Alþýðublaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 1
HROTTAARAS A UNGBARN Sjö mánaða gamalt kornabarn varð tyrir hrottalegum misþyrm- ingum í gærdag og liggur nú þungt haldið með höfuðkúpubrot og ýmsa áverka á Borgarspital- anum. Enginn er til frásagnar um hvað gerðist, en þegar frænka barnsins kom að þvi hafði barna- vagni, sem það lá i, verið ýtt fram af tæplega eins meters háum palli fyrirutan ibúðarhús við Alfheima og niður kjallaratröppur. Var barnið allt útatað I sandi og á andliti bar það merki þess að hafa verið stungið og rispað. Barnið hafði verið sett I vörzlu hjá afa sínum og ömmu. Frænka barnsins var innan- dyra og heyrði dynk að utan. Hijóp hún þegar út og sá þá TÚNEYRUN TAPA TÖL- UNNI HJÁ SINFÓNÍU- HUÖMSVEITINNI Hafi meðlimir sinfóniunnar tóneyra, þá er í æði mörgum tilvikum orðið um skert tón- eyra að ræða. Þvi við rannsókn, sem framkvæmd var á vegum heyrnar deildar Heilbrigðismálaráðs, á árinu 1970, kom i ljós, að af þeim 36 féiögum úr sinfóniuhljóm- sveitinni, sem rannsakaðir voru, höfðu 16 skerta heyrn. Verra var þó ástandið hlut- fallslega hjá Áburðarverks- miðjunni i Gufunesi. Af fjórum starfsmönnum, sem gengu undir heyrnar- rannsókn, höfðu þrir skerta heyrn, og af 10 starfsmönnum Vatnsveitunnar reyndist um skcrta heyrn vera að ræða i sjö tilvikum. Þjónar á veitingastöðum, sem i starfi þurfa mikið að vera innan um dansmúsik, voru þó það vel settir miðað við hina starfshópana, að cinungis fjórir af þeim 14, sem rannsakaðir voru, höfðu skerta heyrn . LOFTÁRASIR VIÐ BÆJARDYR HANOI Bandariskar orrustuflugvélar gerðu loftárásir á hernaðar- mannvirki i aðeins 24 kiiómetra fjarlægð frá Ilanoi i gær, að þvi er bandarisk hernaðaryfirvöld i Saigon upplýstu i gær. Þá var einnig sagt, að Banda- rikjamenn hefðu skotið niður tvær eða þrjár MIG þotur. tJtvarpsstöðin i Hanoi hélt þvi fram i gær, að bandariskar þotur hefðu kastað sprengjum á stiflur i Norður—Vietnam, en þessu vísuðu bandarisk hernaðaryfir- vöid algerlega á bug. hvað gerzt hafði. Kveðst hún hafa séð til tveggja drengja á hiaupum I grenndinni. t viðtali yið Aiþýöublaðið I gær vildi tvar Hannesson ekkert full- yrða um það hvort drengirnir gætu verið ódæðismennirnir. Þeir hefðu aiveg eins getað verið að leik þarna. FLAUT Á MÆLSKU- LISTINNI Einn af senatorum bandariska Demókrataflokksins, William Proxmire, nýtur mikils álits fyrir mælskulist. Hún kom honum líka I góðar þarfir á dögunum. Á randi í Washington að kvöld- lagi fyrir skömmu var Proxmire skyndilega stöðvaður af tveim ræningjum, sem heimtuðu veski hans og aðra fjármuni. Annar ræningjanna; hafði höndina I jakkavasa sinum, Ifkt og hann hefði þar hönd á skammbyssu. En Proxmire kallinn lét sér hvergi bregða. Hann hóf upp rödd sina og beitti nú allri sinni mæiskulist gegn ræningjunum. Og hinurn tókst að sannfæra þá um, að hann hefði ekki neinu að tapa vegna þess, að hann væri dauðsjúkur af krabbameini og ætti aðeins nokkrar vikur ólifaðar hvort eð væri og ógnanir þeirra hefðu þvl ekkert að segja. Framhald á bls. 4. ÞEIR VIUA MILUON! Nú er loks komið fram hvaða kröfur sjúkrahúslæknar gera i launadeilu siírni við rikið. Alþýðublaðið hefur verið að kalla eftir þessu að undan- förnu. Þeir vilja fá EINNAR MILLJÓN KRÓNA HÆKKUN á laun sin á ári. Þessar upplýsingar komu fram i ræðu Halldórs E. Sigurðssonar, fjár- málaráðherra, i tilefni af fyrirspurn Bjarna Guðnasonar utan dagskrár, á Alþingi i gær. Halldór upplýsti, að læknar hefðu sett fram kröfur sinar 24. janúar sið- astliðinn og samkvæmt útreikningum skrifstofu rikisspitalanna hafi upp- hafiegu kröfurnar falið i sér 102 milljón króna útgjaldaaukningu til 107 lækna eða u.