Alþýðublaðið - 29.09.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.09.1972, Blaðsíða 7
SVARTI HITLER - UGAHOAMEISTARI í HNEFALEIKUM Fyrrverandi Ugandameistari i þungavikt i hneíaleik- um, Idi Amin, hershöfðingi, sem i janúar i fyrra vann eina lotuna i viðbót er hann geröist forseti landsins, á nú á hættu að tapa næslu lotu i hinum blóðuga hring. baö er herinn, sem gerði byltingu i fyrra, og þá varð Amin æðsti yfirmaður niu milljóna undirsáta, — en nú vofir yfir hon- um hættan á að lúta i lægra haldi fyrir einhverjum, enn ónafngreindum manni úr hópi leiötoga andspyrnuhreyf- ingarinnar. Idi Amin vill helzt láta kalla sig ,,Big Daddy” eða ,,Kall inn” eins og sagt er um islenzka skipstjóra, hvar sem hann kemur fram, og þegar hann ruddist með hermenn sina inn i Kampala i janúar i fyrra og steypti af stóli Milton Obote, sem hann hafði áður svarið eilifa tryggð og vináttu þá var ekki laust við það að landsmenn fögnuðu þessum nýja herra. „Hisinn” eins og Amin hefur stundum verið nefndur, vegna stærðar sinnar, lofaði þjóðinni umbótum, lofaði þvi að ráðist yrði að spillingunni i þjóðfélaginu, og lofaði að ganga milli bols og höfuðs á þeirri sósialistisku efnahags- stefnu, sem þar hafði ráðið, og reyndar næstum gert Uganda gjaldþrota. Amin naut ekki litilla vinsælda heima fyrir þegar hann lét flytja heim lik Sir Edward Frederick Motlesa annars, fyrrum Buganda konungs, en Obote hafði steypt honum af stóli, og hann lézt i útlegð i Englandi, snauður og einmana. bessi fyrrum konungur var fluttur heim og hlaut virðu- lega útförá vegum rikisins i Kampala. En þessi útför var sett á svið. Amin var með þessu að höfða til tiltekinna kyn- þátta i Uganda, einkum Buganda-fólksins, og gefa i skyn veldi sitt. En það fór fljótlega að bera á bágbornum efna- hag , sem ekki hafði verið góður fyrir. t Afriku höfðu menn, kunnugir málum, þegar við valda- töku Amins sagt að gáfur og stjórnmálavit hans stæði i öf- ugu hlutfalli við likamsstærðina. 1 stjórnartið Obotes var oft heitt i kolunum i sambúð Uganda og nágrannarikjanna, en eftir að Idi Amin tók við fór fyrst fyrir alvöru að skerast i odda. Ari eftir valdatök- una kúventi hann i nokkuð öfgafullri afstöðu sinni til mikilvægra málefna. Aður hafði hann lýst ánægju sinni yfir sigri Israelsmanna i sex-daga striðinu, en nú tók hann að predika að „zionisminn, heimsvaldastefnan og Bret- land” væru óvinir Uganda, og i stað þess fór hann fögrum orðum um Araba og sókn þeirra til sigur yfir zionisman- um. Jafnframt hafði hann i hótunum við nágrannarikið Tanzaniu og forseta landsins, Julius Nyerere, sem ekki hafði aðeins veitt Obote landvist, heldur áleit frá upphafi Amin heimskingja og kallaði hann meira að segja sinnis- veikan mann, sem þjáðist af stórmennskubrjálæði. Sjálfur hefur Amin oftar en einusinni gert þaö heyrum kunnugt að kynþáttastefna hans i innanlandsmálum, ofs- óknir hans á hendur ibúum af asiskum uppruna og hvitum ibúum landsins, se vegna opinberunar frá Guði, og hann segistræða daglega við Drottinn almáttugan.