Alþýðublaðið - 28.07.1972, Blaðsíða 3
DANIR SPA
ILLA FYRIR
DÖNUM
Sömu annir í Prag
Jan Sabata. sem er sonur eins af fremstu leiðtogum tékkneska
kommúnistaflokksins á Dubcektimabilinu, hefur veriö dæmdur i
eins og hálfs árs fangelsi fyrir undirróðursstarfsemi.
Annar maður. sem ákæröur var um leið og Jan, Vaclav Sabata og
að öllum likindum skyldmenni hins fyrrnefnda, var dæmdur i
tveggja ára fangelsi fyrir sömu sakir.
Fjórir aðrir voru samtimis dæmdir i skilorðsbundið fangelsi.
Dómar yfir sexmenningunum voru kveðnir upp i gær, segir i yfir-
lýsingu frá dómsmálaráðuneytinu i Prag. —
Óvenjuleg bannvara
Skipstjóri á norska oliuskipinu ,,Sam Bya” var á miðvikudag
da-mdur i sem mánaða skilorðsbundiö fangelsi og fésekt, sem nem-
ur 2.500dollurum. af dómstóli i Djakarta. Er skipstjóranum gefið að
sök að hafa gert tilraun til að smygla hráoliu frá Indónesiu. Farmur
skipsins. 828 tonn. var geröur upptækur.
Skipstjórinn neitar sakargiftum og gegist hafa farið að skipun
skipafélagsins, þegar hann fyrir viku siðan reyndi að sigla skipi
sinu til Singapore i stað þess að sigla til Masalembo eyja, þangað
sem farmurinn átti upphaflega aö fara.
Skipafélagið heíur greitt sektina, en utanrikisráðuneytið norska
hetur mótmælt dóminum.—
Hálft tonn á laun
Átta manns voru leiddir yrir rétt i Suður-Póllandi i gær og ákærðir
fyrirað hafa smyglað hálfu tonni af gulli og silfri frá Vin i Austur-
riki til Póllands.
Fjórtan aöilar til viöbótar, sem viðriðnir eru smyglmálið, verða
leiddir fyrir rétt i Varsjá i september.
Einn leiðtoga smyglarahópsins og reyndar fleiri þeirra, sem við
hann eru riðnir, eru starfsmenn rafeindatæknistofnunarinnar i
Varsjá. Lögreglurannsókn hefur leitt i Ijós, að sögn pólska blaðsins
„Kurier Polski”, að hópurinn hafi smyglað fleiri þúsundum dollara
og rúblna úr landi og hafi flutt samtals 477 kiló af silfri með ólögleg-
um hætti inn i landið.
t febrúar s.l. var varautanrikisráðherra Póllands dæmdur i 12 ára
fengelsi fyrir að flytja gjaldeyri úr landi með ólöglegum hætti. —
Kæra sig ekki um þá
Brezki Verkamannaflokkurinn hefur skorað á vestur-þýzku
stjórnina að gera allt til að hindra, að iþróttamenn frá Rhódesiu taki
þátt I Olympiuleíkunum i Munchen.
t ályktun, sem samþykkt var i miðstjórn Verkamannaflokksins i
gær, segir m.a., að ef Rhodesia fái að taka þátt i Olympiuleikunum
muni stjórn landsins lita á það sem sigur fyrir sig og sigur kyn-
þáttastefnunnar i Rhodesiu.
I ályktuninni er skorað á Willy Brandt og stjórn hans að útiloka
Rhódesiu frá Olympiuleikunum i samræmi við ákvörðun Samein-
uöu þjóðanna, sem fordæmir stjórn landsins og skorar á allar þjóðir
heims að gera hið sama.
Skothríð yfir múrinn
Austur-þýskir landamæraverðir skutu samtals 40 skotum i átt að
manni nokkrum, sem reyndi að komast vestur fyrir múrinn i gær-
kvöldi. Tókst landamæravöröunum að handtaka manninn, áður
hann komst inn i frelsiö.
