Alþýðublaðið - 25.04.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.04.1972, Blaðsíða 2
 Viljum rnðu jdrnovinnuflokk Ákvæðisvinna. Mikil vinna. Upplýsingar í síma 82340 eða 82380. AÐALFUNDUR Framhaldsaðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks i Reykjavik verður haldinn i Lindarbæ fimmtudaginn 27. april n.k. kl. 20,30. FUNDAREFNI: 1. Atkvæðagreiðsla um reikninga félagsins. 2. Ný reglugerð fyrir orlofssjóð. 3. önnur mál. STJÓRN IÐJU. HÚSEIGENDAFÉLAG REYKJAVÍKUR. AÐALFUNDUR Húseigendafélags Reykjavikur, verður haldinn i húsakynnum félagsins að Berg- staðastræti 11A, föstudaginn 28. april 1972 kl. 5,15 siðdegis. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Hjúkrunarnám fyrir Ijósmæður Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið gengst fyrir kennslu i hjúkrunar- fræðum fyrir ljósmæður, svo þær geti öðl- azt hjúkrunarréttindi. Kennslutimabilið verður um 2 ár og hefst 1. okt. 1972. Rétt til þátttöku eiga allar ljósmæður, að afloknu inntökuprófi. — Fyrir inntöku- próf verður þátttakendum gefinn kostur á 4—6 vikna undirbúningsnámskeiði. Maria Pétursdóttir, hjúkrunarkennari, mun annast stjórnun námsins, en lokapróf fara fram við Hjúkrunarskóla íslands. Umsóknir um þetta nám svo og undir- búningsnámskeiðið sendist til ráðuneytis- ins fyrir 1. júni og þar eru veittar allar frekari upplýsingar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 24. april 1972. NYR BAT- URÁSlð Miövikudaginn 12. april 1972 var sjósett hjá Þorgeir & Ell- ert hf., Akranesi, nýtt 103 rúmlesta fiskiskip úr síáii, sem byggt er fyrir Þórð Guö- jónsson, skipstjóra, Akranesi. Skipiö er teiknaö af Benedikt Erlingi Guðmundssyni, skipa- verkfræðingi. Skipið er útbúiö til að veiða með linu, netum og botnvörpu. LATRARðSTIN REYNST ÞEIM BEZT VESTRA Vertiðaraflinn á Vestfjörðum hefur verið heldur misskiptur, þannig að þeir einu, sem hafa fengiö góöan afla, eru Patreks- fjarðarbátar. Það virðist sem lítið sem ekk- ert fiskist fyrir Vestfjörðum nema i Látraröstinni, en þar hafa linubátar fengið 640-660 tonn hver frá þvi um áramót, og undanfarinn hálfan mánuð hafa þeir fengið þetta 7-14 tonn, mest steinbit. Togbátai þeirra Patreksfirð- inga hafa aftur aflað minna, og landaði annar þeirra um 50 tonnum á sunnudaginn eftir 12 daga útivist. En samt er vertið- in til þessa sizt lakari en i fyrra. Það var ekki eins gott hljóðið i þeim á tsafirði og Súgandafiröi, bátar þar hafa litið aflað til þessa þrátt fyrir góða tíð og mjög fáar landlegur. Gisli Guömundsson á Suöur- eyri sagöi, að afiinn væri sifellt að rýrna, og mesti afli, sem linubátur þar hefur aflað, kom á land á mánudaginn, tæp 5 tonn á 200 lóðir. Sagði hann að lagist aflinn ekki upp úr næsta straumi sé útlitið Ijótt. Þá sagði Gisli, að mikið vanti á, að afli togbátanna þriggja sé eins og í fyrra. Eftir 12 róðra hefur ólafur Friðbertsson 70 tonn, Trausti 80 tonn og Sigur- von tæp 70 tonn. Kristján Guð mundsson fékk 49 tonn eftir 13 daga á netum við Eldey. Framhald á bls. 4 ATHUGASEMD Vegna rangrar og mjög villandi fréttar, þar sem ég er sagður heimildarmaður, vildi ég biðja blaðið um eftirfarandi leiðrétt- ingu. 1 blaðinu stendur ,,Ekki er enn fullljóst hvort um morðtilraun var að ræða, eða gáleysi eitt”. Þetta eða þessu likt, hef ég aldrei sagt. Ennfremur stendur i fréttinni, að annar maðurinn hafi lagt til hins með hnifi, þetta er ekki rétt og ekki sannleikanum samkvæmt. Jón R. Þorsteinsson, fulltrúi bæjarfógeta i Vestmannaeyjum,- Blaðamanninum láðist að spyrja, hverskonar bitvopni hefði JESUS BIBLÍAN og SÁLAAABÓKIN nýja fást i bókaverzlunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG l$u66ran&»»tofu H A I I «. * I M < « I l.K ) u Iir«j»vir verið beitt. Nú er vitað, að það var brotin flaska. Hinsvegar er blaðamanninum vorkunn, þótt honum dytti það ekki i hug. Flest- ir hefðu talið „sjálfsagt”, að um hnif væri að ræða. Það er ekki allskostar rétt, að ummælin um „morðtiiraun” seu höfð beint eftir fulltrúa bæjarfógeta. I sam- talinu við hann kom fram, að þá var ekki búið að slá þvi föstu, hvortum viljaverk eða óviljaverk var að ræða, þ.e. hvort um „morðtilraun” var að ræða „eða gáleysi eitt”, eins og segir i frétt- inni. — Ritstj HANN Á AD GLÆÐAST Á ÞINGVÖLLUM Búast má viö þvi, að veiði i Þingvallavatni glæðist á næstu árum, en hún minnkaði nokkuð eftir að Sogsvirkjunin tók til starfa. Vegna hennar varð að hækka og lækka yfirborð Þingvallavatns eftir þvi hvernig stóð á vatns- rennsli, og var talið, að þetta hefði slæm áhrif á klak og smá- seiði. Með tilkomu Búrfellsvirkjunar og samtengingu hennar viö Sogs- virkjun, þarf ekki lengur að breyta vatnsyfirborði Þingvalla- vatns, og gefur það von um aukna veiði i vatninu. Þetta kom fram á aðalfundi Félags áhugamanna um fiskrætk nýlega. Á fundinum flutti einnig dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræð- ingur erindi um fiskrækt i sjó. Sagði Jónas þar, að litil lón eða litlir firöir væru heppilegri til fiskiræktar en stórir firðir, þvi i þeim smáu væri hægt að fylgjast betur með ræktuninni. í erindinu sagði Jónas enn- fremur, að vænlegra væri að rækta laxfiska hérlendis en aðra nytjafiska, og laxfiskaræktun hefði þegar gefið góða raun, einkum i sjóblönduðu vatni. Orsakir þessa eru ekki full- kannaðar. Formaður Félags áhugamanna um fiskrækt er Jónas Sveinsson rafvirkjameistari. o Þriðjudagur 25. apríl T972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.