Alþýðublaðið - 22.04.1972, Síða 5

Alþýðublaðið - 22.04.1972, Síða 5
útgáfufélag Alþýöublaðsins h.f. Ritstjóri (áb.). Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. Sighvatur Björgvinsson Blaðaprent h.f. RIKISUTVARPIÐ - SKYLDUR OG STÖRF Kikisútvarpiö er sameign allrar þjóðarinnar. Það á að leitast við að endurspegla þau viðhorf og þær skoðanir, sem uppi eru meðal þjóðarinnar á hverjum tima jafnframt þvi, sem útvarpið flytur efni til skemmtunar og fróðleiks. Þetta leggur ákveðna kvöð á herðar þeirra, sem útvarpinu stjórna. Þeir verða að gæta þess, þegar viðkvæm deilumál eru rædd eða kynnt i útvarpinu, að óhlutdrægni sé gætt eins og framast er kostur. Útvarpinu er ekki uppálagt aö neita flutningi á efni, þar sem skoðanir koma fram á ákveðnum málum eða deilur standa um. Því er hins vegar fyrirskipað að leitast við að gera þar ekki einni skoðun- inni hærra undir höfði en ann- arri,- sjá til þess að óhlutdrægni sé gætt. Þetta er eðlileg og sjálfsögð krafa til þessa stærsta og áhrifamesta fjölmiðils á is- landi. útvarpið er þjóðareign og þjóðin verður ávallt að geta bor- ið fyllsta traust til þess. Þess vegna eru reglurnar um óhlut- drægni útvarpsins settar. i tið fyrrverandi útvarpsráðs, sem laut formennsku alþýðu- flokks mannsins Benedikts Gröndals, urðu stórkostlegar breytingar á útvarpsrekstrin- um. Fyrir þá tið hafði sá skiln- ingur verið lagður i óhlut- drægnisreglurnar, að i útvarp- inu r .í-tti ekki ræða mál, sem skoðanir væru skiptar um. Fyrir þá tið bar t.d. stjórnmbl ekki á góma i útvarpinu nema i sér- stökum dagskrárliðum,- þing- fréttum, útvarpi frá Alþingi og kappræðum stjórnmálaflokka,- og flest önnur mál, sem skoðan- ir voru eitthvað skiptar um, voru einfaldlega útlæg gerð úr rikisútvarpinu. Þrátt fyrir þctta voru deilur um útvarpsefni ákaflega tiðar og viðkvæmni manna i sambandi við flutning og efnisval með ólíkindum. Þessi gömlu sjónarmið um efnisval, þessa rikisrekna fjöl- miðils voru löngu orðin úrelt. Óhlutdrægni útvarpsins átti vitaskuld ekki að túlka þannig, að banna ætti flutning á öllu þvi efni, sem einhver styrr gat stað- ið um. Slik framkvæmd gerði ekki annað en að standa i vegi fyrir eðlilegri og sjálfsagðri þróun útvarpsrekstrar á ts- landi. Fyrrverandi útvarpsráð breytti þvi þessum gömlu vinnuaðferðum. Það opnaði út- varpið fyrir skoðunum og um- ræðum jafnt um stjórnmál sem um önnur mál, og veitti útvarp- inu og starfsfólki þess aukið frelsi til eðlilegra athafna, þó af sjálfsögðum ástæðum innan ramma óhlutdrægni í efnisvali og efnisflutningi. Það sýndi sig strax, að þessi stefna útvarps- ráðs var rétt og þjóðinni að skapi vegna þess, að ýmsir þeir útvarpsþættir, þar sem skoðan- ir voru kynntar og deilumál rædd, urðu fljótt eitt allra vin- sælasta útvarpsefnið. Það er mesti misskilningur, sein Þjóðviljinn hélt t.d. fram i forystugrein nýlcga, að rikisút- varpinu hafi verið stjórnað á þessum tima með meirihluta stjórnarsinna gegn minnihluta stjórnarandstæðinga. Atkvæöa- greiðslur i útvarpsráði frá þess- um tima leiöa i Ijós það, að svo var alls ekki. Það kom t.d. margoft fyrir. að mál voru ráðin til lykta i útvarpsráði með meirihluta, sem skapaðist af at- kvæðum fulltrúa stjórnarand- stöðul''lokkanna og annars st- jórnarflokksins. Það er þvi misskilningur, og sýnir meira en litla vanþekk- ingu viðkomandi á rekstri rikis- útvarpsins, ef þvi er haldið fram, að útvarpinu hafi verið stjórnað eftir harðpólitiskum