Alþýðublaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 5
HAIþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri,
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. !
Blaðaprent h.f. !
ÞEIR BRJÓTA LÖG
VIÐ GÆTUM LAGA
Allar likur benda nú til þess, ef ekkert óvænt
kemur fyrir, að viðræður um landhelgismálið
hefjist senn hvað liður á milli islenzkra og
brezka stjórnvalda. Hafa báðir aðilar látið i ljós
óskir um, að samkomulagsleiðir verði þraut-
reyndar.
Vegna ihöndfarandi viðræðna hafa Bretar
beiðst þess, að Islendingar aðhafist ekkert það á
miðunum, sem talist geti ögrandi, svo notað sé
orðalag brezkra blaða. En Alþýðublaðið vill
benda á, að það eru ekki Islendingar, sem ögra.
Það eru brezkir togaramenn, sem ögra islenzk-
um löggæzlumönnum með þvi að brjóta islenzk
lög á islenzku yfirráðasvæði.
,,Það er vel trúlegt að brezka stjórnin vilji
gjarna, að af samningum geti orðið og óski þess
vegna eftir þvi, að sem minnstir árekstrar verði
á miðunum áður en viðræður geti byrjað. En
vilji hún i raun og sannleika forðast slikt ætti
hún frekar að biðja sina eigin menn að hætta að
brjóta islenzk lög heldur en að fara þess á leit
við islenzka löggæzlumenn, að þeir hætti að
gæta laga.
Á meðan brezkir togaramenn veiða i óleyfi i
islenzkri landhelgi er eins og íslendingar hafi
innbrotsþjófa i húsum sinum. í þvi felst ögrunin,
en ekki i hinu, að islenzkir iöggæzlumenn skuli
reyna að stugga innbrotsþjófunum burtu. Þetta
ætti brezka stjórnin að gera sér ljóst.
VERÐSKULDAÐUR DOMUR
1 forystugrein sinni i fyrradag kvartar Þjóð-
viljinn sáran yfir ávitunum Alþýðublaðsins frá
deginum áður vegna itrekaðra tilrauna Þjóð-
viljans til þess að rjúfa einingu þjóðarinnar i
landhelgismálinu. Kveinar Þjóðviljinn yfir þvi,
að Alþýðublaðið skuli hafa notað hörð orð um
þetta framferði.
Þegar Þjóðviljinn ræðst dag eftir dag með
landráðabrigzlum að Alþýðuflokksmönnum og
öðrum landsmönnum i sambandi við landhelgis-
málið, þá er hann visvitandi að reyna að rjúfa
þá þjóðareiningu, sem góðir Islendingar hafa
skapað með mikilli fyrirhöfn. Þessi iðja
Þjóðviljans, sem eingöngu byggir á ósönnum
óhróðri eins og t.d. þeim, að Bretar hafi sent
herskip á íslandsmið árið 1958 fyrir orð Alþýðu-
blaðsins, er þjóðhættuleg.
Menn, sem byggja á sliku hugarfari ódreng-
skapar i skrifum sinum um landhelgismálið,
eiga skilið að hljóta þann þyngsta áfellisdóm,
sem þjóðin getur upp kveðið. Hafi eitthvað mátt
finna að þeim orðum, sem Alþýðublaðið lét falla
um framferði Þjóðviljans, þá er það ekki, að
þau hafi verið of stór. Þvert á móti. Aðilar, sem
visvitandi reyna að sundra órofa samstöðu
þjóðarinnar um landhelgismálið og leitast við
að draga það niður i svað pólitiskra illdeilna
eiga slik orð margfaldlega skilin, — og raunar
miklu meira. Islenzk tunga á varla nógu sterk
orð um athafnir þeirra. Þær eru fyrirlitlegar og
þeir, sem þær iðka visvitandi og án afláts, eiga
skilið að hljóta dýpstu fyrirlitningu allra góðra
og sannra íslendinga fyrir vikið.
Laugardagur 16. september 1972
„VATNSSÖLAN STOÐ
INN ISTÝRISHÚSIД
bannig var sagt frá „herferð-
um” Mariu Júliu i Alþýðublaðinu
fyrir 14 árum, en þetta litla skip
var eitt athafnasamasta varðskip
Islendinga i þorskastriðinu og
varð frægt i heimspressunni":
„MARiA JÚLÍA, athafnamesta
varðskipið, kom inn til Reykja-
vikur i fyrrakvöld eftir 17 daga
útivist. Hafði Maria Júlia skrifað
upp yfir 30 brezka togara i land-
helgi eða meira en helming þeirra
brezkra togara, er „teknir” hafa
verið siðan landhelgin var stækk-
uð 1. september.
