Alþýðublaðið - 25.04.1972, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.04.1972, Blaðsíða 8
LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 TÓNABIÓ Systir Sara og asnarnir CLINT EASTWOOD SHIRLEY MACLaine TWO MULES FOR SISTERSARA Hörkuspennandi og vel gerð amer isk ævintýramynd i litum og Panavision. tsl. texti. Sýnd 5, 7, og 9 bönnuð börnum innan 16 ára. AUSTURBÆJARBÍÓ ISLENZKUR TEXTI Á biðilsbuxum “THE FUNHIEST HIOVIE l’VE SEEN THISYEAR!”... I0VERS nnDOTHER mtnnGERf Bráðskemmtileg og fjörug ný, bandarisk gamanmynd i litum. Aðalhlutverk: Gig Young, Bonnie Bedelia, Michael Brandon. Sýnd kl. 5,7 og 9 STJÖRNUBÍÓ_______________ Með köldu blóði (ln cold blood). íslenzkur texti Heimsfræg ný amerisk úrvals- mynd i Cinema Scope um sann- sögulega atburði. Gerð eftir sam- nefndri bók Tnuman Capete sem komið hefur út á islenzku. Leikstjóri: Richard Brooks. Kvikmynd þessi hefur allsstaðar verið sýnd með metaðsókn og fengið frábæra dóma. Aðaihlut- verk: Robert Blake, Scott Wilson, John Forsythe. Sýndkl. 9. Bönnuðbörnum Siðasta sinn. Þú lifir aðeins tvisvar. „You only live twice” Heimsfræg og snilldar vel gerð, mynd i algjörum sérflokki. Myndin er gerð i Technicolor og Panavision og er tekin i Japan og Englandi eftir sögu Ian Flemings „You only live twice” um James Bond. Leikstjórn: Lewis Gilbert tslenzkur texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9 Sýnd i örfá skipti enn þá vegna fjölda áskorana. Allra siðasta sinn HASKÓLABIÓ Slátrarinn. (Le Boucher) Frönsk afburðamynd i litum, er styðst við raunverulega atburði. Haldrit og leikstjórn: Claude Dhabrol. Aðalhlutverk: Stéphane Audran, Jean Yanne Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. HAFNARFJARÐARBIO Ævintýramaðurinn Thomas Crown Afar spennandi amerisk saka- málamynd i litum. Islenzkur texti. Aðaihlutverk Steve McQueen og Faye Dunaway. Sýnd kl. 5 og 9. ÆfLEIKFELAGÉsA BfKJEYKJAVÍKUyO ATÓMSTÖÐIN i kvöld. Uppselt. SKUGGA-SVEINN miðvikudag. KRISTNIHALDIÐ fimmtudag. ATÓMSTÖÐIN ' föstúdag . Uppselt. SKUGGA-SVEINN laugardag. KRISTNIHALDIÐ sunnudag 139. sýning. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 13191. NÝJA BÍÓ M.A.S.H. Ein frægasta og vinsælasta kvik- mynd gerð i Bandarikjunum sið- ustu árin. Mynd sem alls staðar hefur vakið mikla athygli og verið sýnd við metaðsókn. Aðalhlutverk: Donald Sutherland Elliott Gould, Tom Skerritt. Bönnuð innan 12 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Njósnarinn Matthelm Hörkuspennandi amerisk njósna- mynd i litum. Islenzkur texti. Aðalhlutverk: Dean Marthin. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 12 ára. 111 HAFNARBÍÓ ÞIODLEIKHUSID SÍÐASTA AFREKIÐ Afar spennandi og vel gerð ný frönsk sakamálamynd i litum og Cinemascope, um mjög snjallt bankarán. Jean Gabin Robert Stack tsl. texti — Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 7 9 og 11. NYARSNÓTTIN sýning i kvöld kl. 20. Næst síðasta sinn. OKLAHOMA sýning miðvikudag kl. 20. SJALFSTÆTT FÓLK önnur sýning fimmtudag kl. 20. OKLAHOMA sýning föstudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15 til 20. Simi 1-1200. OG HOKilf) KXKJt 8*66 '6G KÓPAVOGSBÍÓ Uppreisn æskunnar (Wild in the streets) Ný amerisk mynd I litum. Spennandi og ógnvekjandi, ef til vill sú óvenjulegasta kvikmynd, sem þér hafið séð. Islenzkur texti. Leikstjóri: Barry Shear. Kvikmyndun: Richard Moore. HLUTVERK: Shelly Winters Christopher Jones Diane Varsi Ed Begley Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. Tekst Tommy Smith að leiða lið sitt Liverpool til sigurs í deildinni i ár? CITY ER EFST - EN Á ENGA SIGURVON! Manchester City kvaddi deild- ina með miklum tilþrifum á laugardaginn, sigraði einn sinn helzta keppinaut Derby 2:0. En þessi sigur kemur liðinu ekki að neinu gagni, það á ekki fræðilega möguleika á sigri. Derby og Liverpool eiga nefnilega eftir að keppa saman, og það er sama hvernig stigin deilast í þeim leik, annað hvort liðið fer upp fyrir Manchester City i töflunni. A meðan Derby tapaði, styrktu Liverpool og Leeds stöðu sina, Liverpool með þvi að sigra Ips- wich heima 2:0, og Leeds með þvi að sigra West Bromwich á útiveili 1:0. Bæði Leeds og Liverpool eiga eftir tvo leiki, en Derby á hins vegar eftir aðeins einn leik. Nú i miðri vikunni leikur Liverpool við Arsenal á útivelli, og Leeds leikur við Úlfana, einnig á útivelli. Á laugardaginn mætast svo Liver- pool og Derby á velli þeirra siðar- nefndu, og Leeds mætir Chelsea heima. Spennan getur þvi vart verið meiri á toppnum. Annars urðu úrslit leikja á laugardaginn þessi. Arsenal - West Ham 2:1 Chelsea - Newcastle 3:3 Huddersf - Wolves 0:1 Leicester - Coventry 1:0 Liverpool - Ipswich 2:0 Manchester C - Derby 2:0 Nottingham- Man Utd 0:0 Sheffield Utd - Cr Pal 1:0 Southampton - Tottenh. 