Alþýðublaðið - 28.07.1972, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1972 —53. ARG—165 TBL
BREZK VERKALÝÐS-
FÉLÖG VIRÐAST
ENNÞÁ VILJA SLAG
London-NTB-Reuter i gær-
kvöldi, Staðfest var i gær yfirlýs-
ing eins af verkalýðsfélögum
prentara um sólarhringsverkfall
n.k. mánudag i mótmælaskyni við
„kúgun” þá, sem Vinnumála-
dómstóllinn felur i sér gagnvart
verkamönnum.
Alþýðusambandið brezka,
TUC, hefur einnig boðað 24
stunda allsherjarverkfall á
mánudag og óvist, hvort úr þvi
verður, þótt búið sé að sleppa
hafnarverkamönnunum 5, sem
fangelsaðir voru fyrir að virða
ekki vissar reglur Vinnumála-
dómstólsins.
Brezki Vinnumáladómstóllinn
gaf i fyrrakvöld út fyrirmæh um
að sleppa föngunum á þeim for-
sendum, að „þeim hefði þegar
verið nægilega refsað”.
Ekki hefur komið til allsherjar-
verkfalls á Bretlandi siðan árið
1926.
Nú gerðist það i fyrsta sinn i 100
ára sögu brezka Alþýðusam-
bandsins, að það hvatti 140
aðildarsambönd sin til allsherjar-
verkfalls, en innan þess eru fé-
lagsbundnar 10 milljónir manna.
A miðvikudaginn var voru
verkföllin geysiviðtæk, og i gær
var talið, aö 140.000 hafnarverka-
menn, strætisvagnastjórar,
prentarar, málmiðnaðarmenn,
flugafgreiðslumenn og ýmsir aðr-
ir verkamenn væru i verkfalli.
Fulltrúar hafnarverkamanna i
Liverpool vöruðu við nýjum að-
gerðum i náinni framtið, en þar
er talið, að vinna við höfnina
muni fljótlega lamast vegna
nýrra árekstra.
Alþýðusambandið var á fund-
um i gær til að ákveða, hvort úr
allsherjarverkfallinu yrði eða
hvort þvi skyldi aflýst, en i frétta-
skeytinu var talið liklegt að
ekkert yrði úr verkfallinu.
ÆTLA ENN AD REYNA VID MANNADA GEIMSTÖD
Sovétmenn hafa i hyggju að gera nýja tilraun til þess að skjóta á loft
mannaöri geimstöð innan fárra daga, var haft eftir áreiðaniegum
heimildum i Moskvu í gær.
Áætlun þar um var frestað 30. júni i fyrra, þegar geimfararnir um
borði Sojusi 11. létust á leið til jarðar eftir 24 daga dvöl i geimnum. Nú
er fyrirhugað að byrja aftur á áætluninni með þvi að skjóta fyrst ó-
mannaðri geimstöð út i geiminn, en láta siðan geimskip með tveimur
eða þremur geimförum um borð fylgja á eftir.
ÞAR VORtl ÞÆR ME0 100 TONN
Karfinn kann að vcra á siðasta snúning i bili, en karfavinnsla var i
fullum gangi hjá Bæjarútgerðinni i gærdag, þegar Aiþýðublaðs-
menn litu þar við.
Emil Asmundsson verkstjóri sagði okkur að verið væri að vinna
karfa úr togaranum Þorkeli Mána. Ilann kom til Reykjavikur i gær-
morgun með 200 tonn af fiski, en af þeim afla voru 160 tonn karfi og
afgangurinn mestniegnis ufsi. Þorskurinn sást varla.
„Þctta er nokkuð góður karfi núna”, sagði Emil, „með betri fiski,
sem við höfum lengi fengið til vinnslu”.
LETIN GRÍPUR LAXINN
í BLÍÐUNNI
— FYRIR NORÐAN
Fina veðrið var enn hjá þeim
fyrir norðan i gær með heitri
sunnangolu og 16-18 stiga hita.
Slik hitasvækja hefur oft
heldur letjandi áhrif á mann-
fólkið, en þeir sögðu okkur á
Húsavik i gær, að hitinn hjá
þeim Þingeyingum væri orðinn
svo mikill, að meira að segja
laxinn i sjálfri Laxá væri hættur
að nenna að taka fluguna hjá
laxveiðimönnunum.
Til þessa hefur verið mokveiði
i Laxá, og reytingur i Skjálf-
andafljóti, og hafa veiðzt allt
upp i 30 laxar á dag, og það stór-
ir, margir yfir 20 pund.
En fyrir tveimur eða þremur
dögum brá skyndilega svo við,
að laxinn hætti allt i einu að fást,
og kenna fróðir menn hitanum
þar um
Laxveiðimönnum finst að
sjálfsögðu ekkert grin að sjá
varla ugga, vitandi, að áin er
morandi af laxi, og ekki nema
von að sumum finnist sá bleiki
hlæja að þeim þarna niðri.
Karfa-
.banniö’
NANAST SIALFGERT AD
• •
TOGARARNIR STODVIST
Allar likur virðast benda til
þess, að hraðfrystihúsin innan
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna og Sjávarafurðadeildar SÍS
muni nú hætta allri karfavinnslu,
eftir að sameiginlegur fundur
karfaframleiðenda, sem haldinn
var i gærmorgun, hefur lýst þvi
yfir, að ekki sé hægt að halda
þessari framleiðslu áfram.
