Alþýðublaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 7
AB KEPPA VHI AT- VINNUMENN Vegna hinnar hörðu gagnrýni sem fram kom á störf íslenzku Olympiunefndarinnar og þá um leið á störf stjórnar t.S.I. um mannaval og fjölda i fararstjóra- hóp, áður en haldið var til leik- anna i Munchen, átti Alþýðublað- ið eftirfarandi viðtal við Gisla Halldórsson forseta t.S.t. A visu má lengi deila um þau atriði sem urðu fyrir mestri gagnrýni og sitt sýnist hverjum. En það þykir léleg blaðamennska að leyfa mönnum ekki að bera hönd fyrir höfuð sér. Þess má geta, að með þessum orðum er ekki verið að hvitþvo einn né neinn fyrirfram, og það er ennþá bjargföst skoðun undirrit- aðs, að margt af þvi sem hann sagði og skrifaði um þessi mál átti rétt á sér. En við skulum snúa okkur að Gisla, og heyra hvað hann hefur um þessi mál að segja. Hvcrnig fannst þér islenzku i- þróttamennirnir standa sig á Olympiuieikunum i Munchen? Mér fannst i heild að iþrótta- mennirnir stæðu sig með ágæt- um, og mér fannst mjög ánægju- legt að fá tækifæri til þess að fylgjast með þeim og þeirra getu. í heild voru þeir svona rétt fyrir neðan miðju og þar fyrir neðan og tel ég það mjög góðan árangur. Við megum ekki vænta þess að þeir geri betur miðað við þær að- stæður sem eru hjá þeim. Þeir eru fyrst og fremst áhugamenn. A Olympiuleikum keppa þeir við menn, sem við vitum að eru at- vinnumenn i sinum greinum. Þvi var það vissulega ánægjulegt að sjá að þeir voru oftast nær i miðj- um hóp, og i topp þjálfun sem kom fram i þvi, að þeir settu 7 Is- landsmet á leikunum. En svo að við snúum okkur að framkvæmd leikanna, hvernig fannst þér hún fara fram? — Allur undirbúningur að Olympiuleikunum var með mikl- um ágætum, allt skipulag mikið betra og nákvæmara en áður hef- ur þekkst og allur aðbúnaður hjá iþróttafólkinu var eins góður og frekast var á kosið. Þjóðverjar höfðu lagtsérstaka áherzlu á það, að það yrði stutt fyrir þátttakend- ur að leikvanginum og iþrótta- húsunum þar sem keppt var, en einnig að það yrði stutt á æfinga- svæðin. Þetta höfðu þeir leyst mjög vel af hendi, og með þvi komið i veg fyrir vandamál sem aðrir hafa ekki getað leyst á undanförnum leikum. 1 stærri borgum, ef mað ur t.d. minnist á Tokio, þá þurfti ávallt að aka þátttakendum langar leiðir, bæði fyrir keppni og eins á æfingavellina. Þetta var leyst á svo einfaldan hátt, að þeir gátu gengið allflestir til sinna keppnisstaða og æfingavalla og húsa. Nú voru uppi raddir um það, áður en þið fóruð að þarna ætti sér stað keppni milli farastjóra og iþróttamanna um það hvor hóp- urinn væri stærri. Hvað vilt þú segja okkur um þá hluti? — Jú, það hefur verið mikið um það rætt, að það hafi verið allstór hópur farastjóra sem fór á þessa leika. Það má sjálfsagt alltaf deila um það hvernig skiptingin eigi að vera milli fararstjóra og iþróttamanna. Eftir að ég átti þess kost nú i fyrsta sinn að vera með og sjá leikana innan frá, ef svo má að orði komast, er ég sannfærður um að það þarf að veita iþróttam. verulega að stoð, og hjálp á keppnisstað á svona umfangsmiklum iþrótta- mótum eins og þarna fóru fram. Þessvegna tel ég, að við höfum oft áður sparað um of aðstoðarmenn, og það réttilega vegna fjárskorts. Einkum og sér i lagi vil ég taka fram, að þar er mikil nauðsyn og sjálfsagt að þjálfarar fái ætið að mæta á slíkum leikum i stærri mæli en hefur átt sér stað á und- anförnum árum. Þjálfarar vinna oft á tiðum i allt að 40 ár á vegum iþróttahreyfingarinnar, og þegar þeir komast á slík stórmót geta þeir lært mjög mikið af hinum færustu mönnum. Þar hitta þeir aðra þjálfara, sem sumir hverjir eru mjög frjálslegir. Þvi hafa is- lenzkir þjálfarar fengið tækifæri til þess að ræða við þá, og fengið að fylgjast með þvi á hvern hátt þeir láta sina iþróttamenn æfa sinar greinar. Það er ekki nokkur vafi á þvi, að slikt getur komið að miklu gagni fyrir islenzka iþróttahreyf- ingu. Þar fyrir utan er þjálfarinn