Alþýðublaðið - 25.04.1972, Blaðsíða 6
Ggrðhreppingai — Garðlönd
Þeir Garðhreppingar, sem áhuga hafa á
áframhaldandi leigu garðjanda í Hrauns-
holti eru vinsamlegast beðnir að greiða
leigugjaldið kr. 300,00 til skrifstofu hrepps-
ins, eigi síðar en 2. maí n.k.
Aðrir, sem áhuga hafa á þessum garðlönd-
um, þurfa einnig að hafa samband við skrif-
stofu hreppsins fyrir þennan tíma.
Sveitarstjórinn í Garðahreppi.
LANDSVIRKJUN
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar eftir tilboðum i bygg-
, ingu á 5 steinsteyptum stöðvarvarðahús-
um við Búrfellsstöð til afhendingar tilbún-
um undir tréverk næsta haust. Útboðs-
gagna má vitja i skrifstofu Landsvirkjun-
ar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavik,frá og
með 24. þ.m. gegn skilatryggingu að fjár-
hæð kr. 5.000,-. Tilboðsfrestur er til 15. mai
n.k.
FRÁ TÓNLISTASKÓLA
KÓPAV0GS
Vornámskeið fyrir 6 og 7 ára börn hefst
þriðjudaginn 2. mai og stendur yfir i 3 vik-
ur.
Kennt verður á þriðjudögum og föstu-
dögum frá kl. 3.30.
Skólagjald kr. 800.00 greiðist við innritun.
(Blokkflauta og fleira innifalið).
Tekið á móti umsóknum daglega frá kl. 11-
12 að Álfhólsvegi 11, III-hæð.
Skólastjóri
Ég þakka öllum sem veittu mér þá ánægju aö heimsækja
mig, eða minnast min á annan hátt á áttræöisafmæli minu
á Páskadag. Þakka ykkur allt frá fyrstu kynnum.
Vilborg Magnúsdóttir
Skólavöröustig 20A.
ARIÐ 1965 létust 15.564 menn i
umferðarslysum i Vestur-Þýzka-
landi (nú hefur þessi tala hækkað
um fjórðung). Sama ár frömdu
11.779 manns sjálfsmorð. Þeir,
sem fyrirfóru sér voru þvi litlu
færri en þeir sem misstu lifið i
umferðarslysum.
A meðan alls konar samtök og
yfirvöld, þar á meðal Félag bif-
reiðaeigenda i Þýzkalandi, gera
allt sem i þeirra valdi stendur til
að bæta ástandið á vegunum
finnst varla nokkur maður sem
sinnir um þá sem likur eru til að
gripi til þess örþrifaráðs að stytta
sér aldur. Samt er ekki erfiðara
að finna mann sem liklegur er til
þess heldur en hinn sem trúlega á
eftir aö enda ævi sina i slysi úti á
vegum. Hvorugt er mögulegt ef á
allt er litið. En fjöldi sjálfsmorðs-
tilfellanna er svo mikill i saman-
burði við umferðarslysin að
sjáanlega er ekki hægt að láta
eins og ekkert sé.
Aðeins örfáar manneskjur eru
svo tilfinningalausar, að þær van-
ræki að hjálpa eða bjarga manns-
lifi ef það stendur i þeirra valdi,
t.d. barni, sem er að falla fyrir
björg, sjúklingi er þarf að koma á
sjúkrahús, stúlku sem vaðið hefur
út á of djúpt vatn, bilstjóra, sem
ekur stórbilaðri bifreið. Ef mögu-
legt er að hjálpa i slikum tilfellum
þá finnast alltaf nógir til að gera
það. Sérstaklega á það við þegar
slys og hörmungar dynja yfir. Þá
er meira að segja um að ræða
sérstakar starfsgreinar sem
stunda hjálp, t.d. lækna, bruna-
verði og björgunarlið. Menn
stofna meira að segja sinu eigin
lifi i hættu ef með þarf.