1 tilkynningu framleiðenda til
blaðanna i gær segir orðrétt:
„Sameiginlegur fundur karfa-
framleiðenda, haldinn i Reykja-
vik, 27. júli 1972, lýsir þvi yfir, að
gifurlegt tap er á framleiðslu
karfaflaka i fyrstingu, og telur
fundurinn, að ekki sé hægt að
halda þessari framleiðslu áfram
við óbreyttar aðstæður”.
Veröi karfavinnslan stöðvuð, er
sýnt, aö togararnir muni stöðv-
ast. Meginuppistaðan i afla
þeirra yfir sumarmánuðina er
karfi, sem þykir ekki lengur
borga sig að vinna bæði vegna
þess, hve vinnslukostnaðurinn
hefur aukizt mikið og hve lágt
verð fæst fyrir fryst karfaflök á
aðalmarkaðssvæðinu, þ.e.a.s. f
Sovétrikjunum.
Einnig hefur hér mikil áhrif á,
að gæði karfans hafa rýrnað mjög
verulega og sifellt stærri hluti afl-
ans er smáfiskur, sem ekki er 1
hægt að nýta i frystingu.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Alþýðublaðið hefur aflað sér og
blaðiö telur áreiðanlegar, eru
ekki taldar neinar likur, á að hægt
verði að semja um hærra verð á
karfanum á Rússlandsmarkaði.
Þórhallur Ásgeirsson, ráðu-
neytisstjóri i viðskiptaráðuneyt-
inu, tjáði Alþýðublaðinu i gær, að
gert væri ráð fyrir, að hægt verði
að selja 15 þúsund tonn af karfa til
Sovétrikjanna. Þar af er búið að
gera samninga um sölu 12 þúsund
tonna, sem þegar hafa verið send
þangað.
Sagði Þórhallur, að nú stæðu
yfir samningar i Moskvu með að-
stoð islenzka sendiráðsins þar og
viöskiptaráðuneytisins hér um
sölu á 3.000 tonnum af karfa til
viðbótar.
Er talið útilokað, að hærra verð
fáist fyrir þessi 3.000 tonn en þau
12.000 tonn, sem þegar hafa verið
seld.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Alþýðublaðið hefur aflað sér,
telja karfaframleiðendur, að ekki
verði unnt að koma framleiðsl-
unni á kjöl, nema með verulegri
verðhækkun, sem eins og fyrr
Framhald á bls. 4
Bretum
guðvel-
komiö
að fara
út í 50
Til hvaða ráða verður gripið ef
Bretar gripa til gagnráðstafana
vegna útfærslu islenzku lögsög-
unnar, til dæmis hindruðu sild-
veiðar islenzku bátanna i Norður-
sjó.eins og Jakob Jakobsson benti
á hér i blaðinu i gær?
„Við munum að sjálfsögðu við-
urkenna gagnkvæmt 50 milna
landhelgi við Bretland um leið og
þeir viðurkenndu 50 milna land-
helgi við fsland, á þvi er enginn
vafi”, sagði Hannes Jónsson
blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar i
samtali við blaðið i gær.
Hannes sagði aö landhelgin við
Bretland væri 12 milur eins og við
tsland og engin alþjóðalög bönn-
uðu þeim að færa út landhelgina
fremur en okkur.
„Það er alveg ljóst, og hefur
alltaf verið ljóst, að stefna Is-
lands i landhelgismálinu er sam-
kvæm sjálfri sér, þannig að um
leið og við förum i 50 milur, mun-
um við viðurkenna 50 milur hjá
hvaða þjóð annarri sem tekur
þær. Þetta er grundvallarsjónar-
mið og stefnuatriði”.
Ekki vildi Hannes um það neinu
spá hvort Bretar myndu gripa til
einhverra ráðstafana gegn sild-
veiðiflota okkar i Norðursjó. Þess
má geta, að sildarmiðin við Hjalt-
land sem mest eru stunduð á
haustin, myndi að öllum likindum
falla innan brezkrar 50 milna
landhelgi.
52 SOVÉTBORG-
ARAR MÖTMÆLA
1 bréfi til æðstu valdamanna i
Kreml lýsa 52 sovézkir borgarar
þvi yfir að handtakan á Pjotr
Jakir, sem barizt hefur fyrir
auknum mannréttindum i Sovét-
rikjunum, sé skref aftur á bak i
átt til Stalintimabilsins.
Pjotr Jakir, sem er 49 ára gam-
all sagnfræðingur, var handtek-
inn i júni og ákærður fyrir að hafa
gerzt sekur um andsovézka starf-
semi og áróður.
Meðal hinna 52, sem undirrita
bréfiö er Andrej Sakharov, „fað-
ir” sovézku kjarnorkusprengj-
unnar, en hann hefur á siöari ár-
um gagnrýnt ýmislegt i hinu so-
vézka þjóðfélagi. Bréfiðer sent til
miðstjórnar kommúnistaflokks-
ins og forsætisnefndar hans.
í bréfinu segir m.a., að Jakir sé
sannfærður and-Stalinisti og bar-
áttumaður fyrir réttlæti.
Bent er á að Jakir er sonur
frægs foringja i Rauða hernum,
Ions Jakir, sem var tekinn af lifi
án dóms og laga árið 1937 i hinum
miklu hreinsunum Stalins. Jafn-
framterá það bent að Pjotr Jakir
hafi dvalið i fangabúðum i 17 ár
eftir dauða föður hans.
Framhald á bls. 8.