0:0 Stoke - Everton 1:1 West Brom - Leeds 0:1 Að sjálfsögðu beindist mesta athyglin að leik Manchester City og Derby. City setti Rodney Marsh inn i liðið að nýju, og hann reyndist sá maður sem allt snér- ist um. City sótti mun meira, og sóknin leiddi fljótlega til marks sem Marsh skoraði. Enn var Marsh á ferðinni seinna i leikn- um, lék sig inn i vitateig Derby, þar sem Terry Hannessey brá honum illa. Francis Lee skoraði úr vitaspyrnunni, hans 15. viti i vetur, sem er nýtt met. A Arnfield átti Liverpool i reglulegum erfiðleikum með Ipswich, sem sýnt hefur hvern stórleikinn á fætur öðrum að undanförnu. Heimaliðið varð fyrr til að skora, þegar John Toshack setti boltann i netið á 40. minútu. Enn sótti Ipswich af krafti, en gat ekki komið boltanum i netið. Clemence markvörður Liverpool hafði nóg að gera, og i átökunum meiddist hann, og varð að boða afföll i enska landsliðinu sem mætir Vestur-Þjóðverjum á Wembley næsta laugardag. Toshack gerði svo út um leikinn á 67. minútu, þegar hann skoraði eftir að Hughes hafði átt skot i stöng.54 þúsund áhorfendur voru á Arnfield. Þeir Roy McFarland og Colin Todd hjá Derby hafa einnig boðað forföll hjá landsliðinu, og skapar það vandræði hjá Sir Alf Ramsey, þvi McFarland er fastur maður i liðinu. Búast má við þvi að Larry Lloyd frá Liverpool komi inn i hans stað, en vörnin verður veik- ari en ella, þvi Terry Cooper vantar einnig. Ekki er vitað um að aðra vanti hjá Leeds, sem vann West Brom 1:0 á sunnudaginn, á velli West Brom. „Þetta var erfiður leikur”, sagði Don Revie framkvæmda- stjóri Leeds i viðtali við BBC eftir leikinn, en þulir BBC voru samt sammála að sigurinn hafi verið verðskuldaður. Eina mark leiks- ins skoraði Jonny Giles á 17. minútu úr vitaspyrnu, eftir að Jonny hafði verið brugðið. Aður en við snúum okkur að fallliðunum, er best að afgreiða þá leiki sem litlu máli skiptu. Einn þeirra var leikur Arsenal og West Ham, sem Arsenal vann 2:1. Alan Ball átti stórgóðan leik, og skoraði bæði mörkin, en George Graham átti þátt i þeim báðum. Trevor Brokking gerði mark West Ham i fyrri hálfleik. Mikið var um mörk i leik Chelsea og Newcastle, 6 talsins. John Tudor skoraði fyrir Newcastle á 7. og 9. minútu, en Kember og Garland jöfnuðu fyrir hálfleik. McDonald bætti við marki i seinni hálfleik, en Tommy Baldwin bjargaði Chelsea frá ENSKI BOLTINN tapi. Leikur Leichester og Coventry var mjög dramatiskur, og sigurmarkið gerði Len Clover fyrir Leichester strax á 2. min- útu. Staðan fyrir lokasprettinn er þessi, bæði á toppi og á botni. ManCity 42 77 :45 57 Liverpool 40 64:29 56 Derby 41 68:33 56 Leeds 40 70:29 55 Crystal Pal 40 37:65 26 Notth Forest 40 45:77 24 Huddersf 41 27:59 24 Eins og sjá má er staða Huddersfield orðin mjög alvar- leg, og á laugardaginn tapaði liðið heima fyrir Wolves. Eina mark leiksins skoraði hinn ungi leik- maður Deeley á 80. minutu. Crystal Palace tapaði einnig i þetta sinn fyrir Sheffield United. Eddy Colqhoun skoraði eina mark leiksins á 5. minutu. A sama tima gerði Nottingham Forest jafntefli við Manchester United heima og á ennþá von um að halda sér uppi. Ian Moore, fyrrum leikmaður Forest, var bezti maður vallarins i leiknum. I 2. deild sigraði Norwich Swind don á laugardaginn 1:0 með marki Graham Paddon. Norwich er þvi nær öruggt upp, þvi Milwall Framhald á bls. 4 KR-INGAR GANGA I KR Körfuknattleiksliði KR mun heldur betur bætast liðstyrkur á næstunni. Er þar um að ræða tvo gamalkunna KR-inga, sem koma munu i liðið á nýjan leik, eftir dvöl úti á landi. Eru það þeir Gunnar Gunnarsson og Guttormur Ólafsson. Gunnar hefur undanfarin ár dvalið i Borgarnesi, og leikið þar með og þjálfað Borgnes- inga. Hann hefur staðið sig með afbrigðum vel i.vetur, og er lik- legastur til þess að verða kjörin bezti leikmaður fslandsmótsins að þessu sinni. Gunnar er þegar fluttur i bæinn, og mun hann Framhald á bls. 4 © Þriöjudagur 25. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.