mikill styrkur fyrir iþróttamann- inn sem mætir þarna til leiks, með þá kröfu á herðum sér að hann geti náð sinum bezta árangri. Nú var sagt að Sigurður Magnússon hefði farið utan f boði þýzka rikisins. Eftir að hann kom út, voru uppi raddir um það, að hann væri hálfgerður huldumað- ur og dveldist i Olympiuþorpinu sein nuddari. Hvað hefur þú um það að segja? OL-rabb við Gísla Halldórsson — Sigurði Magnússyni var boð- ið af þýzka rikinu að koma og fylgjast með seinni hluta leikanna og aðstöðu allri i Þýzkalandi eftir leikana. Boðið stóð frá 8. septem- ber fram að 20. sama mánaðar. Þar sem boðið til Sigurðar hljóð- aði aðeins upp á seinni hluta leik- ana, fannst okkur sjálfsagt að hann fengi að fylgjast með þeim frá upphafi, vegna þess að það er ætlun okkar að gefa út sérstakt iþróttablað nú i vetur, helgað Olympiuleikunum. Þar sem Sigurður er ritstjóri Iþróttablaðs- ins kemur það á hans herðar að sjá um þetta blað. Þar sem boðið gilti aðeins frá 8. september varð Sigurður að fá aðstöðu i Munchen fyrstu tólf dagana. Þar sem það var erfitt um vik, skortur á hótel- rými og öðru nema með ærnum tilkostnaði var það gert i samráði við Olympiunefnd að Sigurður var skráður sem aðstoðarmaður, nánar nuddari, hjá hópnum. Vann hann mikið starf til aðstoöar þessa 12 daga sem hann bjó I búð- unum. Þetta er ekkert meira en gert er hjá öðrum þjóðum vegna þess, að ýmsir aðstoðarmenn eru ekki taldir upp sem fararstjórar. Er það fullkomlega heimilt að láta slika aðstoðarmenn mæta i búð- unum. Enda höfðu þjóðverjar ekkert við þetta að athuga. Þetta sparaði okkur svo mikið fé, þar sem uppihaldið i iþróttabúðunum var mjög ódýrt. Til fróðleiks má geta þess, að Frjálsiþróttasambandið naut sömu fyrirgreiðslu, þvi þegar Sigurður fór gátum við gefið okk- ar ágæta iþróttamanni, Guð- mundi Hermannssyni, tækifæri til þess að yfirtaka herbergi Sigurð- ar og búa i þvi til loka leikanna. En Guðmundur fór einmitt til Þýzkalands til þess að taka þátt i iþróttamóti i Köln, hinu svokall- aða heimsmeistaramóti öldunga. Við minntumst á nuddara. Tel- ur þú ekki æskilegt að nuddarar verði hafðir með, þegar haldið verður á svona stórmót i framtíð- inni? — Eins og ég sagði i upphafi höfum við sparað of mikið til fararstjóra og aðstoðarmanna, allavega er það min skoðun. Ég tel að i raun og veru sé það sjálf- sagt að hafa nuddara með i svo stórum hóp og nú átti sér stað. Þetta leystum við nú með þvi að fá þýzkan nuddara til þess að sjá um og aðstoða islenzlu þátttak- endurna eftir þörfum. Þá var fyrirfram ákveðið, enda höf- um við oft gert það áður. Að sjálf sögðu er betra aö hafa islenzkan mann, sem þekkir fólkið. Að lokum Gisli. Að öllum öðruin iþróttamönnum ólöstuðum stóðu lyftingamcnnirnir sig sæmilega. Nú aftur á móti er aðstaða þeirra hérheima heldur bágborin. Ætlið þið að bæta citthvað úr þvi? — Ég vil fyrst taka undir það a6 frammistaða lyftingamanna- anna var með afbrigðum góð. Og eftir að hafa fylgst með þeim i keppni og séð hversu vel þeir standa sig tel ég það einsætt að við verðum að gera talsvert átak og aðstoða þá meira en gert hefur verið. Þeir hafa æft við léleg skii yrði og þvi má segja að það sé furðulegthve langt þeir hafa náð. Að minu áliti verður að bæta úr þvi nú þegar á þessu hausti og skapa þeim betri aðstöðu. Mér dettur i hug til dæmis, að þaö þurfi að aðstoða betur þau félög sem eru með lyftingar á stefnu^ skrá sinni. Að koma upp einhverj' um samastað fyrir þau og einnig að iþróttasambandið stæði að þvi i samvinnu við þá sem vinna að lyftingamálum að fá erlendan þjálfara, til dæmis um mánaðar skeið, og með þvi hleypa nokkru fjöri i lyftingar almennt. Og þá sérstaklega til þess að styrkja þá þessa afburðamenn, sem ég tel að séu, Guðmundu Sigurðsson og Óskar Sigurpálsson, auk annarra sem fylgja fast á hæla þeirra. f.k. ÞETTA ERU í RAUNINNI AHUGAMENN Laugardagur 16. september 1972 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.