Alþýðublaðið - 25.04.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.04.1972, Blaðsíða 1
alþýðu ÞRIÐJUDAGUR 25 ðið ly/Z -- 3J. Ar SORPHAUGUR IMBBÆNUM „BLIKKBEUURNAR” LEGGJA UNBIR SIG MERKAN GARÐ Einn fallegasti og friðsælasti bletturinn i miðbæ Heykja- vikur litur nú út nánast eins og ruslahaugur. Á horni Aðalstrætis og Krikju- strætis, þar sem áður var fallegur gróðurreitur með háum og stæðilegum trjám, er núna moldarfiag. Eru sumir svo hirðulausir f umgengni sinni, að þeir nota þessa fyrrverandi vin i auðninni sem bflastæði! Við höfðum samband við Við höfðum samband við Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra borgarinnar, og sagði hann að honum hefðu að undan- förnu borizt kvartanir út af þessu. Kvað hann garðinn, sem áður var kirkjugarður, hafa verið undirlagðan vegna byggingar- framkvæmda á vegum Landsimans og fleiri aðila. „Það er i bigerð að gera stór- átak og við ætlum að endur- rækta allan garðinn”, sagði llafliði. Hann reiknaði með að það yrði gert i sumar. Garður þessi hefur gengið undir nafninu Gamli kirkju- garðurinn i Aðalstræti og er reyndar elzti kirkjugarðurinn i Reykjavik eða allt frá frum- kristni. Hann var nokkru stærri áður, en vegna byggingarfram- kvæmda Landsimans hefur hann minnkað nokkuð. Það hafa margir hringt og kvartað yfir þessu og við reynum að gera eitthvað i þessu, en það ber stundum tak- markaðan árangur,” sagði Haf- liði. Bezta leiðin væri að láta lögregluna vanda um fyrir mönnum. Hirðu—og virðingarleysi sumra einstaklinga gagnvart umhverfinu virðist takmarka- laust og þá sérstakiega, þegar bifreiðar viðkomandi eru annars vegar. En þegar blikkbeljan er farin að færa sig upp á skaftið og ætl- ar að leggja undir sig einn af fáum grasreitum i miðborginni keyrir um þverbak. SAMA BAGA ÁSTANDIO Á SIÚKRAHIiSUNOM ÞYZKAR HIÚKRUNAR- KONUR TIL HIALPAR Allt bcndir til þess, að enn verði að gripa til þeirra ráða i sumar að loka einni deild i senn við Lands- pitalann og Borgarspitalann, svo unnt vcrði aö gefa hjúkrunarkon- um sumarlcyfi. Við La ndakotsspita lann er ástandið skárra, sjúkrahúsið verður starfrækt mcö eölilegum hætti i sumar. Astæðan er sú, a ráðinn hefur verið hópur útlendra hjúkrunar- kvenna aðallega þýzkra, til starfa, ýmist til eins árs eða að- eins i sumar. Ástandið hefur vcrið likt þessu um alllangt árabil, að sögn Jóns Sigurössonar, borgarlæknis, og viröist sem það batni ekki fyrr en Hjúkrunarskólinn verður stækk- aöur eða nýr skóli settur á stofn. Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri hjá Menntamálaráðu- neytinu, sagði i viðtali við blaöið fyrir skömmu, að hafnar væru viðræður milli ráðuncytisins og borgarinnar um úrbætur i hjúkrunarmenntuninni. Sagði hann, hafa komið til tals að setja á stofn annan skóla, ov þá helzt við Borgarspitalann. Við Landakotsspitaiann starfa nú um 80 hjúkrunarkonur, en af þeirn eru 25-!!0% útlendar. Ef vcl ætti að vcra þyrftu þær að vera 80 allt árið. í vor koma 12-14 nýjar hjúkrunarkonur til starfa við sjúkrahúsiö, og eru aðeins fjórar af þeim nýútskrifaðar frá Hjúkrunarskóla islands. i fyrrasumar var ástandið það slæmt við Landakotsspitalann, að loka þurfti gjörgæzludeildinni um stundarsakir. ViðLandspitalann starfa nú 140 hjúkrunarkonur, og þarf minnst 20 i afleysingar, Ekkert útlit er fyrir þvi, að sá fjöldi fáist. Umsóknir um skólavist við Iljúkrunarskólann næsta vetúr eru nú farnar að berast, og sagði skólastjórinn, Þorbjörg Jóns- dóttir i viðtali við biaðið, að mið- að við þann fjölda umsóknar- eyðublaða, sem hefur verið sótt- Framhald á bls. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.