Alþýðublaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 9
og Óskar Sigurpálsson IR Ani OLYMPIUMET (KRAR KLUKKUSTUNDIR fyrir lá að fella pressu úr þríþrautinni enda var það samþykkt strax að leikun- um loknum. Verður því héreftir eingöngu keppt í tvíþraut, snörun og jafn- höttun. Og til þess að kóróna allt saman hafði Guðmundur verið tekinn í eiturlyfia-prufu. Þrátt fyr- ir þetta tókst honum að krækja sér í 13. sæti, af um 25 manns sem kepptu í báð- um grúppunum í hans þyngdarflokki. Árangur hans varð: Pressa 142,5 kg. Snörun 135 kg. Jafnhöttur 177,5 kg. Samanlagt 455 kg. Er þeir komu til landsins lagði blaðið fyrir þá nokkrar spurning- ar. Hvernig var aðbúnaðurinn? Óskar: Þarna var alveg einstak- ur aðbúnaður og i alla staði betri en i Mexico. Æfingaaðstaðan frá- bær og maturinn einstaklega góð- ur. — Er hér var komið skaut Guðmundur inn i. — Enda þyngd- ist Óskar um 5 kiló og stóð i ströngu við að létta sig niður i sina eðlilegu keppnisþyngd,- Teljið þið, að þið hafið lært eitt- hvað á þessari ferð? Óskar: — Við fengum margar góðar upplýsingar um mataræði og æfingakerfi hjá mörgum af beztu lyftingarmönnum heims. Eftir að þeim hafði skilizt við hvernig aðstæður við æfðum hér heima með fullri vinnu fram á siðasta dag, þá göptu þeir. All flestir þeirra höfðu dvalið i tvo eða fleiri mánuði i æfingabUðum fyrir leikana. Enda stóð ekki á vinsemdinni þegar þeir höfðu al- gjöra áhugamenn i nálægð sinni. Til að mynda vildi Kaarlo Kangasniemi ólmur og uppvægur koma til tslands og gerast þjálf- ari. Kvaðst hann skyldi gera Guð- mund að heimsmeistara á einu ári, eftir að tviþrautar fyrir- komulagið er komið á.- Hvað hefur þú um það fyrir- komulag að segja? Óskar: — Lyftingamótin verða tvimælalaust skemmtilegri fyrir áhorfendur, og taka miklu styttri tima en ella. En reynslan verður að skera Ur um ágæti fyrirkomu- lagsins. Án efa verður betri árangur i snörun og jafnhöttun, þegar pressan er dottin Ut.- Hvernig var viðkynning ykkar við aöra keppcndur? Guðm : — Viðstofnuðum til kynna við lyftingamenn hvaðan æfa að Ur heiminum. Og það ánægjulega við þau kynni var það, að þeir báru fulla virðingu fyrir okkur sem keppendum þeirra á alþjóða- mælikvarða. Þó skyggðu morðin á israelsku iþróttamönnunum nokkuð á. Lyftingarmennirnir þrir sem myrtir voru, æfðu á sama tima og við, og næsta palli við okkur. Höfðum við orðið fjári góðir félagar þann stutta tima sem samvera okkar varð. Það er von min að heimurinn eigi aldrei eftir að lita jafn viðbjóðslegan verknað,- Litið á það með augum leik- inanns, stóðuð þið ykkur mjög vel i sjáifri keppninni. En hvernig ieið ykkur? Guðm: — Ég verð að viðurkenna það, að miðað við aðstæður má vel við una hvað liðan viðvék. Þarna horfði maður upp á heims- meistara og heimsmethafa fara á taugum. Persónulega fannst mér við Óskar standa okkur vel i þvi taugastriði sem þarna átti sér stað. 1 þeirri hörðu keppni sem þarna var, og þegar margir kepp- enda voru álika að getu, þá var ekki við öðru að bUast. Meira að segja hinir leikreyndu RUssar urðu taugastriðinu að bráð. Ekki bættu hinir ströngu dómarar úr skák. Til marks um alla þá spennu sem þarna var get ég nefnt dæmi. RUssinn Riggert sem er heimsmethafi i milliþungavigt, var af öllum talinn öruggur sigur- vegari fyrir leikana. En hann ætlaði sér of mikið og féll Ur. Það var leiðinlegt að sjá hann, þann öruggasta af öllum, þegar hann gerði sér ljósa þá staðreynd að hann var búinn að missa af Ólympiugullinu. Hann reif i hár sér, og stóð svo á sviðinu með báðar lúkurnar fullar af hári á meðan krampadrættirnir fóru um ásjónu hans. Ég efast um að nokkur hafi getað annað en vor- kennt þessum frábæra iþrótta- manni á þeirri stundu. Flestum lyftingarmönnunum kom það spánskt fyrir sjónir þegar hinir ströngu dómarar dæmdu af mér tvær tilraunir i pressu, en það þýðir ekki að deila við dómarann. En óneitanlega hafði dómurinn neikvæð áhrif á mig,- Óskar: — Það er satt, Guðmund- ur var óheppinn, en mér fannst hann taka þvi vel. Og þvi verður ekki neitað, að i þvi andrúmslofti sem þarna rikti, varð það okkur lil trausts og halds, að vita af nálægð þeirra Gisla Halldórsson- ar og Björns Vilmundarsonar ásamt öðrum félögum sem hvöttu okkur óspart til dáða. Og gaman var að fylgjast með viðbrögðum Courrier, hins franska, þegar Guðmundur gekk á pallinn til þess að reyna við 182 kilóin. Ég er viss um að það voru ekki góðar fyrirbænir sem svifu fyrir hug- skotssjónum hans,- Hvernig finnst ykkur svo um eiginn árangur? Guðm: — Það var óneitanlega gaman, að Óskar skyldi verða til þess að eignast Ólympiumet. Slikt afrek hefur enginn Islend- ingur unnið siðan Vilhjálmur Ein- arsson, var að verki i Melbourne. Við höfðum lagt upp vissa bardagaáætlun fyrir pressuna hjá Óskari, og stóðst hún á allan hátt. Við hefðum getað náð betri árangri, ef meiri reynslu væri fyrir að fara hjá okkur, þvi að keppa á svona móti og i sliku lævi blöndnu lofti dregur mann frekar niður en hitt. En við komumst i gegn með þriþrautina og það var meira en mörgum okkar reyndari mönnum tókst, en það stafar lik- lega af þvi, að þeir byrja á sinu bezta, en við reynum að halda uppi heiðri íslands, og detta ekki Ur. Vonandi kemur að þvi að við getum gefið i, ef svo má að orði kveða, og þá er að sjá hvers við erum megnugir,- 099 Laugardagur 16. september 1972 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.