Skothriðin olli miklu tjóni á þremur bilum i Vestur-Berlin. Ein
kúinanna fór i gegnum eldhúsglugga og hafnaði i isskáp, er haft eft-
ir lögreglunni i Vestur-Berlin. —
Sá gamli sló enn
Þegar hinn 72 ára gamli Mario Calderini fannst að þvi er virtist
lifvana á baðherbergisgólfinu i ibúð sinni i Monza á ttaliu, kallaði
fjölskylda hansauðvitað á lækni. Úrskurður læknisins var, að Mario
gamli hefði fengið hjartaslag og væri látinn.
Likmaður var að koma likinu fyrir i kistunni, þegar hann tók eftir
þvisér til mikillar undrunar, að slagæð við hnakka liksins sló.
Annar læknir var kallaður til og nú er Mario gamli við beztu
heilsu.
Hrollur ku fara um gamla manninn, þegar vinir hans spyrja,
hvernig honum hafi likað vistin i kistunni. —
ALLT
GRAUT-
FÚIÐ
UNDIR
GLÆSI-
ÞAKINU
Veriö er að skipta um þak á
útbyggingu Þjóðminjasafnsins
um þessar mundir, en bygging-
in er um 25 ára gömul. Þrátt
fyrir það, að þakið hefur verið
lagt dýrindiskopar, er timbrið
undir honum orðið grautfúiö. Þá
er einnig verið að skipta um
þakrennur og glugga i húsinu.
Ekki svarar vinnulaunum að
ril'a og hreinsa gamla koparinn,
þvi aðeins fást 30 kr. fyrir kilóið.
Við tókum myndina i fyrra
dag, einmitt á þvi augnabliki
þegar erlendir ferðalangar eru
að ganga inn i safnið. Það mætti
næstum hálda að þeir ætluðu
uppá reipinu, sem maðurinn ér
meo.
DÝRALÍF ÞEIRRA ÚR
SfiGUNNI EFTIR 25 ÁR
„Árið 2000 munum við i hinzta
sinn kveðja hina dyggu förunauta
mannsins i náttúrunni, dýrin.
Eftir um það vil 25 ár verða engin
dýr eftir á heiðum Danmerkur.
Fuglakvakið glaöværa verður
þagnað. froskar munu engir
heyrast og fiskar hafsins verða
horfnir”.
Þannig hefst grein i nýlegu,
dönsku blaði. eftir náttúrufræð-
inginn Jan Michaelsen. Hann
skýrir frá visindaiegri rannsókn,
sem á að hafa leitt i ljós, að miöað
við núverandi ástand verði jarð-
kringlan svipt öllu dýralifi i
kringum árið 2030, en siðustu dýr-
in i Danmörku muni hverfa um
aldamótin. nema rottur, mýs og
nokkrar spörfuglategundir, sem
fylgja munu manninum og
skrimta, meðan maðurinn byggir
jörðina.
„Danmörk er i bráðri hættu. En
þessa ógnvekjandi þróun er hægt
að stöðva, ef hafizt er handa
næstu 10—15árin”, segir náttúru-
fræðingurinn.
„Það fyrsta, sem gera þarf, er
að stemraa stigu við ofnotkun
skordýraeiturs, sem er á góðri
leið með að útrýma öllum rán-
fuglum. t þeim sezt eitrið að, eftir
aö þeir hafa étið smáfugla, sem
etið hafa gróður, er sprautaður
hefur verið með skordýraeitri”.
Visindamaðurinn telur þaö of
dýru verði keypt, aö vernda rósir
og eplatré á kostnað dýralifsins,
þegar við bættist, að bændur nota
skordýraeitur i stórum stil.
Aðra höfuðsynd Dana gegn
dýralifi landsins telur hann vera
þá, að leggja undir sig öll heiða-
og óræktarlönd og rækta, þvi að
þarna sé verið aö eyðileggja sjálf
frumskilyrði þess, að fuglar og
villt dýr geti þrifist, sjálf heim-
kynni dýranna.
Þriðja og stærsta ástæðan fyrir
yfirvofandi útrýmingu dýralifs
viðsvegar er svo gróðahyggjan,
sem oftlega feli beinlinis i sér
hreinræktaða misþyrmingu og
bcri vott um grimmd og hrotta-
skap manna gagnvart dýrum.
Sem dæmi um þetta nefnir nátt-
úrufræðingurinn hvaladráp og þá
einkum og sér i lagi grindhvala-
dráp Færeyinga, sem sé óþarft,
en stundað af þvilikri grimmd, að
varða ætti viö lög um dýravernd.
