Alþýðublaðið - 25.04.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 25.04.1972, Blaðsíða 11
Kross- gatu- krílið /1l mE«M/fi/GS rAnARr/tk/_____ A LlNfJ Föl*/aR HC/DuR /ny/iT 3REGi> fíöT l STf?OK VÉL !1 i 6 HEmh 1 Huldu mFu KVEW fugl 5 KNÆPA fl/VÖl / SKJftL FTfí HlTTft SK ST TÓLUfi 7 KIEÐ Tölu 9 RÖSK RÖK HV/LD! H ■ TO///V L£/K 6re tt /0 5 KRIF IR 3 ly/s/EO/ZÐ = DRÓS • u\ c ■ r- tv, ■ V • r- as ^ ^ C Ol 1) o - h i; - 5. s * * a, t- <•* c ■ ^ tr* Cn 'S • st a> v- — « A VALDI VfDÁTTUNNAR eftir Arthur Mayse Hún var komin dálitið burt frá honum, lengra niður i brekkuna. Hún kallaði upp til hans: ,,Sagð- irðu ekki, að hann hefði hita?” „Jú, hann hefur hita, en honum hefur alla vega ekki versnað. Hann hefur látið dæluna ganga og íaiað um alla heima og geima”. Hún svaraði honurn ekki. Hann fór með bláberin til Haldteds, rétti honum sigarettu og lét hann fá nokkrar aspirintöflur. Þvi næst lyfti hann honum aftur upp á bakið á sér. Það mundi vera bjart i um það bil fjórar klukkustundir til viðbótar og það var of hættulegt að ferðast á nóttunni, auk þess sem hann átti ekki nema nokkra kertisstubba eftir. Ef Halsted og dóttir hans gætu afborið þetta er- fiði, þá gætu þau komizt til ensku námanna fyrir myrkur. Þar mundu þau vera um nóttina, kannski veiða nokkra urriða i vatninu á staðnum og halda siðan á skriðjökulinn næsta dag. Þau mundu hefja ferðina i dögun og komast til fljótsins fyrir nóttina, eða kannski, væru þau heppin, fara spölkorn niður eftir fljótinu. Ves Jones hafði sagt honum frá ensku námunum og hann var viss um að hann rataði þangað. Kannski fyndi hann nagla i grennd við námurnar, sem hann gæti notað við flekasmiðina. Námurnar höfðu ekki verið nýttar i f jörutiu ár og voru núna sjálfsagt ekkert annað en einhver dæld i jörðina. Dálitið neðar i brekkunni heyrðist i læk sem sást öðru hvoru bak við kjarrið, sem var Mike til trafala á göngunni. Mike fylgdi læknum eins vel og hann gat. Skrjáf fyrir aftan hann sagði honum, að Linn kom á hælana á honum. Af og til heyrði hann vatns- hljóð, þegar hún gekk út i lækinn. Hún ætti nú að hafa vit á þvi að vera ekki að vaða. Þessir vesaldar- legu Indiánaskór þoldu ekki mikið. Hann var búinn að gera sér ákveðnar hugmyndir um hvernig flekinn ætti að vera — rétthyrndur, en ekki jafn á allar hliðar. Allt i einu skrikaði honum fótur. Um leið og hann féll sneri hann sér við, hélt fast um fæturnar á Halsted og reyndi að láta mjöðmina á sér lenda undir særða fætinum. Hann heyrði Linn hrópa upp i örvæntingu, þvi næst skall höfuð hans á klöpp og hann sundlaði um leið og vatnið úr læknum seytlaði niður hálsinn á honum. Halsted stundi og bölvaði i kjarrinu. Nú kom draumkennt millispil, þar sem hann heyrði i rödd Halsteds eins og i fjarska. „Hafðu ekki áhyggjur af mér, Linn. Gættu frekar að honum. Hann fékk slæma byltu”. Svo kraup hún yfir honum i læknum. Hún var i þessum broslega krumpuðu buxurn og grænu treyj- unni, sem var orðin allt of litil. Hann tik eftir þvi, ao hún hafði farið að ráðum hans og pakkað prjóna- peysunni sinni niður til þess að eiga eitthvað þurrt til skiptanna. Hún var falleg, ekkert stórkostleg, en vinaleg. Hárið myndaði eins konar ramma um þetta alvarlega andlit, og augun voru stór og hræðsluleg. Það var eitthvað við þessi augu, hugs- aði hann með sjálfum sér. Liturinn á þeim virtist breytast eftir birtunni. Þau voru blá þegar sólin skein. 