henni, en hún elskaði hann engu að siður. Hún hnykklaði brýrnar og sagði:,,Mér er illa við að þú talir svona, Morg. Þú ekki gamall. Þú ert fimmtiu og fimmára gamall, og það er hvorki stund né staður til þess að tala um það að deyja”. Hann leiðrétti hana: ,,Ég er fimmtiu og sex ára. Ég er kannski ekki neinn öldungur”. Hann tæmdi kaffibollann og stóð þunglamalega á fætur. Morg var sterklega vaxinn, rjóður i kinnum og herða- breiður. ,,Ég er lika við góða heilsu, svo að þú þarft ekki að horfa á mig eins og þú værir að taka mál af likkistu fyrir mig. Það er bara svo, að það er eins og maður geti af og til heyrt skrjáfið i visnum lauf- blöðum á gröfinni sinni. Mannstu eftir Sverri frænda þinum. Það var hann, sem plataði út úr okkur þennan bansettan súrheysturn, þótt hann ætti hálfa sveitina. Sverrir vildi aldrei sitja undir peru- tré, þvi skrjáfið i blöðunum á þvi minnti hann á kirkjugarðinn. Ég hef sjálfsagt nú i morgun heyrt þessi perublöð skrjáfa dálitið”. Halsted andvarpaði þegar hann sá reikninginn. Hann sagði með dapurlegri röddu: Já, já, vinur minn, lifið er fyrir unga fólkið. Þú ættir að fara að koma þér heim. Þú hefur nóg að gera við það að undirbúa þig undir brúðkaupið. Ég skal vera mættur nógu snemma til þess að leiða þig upp kirk- jugólfið. Linn stóð lika á fætur, hrædd og undrandi. ,,En hvers vegna ætlar þú að vera lengur hér?” ,,Það hef ég heldur ekki ætlað mér, jafnvel þótt mér geðjist vel að þessari borg. Hér gæti ég vissu- lega dáið hamingjusamur. Mér geðjast vel að þvi hvernig þeir hengja blómaker upp i ljósastaurana. Og hér á enginn annrikt, nema þegar þeir fara að veiða. En þar sem ég er nú hvort sem er svona norðarlega, gæti ég vel hugsað mér að skreppa til Alaska. Það er mikið að gerast þar nú, og fyrirtækið okkar stendur ekki nægilega traustum fótum þar i landi. Það er bezt að ég lappi eitthvað upp á málin þar”. ,,Átt þú við að fljúga þangað norður aleinn?” ,,Hvers vegna ekki?” Þau fóru upp tröppurnar frá móttökusalnum. Hann stóð við hliðina á henni og horfði út yfir fallega grasblettina og blómabeðin, sem glitruðu i spetembersólinni. Hann horfði til hafnarinnar, þar sem tveggja manna Astra-sjó- flugvélin hans lá bundin. „Panhandle er i ca. þús- und kilómetra fjarlægð norðan við okkur. Það verður um það bil fimm tima flug, en ég reikna með að stanza á nokkrum stöðum á leiðinni. Ég vildi gjarnan skoða • þessa verksmiðju i Kitimat. Það væri kannski hægt að komast að verzlunar- samningum við þessa álframleiðendur”. Hann brosti ögrandi. „Hresstu þig nú við, hertogaynja. Þetta eru nú ekki nema nokkur hundruð kilómetra. Ég er ekki á leiðinni til tunglsins!” Hann var óbeint — og Linn var það fullkomlega ljóst, án þess að hún gerði nokkuð til þess að hindra það—að telja hana á að fara með sér í eitt af þess- um ævintýrum, sem hann hafði svo gaman af. Á nokkrum minútum hafði hann gert hana veika fyrir. Þar að auki var hann fær flugmaður. Hann hafði RUTH SNYDER OG JUDD GREY A meðan leitaði lögreglan vandlega i húsinu. A svefn- herbergisgólfinu fundu þeir veski Alberts Snyders tómt, en i það vantaði ekkert nema peningana, sem þar áttu að vera. Skartgripir frú Snyder fundust faldir i dýnu. öllu hafði verið snúið v.ið i húsinu, en engin merki fundust um innbrot. Og það komu fleiri einkennilegar staðreyndir i ljós. 1 þvottakörf- unni fannst blóði stokkið kodda- ver, en utan um koddann á hjónarúminu var nýþvegið ver. A svefnherbergisgólfinu fannst bindisnæla með upphafs- stöfunum J.G. og i skúffu i snyrtiborði frú Snyder fannst adressubók, sem hafði inni að halda nöfn 28 manna og einn af þeim var „Judd Grey”. Þá fannst ávisun á 200 dollara, sem hafði verið gefin út á nafn þessa manns og tekið var til þess að frú Snyder skalf litilsháttar, þegar nafn hans var lesið úr adressubókinni. I verkfæra- kassa i kjallaranum fannst rúmlega tveggja kilóa járn- bútur ataður storknu blóði og leit sem gerð var i bankahólfi, leigðu undir fæðingarnafni