Alþýðublaðið - 26.04.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.04.1972, Blaðsíða 2
LANDSÞING BAHA’ÍA verður haldið i Glæsibæ, efri sal dagana 28. - 30. april. Laugardags og sunnudags- kvöldin verða opin almenningi eftir kl. 8 e.h. Margt verður til fróðleiks og skemmtunar. Landkennslunefnd Baha’ia á íslandi Laus staða Kennarastaða i verklegum greinum við Fiskvinnsluskólann er laus til umsóknar. Aðalkennslugreinar eru: meðferð á nýj- um fiski, isun, flatning, söltun, flökun, frysting og herzla. Auk þess þarf kennarinn að skipuleggja og fylgjast með starfsþjálfun nemenda, svo og að kenna á námskeiðum i ýmsum greinum fiskiðnaðarins. Umsóknir, þar sem greint er frá menntun og fyrri störfum, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu fyrir 6. mai nk. Menntamálaráðuneytið, 21. april 1972. VERKAMENN óskum að ráða nokkra verkamenn til starfa við áburðarafgreiðslu i Gufunesi. — Friar ferðir og fæði á staðnum. Upplýsingar gefur Bogi Eggertsson, verk- stjóri, milli kl. 9-17 næstu daga i sima 32000. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS Tilboð óskast i smiði 25 ljósamastra fyrir Vita- og hafnarmálastjórnina. Útboðsgögn afhendast á skrifstofu vorri gegn kr. 1.000.00 skilatryggingu. Tilboð verða opnuð 15. mai 1972. (ffsÉRFRÆÐINGAR Borgarspitalinn óskar eftir ráðgefandi sérfræðingum til starfa sem hér segir: i augnlækningum, starfstimi i 2-3 eyktir á viku, i taugalækningum, starfstimi I 4 eyktir á viku. Laun samkvæmd kjarasamningi Læknafélags Reykja- vikur og Reykjavíkurborgar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar, Heilsu- verndarstöðinni fyrir 20. mai nk. Reykjavik, 25. 4.1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. KJARVAL KVADDUR Jóhannes Kjarval kom oft á heimili foreldra minna á upp vaxtarárum minum. Mér ei hann þess vegna i barnsminni Auðvitað gerði ég mér enga grein fyrir þvi, að þarna væri mikill listamaður á ferð. Ég vissi að visu, að hann hafði málað myndir, sem héngu á veggjum istofunum, en það var ekki þess vegna, að athygli min beindist sérstaklega að honum. fcg þóttist taka eftir þvi,að það var eins og tvær persónur byggju i þessum sérkennilega manni. Þegar hann og faöir minn sátu einir saman, var talað hljóðlega og rólega. Svo var drukkið kaffi með hvers- dagslegum hætti. Kvöldið leið, og ekkert sérstakt gerðist. En væru fleiri gestkomandi, hvort sem um var að ræða fólk, sem báðir virtust þekkja vel, eöa aöra, þá var Kjarval allur ann- ar maður. Þá var oft haft hátt, sagöir skringilegir hlutir, gengið hratt um gólf og veifað handleggjum. Kaffið var drukk- ið með allt öðrum hætti og ýmis- legu látbragði, sem hlaut að vekja athygli og undrun barns og siöar unglings. Þaö var aöeins einn gestur, sem mér virtist ekki ailtaf hafa þessi áhrif. Það var séra Friðrik Friðriksson. Þó kom það stund- um fyrir, að Kjarval sagöi og gerði kynduga hluti i viðurvist hans. Mér er það ef til vill minnisstæðara en annað vegna þess, aö ég var að jafnaöi a.m.k. einhvers staðar á .næstu grös- um, þegar séra Friðrik var i heimsókn. Þeir eru eflaust margir, sem aldrei sáu aðra hlið á Jóhannesi Kjalval en þá, sem ég kynntist i bernsku, þegar hann var i hópi manna, og var sérkennileg, svo óvenjuleg, að menn hlutu að spyrja sjálfa sig, hvort hann væri að skopast að umhverfi sinu eða væri ekki algjörlega sjálfrátt. En þeir eru lika margir, sem kynntust Kjarval, eins og hann var hiö innra með sjálfum sér, eins og hann var, þcgar honum, af ásettu ráði eða ósjálfrátt, fannst hann enga skikkju þurfa að bera, engri brynju að klæðast. Sá Kjarval var einstaklega viðkvæmur maður, en svo hjartahlýr og góöviljaöur, að til einsdæma matti teija. 1 sannieíka sagt var hugur hans til þeirra manna, sem hann á annaö borð lét sig einhverju skipta, með þeim hætti, að til sannrar jgöfug- mennsku verður að telja. Og aldrei vissi ég hann leggja illt til nokkurs manns. Hann er einn þeirra er ég hef kynnzt, sem ég veit það um með mestum sanni, að hann hafi viljað öllum vel. Fyndist honum hallað á ein- hvern, teldi hann einhverjum liða illa, þá vildi hann hjálpa, á sinn hátt, hvort sém i hlut átti höfðingi eöa smælingi, sannar- lega ekki siður, ef sá átti litiö undir sér, sem honum fannst hann geta greitt fyrir. Kjarvai er áreiöanlega einn margslungnasti persónuleiki, sem lifaö hefur á íslandi á þess- ari öld. Eflaust hefur enginn þekkt hann til hlítar. Og sjálf- um var honum Ijósast allra manna, að hann var ekki allur, þar sem hann var séður. Hann vildi einmitt ekki láta innri mann sinn blasa við hverjum sem væri. Karen Blixen sagði einu sinni um kenningar Sig- munds Freuds, að henni væri til efs, að það væri mannkyni til góðs, að kafað sé jafndjúpt i sálarlifið og hann hefði reynt að gera til þess að varpa þar ljósi á alla hluti. Fagurt blóm þyrfti aö eiga sér djúpar rætur, i myrkri og yl. Ef hróflað væri við þeim, fölnaði blómið og dæi. Ég held, aö Kjarval hafi viljað fá að hafa rætur sins lifsblóms i friði. Honum hafi liðið bezt, þegar hann var einn, með sjálf- um sér eða vini sinum. Og hann kunni þá list, sem nútima- manninum gengur æ verr að meta, eftir þvi sem velferð hans eflist, að geta verið einn. En mikill listamaður verður enginn án þess að geta notið einveru. Það gat Kjarval. Liklega er Jóhannes Kjarval islenzkastur allra mynaiistár- manna, sem islendingar hafa eignazt. Hann var menntaður málari á alþjóðavisu. Hann hefði eflaust getað orðið frægur i Danmörku eða Finnlandi. En hann kaus að verða islenzkur málari, skapaði sinn eigin stil, sá island og sýndi það i nýju ljósi. Gjafir þær, sem hann hefur gefið islendingum, fá þeir aldrei fullþakkað. En meðan lif- að er i þessu landi, mun hans verða minnzt sem eins göf- ugasta listamanns, sem íslenzk þjóð hefur alið. Gylfi Þ. Gislason. ORLOF 1972 Undirrituð samtök vilja hér með vekja athygli á þvi, að sam-, kvæmt lögum nr. 87/1971 um orlof, er lágmarksorlof fyrir þá, sem unnið hafa fullt orlofsár 22 virkir dagar árið 1972. Það skal tekið fram að laugardagar eru virkir dagar i þessu sambandi. Alþýðusamband íslands Vinnuveitendasamband íslands Vinnumálasamband samvinnufélaganna o Miðvikudagur 26. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.