Alþýðublaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 12
alþýðu
IIIM
KÓPAYOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
ÞEIR VILDU SEM ALLRA MINNST
VID OKKUR RÆDA- OG EKKI ORD
UM SKÆRIN
FEGURÐARDROTTNINGIN
Akraneskvigan er stolt okkar blómlegu byggða
og bráðum mun dýrð hennar skina á
Langasandi,
aldrei sást friðari fulltrúi kvenlegra dyggða
i fegurðarsamkeppninni á voru landi.
Lkki verður á betra bent eða kosið
en ballettspor kusu, þótt árin og dagarnir liði,
hreimfagra röddina, hlýtt og elskulegt brosið
og halaskúfinn, skepnunnar meginprýði.
Akraneskvigan er forkunnar fagur gripur,
fijótandi augun, glæsileg vaxtarmálin,
og sézt hefur varla annar eins yfirsvipur,
allt er fullkomið — likaminn jafnt og sálin.
rru*-/
ljeir komu úr striðinu á Óðni á
þriðja timanum i gær eftir hálfs-
mánaðar útivist á miðunum hjá
Bretum. og það var verið aö setja
fast að íraman, þegar blaða-
maður Alþýðublaðsins kom niður
á Ingólfsgarð til að taka á móti
skipinu.
Kjiildi bila stóð á garðinum, og
einkennisklæddir menn með
kaskeiti gengu fram og aftur,
brugðu sér inn i varðskýlið og töl-
uðu við varðmanninn eða i sima.
I>arna strunsuðu lika um ábúðar-
miklir menn með skjalatöskur og
ralvirkjar með verkfæratöskur
klifruðu upp i turn til að gera við
radarinn.
En ekki þýddi fyrir blaða-
manninn að strunsa eitt né neitt,
með myndavél um öxl. þá gall við
i hátalara: ,,Það er algjörlega
bannað að fara um borð”. Senni-
lega eru þeir hræddir um það hjá
ga'zlunni, að leyndardómur tog-
viraklippanna verði afhjúpaður,
hleypi þeir blaðamönnum um
borð. og þar við varð að sitja.
Blaðamaður brá sér inn i varð-
skýlið og spurði hvort einhver af
einkennisklæddu* mönnunum
með kaskeitin væri skipherrann
sjállur. en þeir hristu höfub sin og
sögðu hann vera upptekinn um
borð.
I>á-var ekki um annað að ræða
en norpa úti, að sjálfsögðu utan
bannsvæðisins, sem er lokað af
með landamærahliði — og biba
eftir skipherranum.
I>arna komu fleiri en forvitnir
blaðamenn, bilunum á garðinum
fjölgaði, og i sumum þeirra voru
ungir piltar, sem upplýstu brátt,
að þeir hefðu verið á Óðni i
sumar. En þrátt fyrir, að þeir
va'ru þaulkunnugir um borð og
þekktu eflaust leyndardóma
klippanna, var þeim stranglega
bannað aö fara lengra en að hlib-
inu.
Tveir þessara pilta, — þeir voru
hinir knáustu að sjá — höfðu hætt
daginn fyrir útfærsluna. Hvers
vegna? Jú þeireru að byrja i Vél-
skólanum. En sá þriðji sagðist
hafa verið rekinn. Hversvegna?
..Það var útaf slagsmálum og
svoleiðis", var svarið.
Enn einn piltur kom að skýlinu
og fór þar inn. Hann spurði, hvort
ekki vantaði menn um borð.
Varðmaðurinn sagði. að svo væri
nú ekki i bili. en hann væri á blaði,
og þeir hringdu ef vantaði menn.
Hann sagðist vera vanur i vél,
pilturinn.
Þegar hann var farinn sagði sá
sem var rekinn. að hann hefði
beðið um vinnu á Arvakri. ,,En
Óðinsmenn kíktu
heim úr stríðinu
i gær
þeir sögðu, að það kæmi ekki til
greina”, og hann glotti.
Blaðamaður fór nú inn i skýlið
og spurði varðmanninn, hvort
Landhelgisgæzlan væri nokkuð i
vandræðum með mannskap.
