Alþýðublaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 10
EHGHR
VANEUt
1IEIDM
★ Fjöldinn slævir athyglina
★ Stúlka sem enginn ætlaöi
að hjálpa
★ Að læra að taka eftir
★ Gálausir drengir
UPPl SVEIT er það áhugavert
að sjá mann á gangi útí haga.
Þessu er öðru visi farið i borg-
um. Þar er frðttnæmt ef enginn
maður sést. Eg hef einhvern
tima sagt frá þvi, kannski oft,
að einu sinni kynntist ég
hollenzkum ritstjóra sem kom-
inn var hátt á sextugs aldur, en
hafði þá i fyrsta skipti kynnzt
einveru úti náttúrunni er hann
var i sumarfrii i Norður--
Sviþjóð. Þéttbýlið er þess eðlis
að hversdagslegast af öliu
hversdagslegu er maður.
l^ANNIG er það staðreynd að i
fjölmenninu firrist maðurinn
öðrum mönnum. Eg er nú samt
þannig gerður aö mér þykir fólk
alltaf spennandi. Þess vegna
geng ég aldrei svo niður á póst-
hús að kikja i hólfið mitt að ég
ekki horfi á fólk. Mér þykir það
hvorki fallegt eða Ijótt, það er
bara interesant. Haunar eru
húsin lika interesant, en þó sér-
staklega skýin, golan og grasið.
EN EG er hræddur um að flest-
um þyki rölt niður Bankastrætið
litið spennandi skemmtun. Þess
vegna tekur það ekki nærri
strax eftir ef eitthvaö verður að.
Þótt maður slasist i umferð
stórborganna liður oft langur
timi áður en nokkur hirðir um
að koma til hjálpar. Fimmtiu
bilar keyrðu yl'ir dauðan mann i
Ameriku nýlega áðuren tókst að
stöðva umferðina.
MANNFJöLDI slævir tilfinn-
inguna fyrir lifsverðmætum og
tilfinningum einstaklingsins, og
þar að auki ber svo margt fyrir
auga að tiltölulega mókandi at-
hygli venjulegra manna verður
þess ekki strax vör þótt eitthvað
komi fyrir. Þess vegna er það
staðreynd aö hvergi er auðveld-
ara aö stunda rán og glæpi en i
miklum mannfjölda.
VIÐ SKULUM veita þessu at-
hygli. Ég heyri að Unglingar
nokkrir, heldur óprúttnir, hafi
verið að angra litla stúlku i
Austurstræti nýlega og enginn
skipt sér af lengi vel. Það bendir
til að doði skeytingarleysisins sé
að byrja að gripa um sig hér
þótt við séum flestir enn bless-
unarlega miklir sveitamenn og
borgin litið meira en þorp á
heimsmælikvarða.
ÞAÐ að ekki var komið strax til
hjálpar litiu stúlkunni bendir
fremur til þessa doða en slæms
innrætis vegfarenda. Fólk . er
sem betur fer yfirl. vel innrætt.
En það er kannski oröið dálitið
sijótt. Þess vegna þarf senni-
lega að kenna uppvaxandi borg-
arbúum að taka eftir, vera vak-
andi og hafa augun alltaf hjá
sér. Það er ekki erfiðara en doð-
inn, ef menn kunna það, það er
mun léttara.
MENN veigra sér við að skipta
sér af ööru fólki, jafnvel ungl-
ingum sem haga sér gáleysis-
lega. Ég sá dæmi um þetta ekki
alls fyrir löngu i einum strætis-
vagnanna. Þyrping af drengjum
stóð við útgöngudyrnar og iðk-
uðu einhvern geysispennandi
leik meðan vagninn var á ferð.
Enginn mælti orð og piltungar
þessir héldu uppteknum hætti.
Siðan fækkaði i vagninum og ég
sá hvað um var að vera: Þeir
stungu stifri plastþynnu út á
milli hurðanna og náði hún
cirka 50 em út. Hún gat þvi
rekizt i fólk er gengi framhjá og
valdið slysum.
