Alþýðublaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 6
j|) Sérfræðingur
Staða sérfræðings i röntgengreiningu við
Röntgendeild Borgarspitalans er laus til
umsóknar.
Upplýsingar um stöðu þessa veitir yfir-
læknir deildarinnar.
Laun samkvæmt samningi milli
Læknafélags Reykjavikur og Reykjavik-
urborgar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám
og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði
Reykjavikurborgar.
Reykjavik, 5.5. 1972
Heilbrigðismálaráð
Reykjavikurborgar.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i smiði og uppsetningu loft-
ræsikerfis i stöðvarhús Laxá III við Laxá,
S. Þingeyjarsýslu.
Útboðsgögn verða afhent gegn 1.000 kr.
skilatryggingu á Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen s.f., Ármúla 4 og skrifstofu
Laxárvirkjunar, Akureyri, frá og með 8.
mai.
kjörskrA
fyrir prestkosningu, er fram á að fara i Breiðholtspresta-
kalli sunnudaginn 28. mai n.k., liggur frammi i anddyri
Breiðholtsskólans,
kl. 15.00 — 19.00 alla virka daga nema laugardaga á tima-
bilinu frá 10-17. mai n.k. að báðum dögum meðtöldum.
Kærufrestur er til kl. 24. 24/5 ’72.
Kærur skulu sendar formanni safnaöarnefndar Sigurþór
Þorgilssyni Skriðustekk 8.
Kosningarétt'. við prestkosningar þessar hafa þeir, sem
búsettir eru i Breiöholtsprestakalli i Reykjavik, hafa náð
20. ára aldri á kjördegi og voru i Þjóðkirkjunni 1. des 1971
enda greiði þeir sóknargjöld til hennar á árinu 1972.
Þeir sem síðan 1. desember 1971 hafa
flutzt í Breiðholtsprestakall, eru ekki á
kjörskrá þess eins og hún er lögð fram til
sýnis, þurfa þvf að kæra sig inn á kjörskrá.
Eyðublöð undir kærur fást á Manntals
skrifstofunni i Hafnarhúsinu.
Manntalsskrifstofan staðfestir, með áritun
á kæruna, að flutningur lögheímilis i
prestakallið hafi verið tilkynntur og þarf
ekki sérstaklega greinagerð um málavexti
til þess að kæra vegna flutnings lögheimilis
inn i prestakallið verði tekin til greina
af safnaðarnefnd.
Þeir, sem flytja lögheimili sitt i Breiðholtsprestakall eftir
að kærufrestur rennur út 24/5 ’72 verða EKKI teknir á
kjörskrá að þessu sinni.
Breiðholtssókn takmarkast af Reykjanesbraut að vestan,
Breiöholtsbraut aö sunnan, Höfðabakka að austan og
Elliðaám að norðan.
Reykjavik 9. mai 1972
Safnaðarnefnd Breiðholtsprestakalls
í Reykjavík
ÞAÐ MÁ FORÐAST
FÆÐINGAR VAN-
SKAPAÐRA BARNA
MEB ATHUGUN Á
LEGVATNINU
Meinatæknir við Kennedy-stofnunina
við örfilmuljósmyndun á litninga-röðum.
NÝJA SIMANÚMERIÐ
ER 8-66-66
Þetta er ekki frásögn úr hinum
„fagra nýheimi”. En þó skref i þá
áttina.
Um ára bil hefur verið kleift að
rannsaka frumur i ófæddum
börnum, er liggja i móðurkviði.
Innan skamms verður unnt að
framkvæma slika rannsókn á
öllum börnum sem ,,eru á leið-
inni” i Danmörku. Aðferðin er
einföld — sýni af legvatninu hjá
hinni þunguðu konu er tekið með
holnál. Siðan er rannsakað hvort
litningarnir — erfðavisarnir —
séu eins og þeir eiga aö vera. Með
lifefnafræðilegri prófun er og
gengið úr skugga um hvort
fruman hefst efnafræðilega rétt
við.
Arangurinn ætti meðal annars
að verða sá, að vitað yrði um 1000
af hinum 3000 alvarlega van-
sköpuðu börnum, sem árlega
fæðast í Danmörku, meðan þau
eru enn á frumfósturstigi. Og þar
meö verður unnt aö framkvæma
fóstureyðingu.
Eitt þúsund foreldrar munu ár-
lega sleppa við þá ógæfu að eign-
ast alvarlega vanskapað barn.
Eitt þúsund vansköpuð börn
sleppa við aö dveljast alla ævi á
hæli. Þetta má þó ekki misskilja.
Fólk getur oft orðið hamingju-
samt með vanskapað barn. En
hér er um að ræða mjög van-
sköpuö börn — fábjána, til dæmis
— og engum er þökk á aö geta af
sérslíkt barn, sem veit hvaða ævi
biður þess.