þ.b. eina milljón á mann á ári. Hann gerði siðan grein fyrir þeim kjarabótum, sem sjúkrahúslæknar hefðu fengið 1966 og athugun á tekjum læknanna nú og sagði, að kröfur læknanna fælu i sér að meðaitali 80-90% launahækkun i heild, þegar tekið væri tillit til fastra launa, eftir- og næturvinnu og gæzluvakta. Af háifu rikisins hefði verið gert tilboð um hækkun fastra launa i áföng- um, samtals 13 af hundraði og að yfirvinnukaup og greiðslur fyrir gæzlu- vaktir verði i samræmi við greiðslur til rikisstarfsmanna með svipaða menntun. Fjármálaráðherra taldi, að samtals fæli boð rikisins i sér 25-30% hækk- un á launagreiðslur til sérfræðinga og aðstoðarlækna og 37-38% til kandi- data vegna mikillar yfirvinnu þeirra, og sé þvi læknum, sem nú segja stöðum sinum lausum, boðin laun, sem svari til 110-130 þúsund króna á mánuði fyrir sérfræðinga og 90-100 þúsund krónur fyrir aðstoðarlækna og sé hækkunin ein, sem þeim standi til boða, 24-30 þúsund krónur á mánuði. LÆKNARNIR SUNDURLIÐA KRÖFURNAR»3.S UJ ,LEITW OG ÞÉR MUNIO FINNS’ S EKKI VIO IIM HOFSIÖKUL Enginn skipverja á Hofsjökli hefur viðurkennt við yfirheyrslur að hafa hugmynd um þær 4000 flöskur áfengis, sem grunur leik- ur á að hafi verið smyglað með skipinu er það kom hingað til lands frá Bandarikjunum f októ- ber og nóvember sl. Miili 25 og 30 aðiiar hafa veriö yfirheyrðir hjá sakadómi og skýrslur verið teknar af þeim en ekkert hefur komið I ljós í þessu máli. Er rannsókn Sakadóms nú að mestu lokið, og verður máliö sent saksóknaraembættinu ein- hvern næstu daga. Það sem styrkt hefur grun toliayfirvalda er að þær upplýs- ingar, sem islenzku tollyfirvöld- unum bárust frá tollyfirvöldum I Norfolk i Virginiu, eru sams kon- ar og þær, er bárust þaðan um vínmagn, sem tekið hafði veriö um borð I Selfoss á svipuðum tima, en það smyglmal upplýst- ist, sem kunnugt er. Grunur tollgæzlunnar i Rcykja- vík beindist að Hofsjökli er skipið kom hingað frá Norfolk um ára- mót, en þá haföi það verið þar á sama tima og Selfoss. Áætlun þcssara tveggja skipa var vixlað þegar þegar þau voru úti i Banda- rikjunum þannig að Selfoss kom hingað fyrir jól til Reykjavikur, en Hofsjökuil fór i staðinn til Isa- fjarðar milli jóla og nýárs. Þá höfðu ofangreindar upplýs- ingar borizt frá Bandarikjunum og við leit fannst nokkuð áfengis- magn I Selfossi. Tollgæzlan mun hafa haft nokk- urn viðbúnað vegna komu Hofs- jökuls, og áttu tollþjónar forgang að flugfariniðum til ísafjarðar, en þangað hafði ekki verið flug- veður i nokkurn tima. Var þess vegna farið fram á að lögreglu- vakt yrði við skipið allan limann, sem það væri I höfn á tsafirði og meðan það var tollskoðað. YFIRHEYRSLUR HAFA LIKA VERID ÁRANGURSLAUSAR Ekkert smygl fannst þá i skip- Framhald á bls. 4 BÍRÆFINN ÞJOFUR STAL FRÍ- MERKJUM FYRIR TUGÞÚSUNDIR t gær var framinn stórþjófn- aður i Reykjavik og neraur verðmæti þýfisins a.m.k. 80 þúsundum króna. Það sem stolið var, voru á miili 400-600 fyrstadagsumslög- um af ýmsum gerðum og auk þess ýmsum verðmætum fri- merkjum, s.s. Alþingishátíðar- merkjunum. Hann hefur verið biræfinn þjófurinn, þvi til þess að komast að frimerkjunum hefur hann þurft að ganga inn i húsið að framanverðu og þaðan ofan i kjallara þess. Þar dýrkaði hann upp lása á tveimur gcymslum áður en hann kom að þeirri þriðju, þar sem frimerkin voru geymd. Lét hann siðan greipar sópa og þótt eigandi merkjanna hafi slcgið þvi fram, að tjónið næmi 80 þúsundum. getur sú tala ver- ið mun hærri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.