DHENGIRNIK áttuðu sig strax
er ég benti þeim á, hvað mikinn
háskaleik þeir iökuðu. Þetta var
gert i hugsunaríeysi. Kannski
hefur einhver kallað mig ,,frek-
an kall” af þessu tilefni, en það
likar mér ekki illa. Ég vildi ekki
að þessir myndarlegu strákar
þyrftu að verða fyrir þvi aö
valda slysi af vangá.
Sigvaldi.
FIS
A mannbrodd-
um skal hálku
hlaupa. tslenzk-
ur málsháttur.
Húsvarðarstaða
laus til umsóknar
Oss vantar mann til að gegna húsvarðar-
stöðu i stóru sambýlishúsi, sem er i bygg-
ingu.
Reglusemi er skilyrði og lipurð i sam-
skiptum nauðsynleg. Allar nánari upplýs-
ingar eru gefnar á skrifstofu vorri, (ekki i
sima) að Siðumúla 34, Reykjavik.
B.S.A.B.
I dag er þriðjudagurinn 9. mai,
130.dagur ársins 1972. Ardegishá-
flæði i Reykjavik kl. 02.45 sið-
degisháflæði kl. 15.23. Sólarúpp-
rás kl. 04.43, sólarlag kl. 22.08.
LÆKNAR
I.æknastofur eru lokaðar á
laugardögum, nema læknastofan
að Klapparstig 25, sem er opin
milli 9-12 simar 11680 og 11360.
Viö vitjanabeiðnum er tekið hjá
kvöld og helgidagavakt, simi
21230.
Læknavakt i Hafnarfiröi og
Garðahrcppi: Upplýsingar i lög-
regluvarðstofunni i sima 50181 og
slökkvistööinni i sima 51100, hefst
hvern virkan dag kl. 17 og stendur
til kl. 8 að morgni. Um helgar frá
13 á laugardegi til kl. 8 á mánu-
dagsmorgni. Simi 21230.
Mænusóttarbólusetning fyrir
fullorðna fer fram i Heilsuvernd-
arstöð Reykjavíkur, á mánudög-
um kl. 17-19. Gengið inn frá
Karónsstig yfir brúna.
Sjúkrabifreiðar fyrir Reykja-
vlk og Kópavog eru i sima 11100.
Tannlæknavakt er i Heilsu-
verndarslöðinni, þar sem slysa-
varðstofan var, og er opin laugar-
daga og sunnudaga kl. 5-6 e.h.
Simi 2241 1.
SÖFNIN
Landsbókasafn islands. Safn-
húsið við Hverfisgötu. Lestrar-
salur er opinn alla virka daga kl.
9-19 og útlánasalur kl. 13-15.
Borgarbókasafn Reykjavikur.
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29 A er
opið sem hér segir:
Mánud. - föstud. kl. 9-22.
Laugard. kl. 9-19. Sunnud. kl. 14-
19.
Hólmgarði 34. Mánudaga kl. 14-
21. Þriöjudaga - föstudaga kl. 16-
. 19.
islenzka dýrasafniðer opið frá kl.
1-6 i Breiðfirðingabúð við Skóla-
vörðustig.
FÉLAGSLÍF
Óháði söfnuðurinn.
Kvenfélag og bræðrafélag safn-
aðarins. Félagsvist nk. miðviku-
dagskvöld, 10. mai, kl. 8.30 i
Kirkjubæ, Góð verðlaun. Kaffi-
veitingar. Takið gesti með.
Kvenfélag Oháða safnaðarins.
Kvenfélag Laugarnessóknar,
heldur sina árlegu kaffisölu i
klúbbnum fimmtudaginn 11. mai
(uppstigningardag). Félagskonur
og aðrir velunnarar félagsins eru
beðnir að koma kökum og fleiru i
Klúbbinn frá 9-12 (uppstigningar-
dag). Upplýsingar i simum 34727
hjá Katrinu og 15719 Guðrúnu.
Styrkið félagsheimilið.
SKAKM
Svart: Akureyri: Atli
Benediktsson og Bragi Pálmason.
ABCDEFGH
ABCDEFGH
A—A SAMTÖKIN. , ,,
Hvitt: Reykjavík: Hilmar
Viðtalstimi alla virka daga kl.. Viggósson og Jón Viglundsson.
