Alþýðublaðið - 26.04.1972, Blaðsíða 9
UPP MEÐ
KYLFURNAR
Golfmenn um allt land eru nu
komnir á fulla ferð, enda hefur
veður verið upp á það allra
bezta. Golfvellirnir koma vel
undan vetri eins og við var a?
búast, en þeir hafa þó ekki alveg
náð sumarskrúðanum. Flat-
irnar eru ennþá ójafnar.
Hjá einstaka klúbb er keppni
hafin, t.d. fór fram hin svo-
kallaða Flaggkeppni hjá golf-
klúbbi Ness á laugardaginn.
Hún er i þvi fólgin, að menn
leika ákveðinn höggafjölda (par
vallarins og forgjöf viðkomandi
kylfings), og sá sem kemst
lengst sigrar.
Að þessu sinni sigraði kollegi
vor á Timanum, Kjartan L.
Pálsson, fór á aðra braut á
þriðja hring á 80 höggum. t öðru
sæti urðu þeir Valur Jóhannsson
og Thomas Holton. Myndin var
tekin af Kjartani á laugardag-
inn.
BORGNESINGAR NIÐUR
r
NIARBVIKINGAR UPP
Þrátt fyrir hetjulega baráttu
tókst Borgnesingum ekki að forða
sér frá falli i 2. deild i körfuknatt-
leiknum i ár. Eftir slæma byrjun
náði liðið sér verulega á strik
seinni hluta mótsins, en batinn
kom aðeins of seint, þvi miður.
Borgnesingar léku mjög
skemmtilegan körfuknattleik
seinni hluta mótsins, og á liðið
fullt fsöltnubi'' deil<1- Það er Þvi
með soKnuon að Borgnesingar
eru kvaddir, vonandi til stuttrar
dvalar i 2. deild.
Á hinum enda töflunnar tróna
svo KR og ÍR, KR ósigrað i 13
leikjum og ÍR með eitt tap i jafn-
mörgum leikjum. Liðin mætast
um næstu helgi, og verður 1R þá
að vinna, til þess að fá aukaleik i
mótinu. Bæði liðin unnu sina leiki,
eins og fram kemur i frásögn PK
KARFAH
STAÐAN:
KR 13 13 0 1090:888 26
1R 13 12 1 1146:884 24
Valur 13 7 6 917:950 14
1S 14 6 8 934:1044 12
Árm. 13 5 8 906:949 10
ÞOR 13 4 9 799:845 8
HSK 13 4 9 866:949 8
UMFS 14 2 12 968:1119 4
Stigahæstir:
1. Þórir Magnússon Val 381
2. Einar Bollason KR 283
3. Kristinn Jörundss. 1R 276
4. Agnar Friðrikss. ÍR 273
5. Guttormur Ólafss. ÞOR 242
ér á eftir, en UMFS tapaði naum-
lega að vanda.
HSK-UMFS 76:74 (36:43)
Þetta var mjög þýðingarmikill
leikur i baráttunni um fallið og
voru margir áhorfendur mættir
til að hvetja sin lið áfram og var
mikil stemning á áhorfendapöll-
unum.
Borgnesingar byrja leikinn vel
og komast i 8:4, 18:12 og 24:14 og
höfðu þeir 7 stig yfir i hléi. Siðari
hálfleikur var geysilega jafn og
spennandi og ekki vitað um hver
sigraði fyrr en á siðustu sekúnd-
unum. Þegar rúmlega fjórar
minútur eru eftir af leiktimanum
fær Anton Bjarnason bezti leik-
maður HSK fimmtu villuna og fer
útaf. Töldu þá áhangendur UMFS
björninn unnin, en þá reyndi
mikið á hina ungu og reynslu-
minni leikmenn HSK og einn
þeirra, Þórður Óskarsson skoraði
úrslitakörfu leiksins.
Gunnar Gunnarsson átti stór-
kostlegan leik og hitti mjög vel og
gerði hann samtals 32 stig. Eftir
Ieikinn hefur UMFS aðeins 4
stig og hefur liðið lokið sinum
leikjum i mótinu, en HSK og ÞÓR
hafa 8 stig hvort félag og eiga auk
þess eftir að leika innbyrðis,
þannig að UMFS leikur i annarri
deild næsta vetur.
Stigahæstir: HSK: Anton Bjarna-
son 25, Þórður Óskarsson 16 og
Einar Sigfússon 13.
