Alþýðublaðið - 05.04.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.04.1972, Blaðsíða 6
ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN Flugu getið þér drepið en VOLKSWAGEN ekki Margir hafa reynt ... en ekki tekist HVERSVEGNA? Vegna. þess að VOLKSWAGEN er ekkert tízkufyrirbæri . . . Árviss reynsla og tækni- þróun, án útlitsbreytinga hefir gert hann að öruggri fjárfestingu og þeim bíl . . . sem jafnvel afi og amma þekkja, pabbinn vill eignast, mamma vill keyra og börnin kalla ekki bíl, heldur . ..VOLKSWAGEN . .. © Kynnið yður verð varahluta- og viðgerðaþjónustu. VOLKSWAGEN er einmitt framleiddur fyrir yður / Sími 21240 HEKLA hf 1 Laugavegi 170-172 ! 1 Ný skáldsaga ÓLAFUR JÓHANN SfGURÐSSON HREIÐRIÐ 260 bls. - Verö ib. kr. 680,00 + sölusk. HEIMSKRINGL ■ ■ ■ ■ ■ ■■ fi(l ■■■■■■•■■■••■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■o, ■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ HNATTVIÐGERÐIR OG KÖNNUN AUÐLINDA BANDARISKIR geimtæknifræðingar ætla að nota fljótandi eldsneyti i geimferju sem taka á i notkun siðast á þessum áratug. Hin nýja geimferja er enn á teikniborðinu, en hana á að nota i margar ferðir út i geim- inn. Hún er á stærð við þotuna DC-9. Meö þvi að geta notað þessa rúmferju hundrað sinnum reikna sérfræðingar með að spara um 40 milljarða króna. Talið er að hún endist þannig i sex ár. Geimferjan verður með 4 manna áhörn. Eldflaug flytur hana upp i 40 km hæð. Eld- flaugin fellur niður i sjó og verður bjargað, enda á að nota hana tiu sinnum, En geimferj- unni er flogið upp i 185 km hæð og fer hún þar á sporbaug um jörðu. Hún á að vera á braut umhverfis jörðu i allt að mánaðar tima og á meðan geta mennirnir gert við gervihnetti og rannsakað auðlindir jarðarinnar. TAUGALYF HÆTTU- LEGT FÓSTRUM Taugalyfið Tofranil getur valdið sams konar vanskapnaði á fóstri og taugalyfið Neurosedyn, samkvæmt þeim niðurstöðum af rannsóknum ástralska visinda- mannsins dr. William McBrides, sem norsk blöð m.a. hafa skýrt frá ekki alls fyrir löngu. Fullyrðir Mc Bride að taugalyfið Imi- premin geti reynst þroska fóstursins hættulegt, en lyf þetta er nú selt á Norðurlöndum, t.d. i Sviþjóð, undir nafninu „Tofranil”. Bengt Kallen prófessor, sem hefur umsjón með skráningu til- vika, þar sem um vanskapað fóstur er að að ræða i Sviþjóð, telur þó að ekki sé unnt að sanna sök þessa liís i þvi sambandi. En hann tekur það og fram, að ekki séu skrásett nema um 25% ný- fæddra barna i Sviþjóð, og hvað þau snerti þá sé einungis skýrt frá þeim vanskapnaði, sem fram komi fyrstu vikuna eftir fæð- inguna. Samkvæmt tilmælum frá félagsmálaráðuneytinu sænska, hafa læknar verið varaðir við að ráðleggja vanfærum konum þetta lyf, og konur, sem þannig er ástatt um, verið varaðar við að neyta þess. — Mig furðar á þvi að þessu máli skuli ekki hafa verið hreyft fyr, segir sænski erfðasérfræð- ingurinn, Björn Gillberg. Telja má vist að lyfið hafi þegar valdið þvi tjóni á erfðavisum i mörgum tilvikum, sem eigi fyrst eftir að koma i ljós á komandi kyn- slóðum. Þarna er ef til vill ekki um sjáanlega, ytri vansköpun að ræða eingöngu, heldur og skertar gáfur og viðbragðahæfni. LÍNA SKVETTiR ÓR KLAUFUNUM Kvikmyndin „Lina lang- sokkur á siglingu um sjö heims höf” verður nú sýnd i sænska sjónvarpinu. Lina — eða Inger Nilsson — var aðeins niu ára þegar Linu-langsokksæðið náði