Alþýðublaðið - 26.04.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 26.04.1972, Blaðsíða 12
Alþýöubankinn hf ykkar hagur/okkar metnaöur KOPAVOGS APÓTEK Opið öli kvöld til kl. 7. Laugardaga til kl. 2. Sunnudaga mllli kl. 1 og 3. SENDIBIL ASTÖÐIN Hf HLUPU ALLIR UR VINNUNNI l>eir eru ckki vinnusamir á Alþingi, stjórnarhcrrarnir. Pcir taka scr fri frá þingstörfum, þeg- ar þeim þóknast. Aldrei hefur vcriö jafn mikiö um innköll vara- manna eins og á þinginu i vctur og eiga stjórnarflokkarnir þar al- gcrt met. Káöherrarnir cru sizt betri og sizt vinnusamari, en óbreyttir þingmenn stjórnarliöa. Mönnum mun enn i fcrsku minni, þegar l.úövik Jósefsson tók sér fri frá þingstörfum til þess eins að transporta um landiö og láta skrifa uin sig ferðasyrpur i l>jóð- viljann. A Alþingi i gær kastaöi þó fyrst tólfunum. t>á varð að slita þing- fundi vegna þess, að enginn ráð- herranna var viðstaddir. Þcir höfðu allir laumast i burtu og þrátt fyrir dauöaleit að þeim um allt þinghúsiö fannst hvorki tang- ur nc tetur af sjö ráðherrum. Meðan leitað var varð sameinað KJARVAL JARÐ- SUNGINN í DAG Jóhannes Kjarval verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni i Keykjavik í dag, og hefst at- liöfnin klukkan 11. Rikið sér um útförina i heiðursskyni vegna hins mikla framlags lista- mannsins til islenzkrar menn- ingar. Sr. Jón Auöuns dómprófastur flytur líkræðuna, en sr. Bragi Friðriksson flytur kveðjur fjöl- skyldunnar. i upphafi athafnar- innar frumflytur Kagnar Björnsson, dómorganisti, orgel- tónverk i minningu Kjarvals. Karlakórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Garðars Cortes, Dorvaldur Steingrimsson leikur einleik á fiðlu og Guðmundur Jónsson, óperusöngvari syngur. Lúðrasveit Reykjavikur leikur undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar fyrir utan Dómkirkjuna í hálftima áður en athöfnin hefst. Likburðarmenn úr kirkjunni verða forsætisráðherra, utan- rikisráðherra, menntamálaráð- herra, heilbrigðis— og iðnaðar- ráðherra, Jóhann Hafstein fyrr- verandi forsætisráðherra Eggert G. Þorsteinsson fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra og Halldór Laxness, sem fulltrúi islenzkra listamanna. Jarðsettur veröur í gamla kirkjugarðinum, en ættingjar og nánir vinir bera kistuna siðasta spölinn þar. Á bls. 2 i Alþýðubiaðinu i dag ritar Gylfi Þ. Gislason, from. Alþýðuflokksins, minningar- grein um Kjarval. ,,Það er koinið vor á vegun- um", sögðu þeir í Vegaeftirlitinu i gær,„og sá litli klaki, sem var i þeim, cr nú að bráðna* Þetta veldur þvi, aö nokkrar þungatak- markanir eru á stórum svæðum vestan-, noröan- og austanlands, og eru takmarkanirnar yfirleitt miðaðar við 5—7 tonna öxulþunga A suöur og suövesturlandi eru vegir aftur eins og á sumardegi, og má raunar segja, að vega- FÍLHARMONIAN OG SINFÓNÍAN ANNAÐ KVOLD Næstu tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar Islands verða i Háskóla- biói á fimmtudaginn og eru þeir að þessu sinni cins konar heiðurs- tónleikar fyrir Róbert Abraham Ottóson, sem verður sextugur á næstunni. Flytjendur auk hljómsveit- arinnar verða Söngsveitin Filharmónia, Svala Niclscn og Guðmundur Jónsson og er Róbert stjórnandinn. A efnisskrá tónleikanna er for- leikurinn að Mcistarasöngvur- unum eftir Wagner, Sinfónia nr. 5 eftir Beethoven og Te Deum eftir Dvorak, sem ckki hefur verið flutt fyrr hérlendis. