Alþýðublaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 3
BREZKIR TOGARA- MENN VILJA FA VIÐ- RÆÐUR í GANG Samtök togaramanna i Bret- landi halda nú uppi miklum þrýstingi á stjórn landsins, að teknarveröi þegar upp samninga- viðræður um lausn landhelgis- deilu islands og Bretlands. Eftir helgina munu fulltrúar samtakanna fara á fund Prior, fiskimálaráðherra Bretlands, þar sem þessi mál verða rædd. Samkvæmt fregnum frá Bret- landi i gær hóta togarasjómenn að gripa til gagnráðstafana gegn islenzku varðskipunum, ef þau halda áfram að klippa á togvira togaranna. Þá kom einnig fram, að þeir eru alls ekki hlynntir þvi, að brezk herskip verði fengin til þess að stjórna veiðunum. A HEST- BAKI YFIR HAFIÐ? Það er engu likara en að hópur islendinga hafi ætlað sér á hestbaki yfir Atlants- hafið fyrir skömmu, en Loft- ferðaeftirlitið komst i spilið og bannaði ferðalagið. Tildrög voru þau, að senda átti 20 islenzka hesta með gripaflutningavél til Evrópu, þar sem nokkrir þeirra áttu að keppa á móti islenzkra hesta þar. Þegar farið var að athuga farþegalistann nánar, kom i ljós, að hann var blandaður tvifætlingum, sem voru skráð- ir eigendur, vinir eigenda, knapar, blaðamenn, ljós- myndarar og kvikmyndatöku- menn. Þar sem vélin er einkum ætluð til gripaflutninga, en alls ekki mannflutninga, tók Loftferðaeftirlitið i taumana og benti fólkinu á önnur flug- félög, sem tækju að sér flutn- inga á fólki. Electrolux H3I Frystikista 410 Itr. ¥ Eiectrolux Frystikista TC 14S 410 lítra, kr. 32.205. Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós með aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. AlíMULA fA, SlMI S6112, REVKJAVlK. Mikil reiði rikir meðal hafnar- verkamanna i Bretlandi og hóta þeir að vinna ekki að uppskipun úr islenzkum skipum i brezkum höfnum. Samband hafnarverkamanna hefur hins vegar ekki tekið neina ákvörðun um þetta, en óttazt er, að hafnarverkamennirnir gripi til eigin ráðstafana. RÁDUM EKKI VID UMBDÐIRNAR Það er ekki aðeins nafniö á hinni vinsælu mjólkurfæðu — Yoghurti — sem er útlent, heldur umbúðirnar lika. Þær eru fluttar inn frá Danmörku. Alþýðublaðið sneri sér til Odds Helgasonar sölustjóra Mjólkur- samsölunnar i Reykjavik og spurði hann, hvort ekki væri unnt að framleiða þessar umbúðir hér á landi. Oddur svaraði þvi til. að iðu- lega hefði komið til umræðu að fá þessar umbúðir og einnig um- búðir fyrir aðrar mjólkurvörur, m.a. skyrið, framleiddar hér á landi. ,,En aldrei hefur tekizt ab fá þær á samkeppnishæfu verði né af sömu gæðum og útlendu um- búðirnar”. sagði sölustjórinn. Kvað Oddur sams konar um- búðir notaðar undir Yoghurt i Danmörku, Sviþjóð og Þýzka- landi, og hefði tekizt að gera framleiðsluna á þessum umbúð- um svo ódýra, að óhugsandi væri að islenzk iðnfyrirtæki gætu háð samkeppni um þessa vöru fyrir islenzkan markað. — ,,Hins vegar skortir okkur ekki viljann til að fá umbúðirnar framleiddar á tslandi”, sagði Oddur, — „TALSMAÐUR ÍSLENZKU RlKISSTJÓRNARINNAR" Þ.E.A.S. HANS LÚÐVÍKS! Enn halda pólitiskir skó- sveinar ráðherra áfram að valda okkur tslendingum leiðindum með málflutningi sinum um landhelgismálið á erlendum vettvangi. Alþýðu- blaðinu hefur nú borizt enn ein slik frétt úr erlendu blaði, — að þessu sinni vegna málflutnings ..hins sérlega sendiboða” Lúðviks Jósefssonar i Noregi, Stefáns Jónssonar, frétta- manns. Er það blaðið „Norges Söfarts og Handels Tidende”, sem nú segir frá og er mjög harðort i garb Stefáns Jónsson- ar fyrir beinar rangfærslur og ódulbúin afskipti af norskum innanrikismálum. Segir blaðið málflutning hans i algerri and- stöðu við málflutning