Hann sagði. að svo væri ekki á
sumrin, en margir á skipunum
væru námsmenn. og það sé
heldur verra að fá menn um þetta
leyti, þegar skólarnir séu aö
byrja. ,,En á sumrin er mjög
mikil ásókn af strákum um 15 ára
aldurinn, en það er meiri þörf
fyrir fullharðnaða hrausta
menn”, sagði hann, ,,þvi þetta er
of erfitt starf”.
Skipherrann lét ekki sjá sig, svo
blaðamaður fór að ræða viö einn
yfirmannanna, sem var á leið i
burtu með konu sinni.
Hann vildi litið segja, visaði til
skipherrans, en sagði þó, að það
væri skipherrann sjálfur, sem
tæki myndirnar af landhelgis-
brjótunum, en þeir létu Bretana
vita af þvi um leið og þeir sigldu
upp að þeim, að þeir væru i land-
helgi.
Það var þetta með klippurnar.
Strákarnir, sem voru hættir á
Óbni, spurðu hvort blaðamað-
urinn ætti við sauðaklippurnar.
Nánar vildu þeir ekki ræða málin,
nema þeir sögðust hafa sagt
fólki. að klippunum væri rennt
niður með siðum varðskipsins á
tannstöng.
Loksins kom skipherrann sjálf-
ur, en þegar blaðamaðurinn
spurði hvort hann mætti svara
nokkrum spurningum visaði hann
góðlátlega til blaðafulltrúa Land-
helgisgæzlunnar og snaraði sér-
upp i bilinn sinn og ók i burt. —
ÞAÐ ER EKKI AL-
VEG HÆTTULAUST
AÐ HAFA KÖGLA
í FÓRUM SÍNUM
Áhugakona um blómarækt var kyrrsett hálfan dag hjá toll-
gæzlunni á Keflavikurflugvelli ekki alls fyrir löngu, þar sem
grunur lék á, að hún væri með mikið magn af hassi i fórum sinum,
sem reyndist þó vera svissneskur vikur áður en yfir lauk.
Konan fékk sér nokkra vikurköggla úti i Sviss, i sambandi við
tilraunir, sem hún vinnur að við ræktun blóma. Hún pakkaði
kögglunum i plastpoka og setti i tösku sina þar sem pokinn fannst
svo og þótti grunsamlegur.
Ekki dró úr grunsemdunum þegar konan vildi fyrir alla muni fá
kögglana og sagði sér þá mjög verðmæta og lýsti sig reiðubúna að
missa allan farangur sinn, ef hún bara fengi haldið þeim.
Voru þá tikkvaddir fróðir menn og eftir að hafa igrundað
virkurnn rækilega, komust þeir að raun um að ekki væri um hass
að ræða. Konan endurheimti þvi kögglana og segist nú hafa gert
tilraunir sinar með góðum árangri. —
SOVÉSKIR GYÐINGAR LEITA
ÁSJÁR HIÁ ALÞJÓÐABANKANUM
Atta sovézkir Gyðingar. sem
óskað hafa levfis stjórnvalda i
Kreml að flytjast búferlum til
tsraels. hafa skrifað Robert
McNamara. aðalframkvæmda-
stjóra Alþjóðabankans. bréf og
beðið um hjálp bankans til að
greiða hin háu gjöld. sem sovézk
stjórnvaöld krefjast af mennta-
mönnum. er flytjast vilja úr
landi.
Gyðingarnir átta eru allir frá
borginni Kharkaov i úkraniu.
Leggja þeir til. að alþjóðabankinn
láni þeim umbeðið fé. og lofa þeir
að endurgreiða það jafnskjótt og
þeir hafi fengið atvinnu i ísrael.
..Það horfir mjög lavarlega
fyrir okkur. Enginn okkar getur
borgað þetta lausnarfé. Til allrar
óhamingju hafa flestir okkar
hlotið æðri menntun ókeypis. en
fyrir bragðið eigum við nú engra
kosta völ”. segir i i bréfi sovézku
gyðinganna átta. —