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Alþingi að biða og þegar augljóst var orðið, að enginn ráöherranna fyrirfannst innan dyra i Alþingis- húsinu neyddist þingforseti til þess aö slita fundi. Svona framfcrði ráðherra er hreint hneyksli og dæmalaus ósvifni við Alþingi islendinga. Þinghéimur er látinn biða með mikilvæg mál eftir þvi að ráð- herrunum þóknist að láta sjá sig, en þá hafa þeir allir hlaupizt á brott, skrópað úr vinnunni, eins og sagt myndi verða ef venjulegt fólk ætti i hlut. kerfið sé i svipuðu ástandi nú og það er vanalega i mailok. Þvi má gera ráð fyrir að mikil umfcrð vcrði um hvitasunnuna, sem er að þessu sinni dagana 21. og 22. mai. Um páskana koin klakaihlaup, sem hefur verið að brotna niður núna i hlýindakaflanum, en hvergi hafa orðið vegaskemmdir að nokkru marki, nema skammt fyrir austan Möðrudal, þar fór vegurinn i sundur i gærmorgun. Ilaldist veðrið áfram þessu likt má fastlega gera ráð fyrir, að leysingarnar taki fljótt af og vegirnir verði innan tiðar eins og um hásumar. Fiestir fjallvegir eru nú snjó- lausir að heita má, og má komast yfir þá alla á bilum, nema Dynjandisheiöi, L á g h e i ð i, Arnarfjarðarheiði og ólafssand á milli Grimsstaða og Kópaskers. ófært cr þvi til Vestfjarða sem stendur, en yfirleitt er ágæt færð á milli fjaröanna. Sömu sögu er að segja um Austfirði, þar eru það einkum Fjarðarheiði og Oddsskarð, sem ekki eru vel fær, en þar má þó komast yfir á stór- um bilum. Vegna þess, hve veturinn var óvanalega snjóléttur sérstaklega á suður- og norðurlandi, hefur litlu fé þurft að eyða i snjómokst- ur. Það fé cr vanalega tekið af fé þvi sem ætlað cr til viðhalds vega, og má þvi búast við að vegirnir um landið verði yfirleitt með betra móti i sumar. ; ' RÁDHERRARNIR Á ALNNGI Á HEIMLEID Likt og Charles Duke á inynd- inni hér að ofan má reikna með, að hann og félagar hans John Young og Thomas Mattingly sitji afslappaðir og rólegir um borð i geimskipinu Caspar á heimleið eftir velheppnaða tunglferð. Aætlað er að þeir lendi á Kyrrahafi annaö kvöld. Reyndar hafa þeir ýmsu að sinna ennþá og kl. rúmlega átta á fimmtudagskvöld fer Mattingly i „göngutúr” i geimn- um og hraðinn á geimfarinu á meðan á göngunni stendur verð- ur 48,200 kilómetrar á klukku- stund. Verkefni hans er að sækja 2000 metra langa filmu úr tveimur kvikmyndavélum, sem festar eru utan á Caspar. Aðcins einn ráöherranna, Magnús Kjartansson, hafði fjar- vistarleyfi i gær vegna veikinda. Ilinir voru allir viö fulla heilsu, en skrópuðu frá þingstörfum. Ekki einn einasti ráðherranna var á sinum stað i þinginu um miöjan dag. Allir sex létu sig hafa það að skróþa. Samt eru ráðherrarnir einu alþingismennirnir, sem fá að halda þingmannskaupi sinu óskertu, þótt þeir gegni öðrum störfum við hlið þingmannsstarf- anna. Það væri rétt mátulegt á þá að Alþingi hýrudrægi þá. Slikt væri gert við aðra þá, sem gerðu sér leik að því að skrópa úr sinni vinnu. vor¥er komk a vegunum 00 FÆRO MEO BE2TA MÓT1 HEILDVERZLUN SKAGFJÖRÐS 60 ARA Aðsetur fyrirtækisins er núna i Reykjavík, en verzlunarleyfið fyrir Kristján Ó. Skagfjörð var gefið út á Patreksfirði. i upphafi verzlaði Kristján með veiðarfæri og málningar- vörur erlendis frá, en nú er meira en helmingur söluvör- unnar íslenzk framleiðsla og eykst hlutfallið stöðugt. Skrifstofurnar eru hins vegar enn til húsa að Tryggvagötu 4. Fyrir skömmu er nýlokiö byggingu nýs húsnæðis að Hólmsgötu í örfirisey, sem notað er fyrir vörugeymslur, frysti- og kæliklefa, skipaþjón- ustu og fleira. Hefur aðstaða öll breytzt mjög til batnaðar að sögn for- ráðamanna fyrirtækisins eftir að húsið var tekið i notkun. Eftir að Kristján lézt árið 1951 var stofnað hlutafélag um fyrir- tækið og hefur fyrirtækið vaxið mjög á seinni árum. Má nefna, að þá var upphæð hlutafjár 90 þúsund krónur og starfsmenn þrir, en hlutafé nú er sex milljónir og starfsmenn hvorki fleiri né færri en 56, og er helmingur þessa fjölda hluthaf- ar i fyrirtækinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.