Alþýðublaðið - 26.04.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.04.1972, Blaðsíða 3
LOKAST HRIHG- VEGURIHN FYRIR ÞjÓOHÁTIDIHA ? Ekki vildi Helgi Hallgrimsson hjá Vegagerðinni fullyrða i gær, er Alþýðublaðið hafði samband við hann, að íbúar á Kirkjubæjar- klaustri og nærsveitum geti sótt þjóðhátíð þeirra Hornfirðinga sumarið 1974. Svo nákvæmlega sagði hann ekki vera búið að ákveða, hvenær lokið verði við vegarlagninguna yfir sandana. Hinsvegar er þessa dagana að ljúka ýtuvinnu yið 5,2 km kafla á Stjórnarsandi, fyrir austan Kiaustur, sagði Steingrimur Ingason hjá Vegagerðinni, og i sumar á að ljúka við upphleyptan 6,5 m. breiðan veg allt austur að Núpsstað. Það verða lika heilmiklar framkvæmdir við brúargerð i sumar. Helgi Hallgrimsson sagöi að lokið verði við fjórar nýjar brýr, og sú fimmta endurbyggð, fyrir vestan sandana, en vestast á sandinum verði lokið að mestu leyti við fimmtu brúna. Næsta sumar verða síðan reist- ar þrjár stórar brýr á söndunum sjálfum, og ein minni, þannig að samtals verður að reisa átta nýjar brýr til þess að ljúka hring'- veginum. Auk þess er gifurleg vinna við byggingu varnargarða, auk vega- lagningarinnar sjálfrar, sem hclzt væntanlega nokkuð i hendur við brúargerðina. Stöðugt er nú unnið að úr- vinnslu athugana þeirra sem gerðar voru i Skeiðarárhlaupinu, og sagði Helgi Hallgrimsson niðurstaðanna að vænta von bráðar. En hann sagði i viðtali við Alþýðublaðið fyrir skömmu, að hann áiiti þá útreikninga sem var búið að gera fyrir hlaupið, vegna vegagerðarinnar yfir sandana, standast nokkurn veginn. 102 MILUONIR A fundi stjórnar Iðnþróunar- sjóðs i fyrradag, voru samþykkt- ar tillögur um lánveitingar að upphæð alls 102 milljónir króna. Hefur stjórn sjóðsins frá upphafi ráðstafað 504,3 milljónir króna. 1 stjórn Iðnþróunarsjóðsins eiga sæti fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, formaður er dr. Jóhannes Nordal. 2—1x2 (16. leikvika — leikir 22. april 1972.) Úrslitaröðin: 1X2 — 11X — ÍXX — 212 1. vinningur: 11 réttir — kr. 65.500.00 nr. 2169 2850 8505 41166 76537 85037 2. vinningur: 10 réttir — kr. 2.200.00 nr. 842 nr. 16516 nr. 31594 + nr. 49169 nr. 73690 - 2516 - 18222 - 34273 - 59082 - 75533 - 6705 - 18435 - 35910 + - 59139 - 75912 ■ - 7872 - 19076 - 36823 - 60258 + - 76501 8068 - 19588 + 38704 - 60343 + - 77346 + - 9213 - 24052 39121 - 63758 - 77626 - 10312 + - 24754 - 40555 - 64037 + - 77874 - 10823 - 27353 - 41124 - 64363 - 81716 + - 11943 - 27742 42098 - 66001 - 82076 + - 12089 - 28099 - 42554 - 66122 - 82106 + - 12576 - 28319 - 43773 - 68122 • - 84704 - 12921 - 29642 - 44564 • - 68463 - 87009 - 13612 - 30118 - 46372 - • 71372 - 87554 + - 13622 - 30952 - 46809 - 72662 - 87768 - 14277 + + nafnlaus Kærufrestur er til 15. mai. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 16. leikviku verða póstlagðar eftir 16. mai. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR —Iþróttamiðstöðin — REYKJAVIK auk o-tual annara S‘txí>r\^irAoirYo^ * ÍBÚD 1 millján * 10 BÍLAR m.a. MERCEDESBENZ 900 þós. * Kjörorð næsta Fjórðungsmóts sunnlenzkra hestamanna, sem verður haldið að Hellu dagana 30. júni til 2. júli, verður ,,Með frelsi i faxins hvin”. Ilesta- mannafélagið Geysir sér um framkvæmdir á mótsstað, og er ætlunin að koma upp m.a. 900 metra langri löglegri hring- braut ásamt ýmisskonar fyrir- greiðslu, sem miðar að bættri