Fréttamaður blaðsins brá sér
niður i Mariu Júliu i gær. Var þar
fyrir Kristján Bjarnason háseti,
elzti skipverjinn á Mariu, en auk
þess voru um borð nokkrir yngri
skipverja.
,/Vatnssúlan stöð
inn um stýrishúsið,,
Kristján hefur verið á Mariu
siðan 1950, að skipið kom hingað
til lands. Er hann eini skipverjinn
er hefur verið á skipinu frá upp-
hafi.
Kristján kvaðst hafa verið við
stýrið, þegar María renndi að
Lifeguard. Vissi hann ekki fyrr en
vatnssúlan stóð inn um gluggann
á stýrishúsinu. Var það kaldur
sjór og sakaði ekkert.
Allir með barefli
nema fréttaritarinn
Svo virtist sem hver einasti
skipverji á Lifeguard væri með
barefli. Við sáum blika á krók-
stjaka, axir, skörunga, meitil-
hamra, skrúflykla og þvi um likt.
Eini vopnlausi maðurinn um borð
var fréttaritari nokkur, er stóð i
brúnni og tók myndir i ákafa.
Alþýðublaðið náði einnig tali af
Erling Magnússyni, stýrimanni á
Mariu Júliu i gær, Sagði hann a
viðureignin við Lifeguard hefði
ckki verið eina sögulega atvik
fcrðarinnar. Þeir hefðu stöðugt
verið að renna að brezkum tog-
urum og Bretarnir óttast þá mjög
þar eð Maria er snör i snúningum
og getur tckið snögglega áfram
og aftur á bak og rennt alveg að
siðum togaranna.
Og enn heldur áfram baráttan
við Englendinga, — og Þjóð-
viljann. Hinum siðarnefnda
gramdist svo, að ábyrgari menn i
islenzku rikisstjórninni skyldu
hafa skákað æsingamanninum
Lúðvik Jósefssyni út i horn, þar
sem hann hafði engin minnstu
áhrif á meðferð landhelgis-
málsins, að blaðið lagði þá menn,
sem veittu þjóðinni forystu i
málinu, Hermann Jónasson og
Guðmundi I Guðmundsson, i ein-
elti. Einkum gerði hann sér far
um, að brigsla hinum siðarnefnda
um svik og óheilindi.
Þessum árásum svarar
Alþýðublaðið m.a. svo i forystu-
grein fyrir 14 árum:
„A sunnudag heldur Þjóðviljinn
Eltu St. Nectan
út úr landhelgi
Eitt sinn eltum við brezkan tog-
ara út úr landhelginni, sagði Er-
ling. Var það St. Nectan, er við
áttum þá i höggi við. Var sá
brczki svo hræddur við okkur, að
hann lagði á flótta út úr landhelg-
inni. A flóttanum reyndi hann þó
að tefja fyrir okkur og kastaði út
alls konar netadrasli til þess að
flækja i skrúfuna i Mariu. Ekki
tókst þeim þó að koma neinu i
skrúfuna hjá okkur.”
þvi fram, að ofriki Breta á
tslandsmiðum sé sök Guðmundar
i. Guðmundssonar utanrikisráð-
herra — hann hafi ekki gert þeim
nægilcga grein fyrir rökum
islcnzka málstaðarins. — Furðu-
lcgri ásökun cr varla hægt að
hugsa sér. Þjóðviljanum hefur
láðst að þakka Guðmundi 1.
Guðmundssyni og starfsmönnum
islenzku utanrikisþjónustunnar
hann árangur, að allar þjóðir að
Bretum undanskildum hafa i
framkvæmd viðurkennt nýju
islcnzku landhelgina. En
kommúnistablaðinu dettur i hug,
að það geti kennt utanrikisráð-
herra frumhlaup og ofriki Breta á
tslandsmiðum. Þó liggur i augum
Framhald á bls. 6
ÞREKVIRKIÐ VAR
ÞÁ EKKl ANNAD
EN AD PÁRA NIÐ-
UR NAFNID SITT
MINNINGSRORD:
MAGNUS S. RðGNVALDSSON
VERKSTJÓRIFRÁ BÚÐARDAL
Magnús Rögnvaldsson vega-
verkstjóri i Búðardal verður i
dag jarðsunginn frá Hjarðar-
holtskirkju. Hann féll alltof
snemma og hans er saknað,
ekki aðeins i heimabyggð hans
heldur og af vinum um land allt.