Þetta hefur og efnahagslegan
ávinning i för með sér — 1000
færri börn á hælum, þýðir 800 til
1000 milljóna sparnaö árlega. Og
megi reikna með 40 ára meðal-
aldri, nemur það samtals 40 mill-
jörðum króna. Hinn fjárhagslegi
sparnaður kann að viröast hé-
gómi, þegar um mannlega
hamingju eða óhamingju er að
ræða, en allar aðstæöur varðandi
umönnun vanskapaðra sannar þó
ljóslega hvað náin tengsi eru
þarna á milli.
Viða i Danmörku er nú unnið að
slikum rannsóknum, hvað snertir
frumur ófæddra barna, en taliö er
að þær séu lengst á veg komnar i
Kennedy-stofnuninni i Glostrup.
Sú stofnun heyrir undir opinbera
umsjón með vangefnum börnum,
sem nú er i höndum félagsmála-
stjórnarinnar. Dr.Med.E.Wam-
berg yfirlæknir stjórnar lifefna-
fræðilegu rannsóknunum, en dr.
med.Margareta Mikkelsen yfir-
læknir litningarannsóknunum.
SÝNIÐ
Sýnið er tekið i 4 - 16 viku með-
göngutimans. Fyrr verður þaö
ekki gert, þar eð myndast verður
vist magn af legvatni svo taka
megi af þvi sýni án hættu fyrir
fóstrið.
Þá eru rannsakaðir litningarnir
i sýninu. Þvi næst eru gerðar
ýmsar lifefnafræðilegar prófanir.
Litningarannsóknirnar eru þó
mikilvægastar eins og er — lff -
efnafræðilegu prófanirnar eru
erfiðari viðfangs.
Litningarnir verða þó ekki séðir
i frumunum þegar i stað. Fyrst
verður að fá frumurnar til að
skipta sér og stöðva siðan skipt-
inguna á vissu stigi. Þar er gert —
einfaldlega orðað — með þvi að
sjá frumunum fyrir næringu, og
þá er skiptingin i fullum gangi að
nokkrum dögum liðnumÞá erhún
stöðvuð, frumurnar settar i sér-
staka efnablöndu, sem herðir
litningana,siðan eru þeir litaðir
og ljósmyndaðir i smásjá, og
þegar ljósmyndin er fengin, eru
litningarnir klipptir úr henni og
limdir á spjald, þar sem þeim er
skipt I flokka. Hin tæknilegafull-
komnun á siðustu árum hvað sér-
litun snertir, gerir kleift að unnt
er að skilgreina hvern litning.
ERFÐIR
Litningarnir hafa i sér fólgna
allar erfðaeiginleika okkar, bæði
frá föður og móður. Allur okkar
liffæralegi skapnaður liggur dul-
skráður i litningunum og þeim
enn minni — erfðaráðunum, segir
Margareta Mikkelsen. Hinsvegar
vitum við ekki i hvaða litningi
dulboðið um liffæraskapnað
okkar er fólgið. Þaö sem rann-
sakað er og skráð, er hvort
litningarnir séu of margir eða of
fáir, eða hvort eitthvað vanti á
þá.eða þeirhafi ef til vill eitthvaö
vixlast. Við getum sumsé komizt
að raun um hvort litningamyndin
sé eölileg eða afbrigðileg. Og það
hefur komið á daginn við slikar
rannsóknir á einstaklingum, sem
þjást af einhverjum sjúkdómum
— eða eru til dæmis á einhvern
hátt vangefnir — vitum við hvaða
litningagallar orsaka þann sjúk-
leika. Til dæmis er vitað, að euka-
litningur af gerð 21 veldur þvi að
barnið þjáist af „Downs
syndrom”, eða verður „mongóla-
barn” eins og það er kallaö. 1
rauninni er það nægileg vitneskja
— sú greining er örugg. Hvers
vegna þessi aukalitningúr hefur
þau áhrif, er i sjálfu sér forvitni-
legt, en þó ber enga nauðsyn til að
vita það til að koma i veg fyrir að
mongólabörn fæðist. A sama hátt
er vitað aukalitningur af gerð 13
veldur þvi að barnið þjáist af
„Pataus syndrom”, — það er.
barnið fæðist fábjáni og mjög
vanskapað. Og vanti hluta á
annan skemmri arm litnings af
gerb 5, er vitað að börnin verða
svokölluð „mjáim-börn” — fá-
bjánar, sem gráta öldungis eins
og köttur mjálmi.
Þessi vitneskja þýðir að sjálf-
sögðu það, að menn brjóta mjög
heilann um hvaða „erföir” geti
legið fólgnar i þessum nlitla
litningsbút. Hvaða sérstökum
atriðum i liffærasköpuninni er
stýrt af erfðaráðunum i þeim
litningshluta? Mikið hefur verið
að þvi unnið að komast að raun
um það, en árangurslaust. A
sama hátt hefur verið reynt að fá
skýrt hver áhrif aðrir litningar-
gallar hafi á lfffærasköpunina.
