Alþýðublaðið - 23.08.1972, Síða 2
ÚRBÆTUR HJÁ
GÆZLUNNI?
ALDREI MEIRI UMFERÐ EN í SUMAR
Ot BÍLAFLOTINN
i MIKLU BETRA
ASIGKOMULAGI
Nú þarf ekki framar vitnanna
við til að sanna, hverjar séu
ástæður fyrir framrúðubroti á
bifreiðum. Af þeim sex vega-
þjónustubilum lögreglunnar,
sem hafa verið i stöðugum ferð-
um um landið siðan um miðjan
mai, hefur enginn orðið fyrir
framrúðubroti. Þó hefur sú
helgi i sumar ekki liðið, að ekki
hafi veriö tilkynnt til lögregl-
unnar um fleiri eða færri rúðu-
brot.
Oskar Olafsson yfirlögregiu
þjónn benti á það i viötali við Al-
þýðublaðið i gær, að þetta sann-
aði einfaldlega þá staöreynd, að
framrúðubrot verða vegna of
hraðs aksturs, en lögreglubil-
arnir hafi sloppið vegna þess, aö
ökumenn draga yfirleitt úr ferð-
inni þegar þeir verða varir viö
þá, og mæta þeim þvi á skikkan-
legum hraöa.
Þó sumarið sé ekki liðið, sam-
kvæmt almanakinu er þó all-
nokkuð liðið á aðal umferðar-
timann, og þvi spurðum við
Oskar álits á þvi, hvernig um-
ferðin á þjóðvegunum hafi
gengið i sumar. óskar sagði, að
umferðin hafi likast til aldrei
fyrr verið svo mikil, en þó hafi
hún verið að þvi leyti öðruvisi en
fyrri sumur, að hún hefur verið
timabundnari. Vegna hins
slæma tiðarfars hefur umferðin
verið bundnari við helgar en
áður, fólk hafi gert minna af þvi
að ferðast á virkum dögum i
sumarfrium sinum. En þegar
verðurútlit var gott fyrir helgar
sagði hann, að allir hafi virzt
þurfa að halda út á vegina, og
þá hafi umferðin oft orðið gifur-
leg.
Þá höfðum við samband við
Steinþór Nygaard, sem er einn
af elztu og reyndustu vegalög-
regluþjónunum, og spuröum
hann, hvernig menn hafi hagað
sér á sunnudagsbiltúrunum i
sumar.
Steinþór sagðist ekki muna
eftir annarri eins umferð áður á
vegunum, ekki sizt i nágrenni
Reykjavikur, þar sem vegir séu
að færast i betra horf. En hann
sagði einnig, að óhöpp hafi verið
meiri en nokkru sinni áður, og
þau séu sérstaklega bundin við
ákveðin svæði.
Þar sagði hann Borgarfjörð-
inn efstan á blaði. Hann hafi
ekki farið i eftirlitsferð þangað
án þess að þurfa að hafa afskipti
af einu eða fleiri óhöppum.
Astæðuna fyrir þessum mörgu
óhöppum sagði hann ekki endi-
lega vera of hraðan akstur,
heldur sé þar mjög áberandi
andvaraleysi ökumanna, — þeir
séu ekki með hugann við
aksturinn,
Þessum tveimur lögreglu
mönnum bar samna um,
að i sumar hefur verið óvana-
lega litiö um bilanir á bilum á
vegum úti, og sé ástæðan eflaust
sú, aö bilafloti landsmanna sé i
betra ástandi en fyrr. Þar komi
bæði til, að nýir bilar séu marg-
ir, og einnig, að fólk haldi ekki
gömlum bílum gangandi eins
lengi og áður.
Magnús H. Valdimarsson,
framkvæmdastjóri Félags is-
lenzkra bifreiðaeigenda sagði i
viðtali við blaðið fyrir skömmu,
að vegaþjónustu bilar FIB hafi
liklega aldrei þurft aö sinna eins
fáum viðgerðartilfellum og i
sumar, þeir hafi hreinlega haft
sáralitið að gera.