Likirhann grindadrápinu viö það,
að bændur slátruöu nautgripum
sinum meö svipuðum aðferðum.
Sársaukinn við sveðjudrápið er
báöum dýrategundunum jafn.
Nautgripirnir mundu öskra af,
sársaukanum, unz yfir lyki. En
grindhvalirnir gefa ekki frá sér
hljóö og þvi komast F'æreyingar
enn upp með ódæðið.
Náttúrufræðingurinn lýkur
grein sinni með þvi að minna á,
að það þyki fint að eiga menn-
Framhald á bls. 4
GEKK
BRÖSÚTT
HJÁ BSR í
GÆRDAG
FÓRU HALFGERT
ÚR SAMBANDI
Það var mikið að gera á af-
greiðslu BSR i gær, en þó ekki við
að útvega fólki leigubila. Stúlk-
urnar á simanum höfðu ekki við
að segja fólki að þvi miður gæti
það ekki fengið leigubil, þar sem
talstöðin væri biluð.
Þess vegna höfðu hinir 145 bil-
stjórar á BSR litið að gera, þar
sem stöðin hefur aðeins yfir
tveimur „staurum" að ráða, og
það var þvi aðeins á tveimur stöö-
um sem stúlkurnar gátu haft
samband við bilstjórana. „Staur-
arnir” eru við Birkimel og
Snorrabraut, og þvi hefur fólk þar
i nágrenni sennilega fengið sina
bila.
Aðrir hafa orðið að hringja á
aðra stöð, nema auðvitað þeir
sem gátu labbað sig niður á af-
greiðsluna i miðbænum.
Að sögn simastúlku sem Al-
þýðublaðið hafði samband við
undir sjö i gær, var um einhverja
bilun að ræða i sendinum á Sögu,
en hún gatt jafnframt flutt þau
gleðilegu tiðindi, að allt væri
komið i lag. Bilsijorarnir misstu
þvi ekki af na-turakstrinum, og
geta væntanlega aðcins bætt upp
vinnutapið i gærdag.
En það voru viöar erfiðleikar
við að ná sambandi við bilstjóra
en á BSR. 1 fyrrinótt fann einhver
hjá sér löngun til spellvirkja og
reif simann á „staur” Hreyfils á
Hlemmtorgi úr sambandi.
NAUÐUNGAR-
FLUTNINGAR
I RHODESÍU
öryggissveitir Rhódesiu-
stjórnar fluttu i fyrrakvöld um
það bil 100 börn af Tangwena-
þjóðflokknum frá heimilum sin
um til bæjarins Umtali, eftir að
allir fullorðnir af þjóðflokknum
höfðu flúið til fjalla til þess að
komast hjá nauðungarflutningum
til annars landsvæðis.
Astæðan fyrir aögerðum þess-
um er sú, aö Tangwena-þjóð-
flokkurinn hefur neitað að yfir-
gefa svæðið, þar sem hann hefur
alltaf búið, en Rhódesiustjórn
hefur tekið þetta landsvæði frá
fyrir hinn hvita minnihluta.
Þyrlur gáfust upp á þvi að leita
fullorðna fólksins i fjöllunum og i
staðinn var gripið til þess ráðs að
senda þrjá stóra vörubila inn á
landsvæði þjóðflokksins og sækja
um það bil 100 börn, sem þar
voru, og er sagt, að þau verði sett
á barnaheimili i Umtali. Mörg
barnanna eru yngri en 5 ára. —
TOPPVERÐ Á
ÞORSKBLOKKINNI
Markaðurinn fyrir fryst fisk-
flök hefur veriö mjög stöðugur i
Bandarikjunum á þessu ári öllu.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaöið fékk i gær hjá Guðmundi
Garðarssyni hjá Sölumiðstöðinni,
hefur verð á þorskblokk haldist i
toppverði, 47 bandarisk sent
pundið.
Eftirspurn hefur verið mikil og
stöðug, og það hefur öðru fremur
haldið markaðnum svona stöðug-
um og góðum sem raun ber vitni.
---------------------3
Föstudagur. 28. júli 1972