Alþýðublaðið - 23.08.1972, Síða 5
alþyðu[
aðið
I
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtiyggsson. Aðsetur ritstjórn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
DUGLEG AÐ SLA
Skuldseig er ólafia! 1 lok júlimánaðar var
skuld rikissjóðs við Seðlabanka íslands komin
upp i sextán hundruð fimmtiu og sjö milljónir
fjögur hundruð og tiu þúsund sjötiu og fimm
krónur og sjötiu aura. Á sama tima hafði rikis-
stjórnin selt bankanum vixla fyrir tvö hundruð
sjötiu og sjö milljónir og eitt hundrað þúsund
krónur og er þetta vixlabrask stjórnarinnar al-
gerlega ný leið til þess að slá rikissjóði fé. Sam-
anlagðar skuldir rikissjóðs á miðju þvi herrans
ári 1972 nema þvi tæplega TVÖ ÞÚSUND
MILLJÓN KRÓNUM. Er þetta um það bil helm-
ingi meiri skuld, en rikissjóður var i við Seðla-
bankann á sama tima i fyrra.
Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar þarf þvi
meira en litið fé til búsins. Með nýjum skatta-
lögum hefur hún þyngt svo skattbyrðina á al-
menningi i landinu, að sennilega mun aldrei
verða hægt að ganga lengra i beinni skattlagn
ingu. Til viðbótar þvi slær hún út eins mikla pen-
inga hjá Seðlabankanum og mögulega hægt er
og selur svo vixla, þegar annað dugar ekki.
Vonandi er ekkert það heimili til á íslandi þar
sem óstjórnin i f jármálunum er jafn hroðaleg og
á heimili Ólafiu.
ÞAR KOM VEL A VONDAN
Þjóðviljinn — þetta gamla og gróna málgagn
alheimskommúnismans og löngum trú og hlýðin
málpipa erlends valds, virðist saman settur úr
algerum andstæðum. Þrátt fyrir alla „alþjóða-
hyggjuna” lætur blaðið þannig iðulega i ljós svo
ihaldssamar þjóðernisskoðanir, að einna helzt
minnir á ungmennafélagsræðu frá aldamótun-
um.
1 hugmyndaheimi þeirra skiptast t.d. allir at-
vinnuvegir i tvo flokka. Annars vegar eru ,,þjóð-
legir atvinnuvegir”. Hins vegar þeir ,,óþjóð-
legu” Og auðvitað þarf ekki frekari orðum að
þvi að eyða, að sú skoðun Þjóðviljamanna, að
íslendingar eigi aldrei að ljá hinum „óþjóðlegu
atvinnuvegum”, svo sem eins og stóriðju, rúm i
landi sinu.
í forystugreinÞjóðviljansi gær er enn tekið til
við klifið. Sú forystugrein ber yfirskriftina
„Þorskur eða ál” og gengur auðvitað öll út á
það, að núverandi stjórnarherrar og þá einkum
ráðherrar Alþýðubandalagsins séu með hinum
„þjóðlega þorski” en á móti hinu „óþjóðlega
áli”. í gegnum öll þessi skrif skin svo það, að
væntanlega verði kommúnistinn, sem nú skipar
embætti iðnaðarmálaráðherra, ekki lengi að
koma hinni „óþjóðlegu stjóriðju” fyrir kattar-
nef.
Þessi leiðari Þjóðviljans er ákaflega vel tima-
settur. Þannig bar nefnilega við, að einmitt
þann sama morgun og hann var lesinn i útvarpið
skýrði Alþýðublaðið frá þvi, að fyrrnefndur iðn-
aðarmálaráðherra kommúnista sé nú um þess-
ar mundir staddur i Svisslandi í bóði sjálfs erki-
fjandans ALU-SUISSE, — auðhringsins, sem á
bróðurpartinn i Álverinu i Straumsvik, þvi
„óþjóðiega” fyrirtæki. Þessa lystireisu þá ráð-
herrann röskri viku áður en íslendingar hyggj
ast taka til við siðasta og mikilvægasta þáttinn i
iandhelgisbaráttu sinni. Þá fann hann ekkert
þarfara að gera, en að fara fyrst i privat-
skemmtiferð til útlanda og siðan til Svisslands i
boði alþjóðlegs auðhrings.
Er þetta framferði ráðherrans og fyrrverandi
ritstjóra Þjóðviljans ekki ákaflega „þjóðlegt”?
Þetta var nú kosturinn, sem hann tók, þegar
valið stóð á milli „þorsks og áls”!