linum. Eigi að túlka skrif Þjóð- viljans svo, að þaö sé ætlunin að taka þá reglu upp nú, þá væri það hinn mesti skaði, fyrir út- varpsreksturinn sjálfan, en litl- ar likur eru þó á þvi, að Þjóð- viijinn sé þar að túlka skoðanir útvarpsráðsins sjálfs og það er það, sem ræður, en ekki þeir Þjóöviljamenn, þótt áhrifamikl- ir þykist vera. Útvarpsráð það, sem nú situr, er skipað ungum og áhugasöm- um mönnum. Þeir vilja halda áfram þeirri þróun, sem hafin var af fyrrverandi útvarpsráði, þar sem rikisútvarpið var opnað fyrir skoðunum og straumum, sem eiga sér stað i þjóðfélaginu. Það verður hins vegar að gæta þess, nú, sem fyrr, að sú leið getur verið vandrötuð og um- fram alit verður að gæta þess, að þjóðin geti ávalit borið traust til útvarps og sjónvarps fyrir óhiutdrægni i meöferð við- kvæmra deilumála. Það er ómögulegt að stjórna þeim mál- um svo, að enginn geti nokkurn tima að fundið og einstaka sinn- um tekst slysalega til, en slikt er þó sjaldgæft og réttlætir það engan veginn, að snúið sé aftur til gömlu flutningsbannsstefn- unnar, sem blessunarlega er löngu gengin sér til húðar. LAXNESS 70 ARA A morgun, sunnudaginn 23. april, verður Halldór Laxness, rithöfundur, sjötugur. 1 afmæliskveðju, sem Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðu- flokksins, ritar i Alþýðublaðið segir hann m.a. svo: „Við hlið Snorra Sturlusonar er Ilalldór Laxness frægastur islendinga. Snorri setti svip á sögu islendinga á 12. öld og hef- ur haft djúp áhrif á örlög þeirra og fleiri þjóða á þeim öldum, sem siðan eru liðin. Halldór Laxness er ekki aðeins sonur tuttugustu aldar á islandi, held- ur einn af þeim, sem i rikustum mæli hafa mótað sögu lands á þessari öld, einn mestur rit- höfundur, sem uppi er i sam- timanum.” Ilalldór Laxness er meira en inikill rithöfundur, hann er meira cn mikill listamaður. Hann er einnig mikill mannvin- ur. Sú afstaða hans kemur alls staðar fram í ritverkum hans og vegna þess, hve Halldór Lax- ness er gjörhugull athugandi, mikill mannþekkjari og hversu listavel hann hcldur á penna þá verða lýsingar hans á fólki og atburðum öllum ógleymanlegar og boðskapur Halldórs, boð- skapur umhyggjunnar fyrir litilmagnanum og væntumþykja hans fyrir þvi hógværa og litil- láta, íestir djúpar rætur. Sérhver dagur, sem unnendur góðra bókmennta geta dvalizt I félagsskap Halldórs Laxness við lestur ritverka hans, er hátiðisdagur. A hátiðardegi i lifi skáldsins sjálfs senda liinir fjöl- mörgu vinir hans og að- dáöendur um heim allan honum lilýjar kveðjur, árnaðaróskir og þakkir. MAGNIÍS BÝÐ- UR í LÆKNA Rikisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um heilbrigðismál. Margt er þarflegt i þvi frumvarpi, þótt sumt orki tvimælis. Meðal annars er sú ný- skipan læknishéraða, sem þar er brotið upp á, tilraun, sem sjálf- sagt er að gera, til þess að reyna að leysa að einhverju leyti hinn alvarlega læknaskort i dreif- býlinu. Bygging læknamiðstöðva, sem i var ráðist að tilhlutan fyrr- verandi heilbrigðismálaráð- herra, hefur vissulega bætt úr brýnni þörf og sjálfsagt er að haldið sé áfram á þeirri braut, en við hliðina á þvi þarf einnig annað að koma til og getur sú skipting læknishéraða, sem frumvarp rikisstjórnarinnar gerir ráð fyrir vissulega komið þar sterklega til greina. Reynslan verður svo að dæma um, hvort sú tilraun tekst. En það er fyrirsjáanlegt, að nokkur timi muni liða áður en sú tilraun getur farið að bera árangur. Og á meðan herjar