Þess vegna er undarlegt, að
ekki skuli neinn björgunarmaður
vera til staðar þegar fólk gripur
til þess óyndisúrræðis, að ætla að
svipta sig lifi. Og það útheimtir þó
ekki neitt björgunarafrek i vana-
legum skilningi, það þarf ekki að
fleygja sér út i vatn eða vaða inn i
brennandi hús. Það er ekkert
annað nauðsynlegt en vera við-
staddur, andlega og likamlega,
vera nærri og „láta sér koma
við”, þvi eins og franski
rithöfundurinn Paul Valery
sagöi: „Sjálfsmorð er alger fjar-
vist allra annarra”.
Rannsóknir siöari ára, á vegum
Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunarinnar m.a. hafa leitt i
ljós ýmislegt um sjálfsmorð og
orsakir þeirra, hverjir liklegir
séu til sliks og hversu það megi
fyrirbyggja. En vita þeir sem
komið geta til mála sem
björgunarmenn nokkuð um
slikt, hafa þeir til að bera þekk-
ingu á hvenær sjálfsmorð er yfir-
vofandi? Og er það ekki einmitt
skortur á hjálpsemi á „að láta sér
koma við”, sem veidur mörgum
sjálfsmorðum?
Einn versti misskilningurinn er
sá, að maður, sem talar um að
fremja sjálfsmorð láti aldrei
verða af þvi. Það er nefnilega
þveröfugt. Slikt tal er hættumerki
og ætti að taka alvarlega.
Misskilningurinn stafar af
gamalli sálfræðilegri kenningu,
sem fyrir löngu hefur verið lögð
fyrir róða. Geðlæknir nokkur hét
Hoche. Hann lagði fram kenningu
um að menn fremdu sjálfsmorð
að athuguðu máli. En nú er vitaö
samkvæmt staðtölulegum upp-
lýsingum að sjálfsmorð gerast
ekki þannig. Kenning hans er
röng, og hún var röng fyrir 50 ár-
um lika.
Þess i stað vitum við nú, að
sjálfsmorð er lokastig lang-
varandi sjúkleika. Viðkomandi
þjáist vegna alls konar árekstra
sem unnt er að lýsa, og flestir
standa þeir i sambandi við ást,
hjónalif og kynferöismál. En
handan við sálarflækjurnar er
hér um bil ævinlega sálræn veikl-
un, vanalega þunglyndi. Sömu
árekstrarnir skipta litlu fyrir
heilbrigða. Þeirskilja hreint ekki
hvers vegna nokkrum dettur i
hug. að farga sér af svo litlu til-
efni, t.d. út af kvenmanni. Ef
kenning Hoches um sjálfsmorð að
athuguðu máli væri rétt, hefðu
þeir auðvitað á réttu að standa,
en samkvæmt henni er varla
nokkurn tima ástæða til að
fremja sjálfsmorð. Arekstrar og
erfiðleikar eru hins vegar sá
faktor sem hleypir þunglyndi,
geðveiklun og öðru sliku upp á
yfirborðið, en þetta eru fyrirbæri,
sem fjalla þyrfti um af geð-
læknum.
Lyf gegn þunglyndi er i þessum
tilfellum það sem kalla mætti
hjálp i viðlögum. Þau koma ekki i
staðinn fyrir læknismeðferð
fremur en það að stöðva blóðrás
kemur i staðinn fyrirskurðaðgerð
Þau leysa engan vanda, en þau
geta komið i veg fyrir að gripið sé
til örþrifaráða.
Þýzki geðlæknirinn og guð-
fræðingurinn dr. Klaus Thomas
segir:
„Sjálfsmorð er eina ofbeldis-
aðgerðin, þar sem fórnarlambið
og árásarmaðurinn er ein og
sama manneskjan. í hlutverki
árásarmannsins er sjálfsmorð-
inginn veikur og þvi ekki ábyrgur
gerða sinna, og sem fórnarlamb
er hann saklaus og á rétt á að
vera varinn gegn sjálfum sér”.