hámarki. Nú er hún að verða 13 ára og farin að kynnast lista- mannalifinu. Hún kom fram i sænsku „skemmtigörðunum” i sumar leið, hvað varð til þess að dagblöðin sænsku birtu gagnrýni á hana og foreldra hennar. Hún hefur grætt offjár, Inger litla, en skólanámið verið látið sitja á hakanum, að þvi er segir i sænska útvarps-og sjónvarps blaðinu, „Röster i radio”. GRÁHVALUR IAUS ÚR PSÍSI!N« GIGI — eini gráhvalurinn, sem haldið hefur verið föngnum i sjó- laug i Kaliforniu, var flutt aftur á haf út þann 13. marz, og hafði þá meðferðis allmikinn „nestis- pakka” með allskonar visinda- legum tækjum. Hún var þá eins árs, og hafði dvalizt alla ævi að fyrstu vikunum undanskildum i 'jsjólaug i skemmtigarði, og tekið :verulegum þroska — var orðin sjö :emálestir að þyngd og niu m á léngd. Öþarft er að geta þess að ivísindamenn rannsökuðu hana og alla háttu hennar af mikilli nák- væmni á meðan hún dvaldist i sjólauginni, enda var tími þeirra takmarkaður til þeirra hluta vegna ákvörðunar innanrikis- .ráðuneytisins,. sem ekki hafði ELZTA STETTARFELAGIÐ 75 ARA I gær átti elzta og um leið eitt öflugasta sléttarfélag landsins Hið islenzka prentarafélag 75 ára afmæli. Félagið var stofnað þann 4. april árið 1897 af 12 prenturum úr tveim prentsmiðjum, en nú eru i félaginu um 390 manns i pren- tarastétt og starfa þeir i prent- smiðjum út um allt land. Stjórn HIP, skemmtinefnd og sérstök hátiðanefnd hafa starfað að undirbúningi afmælisársins i u.þ.b. eitt ár og á blaðamanna- fundi, sem stjórnin og nefndirnar héldu i fyrrakvöld, var skýrt frá ýmsum framkvæmdum, sem undirbúnar hafa verið til þess að minnast afmælisins. A afmælisdaginn sjálfan, þriðjudaginn 4. april, hafði félagið móttöku gesta i íélags- heimilinu við Hverfisgötu Þarna voru heiðraðir þeir prent- arar, sem starfað hafa við iðnina i hálfa öld, eða lengur. Sérstakt gullmerki var þeim afhent. Afmælishátið heldur félagið svo þann 7. april. 1 öðru lagi mun félagið gangast fyrir útgáfu sýnisbókar með verkum Hallbjörns Halldórs- sonar, prentara og ritstjóra. Efnið i bókina valdi B.jörk Ingi- mundardóttir, cand. mag., en pappir og prentun munu rikis- prentsmiðjan Gutenberg og FIP gefa i tilefni afmælisins. Þá mun félagið láta gera silfur- og bronspeninga og gefa út i mjög takmörkuðu upplagi. Peninga teiknaði Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri, en Harald Salomon, þekktur danskur lista- maður gerði þá. Einnig er i undir- búningi útgáfa á veggplatta með merki félagsins og munu bæði peningar og plattinn verða seldir félagsmönnum og öðrum, ef upplagið nægir. 1 þriðja lagi mun félagið gangast fyrir útgáfu nýs pren- taratals allt frá fyrstu tið is- lenzkrar prentlistar og til vorra tima. 1 fjórða lagi mun félagið gefa út i takmörkuðu upplagi sýnishorn af gömlum prentgrip, sem unnin var við frumstæðar aðstæður, Til útgáfunnar hefur verið valin Ijós- prentun af ljóði, sem prentað var ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■ ■■■■■■ ■■■■■■ ■■■■■■■■«■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■• ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■•■■■■ ■■■■■■■■■•■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■!