Alþýðublaðið - 28.07.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.07.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Aðsetur rit- stjórnar Hverfisgötu 8—10. — Simi 86666. Biaðaprent h.f. ENGAR AFSAKANIR Meðferð ríkisstjórnarinnar á gamla fólkinu í skatta- málum er fyrir neðan allar hellur. Það er eins og þarna séu að verki menn, sem ekki hafi minnstu ábyrgðartil- finningu til að bera. Þegar svo framkoma þeirra í garð gamla fólksins er harðlega gagnrýnd, þá bregst t.d. Timinn þannig við að seg ja, að þeir einu i röðum eldra fólks, sem hafi yfir einhverju að kvarta, séu hátekju- fólk og stóreigna. Aðrir megi vel við una. Þvílík óskammfeilni, þegar litið er til þess, hvernig farið er með það gamla fólk, sem ekkert hefur nema lifeyrinn sinn til þess að lifa af. Hingað á Alþýðublaðið kom t.d. i gær gamall maður, sem engartekjur hefur haft, nema lifeyrinn sinn. Skattarnir á honum hækk- uðu um 400%! Er hann þá einn af hátekjumönnunum og stóreigna, sem Tíminn talar um? Þvílik óskamm- feilni! Þvilíkt regin hneyksli! Það þýðir ekkert fyrir málgagn f jármálaráðherra að segja við gamla fólkið leyfi það sérað kvarta yfir skattameðferðinni: Hvaða læti eru þetta. Þið eruð bara svo rík! Með slikri framkomu bæta Framsóknar- menn ekki hlut sinn. Hún sýnir það eitt, hversu gjör- sneyddir þeir eru allri samúð með lítilmögnunum í þjóðfélaginu. Framsóknarihaldið er nú óðum að fella grimuna. En hver er afsökun kommúnista og frjálslyndra fyrir framferðinu gagnvart gamla fólkinu? Hefðu þeir viljað, þá voru þeir nógu sterkir í rikis- stjórninni til þess aö koma i veg fyrir þá skattpiningu á gamla fólkinu, sem Framsóknarflokkurinn sér ekkert athugavert við. En hvers vegna gerðu þeir það ekki? Það er ekki aöeins Alþýðublaðið, sem spyr. í lesenda- dálkum Þjóðviljans birtast nú bréf frá gömlu fólki, fylgjendum Alþýðubandalagsins, sem undrast lika. Og hvaða svar á Þjóöviljinn að gefa. Ekki neitt! Hann reynir að afsaka sig með þvi að láta eins og skattpiningin hafi komiö gersamlega á óvart. En þetta er allsekki rétt! A meðan skattalagabreyt- ingar rikisstjórnarinnar boru enn til meðferðar á Al- þingi bentu bæði Alþýðublaðið og þingmenn Alþýðu- flokksins hvað eftir annað á þá þjökun, sem þar væri verið að búa gömlu fólki. Var þar bent á fjölmörg ein- stök atriði, sem glögglega báru með sér hvert væri veriö að stefna og er Alþýðublaðið reiðubúið til þess að rifja upp þau ummæli og viðvörunarorð. Svivirða sú, sem rikisstjórnin hefur framið gagnvart öldruðu fólki iskattamálum kemur því engum á óvart. Um að svo myndi fara hefur lengi verið vitað. Rikis- stjórnin var þráfaldlega vöruð við, en hún virti þær viðvaranir ekki viðlits. Afsökun Þjóðviljans er því engin afsökun. Alþýðu- bandalagsmenn og frjálslyndir bera alveg jafn mikla ábyrgð á skattpíningu hinna öldruðu og Framsókn- armenn. Þeir vissu mæta vel, hvað þeir voru að gera, — og gerðu það samt! UM MUKHÚLAFÖLK OG BiLIFISKIUKKA Mér hefur skilizt, að greinar- korn, sem ég skrifaði i Alþýðu- manninn fyrir skömmu um fylgishrun jafnaðarmanna i Sviþjóð og endurprentað var i Alþýðublaðinu hafi komið róti á hugi einhverra manna fyrir sunnan heiðar. Þjóðviljinn hafi meira að segja gert mér það til geðs að skamma mig en það er gott manni. Ég get ómögulega sagt, að ég fagni þvi, er bræðraflokkur Alþýðuflokksins i Sviþjóð tapar fylgi meðal kjósenda. Hins vegar er það stórmerkur pólitiskur við- burður, ef rétt er, að Jafnaðar- mannaflokkurinn sem farið hefur meðstjórn landsins um langt ára- bil og mótað og myndað sænskt þjóðfélag nútimans öðrum flokk- um fremur, hafi stórlega tapað fylgi. Það er jafnframt eðlilegt, að menn hnýsist fyrir um orsakir slikra atburða og reyni að draga sinn lærdóm af þeim. Eg hef margsinnis haldið þvi fram jafnt innan Alþýðuflokksins sem utan hans i ræðu og riti, að skýringarinnar á auknu fylgi sænska jafnaðarmannaflokksins á árunum milli 1960-70 sé að leita i býsna viðtækum þjóðfélagsfyrir- bærum, sem settu mjög svip á allt