UMFS: Gunnar Gunnarsson 32 og
Bragi 15.
Vitaskot: HSK: 16:11. UMFS:
22:10.
KR-ÞÓR 105:73 (49:36)
Eins og sést á lokatölum leiks-
ins höfðu KR-ingar talsverða
yfirburði i leiknum, þeir komust i
8:0en siðan kom bezti kafli Þórs i
leiknum þvi þeir komust yfir
14:12 og sýndu þeir ágætan leik i
fyrri hálfleik og hittu vel úr vita-
skotum, þvi 10 fyrstu vitaskot
þeirra fóru öll ofan i körfuna. KR
hóf slðari hálfleikinn með miklum
krafti og var auðsjáanlegt að þeir
ætluðu að vinna með sem mestum
mun til að bæta stigaskorun sina
en þetta var næst síðasti leikur
þeirra.
Þeir eiga aðeins eftir að leika
gegn 1R en það verður úrslita
leikur mótsins. Bjarni Jóhannes-
son átti góðan leik að þessu sinni
sennilega hans bezti leikur i allan
vetur, þá var Kolbeinn hinn
trausti leikmaður að vanda. KR-
ingar leyfðu varamönnum sinum
að leika með siðustu minúturnar,
og voru það alls 11 leikmenn sem
léku fyrir KR i þessum leik.
Guttormur var bezti maður
Þórs, en Jón Héðinsson átti ágæt-
an leik i vörninni.
Stigahæstir:
KR: Bjarni Jóhannesson 32, Kol-
beinn Pálsson 24, Kristinn 13,
Einar 12 og Brynjólfur Markús-
son 10.
ÞÓR: Guttormur ólafsson 21, Jón
Héðinsson 17 og Rafn 14.
Vitaskot:
KR: 11:6, ÞÓR: 26:19.
Beztu menn:
KR: Bjarni, Kolbeinn og Kristinn
Stefánsson.
ÞÓR: Guttormur og Jón.
Framhald á bls. 4
MIKIL SPENNA
í BAÐUM ENDUM
í DEILDUNUM
Nú liður senn að lokum deildarkeppninnar i Englandi, þar sem
sum liðin hafa lokið leikjum sinum, eða þá ljúka þeim um næstu
helgi. Þegar þetta er skrifað er spennan mikil á báðum endum I
flestum deildum, þótt útséð sé, með nokkur þeirra. 1 1. deild eru
það Leeds, Liverpool og Derby sem berjast um efsta sætið, en
óvissan á botninum er mikil, þótt mestar likur séu á þvi að Nott.
For. og Huddersfield falli niður.
12. deild er það Norwich, sem kemst upp i 1. deild, en ekki er séð
hvaða lið fylgir þvi.
Ég var slakur i síðustu spá, með aðeins 4 leiki rétta, enda er oft
um óvænt úrslit undir lokin i deildarkeppninni.
A næsta seðli, eru aðallega leikir i 2. deild og eru þeir sizt betri
viðureignar en leikirnir i 1. deild. Þá eru á seðlinum tveir leikir i 1.
deild og landsleikur milli Englands og V. Þýzkalands.
Þetta er að öllum likindum siðasti seðillinn með enskum leikjum
og þvi bezt að reyna að standa sig. Og snúum okkur þá að spánni:
ENGLAND — V. ÞÝZKALAND 1
Þessi leikur er i Evrópukeppni landsliða og mun vera fyrri leik-
ur þjóðanna I úrslitakeppninni. Englendingar hafa löngum verið
harðir i horn að taka á heimavelli i landsleikjum og á ég von á að
þeir vinni þennan leik, sem fram fer á Wempley leikvanginum i
London á laugardaginn.
CRYSTAL PAL. — HUDDERSFIELD 1
Þegar þessi leikur fer fram, má segja að vonir Huddersfield um
áframhaldandi dvöl i 1. séu að engu orðnar, nema þá kannski að
liðið vinni þennán leik með miklum markamun, einum 5 eða
mörkum. Ég á ekki von á að Huddersfield geri stóra hluti að þessu
sinni og spái hiklaust heimasigri..
MAN.UTD. — STOKE 1
Það er athyglisvert að skoða úrslit i leikjum þessara liða á Old
Trafford á undanförnum árum, en þau hafa orðið sem hér segir
siðan 1965—66: 1—1, 0—0, 1—0, 1—1, 2—2. Semsé fimm sinnum
jafntefli og einn heimasigur. Það væri þvi freistandi að spá enn
einu jafnteflinu. Ég held að ég geri það samt ekki, þvi mér finnst
heimasigur liklegri úrslit að þessu sinni.