Aðferðin er yfirleitt sú sama. Þær
manneskjur, sem sllkir litninga-
gallar finnast hjá eru rann-
sakaðar á allan hugsanlegan hátt.
Gerð mjög nákvæm blóðtegund-
ar-ákvörðun, vefjagerðarákvörð-
un og margskonar lifefnafræði-
legar rannsóknir. Með öðrum
orðum — reynt á allan hátt að
komast að raun um hvaöa leyti
einstaklingar með litningagalla
séu öðrum ólikir.
HORFUR
— Lifefnafræðilegu rann-
sóknirnar eru erfiðari i fram-
kvæmd, taka lengri tima og eru
alls ekki öruggar enn sem komið
er. Eigi að siður eru miklar vonir
við þær bundnar. 40 af 200 arf-
gengum efnaskiptasjúkdómum
má finna með þvi aö rannsaka
legvatnið. Einnig nokkrir af hin-
um „alvarlegu sjúkdómum”,
sem geta verið arfgengir, eiga
rætur sinar aö rekja til lifefna-
fræðilegra galla, en komizt
verður að raun um þaö meö þvi
enzym og protein I frumunum.
Lifefnafræðilegum göllum er oft
haldið I skefjum með sérstöku
mataræöi. Nokkur börn geta til
dæmis ekki melt mjólkursykur til
hlitar. Sé ]>eim samt gefinn
mjólkursykur, verða þau van-
gefin og blind á nokkrum mán-
uðum, sökum þess að viss efni
safnast fyrir I heila og augum.
Fái þau hins vegar ekki neinn
mjólkursykur, dafna þau eðlilega
sem önnur börn. Það má þvi gera
sér vonir um mikinn árangur,
bæði af litningarannsóknum og
liffræðilegum rannsóknum. Og
það eitt, að geta greint vansköpun
á frumfósturstiginu, hlýtur að
teljast mikilvægur ávinningur.
Það er sumsé ekki um að ræöa að
lækna — ekki enn — heldur að
koma i veg fyrir. Einfaldlega með
fóstureyðingu. Það er þó alls ekki
óhugsanlegt að slðar verði unnt
að lagfæra galla á fóstrinu — til
dæmis þegar þeir eru llfefna-
fræðilegir, einfaldlega með þvi að
gefa fóstrinu þaö efni sem vantar.
En þess verður þó enn langt að
blða.
Það eru þvi miklar vonir —
bæði vlsindalegar, mannlegar og
fjárhagslegar — bundnar við það
starf, sem Kennedy-stofnunin
hefur meö höndum.
Framvegis verða árlega rann-
sökuð fóstur um 3000 danskra
kvenna á þennan hátt, en á næst-
unni verður þó einungis komið við
að rannsaka fóstur þeirra, sem
mest hætta er talin á aö gangi
með vansköpuö börn. 1 þeim
Örin vísar á litninganúmer 21,
sem gefur til Rynna að barnið verði
vangefið (mongólíti).
i-X-12
13-15
SHH il-m-K H H í
- . 16 m ^ 17-18 v v * *
AA ftftdO ** AAAA
19-20 ^ w M 21-22 ^ Y
-----X-H--------------A-AA-A-A
flokki eru fyrst og fremst þær
konur, eldri en 35, sem áður hafa
eignast vansköpuð börn, og konur
sem eiga vansköpuð börn i ætt-
inni, eða ef um slíkt er að ræða i
ætt barnsföðurins.
En það kostar milljónir og aftur
milljónir, jafnvel I dönskum
krónum, aö framkvæma 3,000
fósturrannsóknir árlega, bæöi
hvaö snertir starfslaun og allan
tækjabúnaö rannsóknar-
stofnanna. Kennedy-stofnunin og
litningarannsóknastofnun rikis-
spitalans danska, er fullkomn-
astar eru taldar, afkasta nú ekki
nema um 100 sllkum rannsóknum
árlega, hvor um sig, en með
væntanlegum auknum fjárstyrk
ætti siðarnefnda stofnunin aö geta
afkastað um 200 rannsóknum ár-
lega. Þrjú þúsundin eiga þvi enn
langt I land. Eins og er, þá er
betta mikilvæga rannsóknarstarf
mestmegnis kostað af ýmsum
visindasjóðum, en um fastan
rikisstyrk hefur ekki verið að
ræða, heldur einungis óviss fjár-
framlög, sem sækja verður um
árlega til his opinbera. Eins og
áður hefur verið á bent, hljóta
þessar rannsóknir þó aö hafa I för
með sér mikinn sparnað fyrir hið
opinbera, þegar þær eru orönar
viðtækari en nú er. Algengast er
að þær konur, sem komnar eru
um eða yfir fertugt, fæði af sér
börn, sem þjást af einhvers konar
litningagöllum, og verði
rannsókninni einbeint aö þeim,
fullyrða þeir, sem aö þessum
rannsóknum standa, að mikið
mundi vinnast á.
