Alþýðublaðið - 05.04.1972, Blaðsíða 2
Nokkrar stúlkur
geta fengið vinnu strax við ýmiss konar
störf.
BELGJABERÐIN.
Forstöðumaður
Forstöðumann vantar fyr-ir Bifreiða- og Trésmiðju Borg-
arness, Borgarnesi.
Fyrirtækið annast almennar bifreiða- og vélaviðgerðir,
yfirbyggingar o.fl. Þeir sem áhuga hafa fyrir starfinu,
vinsamlega sendi umsóknir sinar, ásamt meömælum,
upplýsingum um fyrri störf og menntun, til ólafs Sverris-
sonar kaupfélagsstjóra, Borgarnesi, en hann gefur nánari
upplýsingar um starfið ef óskað er.
Kf. Borgfirðinga
Borgarnesi.
Forstöðukona
vantar að leikskólanum Árborg (Hlaðbæ
17) frá fyrsta júni 1972.
Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar,
Fornhaga 8, fyrir 20. april n.k.
Stjórn Sumargjafar.
Auglýsing
Norsk stjórnvöld bjóða fram nokkra
styrki handa erlendum ungmennum til
námsdvalar við norska lýðháskóla eða
menntaskóla skólaárið 1972—73. Er hér
um að ræða styrki úr sjóði, sem stofnaður
var 8. mai 1970 til minningar um, að 25 ár
voru liðin frá þvi að Norðmenn endur-
heimtu frelsi sitt, og eru styrkir þessir
boðnir fram i mörgum löndum. Ekki er
vitað fyrirfram, hvort nokkur styrkjanna
kemur i hlut íslendinga.
Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði,
húsnæði, bókakaupum og einhverjum
vasapeningum.
Umsækjendur skulu eigi vera yngri en
18 ára, og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir,
sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu
á sviði félags- eða menningarmála.
Umsóknum um styrki þessa skal komið
til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu
6, Reykjavik, fyrir 14. april n.k. —Sérstök
umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuney tið,
29. marz 1972.
Heilsuræktin
The Health Cultivation,
hefur flutt starfsemi sina i Glæsibæ. Nýtt
námskeið er að hefjast.
Ath. Breytt simanúmer:
85655
Deildarhjúkrunarkonustaða
Staða deildarhjúkrunarkonu á nýrri
sjúkradeild, endurhæfingar- og bæklunar-
lækningadeild i Landspitalanum, er laus
til umsóknar. Laun samkvæmt kjara-
samningum opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist
stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu
5, fyrir 18. april n.k.
Reykjavik, 4.april 1972
Skrifstofa rikisspitalanna.
Deildarhjúkrunarkonustaða
Staða deildarhjúkrunarkonu á Barna-
spitala Hringsins i Landspitalanum er
laus til umsóknar. Laun samkvæmt
samningum opinberra starfsmanna.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist
stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu
5, fyrir 18. april n.k.
Reykjavik, 4.april 1972
Skrifstofa rikisspitalanna.
FRÁ SJÁLFSBJÖRGU REYKJAVÍK
Spilum i Lindarbæ i kvöld kl. 8.30. Fjöl-
mennið og takið með ykkur gesti.
Nefndin.
Hjúkrunarkonur óskast
Hjúkrunarkonur vantar á hinar ýmsu
deildir Landspitalans, einnig til sumar-
afleysinga. Upplýsingar hjá forstöðukonu
simi 24160.
Reykjavik, 4.april 1972
Skrifstofa rikisspitalanna.
VESTFÍRÐINGAMÓT Á HÓTEL BORG
Vestfirðingamótiö verður n.k. föstudag og hefst með
borðhaidi kl. 7. Vestfjarðaminni, alþingismaður Halldór,
Kristjánsson. Upplestur, Guðmundur G. Hagalin, rit-
höfundur. óþekkt skemmtiatriði, Ómar Ragnarsson. Allir
Vestfiröingar velkomnir ásamt gestum meöan húsrúm
leyfir. Aðgöngumiðar seldir að Hótel Borg eftir hádegi
fimmtudag og föstudag.
Vestfirðingafélagið.
PRÓFESSOR í
REKSTRARFRÆÐI
Forseti tslands hefur sam-
kvæmt tillögu menntamálaráð-
herra skipað dr. Gylfa Þ. Gisla-
son prófessor í rekstrarhagfræði
og tengdum greinum I viðskipta-
deild Háskóla tslands frá 1. marz
1972 að telja.
Umsækjendur um prófessors-
embætti þetta voru tveir, þ.e. dr.
Gylfi Þ. Gislason og Sveinn
Valfells, rekstrarverkfræðingur.
Menntamálaráðuneytið
4. april 1972.
PÁSKA-POPP_________________12
þar sátu sr. Jón Bjarman fang-
elsisprestur og sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson fyrir svör-
um, en Sigurður Haukur hafði
sér til aðstoðar þrjá meðlimi
AA-samtakanna, sem svöruðu
spurningum og ræddu opinskátt
um vandamál sin.
Eins og fyrr segir var „Jesus
Christ Superstar” leikin af
hljómplötum um nóttina. Þrátt
fyrir að aðsóknin að vökunni
yrði margfalt meiri en gert var
ráð fyrir i upphafi spunnust
fjörugar umræður um verkið
undir frábærri stjórn sr. Bern-
harðs. Eftir að fyrsta plötuhlið-
in var leikin var kirkjugestum
skipt niður i umræðuhópa eins
og áætlað hafði verið. Skiptu
hóparnir sér niður i allar vistar-
verur kirkjunnar og safnaðar-
heimilisins undir stjórn um-
ræðustjóra. En sýnt var að þessi
tilhögun var of þung i vöfum,
þannig að sá háttur var hafður á
við framhald umræðnanna, að
nokkrir fulltrúar voru valdir úr
hópi kirkjugesta.
Efni popóperunnar og pislar-
sagan voru i umræðunum tengd
nútimanum, og veltu menn
mjög fyrir sér hvaða erindi það
eigi við þann heim sem við lifum
i núna.
Að sjálfsögðu reis upp sú
spurning hvort hin svonefnda
„Jesúbylting” hafi náð til
landsins með þessari samkomu,
en einn ræðumannanna, Þor-
valdur Helgason kennari, komst
að þeirri niðurstöðu, að sú bylt-
ing hefði aðeins varað þessa
nótt.
1 viðtali sem Alþýðublaðið átti
við sr. Bernharð staðfesti hann
þessa skoðun, en hann sagðist
álita, að stórfelld breyting hafi
átt sér stað á afstööu ungs fólks
til trúmála. Sagði hann, að unga
fólkið tali mjög frjálslega um
þessi efni nú, þar scm fyrir ekki
löngu hafi þau næstum verið
feimnismál.
Sr. Bernharður sagðist álita,
að páskavakan hafi tekizt það
vel, að ástæða sé til að ætla að
fleiri slíkar tilraunir eigi aö
gera. Þá var hann spurður hvort
hann áliti þörf á breyttu messu-
formi. Svaraði hann þvi til, að
þess gerðist ekki þörf, en þó
þyrfti að vera fyrir hendi
messuform, sem höfðar til ungs
fólks á hverjum tima.
Skömmu fyrir sólarupprás
var þagnarstund, en að henni
lokinni hélt biskupinn yfir
islandi helgistund.
NÝIA SÍMANÚMERIÐ
GKKAR ER 8-G6-GE
Miðvikudagur 5. apríl 1972