Alþýðublaðið - 09.05.1972, Blaðsíða 9
Iþróftir 2
...ÞVÍ ÞEIR ÁnU
DEILDINA EFTIR
Það for aldrei svo að Leeds taek-
ist að sigra í bikar og deild.í
gærkvöldi tapaði Leeds fyrir Wolv-
es 2:1.Liverpool gerði jafntefli
við Arsenal o:o,og Derby endaði
því sem meistari,í fyrsta sinn í
sögu ensku deildarkeppninnar.
Frank Munro og Derek Dougan skor—
uðu mörk Wolves í leik sem Leeds
atti að vinna.Bremner gerði mar!
Leeds.Liverpool átti góða mögu-
leika gegn Arsenal.
Derby hlaut 58 stig,Leeds,Liv_
erpool og Man City öll 57 stig
x jöfnustu deildarkeppni sögunnar.
Nýtt nafn bættist
i hóp þeirra rúmlega tuttugu
glimukappa sem hlotiö hafa
sæmdarheitið Glímukóngur ís-
lands gegnum árin, Jón Unndórs-
son KR. Enda þótt Jón hafi verið i
fremstu röö glimumanna um
langt skeið, hefur hann aldrei
unnið Grettisbeltið áður, en aftur
á móti unnið 1. flokk Lands-
flokkaglimunnar tvö undanfarin
ár. Beltishafinn frá i fyrra, Sig-
tryggur Sigurðsson, var ekki meö
aö þessu sinni vegna veikinda.
Alls voru 10 glimumenn skráðir
að þessu sinni i Islandsglimuna,
og fór hún fram á sunnudag i
Vogaskólanum. Allir glimumenn-
irnir mættu til leiks.
Jón Unndórsson sýndi mikið
öryggi I glimunni, gerði jafnt i
fyrstu glimu sinni gegn Inga
Ingva Yngvasyni HSÞ, en vann
siðan allar glimur sem eftir voru,
og hlaut 81/2 vinning af 9 mögu-
legum. Harðasti keppinautur
Jóns var Sveinn Guömundsson
Ármanni. Þegar þeir Jón glimdu
saman alveg i lokin var Sveinn
oröinn sár og gat hann litlum
vörnum komið við.
Sveinn glimdi annars vel, og
hreppti annað sætið með 61/2
vinning. I 3-4. sæti lentu Ómar
Úlfarsson KR og Hjálmur
Sigurðsson Vikverja meö 6 vinn-
Það hefur verið viðtekin venja
sigurliða að skála fyrir unnum
sigrum i kampavini. Sikar trakt-
eringar voru hins vegar ekki á
boðstólum hjá Leeds á laugar-
daginn, eftir að liðið hafði sigrað
Arsenai i bikarúrslitunum, á
Wembley. Deildin var ekki út-
kljáð enn, og þar sem aðeins voru
tveir dagar til siðasta leiksins i
deildinni i ár, var skálað fyrir
sigrinum i mjólk og gosdrykkj-
um.
„Þótti ykkur ekki súrt i broti að
geta ekki skálað fyrir sigrinum i
kampavini”, spurði fréttamaður
BBC miðvörð Leeds Jackie
Charlton að Ieik loknum. „AIls
ekki”, svaraði sá gamli á auga-
bragði, „sjáðu okkur bara á
mánudaginn þegar við höfum
unnið deildina lika, þá verður
skálað svo um munar”.
Mikil stemning rikti á Wembley
þegar liðin gengu inn á völlinn,
enda var hér um afmælisleik að
ræða, 100 ára afmæli bikarkeppn-
innar. Sjálf Elisabet Bretadrottn-
ing var mætt, og liöin voru kynnt
fyrir henni i byrjun leiks, og hún
afhenti Billy Bremner fyrirliða
Leeds bikarinn i leikslok.
Þótt að þessu sinni væri um sér-
lega leikreynda menn að ræða i
báðum liðum, voru þeir mjög
taugaóstyrkir, og það setti sitt
mark á leikinn, sem ekki verður
talinn til stórleikja i framtiðinni,
góður leikur en ekkert meira en
það.
Það var einkum miðjuspilið
sem brást hjá báðum liðum, og
eini miðsvæðisleikmaðurinn sem
sýndi sina réttu hlið var Alan Ball
hjá Arsenal. Billy Bremner, Eddy
Gray og Jonny Giles sýndu litil
tilþrif á miðjunni hjá Leeds, enda
voru tveir þeir siðastnefndu ný-
stignir upp úr meiðslum.
Beztu menn Leeds að þessu
sinni voru þeir Mick Jones og
Alan Clarke i framlinunni, og
einnig var Peter Lorimer góður.