18.00 til 19.00 i sima 1-63-73. 15 leikur Akureyringa Rf6-h7.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i lóðariögun, útilýsingu o.fl. við bækistöð
Rafmagnsveitu Reykjavikur við Armúla, hér I borg.
Utboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 3.000.- króna
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 18. mai n.k.
kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800
(H ÚTBOÐ
Tilboð óskast I að byggja leikvallarskýli við Langagerði
hér i borg.
Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 3.000.- króna
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað miövikudaginn 31. mai,
n.k. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800
Þ RIÐJUDAGUR
9.maí
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Smyglararnir. Framhalds-
leikrit eftir danska rithöfundinn
Leif Panduro. 4. þáttur. Sviinn.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
Efni 3. þáttar: Gullsmiðurinn
og Willy losa sig við lik Frede.
En Blom gerir þeim enn lifið
leitt og loks semja þeir keppi-
nautarnir um að koma á samn-
Cltvarp
ÞRIDJUDAGUR
9.maí
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25f-• Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög og
spjallar við hlustendur.
14.30 Siðdegissagan. „Uttekt á
milljón” eftir P.G. Wodehouse.
Einar Thoroddsen stud. med.
byrjar lestur þýðingar sinnar.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdcgistónleikar: Pianó-
leikur. Frank Glazer og
ingafundi með yfirmönnum sin-
um. Ferill Borgundarhólms-
klukkunnar er rakinn til Börge-
sens fornsala. Pernilla kemur
sér i kunningsskap við Blom og
er i för með honum, þegar hald-
ið er til fundar við smygl-for-
ingjana Börgesen og hr.
Karlson frá Sviþjóð.
(Nordvision — danska sjón-
varpið.
21.10 Blautaþorp. Brezk fræðslu-
mynd. Fyrri hluti. Vinir og ná-
grannar. Þýðandi og þulur
Sinfóniuhljómsveitin i Vestur-
Berlin leika Konsertþátt eftir
Busoni, Bunte stjórnar. Bracha
Eden og Alexander Tamir leika
ásamt ásláttarhljóðfæra-
leikurunum Sónötu eftir
Bartók. Kornel Zempléni leikur
Dansa fra Marosszék eftir
Kodály.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Saga frá Afriku: „Njagwe”
eftir Karen Heroid Olsen.
Margrét Helga Jóhannsdóttir
leikkona les. (2).
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar
Óskar Ingimarsson. 1 mynd
þessari, sem tekin er við Baha-
maeyjar, greinir á gamansam-
an hátt frá lifnaðarháttum og
atferli fiska og annarra sjávar-
dýra.
21.40 Sjónarhorn. Þáttur um inn-
lend málefni. Meðal annars
verður fjallað um ibúðarhúsa-
byggingar hér á landi, kostnað
við þær og byggingartækni.
Umsjónarmaður Ólafur Ragn-
arsson.
Dagskrárlok.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Heimsmálin. Asmundur
Sigurjónsson, Tómas Karlsson
og Magnús Þórðarson sjá um
þáttinn.
20.15 Lög unga fólksins. Sigurður
Garðarsson kynnir.
21.05 Iþróttir. Jón Asgeirsson sér
um þáttinn.
21.30 Ötvarpssagan: „Hamingju-
skipti” eftir Steinar Sigurjóns-
son. Höfundur byrjar lestur
sinn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Tækni og
visindi.Páll Theódórsáon eðlis-
fræðingur og Guðmundur'
Eggertsson prófessor sjá um
þáttinn.
22.35 Frá Tónlistarhátiðinni i
Bratislava á s.l. ári.
Flytjendur: Jeny Zacharieva
og kammersveit Tónlistar-
æskunnar i Búlgariu: Jordan
Dafow stjórnar. a. Sinfónia i C-
dúr eftir Jiri Antonin Benda. b.
Pianókonsert nr. 4 i A-dúr eftir
Bach.
23.00 A hljóðbergi. „Brief
Encounter” eftir Noel Coward i
útvarpsgerð höfundar. Með
hlutverkin fara: Margaret
Leighton og höfundur.
23.35. Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
0
Þriöjudagur 9. mai 1972