Maður, sem gengur um með
sjálfsmorðshugsanir þarf með-
bræður sem hann getur reitt sig á.
Aðallega koma þar til greina
gamlir vinir og kunningjar. En
maður sem starfar hjá stofnun,
eins og prestur eða „simavinur”
kemur lika til greina.
Dr. Thomas stendur fyrir stofn-
un i Vestur-Berlin sem heitir
„Læknavaröstofa fyrir lifs-
þreytta”. Af 10 þúsund sjúkling-
um sem þangað hafa komið eru
526 sendir frá læknum, 341 frá
sjúkrahúsum, 4364 komu af
sjálfsdáðum, 385 frá prestum,
2225gegnum simasálgæzluna, 187
frá yfirvöldum og 1971 eftir ráð-
leggingu kunnugra manna.
Fólki finnst þetta kannski
sanna sem oft er sagt, að sjálfs-
morð-kanditatar deyi sjaldan i
sjálfsmorði. En þeir eru ekki að
leita á náðir dauðans, það gera
þeir ekki nema öll önnur sund séu
lokuð. Og ef unnt er að fjarlægja
hina sálrænu orsök reynast
árekstrarnir sem sjúklingurinn
kvartar um ekki mjög skaðlegir.
En ef sjúkleikinn lætur aftur á sér
bera getur skeð að sjálfsmorðstil-
raunin sé endurtekin án þess að
nokkrir nýir árekstrar komi til
greina.
Það er algengt að menn telji að
orsakir fyrir sjálfsmorði liggi
helzt i samfélagsástæðum, en það
er ekki rétt, þær er að finna i and-
legri heilsu manna og árekstrum
sem þeir verða fyrir. Það þýðir
ekki að fjárhagsástæður til að
mynda séu ekki með i þvi sem þvi
sem árekstrunum veldur.
Svokallaðir heilbrigðir menn
eru stoltir yfir sinum frjálsa vilja,
og þá grunar ekki að fyrir hinum
lifsþreytta er enginn frjáls vilji
til. Enginn gengur viljugur i
dauðann. Maður, sem þjáist af
geðveiklun er ófrjáls, hann er
fjötraður við sjúkdóm sinn.
Fyrrum höfðu menn áhuga á
aðgerðum til sjálfsmorða og
flokkuðu þær niöur nákvæmlega
án þess að gera sér grein fyrir
hve þýðingarlausar þær eru. Og
likt er þvi farið um ástæðuna. Þaö
er kannski ekkert að marka
hvaða skýringar sjálfsmorðs-
kandidat gefur á framferði sinu.
Hann veit kannski ekkert um það
sjálfur hver er hin raunverulega
orsök.
En þó maður viti alla skapaða
hluti, hvaða gagn er að þvi, er
vegna þekkingarinnar unnt að
hjálpa þeim sem er að þvi kominn
að fremja sjálfsmorð?
Sannarlega er þekking nauð-
synleg. En sú þekking sem mestu
varðar er að gera sér ljóst að
sjálfsmorðs-kandidat er sjúkl-
ingur sem þarf á að halda með-
ferð geðlæknis. Þannig er kannski
unnt að koma honum til hjálpar.
Menn þurfa að temja sér glögg-
skyggni á sálarástandi náung-
ans. Dr. Thomas kemur með
dæmi:
Það var i fyrirtæki með 150
starfsmenn, að 19 ára gömul
skrifstofustúlka taldi sig sjá, að
eitthvað væri að hjá dyraverð-
inum og þess vegna gaf hún
honum gætur. Kvöld eitt elti hún
hann upp á efstu hæð i húsi fyrir-
tækisins og kom rétt nógu
snemma til aö varna honum að
fleygja sér út um gluggann. Hún
tók hann með sér heim til sin til
að freista þess að hjálpa honum,
en hringdi um leið til kærasta
sins, sem var stúdent, og hann
hafði samband við „Læknavarð-
stofu fyrir lifsþreytta”. Með
þessu tókst stúlkunni að bjarga
mannslifi.