á gönguferð- um. Idi Amin, sem nú er viða kallaður „Svarti Hitler” hefur tvöfaldað herafla Uganda og komið útgjöldum til hermála upp i 65% af heildarútgjöldum rikisins. En hann hefur ekki komiztfyrirspillinguna i rikiskerfinu, og hann hefur held- ur ekki á neinn hátt bætt efnahaginn. Hermenn Amins og lögreglan fara hins vegar um landið og valda hvarvetna ógn og skelfingu, og framkoma þeirra hefur styrkt andspyrnuhreyfinguna i Uganda og ná- grannarikjunum. En „kallinn” lætur það ekki á sig fá. bessi 46 ára gamli harðstjóri, sem verið hefur svo mjög i sviðsljósinu undan- farnar vikur, virðist vera við þvi búinn að i þessum hring eins og þeim, sem hann keppti í áður, vinni menn ekki all- ar lotur, og i útvarpsviðtali fyrir nokkru sagði hann: „Mér er sama hvenær ég verð skotinn”. Að liðinni síðustu helgi hefur það hvarflað að mörgum áhorfanda sjón- varps, að þar vanti einn dagskrárstjórann í viðbót við þá tvo ágætu menn, sem annast dagskrár- stjórnina, Jón Þórarins- son, tónskáld, sem hef ur á hendi stjórn skemmti- deildar. og Emil Björns- son, sem annast stjórn fræðslu- og fréttadeildar. Þessi nýi dagskrárstjóri mundi ráðinn til að sjá um afþreyingarefni ein- göngu, en mjög skortir nú á, að slikt efni sé haft um hönd í sjónvarpi í þeim mæli að sæmilegt geti talizt. Hins vegar er séð svo vel fyrir tónlistinni í sjónvarpinu, að jafnvel mætti nefna slíka ofnotkun músikofbeldi. Auðvitað liggur ekkert fyrir um það, hve þeir eru margir hér á landi, sem hafa ánægju eða nautn af því að hlusta á tónlist úr gömlu hesthúsi í Austur- ríki, eða hver ánægja það er að heyra kokhraustan brezkan almúga kyrja ,,Rule Brittannia", svo að vel sé nú tekið undir við brezka ofbeldismenn á miðunum við ísland, sem milli þess þeir eru að spýta í áttina að land- helgisvörðum okkar bregða á það ráð að kyrja þennan heimsveldissöng. En látum vera. Það sem skipti þó mestu var, að bæði hesthúsmúsikin og heimsveldisprumpið tók í hvort skipti klukkutíma af dagskrártíma sjón- varpsins. Nú stendur yfir inn- heimta á gjöldum fyrir sjónvarp og hljóðvarp. Það veitir sjálfsagt ekki af, a.m.k. hafa auglýs- ingar í sjónvarpi dottið niður, kannski vegna þess að sm jörlíkisframleið- endur og sápukallar telja lítinn gróðaveg að borga þúsundir á mínútuna öðruhvoru megin við fiðl- una og annað sargerí. AAá segja að þá sé nokkuð unnið með músikofbeld- inu, ef á annað borð er stefnt að lokun sjónvarps- ins. En stjórnendur al- menningstækja eins og sjónvarps og hljóðvarps hafa skyldum að gegna, sem koma ekki hið minnsta mál við persónu- legar skoðanir þeirra, einkamat eða langanir. Þeir sem greiða afnota- gjöld sin af þessum tækj- um eiga rétt, sem ekki er hægt að ganga framhjá. Þaðerorðin fjörutíu ára saga hvernig nokkrir ágætir áhugamenn um tónlist komu sér fyrir hjá hljóðvarpinu með þeim árangri, að þar starfar nú blómleg tónlistardeild með miklu starfsliði á sama tíma og einn starfs- maður berst um í leik- listardeild, engin bókmenntadeild er til og þaðan af síður deildir yfir aðra efnisflokka, — fyrir utan fréttir- sem fjölmiðl- um á borð við hljóðvarpið er nauðsynlegt að hafa á valdi sínu. Auðvitað er það svo um hljóðvarpið, að tónlistardeildin gerir öðrum þræði kleift að halda úti langri dagskrá. Kenningin á bak við tón- listardeildina var í upp- hafi sú, að nú væri komið tækifæri til að