Alan Clarke var kjörinn bezti
leikmaður vallarins, en þetta er i
annað skiptið sem hann hlýtur
þessa nafnbót, áður i úrslitaleikn-
um 1969 þegar hann lék með Leic-
ester:
1 vörn Leeds voru þeir Paul
Reany, Norman Hunter og David
Harvey markvörður beztir. Har-
vey var valinn i stað Gerry
Sprake. PeterSimpson og Frank
McLintockvoru góðir i vörn Arse-
nal, eniframlinunni brugðust þeir
Charlie George og John Radford.
Geoff Barnet varamarkvörður
Arsenal stóð sig með ágætum, en
hann gat ekkert gert þegar
Clarke skallaði boltann i netið
mjög fallega þegar átta og hálf
minúta voru liðnar af seinni hálf-
leik, eftir frábæran undirbúning
Jones. önnur helztu tækifæri
leiksins voru skalli frá Clarke i
stöng og skot Lorimer i stöng
einnig. Þá átti Ball hörkuskot i
stöng, og George sömuleiðis
skalla i stöng.
Gleði leikmanna Leeds var
mikil að vonum þegar þeir fóru
upp hin 39 þrep að konungsstúk-
unni og sóttu sigurverðlaunin, all-
ir nema Jones. Hann lá slasaður á
vellinum. En hann neitaði að gef-
ast upp, staulaðist hálfmeðvit-
undarlaus upp tröppurnar, sótti
sin verðlaun. Að þvi loknu var
honum umsvifalaust ekið á
spitala með illa slasaða öxl.
Á meðan sungu áhangendur
Leeds á Wembley „Super Leeds,
super Leeds”. En i þessum leik
var Leeds ekkert super lið, bara
betra en Arsenal og það dugði —
SS.
DÆMDUR í ÁRSBANN
Hreiðar Arsælsson hefur verið
dæmdur frá dómarastörfum i eitt
ár, vegna þess að hann dæmdi um
daginn leik landsliðsins og FH.
Dómarafélagið hafði lagt bann
við þvi að dæma landsliðsæfing-
arnar, vegna atviks sem nýlega
gerðist i leik landsliðsins og
Fram. Jörundur Þorsteinsson og
Valur Benediktsson kváöu upp
dóminn.
RAUDA LJONIÐ KOMIBBC
Þeir isleadingar sem hlusta á
BBC hafa eflaust sperrt eyrun á
laugardaginn, þegar koma
Rauða Ijónsins frá islandi var
skyndilega tilkynnt. Og röddin
sem heyrðist lét kunnuglega I
eyrum, þarna var kominn
Bjarni Felixson, mikill Arsenal
aðdáandi.
Við Bjarna ræddi hinn kunni
iþróttaþulur Paddy Feeney.
Paddy spurði Bjarna um álit
hans á úrslitaleiknum i bikarn-
um. Var Bjarni að vonum
óánægður, en sagði úrslitin rétt-
lát, þvi framlinan hefði verið
sterkari hjá Leeds. Að viðtalinu
loknu fóru þeir kumpánar niður
á barinn, fengu sér skota og
ræddu um leikinn.
NÝn NAFN í HÖPI
GLÍMUKAPPA
inga. ómar glimdi manna mest af
kröftum, og fékk á sig eina vita-
byltu af þeim sökum. Hjálmur
glimdi hins vegar manna falleg-
ast þegar hann tók á, en hann
virtist ekki i mikilli æfingu. Það
kom engum á óvart að Hjálmur
skyldi hljóta fegurðaverðlaun
mótsins.
1 5. sæti lenti Sigurður Jónsson
Vikverja með 5 vinninga, og I 6.
sæti Ingi Yngvason HSÞ með 4
vinninga. í 7-8. sæti urðu
Guðmundur Freyr Halldórsson Á
og Rögnvaldur ólafsson KR meö
3 vinninga, Þorvaldur Þorsteins-
son A með 2 vinninga og lestina
rak Kristján Yngvason HSÞ með
einn vinning — SS.
MYNDIRNAR
Efsta myndin sýnir sigurmark
I.eeds i bikarnum, Barnett i
marki Arsenal fær engum vörn-
um við komið. örin bendir á bolt-
ann, alveg niður við stöng.
Eindálka myndin til hliðar er af
Jóni Uiidórssyni með Grettisbelt-
ið, en á stærri myndinni sést Óm-
ar úlfarsson leggja andstæöing.
UEKUKMBNMCSS
SKÁLUDU í MIÚLK...
Þriðjudagur 9. mai 1972
©