Helztu verkefni þeirra hafa
verið að segja fólki til vegar, og
mjög mikið er gert af þvi að not-
færa sér talstöðvarþjónustu bil-
anna, t.d. i þvi skyni að ieita
upplýsinga um, hvar sólskins-
blettir eru á landinu.
EKKERI
ÁKVEÐ-
ILENN
,,Mér er ekki kunnugt um nein-
ar aðgerðir til bættrar starfsað-
stöðu fyrir Landhelgisgæzluna
eftir útfærslu landhelginnar”,
sagði Asgrimur Ásgeirsson, full-
trúi forstjóra Landhelgisgæzl-
unnar, i simatali við Alþýðublaðið
i gær.
Blaðið sneri sér til Landhelgis-
gæzlunnar i framhaldi af frétt
blaðsins s.l. föstudag, þar sem
skýrt var frá þvi, að fulltrúar
starfsmannafélags landhelgis-
gæzlunnar hefðu sent Ólafi Jó-
hannessyni, dómsmálaráðherra,
kröfur um aðgerðir til stórbættr-
ar vinnuaöstööu eftir útfærslu
landhelginnar.
P'ramhald á bls. 4
ÞINGEYINGAR
VÍSITERAÐIR
Biskup íslands visiterar næstu
daga eftirtalda söfnuði i Þingeyj-
arprófastsdæmi og hefur guðs-
þjónustur á kirkjunum svo sem
hér segir:
P'immtudaginn 24. ágúst kl. 2:
Skinnastaðakirkja.
P"östudaginn 25. ágúst kl. 1.30:
Garðskirkja.
Sama dag kl. 8.30: Snartarstaða-
kirkja.
Laugardaginn 26. ágúst kl. 4:
Raufarhafnarkirkja.
Sunnudaginn 27. ágúst kl. 1.30:
Sauðanesskirkja.
Sama dag kl. 5: Svalbarðskirkja
STEINDÚR
HEIBRAÐUR
Hinn 12. þ.m. átti hinn
landskunni skólamaður og
náttúrufræðingur, Steindór
Steindórsson frá Hlöðum,
sjötugsafmæli. 1 tilefni þess
gaf Bókaútgáfan örn og
Örlygur út bók með greinum
og ræðum Steindórs, flestu áð-
ur óbirtu. Bókin ber nafnið AF
SÓLARFJALLI.
AF SÓLARFJALLI skiptist i
fjóra meginþætti, en þeir eru:
1. Landið og náttúran. 2.
Minnst samferðamanna. 3.
Við ýmis tækifæri. 4. Skóla-
kveðja 1972. Þá er nokkrum
kvæðum eftir Steindór dreift
um bókina.
Fremst i bókinni er Tabula
gratulatoria, eða skrá yfir
hátt á sjötta hundrað manns
sem minntust afmælis
Steindórs
FYNSTII NÝIU VERKAMANMABð-
STADIRNIR TEKNIR RL fBllBAR
1 júlimánuði voru afhentar á
Sauðárkróki fyrstu sex ibúðirnar,
sem þar eru byggðar samkvæmt
nýjum lögum um verkamannabú-
staði. tbúðirnar eru i tólf ibúða
fjölbýlishúsi og verða siðari sex i-
búðirnar afhentar i haust.
Þessar ibúðir eru hinar fyrstu,
sem lokið er af þeim ibúðum sem
i byggingu eru viðsvegar um
landíð á vegum stjórnar verka-
mannabústaða.
Bygging verkamannabústaða
standa yfir m.a. á Neskaupstað,
Patreksfirði, Siglufirði, Akranesi
og Hólmavik.
Marteinn P'riðriksson fram-
kvæmdastjóri stjórnar verka-
HAFNARFRAMKVÆMDIR FYRIR
TÍU MILUONIR A HÚSAVÍK
Dýpkunarskipið Grettir vinnur
um þessar mundir að dýpkun
hafnarinnar á Húsavik, en auk
þess er unnið að gerð uppfyllingar
sunnan við aðalbryggjuna þar.