læknaskorturinn á ibúa dreif- býlisins. Það vandamál verður þvi einhvern veginn að leysa á meðan, og það strax. Magnús Kjarlansson hefur ák- veðnar bráðabirgðaráðstafanir i huga, en þær orka svo sannarlega tvimælis, svo ekki sé meira sagt. Hann hyggst leysa hinn aðkall- andi læknaskort i dreifbýlinu á þann veg, að bjóða læknastúdent- um háa fjárstyrki til náms gegn þvi, að þeir undirgangist að starfa i dreifbýli ákveðinn tima eftir að þeir hafa lokið námi. Þannig hyggst Magnús kaupa lækna til þess að fara út á land með þvi aö veifa háum styrkveit- ingum framan i peningaknappa stúdenta. Þessi ráðstöfun orkar mjög tvi- mælis. Stúdentar sjálfir munu sennilega snúast gegn henni. Auk þess hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna frekar eigi að „kaupa” lækna til starfs með þessum hætti frekar en aðra lang- skólamenn t.d.Hvað um tann- lækna t.d., sérhæfða verkfræð- inga og arkitekta, sem skortur er á. Þarf þá ekki lika að „kaupa” þá. Og hvað um hjúkrunarkon- urnar? Er ekki lika alvarlegur skortur á hjúkrunarkonum? Og hvað segja islenzkir 'stúdentar i öðrum greinum en læknisfræði við þvi, þegar hið opinbera hyggst muna stúdentum svo mjög i sam- ÞAU FÖLHA BLOMIN EITT Ot Ein bandi viö námsaðstoð? Ætli þeir telji sig ekki hafa rétt til þess að sitja við sama borð i þeim efnum og læknastúdentar og er slik skoðun ekki bæði eðlileg og rétt- mæt? Sú bráðabirgðalausn á læknis- þjónustuvandræðum dreifbýlis- ins, sem Magnús bendir hér á, er þvi bæði íljótræðisl. og ósennil. mjög, að hún leysi nokkurn vanda, — miklu sennilegra er að hún valdi þeim mun meira upp- Frh. á bls. 6 VEDDEILD ALÞÝÐU- BANKANS A aðalfundi Alþýðubankans, sem haldinn var s.l. laugardag, var m.a. samþykkt tillaga, sem er mjög merkileg og getur, ef hún nær fram aö ganga, skipt sköpum i félagslegri aðstöðu verka- lýðshreyfingarinnar. Tillagan er um það, að við Alþýðubankann verði stofnuð sérstök veðdeild með ákveðnum verkefnum i þágu verkalýðsfélaga. Er veðdeildinni ætlað að veita stéttarfélögum ýmsum og samtökum þeirra alls kyns lánafyrirgreiðslu til verk- legra framkvæmda,— m.a. bygg- ingu orlofsheimila og f.l. þ.h. Hér i Alþýðublaðinu hefur oft veriö bent á nauðsyn þess, aö verkalýðsfélögin létu orlofsmálin meira til sin taka. M.a. hefur Alþýðublaðið bent á hættuna, sem af þvi getur stafað fyrir alþýðu- fólk, ef einstakir fjáraflamenn fara að festa kaup á ýmsum fegurstu sumardvalarstöðunum á tslandi með fjárgróðasjónarmið fyriraugum. Nú þegar er farið að bera nokkuð á slikum landa- kaupum, og ef framhald verður þar á verður venjulegt fólk smátt og smátt hrakið út af fegurstu stöðum landsins. Verkalýðshreyfingin getur spornað við þessari öfugþróun m.a. með þvi, að byggja sjálf upp orlofsaðstöðu fyrir almenning. Það er fjárfrekt verk og til þessa hafa verkalýðsfélögin næsta litla lánafyrirgreiðslu getað fengið til sliks. Ef veðdeild yrði stofnuð við Alþýðubankann væri sá grund- A maðan forsætisráðherra, Ölafur Jóhannesson, var ungur i þvi embætti var samræminga- stofnun f járfestinga- og áætlunar- mála „blómið i draumi hins unga manns”, svo vitnað sé i alþekkt kvæði eftir Tómas Guðmundsson, sem þó var ekki kveðið um Ólaf né nokkurn samráðherra hans. „Ég var dularfulla blómið i draumi hins unga manns, og ég dey, ef hann vaknar”, kvað Tómas. „Dularfulla blómið” i draumi hins „unga” forsætisráð- herra, Framkvæmdastofnun rikisins, virðist hafa orðið að lúta sömu örlögum og Tómas