HENNSLUBÚKASKORTUR f
FRAMHALDSSKÚLUNUM
Það er ekki oft, að þingmenn i
stjórnarandstöðu fá samþykkt
þau mál, sem þeir bera fram. Þó
kemur það fyrir. 1 vetur t.a.m.
fengu þingmenn Alþýðuflokksins
samþykkt nokkur mál, sem þeir
báru fram á Alþingi og önnur af-
greidd á jákvæðan hátt, þótt ekki
næðu þau formlegu samþykki að
sinni. t grein i Alþýðublaðinu fyrr
i sumar voru rakin afdrif ein-
stakra þingmála Alþýðuflokksins
frá liðnum vetri og verður það
ekki endurtekið hér. Verður
aðeins minnst á eitt þeirra, —
þingsályktunartillögu, sem sam-
þykki hlaut.
Bækurnar verði á boð-
stólum
Flutningsmenn umræddrar til-
lögu voru tveir þingmenn Alþýðu-
flokksins, þeir Stefán Gunn-
laugsson og Karl Steinar Guðna-
son, en sá siðarneíndi sat um hrið
á Alþingi i fyrra i forföllum Jóns
Ármanns Héðinssonar. Þingsá-
lyktunartillaga þessi var flutt i
Sameinuðu Alþingi og fjallaði um
námsbækur framhaldsskóla-
nema. Var i tillögunni lögð
áherzla á það, að fleiri kennslu-
bækur fyrir framhaldsskólastigið
verði gefnar út á islenzku, en
verið hefur og að fræðsluyfirvöld
sæju svo um, að allar þær bækur
— bæði innlendar og erlendar —
sem framhaldsskólanemendum
er ætlað að nota við nám sitt,
væru ávallt tiltækar i skólavöru-
búðum, en á þvi hefur verið mikill
misbrestur.
t heild hljóðaði tillagan svo:
..Alþingi ályktar að skora á
rikisstjórnina að hlutast til um,
að nauðsynlegar kennslubækur,
innlendar og erlendar, sem
notaðar eru S hverjum tima
vegna náms i framhaldsskólum,
séu jafnan á boðstólum i verzlun-
um, en talsvert skortir á, að svo
hafi verið, svo að fullnægjandi
geti talizt. Enn fremur verði at-
hugað, hvort unnt sé að auka út-
gáfu islenzkra kennslubóka og á
þann hátt draga úr notkun er-
leiídra bóka, einkuni i mennta-
skólum og Háskóla islands. i
þessu sambandi kemur til álita,
hvort nauðsynlegt sé að fela
Kikisútgáfu námsbóka forgöngu i
þessum efnum.
Þá verði kannað, hvernig
háttað er verðlagningu erlendra
kennslubóka i verzlunum, með
það fyrir augum að tryggja, að
þær séu á boðstólum á hóflegu
verði.”
Löng bið og oft til litils
Tilgangur þessa tillöguflutn-
ings er skiljanlegur öllum þeim
nemendum, sem eru á fram-
haldsskólastiginu svo og for-
eldrum þeirra. Eins og kunnugt
er, hafa miklar breytingar verið
gerðar á námsefni og kennslu-
bókakosti ýmissa skóla, — m.a.
framhaldsskóla svo sem eins og
menntaskóla, kennaraskóla
o.s.frv.
Margar af þeim bókum, sem
orðið hafa fyrir valinu sem
kennslubækur við þessar breyt-
ingar, hafa aðeins verið til á er-
lendum málum og hefur það að
sjálfsögðu oft talsverða erfiðleika
i för með sér fyrir nemendur. Oft
hefur dregizt nokkuð lengi að
þýða þessar bækur á islenzku og i
sumum tilvikum hefur það ekki
verið gert og virðist ekki standa
til að gera.
Undir slikum kringumstæðum
verður að útvega umræddar
bækur erlendis frá, — tiðast fyrir
milligöngu bókaverzlana i einka-
eign þar sem sjaldnast er um
neinar skólabókaverzlanir að
ræða, sem annast slik innkaup
fyrir nemendur. Af eðlilegum
ástæðum er það gróðasjónar-
miðið, sem ræður milligöngu
einkaaðilans um bókakaupin og
þar sem það er töluvert atriði
fyrir hann að liggja ekki með
mikið magn af óseldum bókum
hagar hann oft pöntun sinni
þannig, að þegar til á að taka, þá
eru ekki nægilega margar bækur
til fyrir alla nemendur, sem þurfa
á þeim að halda. Þurfa þeir þá að
Stefán Gunnlaugsson
biða lengi, oft mjög lengi, eftir
nýrri bókasendingu og til eru
dæmi þess, að ákveðin kennslu-
bók hafi ekki verið fáanleg heilt
skólaár þannig að þeir, sem ekki
hafa getað fengið við bók-
ina við upphaf árs hafa orðið að
láta sér lynda að vera bókarlausir
allt kennslutimabilið og ganga til
prófs án þess að hafa nokkru sinni
átt þá kennslubók, sem prófað er
óviðunandi ástand
Auðvitað er slikt ástand með
öllu óviðunandi. Það eru hin opin-
beru fræðsluyfirvöld, sem leggja
linurnar um nám i skólum lands-
ins og segja til um, hvaða bækur
eigi að nota. Þau verða þá einnig
að sjá til þess, að fyrirskipaðar
kennslubækur séu ávallt á boð-
stólum. Milligangan um bókaút-
vegunina getur verið hvort heldur
hjá einstökum bókaverzlunum
eða hjá opinberu skólaforlagi,
sem væri öllu eðlilegast, en hvor
leiðin, sem valin er, þá er það
frumskylda fræðsluyfirvaldanna
að lita til með þvi, að fyrir-
skipaðar kennslubækur séu ávallt
tiltækar. Slikt má ekki vera undir
hælinn lagt frekar en það, hvaða
bækur á að nota við kennslu.