Dr. Thomas segir:
„Að skilja ekki vini og granna
eftir eina með vandamál sin, að
ofurselja þá ekki einmana-
leikanum, að vita hvar unnt er að
hafa samband við sérfróða — það
geta allir og það er það sem
gildir”.
Þar að auki ætti að vera gagn-
legt að gera sér grein fyrir hve
sjálfsmorðssvkin er smitandi.
Framliald á bls. 4
■
j-og orsakirnar liggja
j helzt í andlegri heilsu
j manna og árekstrum,
j sem þeir hafa orðið fyrir
■
BHíl
FÆRIST OF ÖRT í VÖXT AD BÖRN FÆDIST FVRIR TÍMANN
REYKINGAR MÆORA 00
ÓREGLULEGT LÍFERNI
• •
• •
ÞEIRRA ER HOFUOSOK N
HANN er þriggja daga gamall
og vegur aðeins 860 grömm
(rúmar þrjár merkur). Hann er
ekki miklu stærri en manns
hönd. En i þessari litlu veru rik-
ir sterkasta og dularfyllsta aflið
sem til er i fari manns:
lifsviljinn.
Sá litli er fæddur alltof
snemma, en hann berst samt
örvæntingarfullri baráttu fyrir
að halda lifi. Hann berst ómeð-
vitað. Hann berst af eðlishvöt.
En hann hefur hlotið sterkan
bandamann: lækninn, hinn há-
menntaða og langþjálfaða
lækni, sem beitir öllum galdra
kúnstum nútima læknavisinda
til að forða honum frá dauða. En
þrátt fyrir allt þetta getur lækn-
irinn ekkert annað en hjálpaö.
Sjálf spurningin um lif og dauða
liggur i honum sjálfum einum.
Þetta gerist á hverjum degi á
hinum vönduðu sjúkrahúsum
hins þróaða heims. Börn fæðast
fyrir timann og læknarnir berj-
ast með þeim fyrir lifinu.
Skýrslur herma (samkv.
uppl. frá Danmörku) að 7-8%
allra barna komi i heiminn fyrir
timann, og þau eru ekki öll lögð
inn á sjúkradeildir.
Danskir læknar segja að
ástæðurnar fyrir þvi að svona
mörg börn fæðast fyrir timann
sé margar og mismunandi.
Samt er vitað að lifsmáti móð-
urinnar meðan hún gengur með
barnið er aðalatriði málsins.
Kyrrlát og jöfn lifsskilyrði eru
bezt.
Rannsóknir sanna að börn
þeirra kvenna, sem búa á
mæðraheimilum meginhluta
eða siðari hluta meðgöngutim-
ans, koma afar sjaldan i heim-
inn fyrir timann. Hið reglu-
bundna lif heimilisins, valin
fæða og timanlegar hættur
undantekningarlaust dag eftir
dag veldur þvi að konan slakar
á, taugarnar hvilast, þróun fóst-
ursins fær að ganga eðlilega
sina leið.
Það að börn fæðist fyrir timann
hefur farið iskyggilega i vöxt
siöustu ár. Fyrstu fimm árin
eftir striðið var tala þeirra um
5%. En siðustu ár var hún kom-
in upp i 8% af öllum barnsfæð-
ingum.
Þroski fóstursins i móðurlifi
er undur náttúrunnar, og komið
hefur i ljós að konur sem sitja
hreyfingarlausar við vinnu sina
og eru eins og sagt er i rólegu
formi likamlega eiga oft börn
sin fyrir timann.
Þá er vist að ógiftar mæður
eiga fremur börn áður en meö-
göngutima er talið lokiö, vafa-
laust gf þvi þær lifa óreglusam-
ara lifi en giftar konur. Sama
máli gegnir um reykingar.