Samkvæmt fjárhagsáætlun er
ætlunin að vinna að þessum fram-
kvæmdum fyrir 10 milljónir
króna i sumar, en aðalkostnaður-
inn er við dýpkunina i höfninni.
Siðar eru fyrirhugaöar frekari
hafnarframkvæmdir við Húsa-
vikurhöfn, að sögn Guðmundar
Hákonarsonar. fréttaritara
blaðsins þarnyrðra.Meðal annars
er fyrirhugaö að gera bátakvi i
höfninni og lengja hafnargarðinn.
Miklar byggingaframkvæmdir
standa yfir i sumar á Húsavik og
er mikið byggt af ibúðarhúsnæði.
Þá er haldið áfram við byggingu
hótels og smiði nýs gagnfræða-
skólahúss.
Mun starfsemi gagnfræðaskól-
ans flytjast i hið nýja húsnæði að
verulegu leyti i haust. —
HELDUR STÖRORÐUR STÖDUMÆLAVÖRDUR
,,Nú veröur fólk ekki lengur lát-
ið komast upp með að borga ekki
stöðumælasektir”, sagöi stöðu-
mælavörður við bilaeiganda I
Reykjavik i gær.
Sagöi hann, að nýlega hefði
þremur mönnum verið stungið i
fangelsi fyrir vanskil á sektar-
greiðslum.
Einn þeirra, útgerðarmaður i
Reykjavik, sagði hann, skuldaði
43 þúsund krónur og hann sat inni
i einn sólarhring áður en hann
borgaöi skuldir sinar.
Okkur á Alþýðublaðinu kom
þetta nokkuð á óvart, þvi hingað
til hefur ekki verið tekið svo hart
á vanskilum á sektargreiðslum.
Þvi grennsluðumst við fyrir um
þetta hjá lögreglustjóranum i
Reykjavik og sakadómi Reykja-
vikur i gær, en þar kannaðist eng-
inn við þetta.
,,Þetta er tómur uppspuni” var
okkur sagt. „Stöðumælavörður-
inn hefur verið að skrökva og
haldiö að hann myndi hrella við-
komandi með þessu.”
mannabústaða á Sauðárkróki,
sagði i samtali við Alþýðublaðið,
að ibúðirnar væru af þremur
stærðum, tveggja, þriggja og
fjögurra herbergja, og væru fjög-
urra herbergja ibúðirnar um 100
fermetrar.
lbúðirnar hafa verið i byggingu
siðan á árinu 1971. 1 samtalinu við
blaðið kvaðst Marteinn ekki geta
sagt, hver kostnaðurinn væri við
byggingu ibúðanna, en sagði, að
kostnaðurinn væri talsvert undir
kostnaði hins svonefnda visitölu-
húss.
Hin nýju lög um verkamanna-
bústaði voru sett á næst siðasta
Alþingi að tilhlutan Alþýðuflokks-
ins, sem þá fór með yfirstjórn
húsnæðismálanna i landinu. Var
sú lagasetning liður i heildarend-
urskoðun á öllum lagabálknum
um Húsnæöismálastofnun rikis-
ins og aðstoð hins opinbera við
húsbyggjendur, sem þá var fram-
kvæmd.
Birgðir hafa hlaðizt upp hjá
Kisilgúrverksmiðjunni við
Mývatn að undanförnu og eru
birgðir verksmiðjunnar nú um
3.000 tonn.
Að sögn Björns Friðfinnssonar,
framkvæmdastjóra, hafa af-
skipanir gengið hægt i sumar,
aðallega vegna sumarfria erlend-
is. Kvað Björn ekki liklegt, að
afskipanir færu að glæðast aftur
fyrren seinnipartinn i september
eða i byrjun október.
2
Miövikudagur 23. ágúst 1972