spáir sinu blómi i kvæðinu. Það dó um leið og Ólafur vaknaði. Það dó um leið og Ólafur reyndi að gera draum sinn að veruleika. Betur verður ekki séð. Á meðan Framkvæmdastofnun rikisins var mánuðum saman i burðarliðnum hvfldi vissulega mikil dulúð yfir þvi, hvernig rikisstjórnin hygðist byggja þá stofnun upp og hvaða verkefni hún hygðist færa henni. A meðan Framkvæmdastofnunin var hið „dularfulla blóm” rikisstjórnar innar, fyrst og fremst til i draumi ráðherranna, voru það ýmsir, sem bundu miklar vonir við væntanlega tilvist slikrar stofn- unar. I Sfðan fæddist Framkvæmda- stofnunin. „Blóminu” hafði loks verið komið til. Og margir, m.a. Alþýðuflokksmenn, fögnuðu ! framkomnu frumvarpi um 1 Framkvæmdastofnun rikisins, studdu það og hjálpuðu rikis- stjórninni við að fá frumvarpið samþykkt á Alþingi. En þetta fagra blóm hennar Ólafiu virðist nú óðum að fölna. Hvers vegna? Vegna þess, að Framkvæmdastofnunin fær ekki að sinna þýðingarmiklum verk- um, sem henni voru ætluð, vegna yfirgangs ýmissa ráðherra i rikisstjórninni. Þannig má Framkvæmdastofn- un rikisins varla koma nálægt ráðgerðum skuttogarakaupum fyrir frekju i Lúðvik Jósefssyni. Hann vill hafa þau mál öll undir sinum eigin handarjaðri og kærir sig ekkert um, að Framkvæmda- stofnun rikisins sé neitt að vasast ] i áætlunargerðum þar um, þótt I hér sé um að ræða einhverja þá ] mestu fjárfestingu, sem Islend- j ingar hafa lagt út i á siðustu ár- I um. Hefur jafnvel komið til orða- Flokksstarfid FULLTRÚARAÐ ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAGANNA 1 REYKJAVÍK. Fundur verður haldinn mánudaginn 24. april, kl. 8.30 I Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: 1. Breytingar á lögum Fulltrúaráðsins. Fyrri umræða. 2. Borgarmálefni. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. hnippinga milli Lúðviks og sumra stjórnarsinna á Alþingi út af þessu máli. Þá var Framkvæmdastofnun- inni einnig ætlað að sjá um ýmsar aðrar áætlunargerðir, — svo sem gerð framkvæmdaáætlunarinnar fyrir yfirstandandi ár. Það fær hún að visu að gera, en aðeins sem þriðja hjól á vagni. Guð og hver maður veit t.d., að rikis- stjórnin hefur sérstaka „leyni- nefnd” i gangi við þann áætlunar- samning, en leyfir starfsfólki Framkvæmdastofnunarinnar svona rétt að vera þar með. Þannig er þá komið fyrir þess- ari þörfu stofnun, — blóminu i draumum Ólafiu. Fyrir frekju og yfirgangssemi þeirra, sem bjuggu hana til, fær hún ekki að sinna þeim þýðingarmestu verk- efnum, sem henni voru ætluð. Þannig hyggst rikisstjórnin dæma Framkvæmdastofnunina úr leik strax i fyrstu lotu. OG HOKHÐ 8-66 ‘66 EKKERT SAMRÁÐ Eru stjórnarflokkarnir hættir að talast við? Svo mætti af ýinsu ætla. Þannig er rikisstjórnin farin að reifa mál og jafnvel leggja þau fyrir Alþingi, þar sem sam- gangurinn á milli stjórnarflokk- anna hefur verið svo litill, að sumir stjórnarsinnar koma eins og af fjöllum. i sumum tilvikum eru þeir jafnvel eindregið á móti skoðunum og vilja rikis- stjórnarinnar. Þannig er t.d. vitað, að mjög sterk andstaða er hjá bæði frjálslyndum og kommum viðýmsum mikil- vægum ákvæðum i stjórnar- frumvarpinu um framleiðsluráð landbúnaðarins og jafnvel ráð- herrar þeirra munu vcra and- vigir sumum ákvæðum þess stjórnarfrumvarps. Og þetta er ekkert einstakt tilvik. Langt i frá. Það er eins og hægri höndin viti ekki, hvað sú vinstri er að gera. Laugardagur 22. april 1972

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.