Alþýðublaðið - 05.04.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.04.1972, Blaðsíða 12
alþýðul aðið PÁSXA- POPP Paö var ekki innan viö eitt þúsund manns sem kom i Lang- hoitskirkju aöfaranótt páska- dags, en þar hófst á miönætti páskavaka, sem bar yfirskrift- ina „Jesús”, og iauk henni við sólarupprás, en þá gengu 300 unglingar tii altaris. Um fjögur hundruð manns sátu i kirkjunni alla nóttina og hlýddu á poppóperuna „Jesús Christ Superstar”, sem leikin var af plötum, og tóku þátt i um- ræðum um verkið. Unglingar og ungt fólk var i miklum meirihluta en þar var lika talsvert af fullorönu fólki og gömlu. Þar á meðal var gömul kona, scm virtist ekki vera und- ir áttræöu, og fylgdist hún með af áhuga fram undir sex um morguninn, og tók þátt i umræð- unum. Sr. Bernharður Guðmunds- son, æskulýösfulltrúi þjóð- kirkjunnar stjórnaði vökunni, og var næsta ótrúlegt að fylgjast meö þvi hvernig liann hafði al- gert vald yfir kirkjugestum og tókst að skapa skemmtilegt og frjálslegt andrúmsloft, sem hann gerði m.a. með því að stjórna fjöldasöng og láta fólk klappa i takt, og var myndin tekin eitt sinn er lagiö var tekið i kirkjunni. Einnig voru mjög fjörug ar umræður um fangelsismál og ináiefni AA-samtakanna, en Framhald á bls. 2 RIKISSTIOBNIN ÞAOI PENIH6ANA KOMMARNIR KEYRÐIR í KAF KRAFTAMYND FYRIR GOÐA MILUÓN Nú á vist að fara að gera kraftakarlinn hann Reyni Leósson, sem sýndi listir sinar i sjónvarpinu i fyrravetur, heimsfrægan, en þeir Jón Georgsson og Vilhjálmur Knúdsen eru byrjaðir að gera kvikmynd um hann. Aætlað er að kvikmyndin kosti 1100 þúsund krónur, og eru höfð samráð við erlenda aöila, m.a. verður myndin sýnd á sölusýningu i Milanó. Byrjað var að kvikmynda á sunnudaginn siðasta fyrir páska, og braut Reynir þar ein handjárn, leysti sig úr ramm- lega bundnum 60 metra löng- um kaðli og vann fjóra menn i rciptogi,- hafði einn fingur á móti hverjum. Rikisstjórnin hefur ákveöið að taka tilboöi Bandarikjastjórnar um. að Bandarikin kosti brautar- lengingu og aörar framkvæmdir við Keflavikurflugvöll. Atkvæða- greiðsla varð um málið i rikis- stjórninni og var tilboö Banda- rikjastjórnar þegið með at- kvæðum fimm ráðherra af sjö. Ráðherrar Alþýðubandalagsins, Magnús Kjartansson og Lúðvik Jósefsson, greiddu atkvæði á móti. Eins og Alþýðublaöiö hefur skýrt frá barst islenzku rikis- stjórninni skömmu fyrir páska tilboð frá ríkisstjórn Bandarikj- anna um að verja 5,8 millj. doll- urum, — 500 millj. kr.—, til að kosta lengingu flugbrautar og aðrar nauðsynlegar fram- kvæmdir á Kefla vikurflugvelli. Bandarikjaþing haföi áður sam- þykkt fjárveitingu til þessara framkvæmda, en Bandarikja- stjórn setti fyrirvara um greiðslu fjárins i sumar, skömmu eftir að rikisstjórn ólafs Jóhannessonar settist að völdum. Var almennt talið, að fyrirvarinn hafi verið settur vegna þeirrar yfirlýsingar stjórnarinnar, að varnarliðið yröi látið hverfa á brott af landinu á kjörtim abilinu og Bandarikja- stjórn hafi ekki viljaö verja miklu fjármagni til endurbóta á flug- stöð, scm senn ætti að leggja niður sem lið í varnarkerfi Atlandshafsbandalagsins. Umrædda brautarlengingu og aðrar framkvæmdir á Kefla- vikurvelli var hins vegar nauð- synlegt að gera ef völlurinn átti að halda gildi sinu, sem milli- lendingarvöllur fyrir farþega- flug. Ráðherrar I ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, þ.