BLACKPOOL — CHARLTON 1
Blackpool tapaði óvænt á heimavelli i vikunni fyrir Portsmouth,
en fær nú annan heimaleik og að þessu sinni við Charlton, sem er
eitt af botnliðunum. Þótt allt geti skeð i knattspyrnu eins og kunn-
ugt er, þá hallast ég að heimasigri i þessum leik.
BRISTOL — OXFORD 1
Hér er um að ræða mjög áþekk lið, þvi Bristol hefur hlotið 42 stig
eftir 40 leiki, en Oxford er með 38 stig eftir 41 leik. Hér getur allt
skeð, þvi ekki verður séð að þessi leikur hafi neina þýðingu fyrir
liðin. Það er ekki verra en hvað annað, að spá heimasigri.
CARDIFF — LUTON 1
Cardiff hefur lengst af verið I fallhættu i vetur, en hefur sótt sig
að undanförnu og er að öllum likindum komið af hættusvæðinu, ég
tala nú ekki um, ef þessi leikur vinnst, eins og ég reikna með. Liðin
gerðu jafntefli 0—0 i fyrra á Ninian Park, en nú spái ég, eins og
áður er sagt, heimasigri.
FULHAM — SUNDERLAND 1
Þetta er þýðingarmikill leikur fyrir Fulham, sem nú er i næst
neðsta sæti I 2. deild með 32 stig eftir 40 leiki. Næstu lið, Charlton
og Cardiff eru með 33 stig. Eflaust verður róðurinn erfiður fyrir
Fulham að þessu sinni, þótt á heimavelli sé, þvi Sunderland, er
með beztu liðunum I deildinni. Hér eru allir möguleikar fyrir
hendi, en ég tek áhættuna og spái heimasigri.
MIDDLESBORO — HULL 1
Hull hefur ekki gengið sem bezt gegn Middleboro á Ayresome
Park á undanförnum árum og á ég ekki von á breytingu þar á að
þessu sinni. Middlesboro er i 7. sæti með 44 stig, en Hull nokkru
neðar með 38stig. Spá min er semsé heimasigur.
PORTSMOUTH — BURNLEY 1
Portmouth bætti stöðu sina verulega i vikunni með þvi að sigra
Blackpool á útivelli og hefur þvi endanlega tryggt tilveru sina
i deildinni. En fyrst þeir unnu Blackpool á útivelli, er ekki út i
að ætla, að þeim takist að leggja Burnley af velli á Fratton Park á
laugardaginn.
Q.P.R. — CARLISLE 1
Þetta er i fljótu bragði mjög jafnteflislegur leikur og bendi ég á
þau úrslit, sem mjög likleg, þótt ég láti íreistast til að spá QPR
sigri. QPR er nú 14. sæti með 49 stig eftir 39 leiki, en Carlisle 43 stig
eftir 40 leiki. Liðin gerðu jafntefli i fyrra og hitteðfyrra á Ellerslie
Road, en nú spái ég heimasigri, eins og áður er sagt.
SHEFF.WED. — BIRMINGHAM 2
Þetta er mjög erfiður leikur, þar sem mjög er tvlsýnt um úrslit.
Birmingham er i 3ja sæti i 2. deild með 50 stig eftir 39 leiki, næst á
eftir Millwall, sem er með 51 stig, en hefur leikið einum leik fleira
Ef Birmingham á að takast að ná sæti 11. deild næsta ár, verður að
nást a.m.k. eitt stig i þessum leik. Ég held að það takist og vel það,
þvi ég spái úti sigri I þessum leik, en bendi á jafntefli, sem kemur
sterklega til greina.
WATFORD — NORWICH 2
Og við sláum botninn i þetta að þessu sinni meö leik milli Wat-
ford, sem er neðst I 2. deild og þvi dæmt til falls i þá 3ju, þar sem
það er 14 stigum á eftir næstneðsta liðinu og Norwich, sem þegar
hefur tryggt sér sigur i deildinni og þar með sæti 11. deild. Ég hlýt
aö spá útisigri i þessum leik. Þó má vel vera að Watford takist að
krækja i annað stigiö.
Miðvikudagur 26. april 1972
o