I DANMÖRKU
UPPGÖTVAST
ÞRIÐJUNGUR
VANSKAPADRA
FÓSTRA FYRIR
FJORÐA MÁNUÐ
MEÐGÖNGUTÍMANS
Maflorca
bæklingurinn1
72
er kominn
hringið, skrifið, komiö,
og fariö
í úrvalsferð
til Mallorca
FERDASKRIFSTOFAN
URVAL
Eimskipafélagshúsinu simi 26900
GUÐLAUGUR GISLASON
ÚRSMIÐUR - MINNING
Jafnan setur mann hljóöan,
þegar manni berst til eyrna
dánarfegn kunningja og vinar.
Svo fór mér er ég heyrði and-
látsfregn Guðlaugs Gislasonar
úrsmiðs er andaðist 5. april s.l.
Ótal minningar vakna um kynni
okkar og samstarf á mörgum
sviðum, m.a. I samstarfi fyrir
Alþýðuflokkinn meöan viö átt-
um báðir heima i Vestmanna-
eyjum, og á mörgum fleiri
sviðum. Þá er einnig gott að
minnast greiövikninnar og lip-
urðar er var eitt af mannkosta
einkennum Guðlaugs. Guð-
laugur fæddist i Stykkishólmi
20. mai 1896, og var þvi nærri 76
ára er hann lézt. Foreldrar hans
voru GIsli Bjarnason, sjómaöur
og kona hans Olina Bjarna-
dóttir, Guðlaugur ólst upp i
Stykkishólmi til tvitugs aldurs
og þá við ýms störf til sjós og
lands.
Arið 1917 fluttist hann til
Reykjavikur, til úrsmiðanáms
hjá Jóhanni Armann Jónassyni ,
lauk þar námi og starfaði þar til
ársins 1922 er hann fluttist til
Vestmannaeyja. Þar stofnaði
hann svo úrsmiöavinnustofu og
verzlun með úr og klukkur og
fleiri skyldan varning.
1 október 1922 kvæntist hann
Kristinu ólafsdóttur úr ólafs-
vik er reyndist honum sam-
hentur og góður lifsförunautur
þar tii yfir lauk, en Kristin and-
aðist 5. ágúst 1959. Þau hjón
voru samstiga um margt m.a.
voru bæði einlægir og áhuga-
samir stuðnings og baráttu-
kraftar fyrir jafnaöarstefnuna
og ötulir liðsmenn Alþýðu-
flokksins meöan starfskraftar
leyfðu. Þau hjónin eignuðust
fjögur börn, en þau eru: Gisli
fulltrúi viö Tryggingamiðstöð-
ina h.f., kona hans er Guðrún
Guðmundsdóttir. Elsa gift
Birgi Helgasyni birgöaverði hjá
S.V.R. Ólina gift Helga Arn-
laugssyni skipasmiö, og Karl
umsjónarmaður stööumæla
kvæntur Sigurdisi Erlends-
dóttur.
Guðlaugur og Kristin fluttu til
Reykjavikur árið 1941. Þar
stofnaði hann eigin úrsmiða-
vinnustofu ásamt verzlun við
Laugaveginn. Vinnustofuna rak
hann svo þar til hann tók að sér
umsjón og viögerðir stöðumæla
i Reykjavik.þegar þeir komu til
sögunnar, þetta starf stundaði
hann svo meðan heiisan leyfði.
Eftir aö Guðlaugur missti
konuna dvaldi hann hjá Elsu
dóttur sinni, eða 5 ár, eða þar til
heilsan varð þannig, að hann
varð að dveljast ýmist á sjúkra-
húsi, en svo siöast á Hrafnistu
en þar lézt hann 5. april eins og
fyrr segir.
Þetta er þó i stórum dráttum
lifs og baráttusaga Guðlaugs
Gislasonar. Þeirsem færari eru
mér, gætu vafalaust sagt þessa
sögu betur og fyllra en mér
tekst. Hann var kvaddur hinztu
kveðju 13. april s.l.
Um leið og ég geymi I sinni
þau góðu kynni er ég hafði við
þessi hjón, sendi ég börnum
hans og tengdabörnum fyllstu
samúðarkveðju svo og barna-
börnum.
Biö ég svo höfund lifsins aö
leiða hann.
„Til lifsins inn
i ljóssins fagra bústað sinn”.
G.J.
Q
Þriöjudagur 9. maí 1972
Þriöjudagur 9. mai 1972