Alþýðublaðið - 28.07.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.07.1972, Blaðsíða 2
TILKYNNING Athygli innflytjenda skal hér með vakin á þvi, að samkvæmt auglýsingu viðskipta- ráðuneytisins, dags. 27. des. 1971, sem birtist i 2. tbl. Lögbirtingablaðsins 1972, fer 2. úthlutun gjaldeyris- og/ eða inn- flutningsleyfa árið 1972 fyrir þeim inn- flutningskvótum, sem taldir eru i auglýs- ingunni, fram i ágúst 1972. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 15. ágúst n.k. LANDSBANKI ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS ÍSLANDS / KAUP------------------------------------SALA lliisniunaskáiinn á Klapparstig 2í) kallar. I>aft erum við sem kaupum eldrigerð húsgagna og hús- muna. l>ó um heilar búslóðir sé að ræða. Komum strax peningarnir á horðið. ' Simar 100!)!) og 10059. Áskorun um greiöslu fasteignagjalda í Garðahreppi Samkvæmt öðrum töiuUð bráðabirgða ákv. laga um tekjustofna sveitarfé'.aga no. 8 1972 var gjalddagi fasteignagjalda 1972 hinn 15. maí s.l. Hér með er skorað á alia þá, sem enn eiga ógreidd fasteignagjöld til sveitarsjóðs Garða- hrepps að greiða þau nú þegar, en gjöld þessi ásamt dráttarvöxíum og kostnaði verða innhcimt samkv. lögum no. 49 1951 nm sölu lögvcða án undangengis lögtaks eigi síðar en 3. sept. n.k. i SVEITARSJÓÐUK GARÐAHEEPPS.' Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. f|| ÚTBOÐ Tilboð óskast i smiði og uppsetningu 2ja 80 mtr3 asfaltgeyma við malbikunarstöð Reykjavikurborgar i Ártúnshöfða. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 1.000,00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstu- daginn 4. ágúst n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frílcirkjuvtgi 3 — Sími 25800 Æ, REVNMI NÚ AN LÁTA EINSOt-API l>að er visast ekki og von- andi ekki — á hverjum degi sem apakorn fær svona tannhvasspn ólátahelg i fóstur. Hann viröist aö minnsta kosti ekki kæra sig mikið um pelann, sem fóstran er að reyna að gefa honum. Hún heitir Kósa og er búsett i Eng- landi. Mjólkárvirkjun verður stækkuð Ákveðið hefur verið að ráðast i stækkun M jólkárvirkjunar á Vestfjörðum. Rafmagnsveitur rikisins og Iðnaðarráðuney tið hafa ekki formlega skýrt frá þessari á- kvörðun ennþá, en væntanlega mun þaö verða gert i vikulokin. Alþýðublaðið er hins vegar kunnugt um, að i gærmorg un voru gerðir samningar við verktakafyrirtæki á Vest- fjröðum um by r junarf ram - kvæmdir við Mjólkárvirkjun i Arnarfirði, sem hafnar verða þegar i sumar. — Umsóknarfrestur um embætti landlæknis rann út 20. þ.m. Um embættið sóttu læknarnir Arinbjörn Kolbeinsson, Brynleif- ur Steingrimsson og Ólafur Ólafs- son. DRÓ VERDLAUNA- LAXINN - EINHENTUR Jón Andressen starfsmaður við Skeiðsfossvirkjun i Fljótum dró 18 1/2 punda hæng (lengd 97 cm) úr Fljótaá i þriðju viku CAMEL—iaxveiðikeppninnar. Jón, sem hefur verið einhentur i meira en þrjátiu ár, veiddi laxinn á maðk i Jakobshyl, og landaði honum eftir þriggja stundarf jórð- unga viðureign. Það var fremur óvænt að CAMEL-laxinn skyldi veiðast i Fljótaá, en ekki i frægari lax- veiðiám eins og Laxá i Aðaldal, Grimsá eða Norðurá. Skýringin mun vera sú að er- lendir veiðimenn veiða nú mest i stærri ánum, og hafa þeir ekki allir áhuga á að tilkynna þátttöku i CAMEL-laxveiðikeppninni. En sem sagt Jón Andersen fær 10.000.00 krónur fyrir CAMEL- lax sinn þessa vikuna. Hálft fjórða þúsund hreindýra Eins og aö undanförnu hefur menntamálaráðuneytið látið fara fram talningu á hreindýrahjörð- inni austan lands og önnuðust þeir Ágúst Böðvarsson, forstöðumað- ur landmælinga, og Björn Páls- son flugmaður, talninguna. Reyndust fulloröin dýr vera 2682, en kálfar 916, eða samtals 3598 dýr. Meginhjörðin var i nágrenni Snæfells og i Kringilárrana. t Viðidal og dölum þaðan austur til Breiðdals var ekki unnt að telja sakir þoku, en á þeim slóðum fannst voru 166 dýr þegar talning fór fram á sama tima i fyrra. Við talningu i fyrra reyndust dýrin vera um 2650. Ráðuneytið mun láta fara fram fækkun hreindýra i ár, en nýjar reglur verða settar um veiðarnar, sem m.a. fela i sér að engin ,,sport”-veiði verður leyfð. Ætl- unin er að fjölga hreindýraeftir- litsmönnum og fela þeim að ann- ast veiðarnar. Hinar nýju reglur eru nú til athugunar hjá sýslu- mönnum og hreppsnefndum eystra. Áfram á geðveikrahæli Sovézk „rannsóknarnefnd” hefur framlengt um sex mánuði úr- skurð sinn um að Pjor Grigorenko skuli geymdur á geðveikrahæli. Grigorenko, fyrrum hershöfðingi, sem er 65 ára gamall, var ákaf- ur talsmaður mannréttinda i Sovétrikjunum þar til hann var hand- tekinn i Tashkent i mai 1969 fyrir „að útbreiða nið um Sovétrikin”. Niumánúðum siðar ússkurðaði ofangreind nefnd hann hættulega geðveikan og sendi hann á hæli fyrir geðveika glæpamenn i Chernyakhovsk, norðan pólsku landamæranna, nálægt Kalingrad. TÍZKUSÝNINGAR AÐ HOTEL LOFTLEIÐUM ALLA FÖSTUDAGA KL. 12:30—13:00. Hinir vinsælu islenzku hádegisréttir verða enn Ijút- fengari, þegar gestir eiga þess kost að sjá tizku- sýningar, sem islenzkur Heimilisiðnaður, Módel- samtökin og Rammagerðin halda alla föstudaga, til þess að kynna sérstæða skartgripi og nýjustu gerðir latnaðar, sem unninn er úr íslenzkum ullar- og skinnavörum. 2 Föstudagur. 28. júlí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.