starfs- manna islenzka utanrikisráðu- neytisins, sem blaðiö fer mörg- um og góðum orðum um. Frétt þessi birtist undir fyrir- sögninni: Tvenns konar Islenzk- ar framsetningar á landhelgis- vandamálinu. Vikur blaðið fyrst að málflutningi islenzka sendi- herrans i Noregi, Agnars Kl. Jónssonar, sem það lofar mjög, og siðan að málflutningi „hins sérlega sendiboða”, Stefáns Jónssonar, útvarpsmanns, sem það velur þveröfug orð. Segir blaðið Stefán hafa varpað fram hverri fullyrðingunni af annarri um málið, sem hann siðan hafi neyðst til þess að draga til baka og hafi lýsing hans á vandamál- um landhelgismálsins verið al- gerlega röng i veigamiklum at- riðum. Frétt blaðsins hljóðar svo i heild i lauslegri þýðingu: „Ambassador tslands i Noregi, Agnar Jónsson, benti á tvær höfuðástæðurnar fyrir út- færslu islenzku fiskveibilög- sögunnar á blaðamannafundi i gær. önnur ástæðan er nauðsyn þess ab draga úr veiðum á miðunum undan Islandsströnd- um. Hiner sú,að nauðsyniegt er fyrir tsland að auka sinn hluta i þeirri veiði, sem á sér stað á þessu hafsvæði. Bent var á, að það væri tslendingum lifsnauð- syn að fá þessum atriðum fram- gengt. Þar til fyrir nokkrum ár- um var útflutningur fiskjar og fiskiðnaðarvara 90% af heildar- útflutningi Islendinga og nú er þetta hlutfall i kring um heildarútflutningsins. Jónsson ambassador notaði tækifærið tii þess að þakka þann skilning, sem norskir aðilar hafa sýnt á útfærslu fiskveiði- iögsögunnar. t þvi sambandi nefndi hann sérstaklega norsku orðsendinguna til tslands. Hún fól ekki i sér nein mótmæli gegn útfærslunni og af íslendinga hálfu höfðu menn veitt þvi at- hygli meb ánægju, að norsk stjórnvöld sáu um að veita norskum fiskimönnum upp- lýsingar um hinar nýju veiði- reglur. sem tslendingar settu i sambandi við útfærsluna. Sam- kvæmt túlkun tslendinga fælu þessar leiðbeiningar i sér til- mæii til norskra fiskimanna um að veiða ekki fyrir innan 50 milurnar við tsland. Þegar ambassadorinn var spurður að þvi á blaöamanna- fundinum, hvort eitthvab slikt hefði beinlinis komið fram i við- ræðum ambassadorsins við Andreas Cappeln, utanrikisráð- herra, i sambandi við af- hendingu norsku orðsendingar- innar, svaraði Jónsson am- bassador þvi til að: Hann hefði ástæðu til slikrar túlkunar.... NORÐMENN ERU LÍTID HRIFNIR AF SENDINGUNNI t málflutningi sinum kom am- bassadorinn útúrdúralaust beint að efninu og sýndi fram á, aö þab er lifsnauösyn þjóðarinn- ar, sem fyrst og fremst hefur valdið og sú formlega rök- semdafærsla, sem byggö hefur verið upp i kring um máliö, var tilsvarandi jafn litið áberandi i málflutningi ambassadorsins. Frásögn Jónssons ambassa- dors kom á réttri stund með ' hliðsjón af að annar islenzkur „talsmaður” hefur á röngum forsendum blandað sér inn i það stjórnmálalega innanrikisupp- gjör, sem á sér stað i sambandi við EBE-málið. Sá er Stefán Jónsson, dagskrárstjórnandi við islenzka útvarpið, sem á föstudaginn hélt blaðamanna- fund og á laugardaginn hélt erindi i boði æskulýðssam- takanna gegn EBE-abild. Hann var kynntur sem „tals- maður islenzku rikisstjórnar- innar”, en það voru fljótlega stungin göt á þá fullyröingu og það kom i ljós, að raunverulegt erindi hans var að halda ræðu, sem islenzki sjávarútvegsráð- herrann Lúðvik Jósefsson (kommúnisti) átti að halda i Osló. Sjálfur kynnti hann (Stefán, innsk. AlþbL) sig sem „talsmann islenzku rikis- stjórnarinnar, þ.e.a.s. sjávarút- vegsráðherrans”. í málflutningi sinum fullyrti Stefán, að norska rikisstjórnin hefði mótmælt 50 milunum. Hann varb að draga i land með þessa fullyrðingu þar sem hann gat ekki skýrt frá þvi, hvenær slik