Heimsbyggðin hefur undan-
farna áratugi verið að safnast
meir og meir i stóra þéttbýlis-
kjarna, þar sem mannfólkið er
rótlaust og iðandi. Siðustu árin
hefur þó skapazt nýr skilningur
á náttúrunni, skyldum manns-
ins við hana og þörf hans fyrir
tengsl við jörðina. 1 öllu þessu
róti lærum við að meta meir þá
menn, sem aldrei hafa glatað
sambandi sinu við jöröina, sem
lifað hafa i nánum tengslum um
náttúrulegt umhverfi sitt.
Magnús Rögnvaldsson var
einn slikur maður. Hann ól ald-
ur sinn i Dölum vestur og hann
unni þvi héraði — varð hluti af
þvi. Hann hafði aldrei orð á
þessu — þess þurfti ekki. Þótt
farið væri með Magnúsi til að
skoða vegagerð eða brúarstæði,
varð ferðin ósjálfrátt að sam-
skiptum bæði við land og sögu.
Hann þekkti hverja þúfu og
hvern hól, hann þekkti söguna
aftur á landnámsöld, hann
þekkti fólkið og örlög þess. Allt
ófst þetta saman i heimi
Magnúsar og hann brá fyrir sig
Laxdælu eða ljóðum þjóðskáld-
anna jafnt sem siðustu fréttum
dagblaða eftir þvi sem um-
hverfið gaf tilefni til.
Magnús fæddist 2. júni 1908 að
Neðri-Brunná i Saurbæ og hann
kaus að búa i Dölum og starfa
þar alla tið. Hann varð verk-
stjóri hjá Vegagerð rikisins 1934
og þjónaði henni dyggilega alla
tið siðan. Þar komu hæfileikar
hans og skapgerð að góðum not-
um, þvi hann bæöi þekkti starfs-
svæði sitt og var hluti af þvi, og
svo var hann raunsær og góður
starfsmaður með mikla verk-
þekkingu. Hann tók við gömlum
og merkum þjóðvegum og end-
urbætti þá jafnframt þvi að
hann lagði nýja vegi ár eftir ár
eftir þvi sem geta þjóðarbúsins
leyfði. Þannig tengdi hann
heimabyggð sina æ traustari
böndum við næstu byggðir,
norður, suður, vestur og austur.
Hann valdi sér ný verkefni jafn-
óðum og önnur leystust og barð-
ist fyrir framgangi þeirra með
góðum árangri, þvi að ráða-
menn heima og i höfuðstaðnum
lærðu fljótt að meta ráð hans.
Þau voru jafnan byggð á
traustri þekkingu á öllum að-
stæðum og skynsamlegu mati á
þvi, sem unnt var að gera
hverju sinni.
Svo sem vænta mátti um svo
mikilhæfan mann, sem stóð svo
traustum fótum i heimabyggð
sinni, voru honum falin marg-
visleg trúnaðarstörf. Magnús
var jafnaðarmaður að hugsjón,
en af sögulegum ástæðum hefur
enn ekki verið margt um slika
menn I sveitahéruðum. Þrátt
fyrir þetta og vegna persónu-
legra verðleika sýndu sveitung-
ar Magnúsar honum margvis-
legan trúnað og fólu honum ým-
is konar störf. Hann sat um
skeið I hreppsnefnd Laxárdals-
hrepps, skipulagsnefnd og sið-
ast en ekki sizt má nefna bygg-
ingarnefnd félagsheimilisins i
Búðardal. Sú veglega bygging
er héraðsprýði, og Magnús á
mikinn hlut i þvi, að hún skyldi
komast upp.
Magnús var tvigiftur. Siðari
kona hans, Kristjana Agústs-
dóttir, lifir mann sinn ásamt
myndarlegri dóttur. Hún er
mikil dugnaðarkona, sem hefur
við hlið manns sins tekið virkan
þátt i félagsmálum Dalamanna.
Heimili þeirra var jafnan opið
vinum sem vandalausum og var
þar tiðum gestkvæmt. Eru þeir
Framhald af bls. 6.
5