aðstöðu á mótssvæðinu. Alls standa 14 hestamannafé- lög, af svæðinu frá Hvalfjarðar- botni og austur fyrir Lómagnúp, að mótinu, og er hugmyndin, að hvert félag sendi 22 hestamenn til að taka þátt i hópreið i upp- hafi mótsins. Þá verður háð gæðingakeppni og sýning á kynbótahrossum. t þeirri sýningu er gert ráð fyrir allt að 120 hrossum, og munu þrir dómnefndarmenn ferðast um félagssvæðið dagana 15. mai til 15. júni til að velja hross i þá sýningu. Ekki hefur enn verið ákveðin cndanleg tilhögun kappreiða, en þó er ákveðið, að keppt verði i 800 metra stökki, 250 m. fola- hlaupi, 250 m. skeiði, tveggja km. þolhlaupi, kerruakstri, hindrunarhlaupi og tveggja km. brokki. Búnaðarfélag tslands veitir aðalverðlaun samkvæmt lögum þar um, en auk þess hafa ýmsir aðilar ákveðið að veita verðlaun fyrir kynbótahross. Verðlaun, sem greidd verða i peningum, verða samtals kr. 200 þúsund, en hæstu verðlaun kr. 30 þús- und, en þau verða veitt fyrir 250 m. skeið og tveggja km. þol- hlaup. Samið hefur verið um hagbeit með vörzlu, og einnig skipulögð tjaldstæði mcð rennandi vatni og vörzlu. Dansleikir verða haldnir öll kvöldin að Hvolsvelli og Arnesi, en sérstakir dansleikir fyrir hestamenn á föstudags- og laugardagskvöld, þar sem spilaðir verða gömlu dansarnir. 50 KRðFUSPJOLD UM 50 MÍLUR 1. MAÍ! Landhelgismálið verður mál dagsins i kröfugöngu og útifundi verkalýðsfélaganna 1. mai, sem er á mánudaginn kemur og verða öll önnur mál lögð á hilluna. Fyrir kröfugöngunni verður borið skilti með tölunni 50, og þarf ekki minna en átta menn til að valda þvi. Síðan verða minni 50 spjöld með sömu áletrun borin viðsveg- ar i göngunni. ,,Með þessari ákvörðun vill verkalýðshreyfingin i höfuð- borginni undirstrika einhug sinn og þjóðarinnar allrar I mesta lifs- hagsmunamáli islenzku þjóðar- innar”, segir i fréttatilkynningu frá Fulltrúaráði verkalýðsfélag- anna, sem blaðinu barst i gær. A skrifstofu fulltrúaráðsins var okkur tjáð, að ekki væri búið að ganga frá smáatriðum i dag- skránni, t.d. var ekki búið að ákveða hverjir héldu ræður á úti- Blaðinu barst i gær tilkynning frá landlækni þess efnis, að Egyptaland krefjist bólusetn- ingarvottorðs af öllum ferða- mönnum sem til landsins koma. fundinum, sem haldinn verður i miðbænum að kröfugöngunni lokinni. Þó bárust okkur til eyra ýmsar flugufregnir, m.a. að i kröfugöng- unni eigi að aka vörubil, en á palli hans verði hópur söngmanna. Ekki vitum við hvað þeir ætla að syngja, en sennilega verða það einhverjir bar á ttusön g va r, tengdir verkalýðshreyfingunni og landhelgismálinu. AÐEINS HÆKKANIR UM STUNDAR SAKIR Nú eru i gangi i kvikmynda- húsum borgarinnar tvær kvik- myndir, þar sem aðgangur er seldur á nokkuð hærra veröi en verið hefur að bióhúsum undan- farið. Eru þetta myndirnar MASH i Nýja biói, og A hverf- anda hveli i Gamla biói. Alþýðublaðið hafði i gær sam- band við skrifstofu verðlags- stjóra og spurðist fyrir um það, hvort kvikmyndahúsunum hefði almennt verið heimilað að hækka aðgöngumiðaverð. Var blaðinu tjáð, að svo væri ekki, miðaverðið væri óbreytt. Ilins vegar veitir verðlags- stjóri i einstaka tilfelli undan- þágu til hækkunar. Er þá um að ræða myndir, sem dýrar eru i innkaupi, cða þá myndir, sem eru óvenju langar. Falla tvær fyrrnefndu myndirnar inn i þessa flokka. Miðvikudagur 26. april 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.