stjórnmálalif Vesturlanda á um- ræddu skeiði. ,,Mér fannst ég finna til". Þegar liður fram á sjöunda áratuginn kom þiða i mannleg samskipti og fór að draga úr spennu kalda striðsins, en sú spenna er eitt helzta einkenni endurreisnar eins og þeirrar, sem fór i kjölfar heimsstyrjaldarinnar og hin algilda tviskipting jafnt i stjórnmálum sem öðrum málum hefur yfirleitt verið fylgifiskur slikrar efnahagslegrar endur- reisnar. Ef litið er til endur- reisnarskeiðsins á ttaliu i lok miðalda kemur þetta einkar skýrt i ljós. Mér finnst margt benda til að við lifum nú að ýmsu leyti slika endurreisnartima. Eitt dæmi þess má sjá i aukinni áráttu fólks til að taka afstöðu til mála og að- gerða eftir skynjun eða til- finningu fremur en skynsemi. Likt og vonsvikið hrakahólafólk úr skotgröfum fyrra heimsstriðs, sem sagði: Far vel lókgikk, tekur æskufólk nútimans, sumt hvert, heimshrygðarkennda afstöðu til mannfélagsins enda þótt það hafi aldrei i nokkra skotgröf komið-en kannski er það einmitt vegna þess. Þvi fannst það finna til. Heimshryggðarfólk Mér hefur að sumu leyti alltaf þótt ungæðisleg og friskleg afstaða þess heill andi. Úr fjölmörgum fyrirtektum þessa fólks er að finna vaxtar- broddinn i stjórnmálum framtið- arinnar en hins vegar hefur mér stundum þótt nóg um þegar full- orðnir og allvel greindir menn taka hvaðeina frá þessu bilifa heimshryggðarfólki eins og það llöfundur þcssarar greinar er Bárður llalldórsson, mennta- skólakennari á Akurcyri. Bárður er einn af yngri framámönnum Alþýðuflokksins nyrðra og m.a. þá ritstýrir hann blaðinu „Alþýðumaðurinn”, — málgagni Alþýðuflokksins á Norðurlandi. væri forkláraður sannleikur ein- att afgreiddur umræðu- og at- hugasemdalaust likt og hver önn- ur vel auglýst vara kaupmangara Olof Palme ætlaði sér með næsta gagnrýnislausu dekri við ýmiss konar áttavillt útigangsfólk að koma i veg fyrir stofnun S.F. flokks i Sviþjóð. Flokks, sem stæði opinn hinum „nútimalegu” skoðunum áðurgreindra heims- hryggðarmanna. Honum tókst það. t velferðarþjóðfélagi leynast annmarkarnir sökum þess að stjórnmál siðustu ára hafa að mestu leyti snúizt um efnahags- mál og önnur „áþreifanleg” mál, en með áður greindum umskipt- um i stjórnmálum Vesturálfu, þegar velferöarþjóðfélagið svo- nefnda var komið á laggirnar fóru sjónir mann að beinast i rik- ara mæli i aðrar áttir svo sem til LAUSN FYRIR GAIALA FOLKIB! Alþýðublaðið veit, að margt eldra fólk mun að þessu sinni kæra skattaálögur sinar i von um lækkun. Margt af þessu eldra fólki fer nú þá leið i fyrsta sinn á ævinni. En um annað er ekki að ræða. Það er gersam- lega útilokað fyrir margt af þvi að reyna að greiða hin álögðu gjöld. Það hefur ekki til þess fjárhagslegt bolmagn. Einn úr þessum hópi kom hingað á Alþýðublaðið i gær. Hann hafði með sér álagningar- seðil sinn i ár og álagningarseð- ilinn frá i fyrra. Einu tekjur þessa manns eru Iffeyrisgreiösl- ur. Auk ellilifeyrisins fær hann lág eftirlaun og vegna þess hefur hann ekki notið nema óverulegrar lifeyrishækkunar á árinu þar eð sú regla er i gildi, að það, sem ellilifeyririnn á að hækka um er klipiö af eftirlaun- unum. Tekjuhækkun hans á milli áranna er þvi rétt meö naumindum sem svarar kostn- aðarhækkun á almennum neyzluvörum, — og tæplega það. En skattgjöld þessa aldraöa manns? Þau höfðu verið hækk- uð um 400%! Hvorki meira né minna. „Nú ætla ég að kæra”, sagöi þessi aldraöi maöur. „1 fyrsta skipti á ævinni”. Hundruð annarra lifeyrisþega munu fylgja hans fordæmi. En vcrður það til nokkurs. Það er lagt á skv. lögum, sem rikis- stjórnin lét samþykkja á Alþingi i fyrra. Og ef þeim er réttilega fylgt, sem tvimælalaust er i flestum tilvikum, þá er til- gangslitið að kæra. Þá blivur bókstafurinn. Og hvað verður þá um gamla fólkið. Á það að verða vanskilafólk i fyrsta skipti á sinni ævi? Þvi verður ekki á móti mælt, að það verður að breyta laga- ákvæðunum um skattlagningu gamals fólks, Alþýöuflokkurinn mun bcita sér fyrir þvi, að það verði gert á næsta þingi. Það