1 þessari birtu virtust þau grá. „Ó Mike! Meiddirðu þig?” „Nei, nei, Linny”, svaraði hann þar sem hann lá, og lækurinn gutlaði við eyrað á honum. „Bara dálitið högg á höfuðið, það er ekkert”. Alison hafði verið fallegri, en það var eitthvað við þessa stúlku. Nefið á henni var orðið eðlilegt á ný, og hann var feginn þvi, að hún skildi ekki hafa brotið það. Það gat haft örlagarikar afleiðingar fyrir stúlku. Hann kunni vel að meta augun, munninn og andlitslin- urnar. Þegar hún þreifaði á höfði hans leið honum betur. Hún fann kúluna. Hann stundi og settist upp. „Kúlan er á stærð við egg”, sagði hún, og hann stóð hægt á fætur með dynjandi höfuðverk. Annar skórinn hennar hafði bilað. Hann yrði að gera aftur við skóna hennar i kvöld. Halsted, sem sat nú uppi, sagði önugur: „Þú drepur þig á þessu, Mike. Búðu til hækjur handa mér. Það er nóg af góðum greinum hérna”. „Þær eru allt of mjóar”, sagði Mike. „Þær gætu aldrei borið þunga þinn... Komdu nú, pabbi”. 18 UNGIR MENN FRÁ CHICAGO Crowe hélt því fram, að vörnin væri ekki heiðarleg. Hún væri byggð upp til að mæta kröfum málsins. Hún hefði reynt að koma á þeim skilningi, að barnfóstra Loebs hefði verið brjáluð og hann hefði smitast af sáísýki hennar, rétt eins og hver annar drengur smitast af mislingum af öðrum. Samt höfðu þeir ekki kallað hana til vitnis. Verst var, sagöi hann, að hér væri um tvo sakborninga aðræöaÞað hefði verið miklu ein- faldara að sanna sálsýki á annan, en báða vegna þess, aö hvert ein- kenni væri. hægt að túlka á skuggalegan hátt. — En þegar um tvo er aö ræða, eru þeir ekki nákvæmlega eins. Þaö væri slæmt einkenni að Loeb hefði ekkert ákveðið stefnumark eða tilgang i lifinu, það væri lika slæmt einkenni að Leopold langaði til að stunda nám i lög- fræði og fuglafræði. Saksóknarinn sagði, að hann myndi sýna fram á, að pening- arnir hefðu verið tilgangurinn, eða mótifið með glæpnum. Pilt- arnir veðjuðu um svo háar upp- hæðir að jafnvel milljónunga- vinir þeirra treystu sér ekki til að taka þátt i þvi. Hann hafnaði þeirri vörn að þetta væri glæpur iraminn af sálsjúkum unglingum. tilgangslaust, ekki i hefndarskyni og án nokkurrar umhugsunar um peninga. Fyrsti drengurinn, sem þeir höfðu velt fyrir sér að drepa hafði verið drengur, sem þeim féll ekki við. En þeir höfnuðu honum, vegna þess að það var ekki vist að foreldrar hans myndu greiða lausnarféð. Fikn þeirra i peninga, varð hatrinu yfirsterkari. Þeir frömdu ekki glæpinn fyrr en þeir voru búnir að skipuleggja örugga leið til að ná lausnarfénu. Crowe sagði, að peningar heföu verið aðalhreyfiaflið i þessu máli. Þessi glæpur var ekki tilbúningur tveggja sálsjúkra pilta, sem ráf- uðu um i dimmu og draumalandi. Þeir skipulögðu morð og það morð til fjár. — Ef þeir hefðu aðeins ætlað að drepa vegna spennunnar, ef þeir hefðu aðeins ætlað að drepa til aö fullnægja reiði og hatri gagnvart öðrum, hefði fyrsti drengurinn orðið fórnarlamb þeirra. En þar var ekki vist að peningarnir fengjust. Þeir drápu af nákvæmlega sömu ástæðu og innbrotsþjófur, sem staðinn er að verki drepur: Til þess að þekkjast ekki svo ekki sé hægt að ná þeim. Þeir drápu ekki til þess eins að drepa. Þeir