1 greinargerð, sem fylgdi
þingsályktunartillögu Alþýðu-
flokksmannanna, er m.a. rætt um
þessa hlið málsins. önnur rök eru
þar einnig til nefnd, en i heild
hljóðaði greinargerðin svo:
Aukiö eftirlit
„Talsvcrð brögð munu hafa
verið að þvi, að nemendur hafi átt
i erfiðleikum með afla nauðsyn-
legra erlendra kennslubúka, sem
notaðar eru við nám i framhalds-
skólum, einkum i upphafi skóla-
timabils á haustin. Ilafa sumir
þeirra um langan tima verið án
kennslubóka, scm lagðar eru til
grundvallar við nám, sem þcir
stunda, þar sem þær hafa ekki
reynzt fáanlegar hérlendis. Gildir
þetta fyrst og fremst um er-
lendar, en einnig um innlendar
bækur, sem notaðar eru við nám i
framhaldsskólum.
Brýna nauðsyn ber til, að úr
þessu verði bætt. Til þess að
koma hér á umbótum cr hugsan-
legt að fela einhverjum einum
aðila forgöngu i þessu efni, t.d.
Karl Stcinar Guðnason.
Itikisútgáfu námsbóka. Þó skal
tekið fram, að ekki er vist, að
bóksalar cigj sök á umræddum
bókaskorti i verzlunum þeirra.
Af skiljanlcgum áslæðum
verður ekki komizt hjá þvi að
nota erlendar kcnnslubækur i
islcnzkum framhaldsskólum að
einhverju marki. Hins vegar cru
uppi þær skoðanir, að vel sé kleift
á hagkvæman hátl að auka útgáfu
islenzkra kennslubóka og draga
úr nolkun erlendra frá þvi sem nú
er. Ef vilji og áhugi sé fyr>r hendi
hjá þeim, sem þeim málum eiga
að sinna. Hugsanlegt væri að fcía
Kikisútgáfu námsbóka verkefni á
þessu sviði.
Verðlag innfluttra kennslu-
bóka, sem hér hafa verið á boð-
stólum, hefur verið mjög hátt og
sömu hækur verið seldar á mis-
jafnlega háu verði eftir útsölu-
stöðum. Slikar bækur cru sjálf-
sagt dýrar i innkaupsverði, en
fyilsta ástæða er að láta kanna,
hvernig vcrðlagningu þeirra er
háttað, og tryggja, eftir þvi sem
frekast er unnt, að þær séu fáan-
lcgar á sanngjörnu verði.”
Ekkert frétzt um fram-
kvæmdir
Þessi tillaga um námsbækur
framhaldsskólanema, sem hér
hefur verið gerð að umtalsefni,
hlaut ágætar viðtökur á Alþingi.
Henni var fyrst visað til alls-
her jarnefndar Sameinaðs
Alþingis. Leitaði nefndin um-
sagnar ýmissa aðila og að þeim
fengnum mælti hún með sam-
þykkt tillögunnar.
Frá nefndinni fór svo tillagan
aftur til Sameinaðs þings, sem
samþykkti hana óbreytta sem
viljayfirlýsingu Alþingis. Hefur
riksistjórnin þvi það verk að
framkvæma það sem i tillögunni
segir, en ekkert hefur frétzt um
það, hvernig sú framkvæmd
gengur.
Húsbyggjendur - Verktakar
Kambstál: S, 10, 12, 1«, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og
beygjum slál og járn eftir óskum viðskiptavina.
Stálborg h.f.
Smiðjuvegi 13. Kópavogi. Simi 42480.
Míðvikudagur 23. ágúst 1972
5