er ómögulegt annaö, en einhverjir úr stjórnarliöinu fáist til þess að styöja að sliku. En málið getur þó ekki beðið fram til þess tima, að þingið kemur saman. Nú fara inn- heimtumenn að ganga að gamla fólkinu með kröfur um greiðsl- ur. Eitthvað verður aö aðhafast áður. Rikisstjórnin hefur getað sett bráöabirgöalög um afnám vísi- tölubóta á kaup. Getur hún þá ekki sett bráðabirgðalög til þess að bjarga gamla fólkinu? Rauði þráðurinn i slikum aðgeröum ætti að vera sá, að gamla fólkið bæri a.m.k. ekki hærri skatta, en það hefði gcrt skv. gamla skattkerfinu, — þar sem það m.a. fékk niðurfellda nefskatta svo sem tryggingagjöld, sem nú eru innheimtir sem stighækk- andi tekjuskattar og þvi liður i álögunum á gamla fólkið. Það eru til fjölmargar leiðir til þess að tryggja gamla fólk- inu, að skattar þess verði lækk- aöir niður i a.m.k. það, sem þeir hefðu orðið skv. gamla kerfinu. Ef viljann ekki skortir getur rikisstjórnin þvi nú strax fundið bráðabirgðalausn á vanda gamla fólksins, sem gæti staðið þar til þing kemur saman i haust. þriðja heimsins og ýmissa fjar- lægra vandamála og aukin al- þjóðahyggja einkenndi stjórn- málin. Palme notfærði sér þetta fyrirbrigði og tók þátt i þvi að beina athygli fólks til þessara hátta og þá jafnfram frá ýmsum nærtækari vandamálum. Skyldur jafnaöarmannaflokka Vandamál sænska velferðar- þjóðfélagsins komu hins vegar si- fellt fleiri fram og mögnuðu óá- nægju þeirra, sem orðnir voru burðarásinn i sænska velferðar þjóðfélaginu — þ.e. miðstéttar- innar. Vandamál velferðarþjóð- félagsins eru eins og áður segir verri viðureignar heldur en póli- tisk vandamál áður fyrr, þar sem þau eru fremur „huglæg” en efnahagsleg. Jafnaðarmanna- flokkur hefur að minu áliti tveim- ur skyldum að gegna — skyldum við nútiö og skyldum við framtið. Hann hefur sér ákveðinn leiðar- stein að fara eftir og ákveðna leiðarstjörnu fyrir stafni, þar sem er framtiðarþjóðfélag jöfnuðar, bræðralags og mannúðar. Hann starfar innan ramma lýðræðis svo sem það tiðkast um Vestur- lönd. Slikur flokkur getur ekki án stórkostlegra áfalla kastað sér út i ævintýralega hentistefnu, sem aöeins höfðar til litils hluta þjóð- arinnar. Að minu viti hefur slikt hent sænska jafnaðarmanna- flokkinn eins og reyndar ýmsa fleiri. Miöstéttin Eg gat þess áður að burðarás vestrænna lýðræðisþjóðfélaga i dag væri miðstéttin. Óþarfi er að skilgreina þá stétt frekar, þar sem svo er málum komið að mestu leyti fyrir tilstilli jafnaðar- mannaflokkanna, að dregið hefur verið svo úr stéttaandstæðum og slikum jöfnuöi á komið að verstu agnúarnir eru farnir af stéttar- þjóðfélaginu og mestur hluti fólks samankominn i miðstétt, sem svo ákvarðast af efnahag sinum fremur en viöfangsefnum. Eitt helzta einkenni þjóðfélags mið- stéttarinnar er hversu hart er og fast að henni sótt af stjórnvöld- um. Þetta á ekki einungis við i Ameriku þar sem allir frambjóð- endur biðla til hennar — heldur einnig um Evrópulönd — þar sem á hana leggjast þyngstu skatt- byrðarnar. Sést þetta einkar skýrt núna þessa dagana sé litiö á skattskrár. Auðmenn og ýmiss komar sportfólk, sem hefur gert sér það að iþrótt að koma klyfjum sinum á aðra, leikur lausum hala enn sem fyrr og tekjulaust fólk, sem skattafrumvarp rikisstjórn- arinnar var samið fyrir ber engar byrðar fremur en venjulega, enda getur það engar byrðar borið og hefur aldrei borið neinar byrðar. Þeir sem greiða skattana eru miðlungstekjufólk sem alla tið hefurgreitt sin gjöld enda eiga aö stöðu haft til þess að iðka iþróttir heldri manna. Einu forréttindi þess fólks eru þau að mega greiða gjöld sin. Þetta fólk hefur reikað leiðangurslaust á milli stjórn- málaflokka — enda flokkakerfið að mörgu leyti úrelt orðið að lok- inni viðreisnarstjórn. Að þessu fólki á Alþýðuflokkurinn að snúa sér en láta Alþýðubandalagið og Bjarna Guðnason um eltingarleik við bilifiskrakka og hrakhólafólk. B.H. Askriftarsíminn er 86666 Föstudagur. 28. júlí 1972 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.