mótmæli hefbu verib afhent eða hvernig þau hefðu hljóðað. Þá reyndi Stefán Jónsson einnig að leggja málið þannig fyrir. að það væru EBE-löndin, sem stæðu að baki andstöðunni við landhelgina, og að Danmörk og Noregur væru undir áhrifum frá þessu vegna þess, að þau væru væntanlegir EBE-aðilar. Honum var svarað á þá lund, og vildi hann ekki ræða það mál frekar, að Sovétrikin hefðu mót- mælt 50 milunum og að austur- evrópurikin hefðu snúið sér til SÞ með yfirlýsingar um and- stöðu við útfærslu fiskveiðilög- sögu. Þá varð hann einnig að virðurkenna, að af Norðurlönd- um hefði sterkustu and- stöðunnar gegn útfærslunni gætt hjá Svium, en ekki Norð- mönnum eða Dönum. Framsetning hans á málinu var einkennileg og i veigamikl- . um atriðum i andstöðu við stað- reyndir og allt sjónarspilið var ■ skipulagt til þess að hafa af- skipti af stjórnmálalegri innan- rikisákvörðun i Noregi. Sem slikt var þetta mjög óviður- kvæmilegt, — einnig af gest- gjafanna hálfu”. 399 HLUIU FANGELSISDOM 71 -EN FÆSTIR AFPLANUÐU A siðasta ári voru 399 menn dæmdir til fangelsisvistar i saka- dómi Reykjavikur, en vegna plássleysis i fangelsum á tslandi voru fæstir þessara manna látnir afplána dóma sina. Alþýðublaðið hafði samband við Þórð Björnsson, yfirsaka- dómara i gær og innti hann eftir þvi, hversu margir þessara manna hefðu afplánað dómana. Hann kvaðst i fljótu bragði ekki hafa nákvæmar tölur um það, en bætti við: „Ég teldi sennilegt, að það væri ekki búið að fullnægja eða farið að fullnægja nema broti af þess- um dómum”. I nýútkomnu hefti af Samvinn- unni ritar Þórður grein, sem hann nefnir „Afbrot og refsing”, og koma þar fram mjög athyglis- verðar tölur um starfsemi saka- dóms Reykjavikur á siðastliðnu ári. Tala ákærðra var 540. Þar af voru 229 ákærðir fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, en 311 gegn sérrefsilöggjöfinni. Karlar voru i yfirgnæfandi meirihluta eða 521, en konur að- eins 19. Akæruefni fyrir brot gegn al- mennum hegningarlögum var i 150 tilvikum fyrir auðgunar- eða fjárréttindabrot, i 49 fyrir skjala- fals og i 12 tilvikum fyrir likams- meiðingar. Ákæruefni fyrir brot gegn sér- refsilöggjöfinni var i 282 skipti fyrir umferðarlagabrot og i 14 skipti fyrir fiskveiðilagabrot. Niðurstaða dóma var i stuttu máli sú, að 399 menn voru dæmdir i óskilorðsbundna refsivist, 54 i skilorðsbundna, 53 fengu sektir, i málum 25 manns var ákvörðun refsingar frestað eða refsing ekki gerð. Og I tilfellum niu manna var sýknað. Yfir 250 menn voru dæmdir I óskilorðsbundið varðhald fyrir akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis eða sviptir ökuréttindum. OPINBERIR FÁ SUAAARGLAÐNING Á næsta ári fá opinberir starfsmenn ekki greitt orlof af yfirvinnukaupi, en i þess stað fá þeir greiddar 5.000 krónur auk fastra mánaðarlauna þann mánuð, sem þeir taka sumar- leyfi i. Verður þessi upphæð, 5000 krónur, greidd öllum rikis- starfsmönnum, hvar i launa- flokki sem þeir standa, og hvort sem þeir hafa unnið mikla eða litla yfirvinnu á undanfarandi ári. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, og Kristján Thorlacius, formabur Banda- lags starfsmanna rikis og bæja, hafa undirritað samning um þetta orlofsframlag. Samningurinn nær til orlofs- ársins 1. júni 1972 til 31. mai 1973. Tekið er fram i samningnum, að hann sé undirritaður með fyrir- vara, þar sem nauðsynlega lagaheimild skorti, en fjár- málaráðherra lýsir hins vegar yfir, að hann muni beita sér fyrir nauðsynlegum laga- breytingum til þess ab samningurinn öðlist fullt gildi. Laugardagur 16. september 1972 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.