á.m. utanrikis- ráðhcrra, létu á sér skilja i sumar og haust, að rikisstjórnin myndi sjálf útvega fjármagn til fram- kvæmdanna og þá jafnvel hér innanlands fyrst féð fengist ekki frá Bandarikjunum. Hljótt hefur verið um það mál upp á siökastið, en þó virðist augljóst, að tilraunir til þess að fá fjármagn þctta frá innlendum aðilum hafa ekki tekizt. Þann 28. marz barst blöðum á islandi svo fréttatilkynningin frá Bandarikjastjórn, sem fyrr greinir. i fréttatilkynningunni segir, að Bandarikjastjórn hafði ákveðið að bjóða Islenzku rikis- stjórninni að kosta framkvæmd- irnar á Keflavlkurvelli og hafi Bandarikjastjórn byggt þá ák- vörðun sina á þeirri skoðun, að þessar umbætur væru nauðsyn- legar bæði hvað snerti flugöryggi og varnarmátt Atlantshafs- Framhald á bls.4. , STYRJ ALDARASTAND’ f HEIMSPEKIDEILD DEILUR UM KILJANGRÁÐUNA AAAGNAST FULLT UT ÚR DYRUM Popphljómsveitin Mánar, bisk- upinn herra Sigurbjörn Einar- sson, kirkjukór Selfoss og 11 ára orgelleikari höfðu það aðdráttar- afl, að Selfosskirkja troðfylltist fólki á öllum aldri á páskavöku, sem haldin var i kirkjunni að kvöldi páskadags, og mun kirkjan sjaldan eða aldrei hafa verið eins þéttsetin og þá. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Sigurðssonar sóknarprests, sem jafnframt stýrði samkom- unni, tckur Selfosskirkja 300 manns i sæti, og var hvert sæti skipað. Auk þess voru bráða- birgðabekkir meðfram veggjum kirkjunnar þéttsctnir, fjöldi manns stóð aftast i kirkjunni, unglingar sátu i öllum ganginum eftir miðri kirkjunni, og bekkir uppi i kór voru einnig setnir. Bjóst Sigurður við, að um 500 manns hefði veriö i kirkjunni. Fluttur var stuttur helgileikur, páskaeldur kveiktur, kórinn söng og biskupinn prédikaði. Mánar fluttu þrjú frumsamin lög, sem þeir sömdu sérstaklega fyrir þessa athöfn, og loks lék 11 ára stúlka á orgel. Aðspurður um álit sitt á poptón- listinni i kirkjunni, sagði herra Sigurbjörn Einarsson, aö hann teldi sjálfsagt að nota þessa tón- list i kirkjum, það þyrfti aðeins að leiðbeina hljómlistarmönnunum um gerð texta. Mikill urgur er i heimspekideild Háskóla islands vegna ágreinings um það, hvaða heiðursdoktors- nafnbót skuli sæma Halldór Lax- ness. A fundi deildarinnar i gær- morgun, sem efnt var til vegna ummæla Hreins Benediktssonar, prófessors, i einu dagblaðanna fyrir páska, voru að minnsta kosti fimm kennarar við heimspeki- deild ckki mættir og einn gekk af fundi. Það sem deilan stendur um er, hvort sæma skuli llalldór titlinum dr.phil.honoris causa eða dr.litt.isl.honaoris causa. Borin var fram tillaga um, að hann yrði sæmdur fyrrnefnda titl- inum, en Hreinn vildi hins vegar sæma hann siðarnefnda titiinum, sem hann álitur merkilegri. Auk þess lýsti Hreinn þvi yfir, að málið væri illa undirbúið af hálfu deildarinnar og fram- kvæmd þess litill sómi við Halldór Laxncss. Alþýðubiaðinu barst i gær fréttatilkynning frá heimspeki- deild, þar sem segir m.a., að deildin liti svo, á að enginn stigs- munur sé á titlunum tveimur. Vegna mikillar aðsóknar hefur Sveinn Björnsson ákveðið að framlengja málverkasýningu sina i Norræna húsinu til fimm- tudagskvölds. Sýningin er opin milli kl. 2 - 10 e.h. H ER PAÐ AFRAÐIÐ: FISCHSR TEFLIR IS^WBmhi^EDMONDSON STAÐFESTI PETTA í Ætm fiSSaJÐMUNDAR G PÓRARINSSON- "ÓG ER EKKI VISS UH ÖSLAVAR TAKA" SAGÐI VIÐ BLAÐIÐ SEINT PETTA EYKUR LÍKUNÁR ST".#. 25 HSFÐU BÖLUSÓTTAR I JÚGÓ- TF. HAFA 148 VERIÐ S MEÐ BÖLUSÓTTAREIN- KOVOSO HEFUR EKKI ORÐID VART NÝRRA TILFELLA SlÐAN 27. MARZ NÝJA SÍMANÚMERIÐ OKKAR ER 8-66-66

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.