frú Snyder, leiddi i ljós lif- tryggingar á Albert Snyder samtals að upphæð 96.000 doll- ara. Morðið á Albert Snyder var greinilega sviðsett. Enginn inn- brotsþjófur hefði umsnúið öllu svo gersamlega eða beitt svo mörgum aðferðum við að drepa hr. Snyder. Innbrotsþjófurinn átti að hafa skilið hlaðna skammbyssu eftir við hliðina á likinu og frú Snyder hafði verið mjög laust bundin. Saga hennar var greinilega uppspuni. Og hún var greinilega flækt i morðiö á manni sinum. En hver var samsektarmaður hennar? Þegar komið var með frú Snyder á lögreglustöðina var hún yfirheyrð itarlega af saksóknara fylkisins. Hún viðurkenndi að þeim hjónum hefði ekki komið vel saman og að hann hefði ekki sýnt henni neina umhyggju i niu eða tiu ár. Hún viðurkenndi að hafa marg- sinnis dvalið að heiman, en veigraði sér við að svara hvar hún hefði verið og með hverjum. Hún hélt fast við söguna um inn- brotsþjófinn, en svör hennar urðu sifellt ruglingslegri: Þegar saksóknarinn sýndi henni skyndilega bréfmiða með áletruninni: „J.H. Grey. 37 Wayne Avenue, East Orange, New Jersey”, Brá henni mjög og hún spurði: „ Hefur hann játað?” Þrátt fyrir að lögreglan hafði enn ekki haft hendur i hári Greys, var frú Snyder sagt að hann hefði játað á sig morðið á bónda hennar. Seint um sunnudagskvöldið gaf frú Snyder yfirlýsingu, þar sem hún viðurkenndi að Judd Grey væri elskhugi sinn og að hún hefði verið viðstödd, þegar hann myrti eiginmann hennar. Hún sagði lögreglunni að hún myndi finna Grey á hóteli i Syracuseborg i New York riki og bætti þvi við að hann væri lif- stykkjasölumaður. Grey var handtekinn næsta dag og bæði hann og Ruth Snyder voru ákærð fyrir morð af fyrstu gráðu á Albert Snyder. Snyder — Grey málið er eitt hið frægasta i glæpaannálum Bandarikjanna. 1 þrjá mánuði árið 1927 var það aðalforsiðuefni blaða um Bandaríkin þver og endilöng og áætlað er að i það hafi verið eytt meira blaðrými en nokkurt annað morðmál fram til þess tima, að einu undanskildu. Um grimmileg atvik þess var lesið með áfergju i Stóra-Bretlandi, þar sem undarlega lik réttarhöld i máli Bywaters og Thompson voru fersk i minni og enn umdeild. Ruth Snyder og Edith Thomp- son áttu margt sameiginlegt. Þær voru jafnvel likar i útliti. Báðar voru sakaðar um að hafa hvatt elskhuga sina til að myrða óæskilega eiginmenn. Báðar konurnar lifðu i óraunverulegri draumaveröld. Taliö var að báðar hefðu gert nokkrar sjálf- stæðar tiiraunir til að myröa eiginmenn sina. Báðar hafa lifað i minningu almennings sem einskonar „Messalinur” eða kynþokkanornir, sem lögðu þrældómsfjötra á meinlausa menn og neyddu þá til að láta að vilja sinum. En i einu mikils- verðu atriði voru þær ólikar: Ruth Snyder var greinilega frumkvöðull vandlega undir- búins morðs og reyndi þar að auki að skella allri skuldinni á Judd Grey, en þótt Edith Thompson hafi án efa grætt morðhugmyndina i huga elsk- huga sins, er ekki vist að hún hafi ætlazt til að hann fram- kvæmdi hana. II f greinaflokki, sem birtur var um öll Bandaríkin undir naf- ninu: „My Story So Help Me God” („Saga min: Sé Guð mér til vitnis”), sýndi Ruth Snyder löndum sinum inn i kvika sál sina og þeir fylgdust með þessum hugfangandi harmleik af miklum áhuga. Judd Grey sagði samborgurum sinum einnig sina sögu i greina flokki sem hann nefndi þvi við- eigandi nafni „The Doomed Ship” („Hið dæmda skip”). Af þessum gögnum og yfir- lýsingum, sem skötuhjúin gáfu lögreglunni verður til sagan um húsmóður i úthverfi, sem neyðir meinlaust manntetur til að gerast óðan morðingja. Ruth Mary Brown fæddist á horninu á Morningside Avenue og 125. stræti i New York borg 6. marz 1895 dóttir norsks sjómanns sem gerðist trésmiður og breytti nafni sinu úr Sörensen i Brown og sæn- skrar móður, Ameliu Anderson að nafni. Af þessari hreinu, norrænu blöndu, fæddist stúlka með djúpar og ofsafengnar til- Sögufræg sakamál - Fyrsta frásögn Þriðjudagur 7. marz 1972.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.