Kona sem reykir mikið af
sigarettum á á hættu að eignast
barn sitt fyrir timann.
Þá eru börn mikilla
reykingarkvenna léttari en
þeirra kvenna sem ekki reykja,
virðist það til jafnaðar muna
þrjú til fjögur hundruð grömm-
um.
Þetta segja læknar vera meö-
al þeirra skilyrða sem auki likur
á fæðingu áður en fóstur hefur
tekið út fullan þroska. Þá skiptir
ýmis vanheilsa máli, t.d. vissir
sjúkdómar, eins og krómiskar
bólgur, alls konar eitrun, eggja-
hvituefni i þvagi o.fl.
Almennt talað er álitið að
meiri hætta sé á að kona fæði
fyrsta barn sitt fyrir timann en
seinna verður. Ef kona hefur
látið eyða fóstri áður eykst
hættan lika. I Ungverjalandi
þar sem hver kona getur látiö
eyða fóstri sem vill er tala
þeirra barna sem fæðast fyrir
timann komin upp i 10-15%, sú
aukning er vafalaust bein af-
leiöing fóstureyðingarfrjáls-
ræðisins.
Læknar segja lika að öll
afstaða skipti máli.
Bent Friis-Hansen prófessor i
Kaupmannahöfn nefnir dæmi
um furðulegt hirðuleysi van-
færrar konu. Barn hennar fædd-
ist 6-8 vikum fyrir timann og var
aðeins 1300 grömm. Og i ljós
kom að hún haföi aldrei látið
skoða sig né haft samband við
lækni allan timann sem hún
gekk með barnið.
Sami læknir segir að minnsta
barnið sem hann hefur haft með
að gera og lifði, hafi verið ný-
fætt aðeins 700 grömm (tæpar
þrjár merkur).
Skýrslur um hvað hrjáir helzt
þau börn sem fæðast fyrir tim-
ann sýna, að sum eru með ein-
hverjar heilaskemmdir, önnur
með lömun i útlimum.
Reiknað er með að 95% deyi
af þeim börnum sem fæðast
léttari en 1000 grömm. Og al-
mennt er talið að búast megi við
að þau börn látist sem fædd eru
meira en þremur mánuðum fyr-
ir timann.
Vandamál geta einnig skap-
azt á hinn veginn. Börn sem
veröa of þung geta verið i hættu.
Ef fóstrið er orðið meira en 5 kg
(tuttugu merkur) tekur hættan
að aukast verulega.
Konur eiga að ganga með i 40
vikur, en sé barnið fætt fyrr en
eftir 37 vikur er það kallað fætt
fyrir timann. En samt þarf ekk-
ert að vera að.
Ef barnið er léttara en 2500
grömm (tiu merkur) er líka tal-
að um burð fyrir timann, en það
skapar rugling þegar um er að
ræða tvíbura sem eru léttari en
það þótt meðgöngutiminn hafi
verið eðlilegur.
Það fer eftir ástæðum hvaö
gert er fyrir börn sem fæðast
fyrir timann. Ef barnir er liflát-
ið er séð um að það fái súrefni
svo heilinn biði ekki varanlegt
tjón. Fyrstu dagana fær það
vökva-meðhöndlun, salt og syk-
urupplausn i æð, og svo fram-
vegis.
Flest börn sem fædd eru fyrir
timann eyða fyrstu dögum
ævinnar i öndunarvél. Það er
vakað yfir þeim daga og nætur
ef meö þarf, a.m.k. litið eftir lið-
an þeirra með stuttu millibili.
Það dugar ekki aðeins, segir
Friis-Hansen prófessor að halda
lifinu i barninu, það þarf að leit-
ast við að það lifi heilbrigt og
óskaðað.
O
Þriðjudagur 25. apríl 1972
Þriðjudagur 25. apríl 1972
o