■■• ■■■BÍÍÍ■■■■ ■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ »vorið góða nranf A#>« hliVff grSSTií rilyiv.. er þegar komið suður í álfu. vorlækkun Loftleiöa gildir frá l.apríl -15. maí LOFTLEIBIR ICELANBIC «« ÞAÐ MÁ F0RÐAST MARGAN KVILLANN MEÐ ÞVÍ AÐ LÆRA AÐ SITJA RÉn i gömlu prentsmiðjunni að Hólum i Hjaltadal. Einnig mun félagið standa að bókasýningu i sumar og verður sýningin sett upp i samvinnu við Landsbókasafnið. Þá mun félagið einnig bjóða u.þ.b. 25 fulltrúum prentara frá hinum Norðurlönd- unum til þings hér á landi i sumar, en slik þing norrænna prentara hafa verið haldin frá striðslokum. I stjórn HIP eru nú Þórólfur Danielsson, formaður, Kári B. Jónsson, varaformaður, Pjetur Stefánsson, gjaldkeri, Lúther Jónsson, ritari, og i varastjórn Valgeir Emilsson, Gisli Guðjóns- son, og Jón Otti Jónsson. ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■ Glasið með verkjatöflunum stendur yfirleitt óhreyft i skápn- um hjá trúnaðarmanninum i fataverksmiðju Möllers & Co i Sönderborg i Danmörku. Þær þurfa ekki slikra lyfja með, starf- stúlkurnar, sem nú er ekki annað að sjá en séu friskar og tiltölulega óþreyttar allan daginn. Bakverkir og slæmska i vöðvum, verkir i handleggjum og þreyta i fótum eru kvillar sem yfirleitt er ekki kvartað um lengurhjá þvi fyrirtæki —eftir að stúlkurnar hafa notið leiðbein- inga um hvernig þær eigi að sitja við störf sin, um leið og þær gera leikfimi i fimm minútur á hverjum morgni, en þó ekki nema þær sem nenna að leggja það á sig. Það var hryggjaliðalæknirinn — eða „kiropraktikerinn” — Jörgen Jensen, sem starfar þar i Sönderborg, sem kennt hefur starfstúlkunum hvernig þeim beri að losna við þessa atvinnu- kvilla sina. Hann athugaði fyrst nákvæmlega hvernig þær sátu við vinnuna, bæði saumakonur og aðstoðarstúlkur þeirra, og leið- rétti þvi næst setstillingar þeirra samkvæmt þvi. I mörgum tilvikum þurfti einungis að hækka borðið um fimm sentimetra eða flytja saumavélina um tiu senli- metra til hægri eða vinstri eða eitthvað þess háttar. Jörgen Jensen á frumkvæðið að þvi i Danmörku að rannsaka stöðu og setu starfsfólks við vinnu sina i ýmsum greinum og á ólikum aldri. Ails hyggst hann rannsaka þannig um 1000 tilvik. Fjöldi fólks þjáist af verkjum i öxlum eða aflan I hálsi og er að jafnaði frá vinnu nokkra daga á ári af þeim sökum. Þetta stafar oft af rangri stöðu eða setu við vinnuna. Það er von Jörgens Jensen að þessar rannsóknir komi fyrir- tækjum ýmsum að góðum notum. Samkvæmt niðurstöðum af rann- sóknum verður Iögð áherzla á að fólk standi eða sitji rétt við vinnu sina, og auk þess ættu þær að leiða i ljós hvers vegna starfs- fólkið þjáist af bakverkjum og öðru sliku. \Gr&A Vl&GA OGr Í'ILVtPsAlV ■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■ --------------•■■ ■ ■■ ■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ---------------------■■■■■■---------------------- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■: ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ...... .....■■■...... ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■•■:--- ■■■■■■■■■ !■■■■■■■■■■■• | ■■■■] ■ ■■■■■I si 1 MANSTö EFi'lR FLO'frA __MANNlN/tJM SEM 'íok OKKOR U9? \ F\WA ftiL' \NN W S'To-OUM (Kl \ KlGmUGÚUUt 06 VORUNf . A9 EFf\R Sfó/tfO 06 \t\LVl ENOILEGA KEY^A OKKoR WElM 06 OKKUR LVO \ 6KILLW OM KVÖLP/í) OG GAF OKKOR KAMPAvrN 06 VAR ALLAN T\'MANN A$ 6EFA MÉR ONO\R FÓ-ílNN’ 0 Miðvikudagur 5. april 1972 Miðvikudagur 5. april 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.