bjuggust viðfáeinum óþægilegum augnablikum, meðan þeir væru að kyrkja fórnarlambið, en einskis annars. Hvers vegna? spurði Crowe, völdu þeir af hinni mestu alúð, dreng sem átti auöuga að, ef peningar höfðu hér ekkert að segja? Saksóknarinn benti á, að það hefði ekki verið fyrr en hr. Darrow hafði verið fenginn til að verja þá i máli, þar sem þeir gátu ekki sloppiö samkvæmt stað- reyndunum, að upp hefði risið spurningin um sálarástand þeirra. Hann benti ennfremur á, að ef þeir hefðu verið teknir fastir þann 20. mai og reynt hefði verið að úrskurða þá á geðveikrahæli hefði Darrow verið þar við- staddur, fjölskyldur þeirra hefðu verið þar mættar með alla þá geðlækna, sem þær gátu leigt sér og það hefði ekki verið nema einn geðveikur maður i réttarsalnum, saksóknari rikisins! Hann spurði: — Væri möguleiki til þess i þessu máli, ef glæpurinn hefði ekki verið framinn aö sannfæra nokkurt sanngjarnt yfirvald til þess að setja annan, eöa báða þessa menn á geðveikrahæli? Hann hélt þvi fram, að glæpur- inn, sem framinn hafði verið væri svo andstyggilegur, að glæpa- mennirnir ættu ekki rétt á samúðarvotti frá nokkurri manneskju-. Crowe lýsti þvi yfir, að vörnin i þessu máli, væri hin hættulega heimspeki, eða lifsskoðun Clarence Darrow. Hann minnti réttinn á, að hann væri aö rétta i þessu máli samkvæmt lögum Illi- nois rikis. Þar segöi, að drengur á aldrinum 10 til 14 ára, gæti haft nægilega færni til aö fremja glæp og svara til saka fyrir hann, en það væri skylda rikisins að sanna, svo að alls ekki yröi um villzt, að hann hefði þroska til þess, en frá fjórtán ára aldri gerðu lögin ráð fyrir, að maðurinn væri fullkom- lega sakhæfur fyrir hvern þann glæp, sem hann kynni að fremja. Hann lýsti þvi yfir, að lögin væru sett til þess að vernda hina sak- lausu og refsa þeim seku. Hann benti á, að hr. Darrow hefði beðið um samúð með tveim piltum, sem ekki höfðu sýnt ungum dreng neina samúð. Hann benti á, að þessir tveir laganemar hefðu staðið i þeirri trú, að þeim hefði verið heimilt að taka lif annars manns og framkvæmt það. Clarence Darrow hefði sagt, að hann væri ekki að biðja fyrir þessum tveim piltum einum. Hann segði, að hann horfði til framtiöarinnar. Hann segði lika, að hann vildi milda lögin. Sak- sóknarinn gaf siðan eftirfarandi yfirlýsingu: — Þjóðfélagið getur haldið áfram að vera til, lögin geta lifað af og glæpamenn geta sloppið undan refsingu, en ef að réttur eins og þessi segöi, að hann tryði á kenningar Darrows, að maður ætti ekki að dæma til hengingar, þegar lögin kveða svo á um, þá hefur þjóðfélagi okkar verið greitt meira högg, heldur en hundruð, —■ jafnvel þúsundir morðingja gætu hafa gert. Þegar Crowe kom að enda tveggja daga ræðu sinnar sagði hann að sakborningarnir tveir hefðu framið glæp og engin refs- ing, nema sú strangasta sem lög leyfðu ætti þar við. Hann bað dómarann að „framfylgja lögum og réttlæti þessa lands”. Dómarinn sagði, að hann myndi fresta dómsuppkvaðningu til 10, september. Þegar dagur dómsins rann upp, var dómhúsið, sem þegar var orðið troðfullt, umsetið af miklum mannfjölda vegna þessa máls, sem allur heimurinn fylgdist með af ákefð. Hvor myndi vinna orrustuna um Sögufræg sakamál ■ Þriðjudagur 25. apríl 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.