tónmennta þjóðina. Búandkarlar ýmsir risu upp og skrif uðu lesendabréf í blöðin og jafnvel langar greinar gegn sinfóníum, og fóru háðulegum orðum um út- lend mikilmenni eins og Chopin og AAozart. En útvarpið kunni ráð við því. Það bætti bara búnaðarþáttum inn í dagskrána. Siðan var ,,musiserað" af fullum krafti áfram. Ef öðrum blöskraði, þá var reynt að bæta úr því með því að koma áhugamálum hinna sömu inn í dagskrána. og lengi tóku þeir við þessir tólf eða tuttugu tímar, sem dagskráin stendur nú til dags. Það má því segja, að hlutföllin hafi samkvæmt happa og glappaaðferð orðið nokk- uð skárri i dagskrá hljóð- varps en hún var, en þó með þeim árangri, að svo til allir áhugamanna- hópar og félagahópar eiga nú sína dagskrár- þætti mismunandi dauða og ómerkilega eftir efn- um — allt frá fuglavina- félögum niður i álitamál pól itískra glaumgosa. Samt ræður tónlistin öllu hjá hljóðvarpinu enn, og sést það bezt á þvi, að eina sjónvarpslausa kvöld vik- unnar hellist yfir útvarps- hlustendur slikt tónaflóð, að engu er likara en tapp- inn hafi verið tekinn úr púkaflöskunni. AAúsikin skal nefnilega í helvítin, vogi þeir ser að opna tækin. Viðhorfið til tónlistar- af reka hl jóðvarpsins hér á landi er á sinn hátt orðið likt og viðhorfið til Sikil- eyinganna í Bandaríkjun- um. Þetta er komið í fast form og rennur sína leið, og ekkert að gera nema umbera hina daglegu áþján. Oðru máli gegnir um sjónvarpið. Það verð- ur tæplega þolað að fá- mennur hópur áhuga- manna um tónlist hafi áhrif á dagskrána, alveg einsog þaðyrði illa séð ef leikarafélagið tæki við dagskrárstjórninni, þótt auðvitað yrði um mikið myndrænna efni að ræða. Hljómsveitir í sjónvarpi eru um það bil dauðasta efni, sem þar er hæQtað sýna. En hvað varðar áhugamenn um tónlist um það. Hún skal í helv- ítin samt. Auðvitað verð- ur eitthvað að vera um tónlist í sjónvarpi. Hjá því verður ekki komizt, enda óðs manns æði að setja slíká list alveg til hliðar. Hitt er að kunna sér ekki hóf að hafa klukkutima tónlistardagskrá kvöld eftir kvöld og mundu engir gera neins staðar í heiminum nema þeir, sem aldnir hafa verið upp við það að allt hefur verið hægt í þessum efnum í hljóðvarpinu. Þeir, sem stjórna dagskrárefni í sjónvarpi, hafa fyrst og fremst um tvennt að hugsa. Annars vegar þarf að gera sér grein fyrir þörfum al- mennings um skemmti- efni; hins vegar nauðsyn- inni á því að flytja þeim mannbætandi efni, og má kalla það menningarlegt ef vill. Þá fer vel ef jafn- vægis er gætt í þessu tvennu. Persónulegar skoðanir manna, með misjöfn áhugamál, geta ekki haft áhrif á dag- skrárgerðina. Þeir, sem stjórna , verða að heyja sérefni til dagskrárgerðar utan sérsjónarmiða, því sérsjónarmiðin eiga sér ekki viðhlæjendur í þeim mæli, að það réttlæti að leggja heilar stofnanir undir þarfir þeirra, nema þá um miðjar nætur. islenzka sjónvarpið er ekki i aðstöðu til að sitja við sinn keip hvað leiðin- lega dagskrá snertir. Svo er fyrir séð, að það nýtur engrar samkeppni. Væri um samkeppni að ræða mætti það auðveldlega halda svona áfram unz enginn nennti að opna það lengur, eins og hljóð- varpið, sem af flestum er ekki opnað nema á frétta- tímum. Þeir sem greiða afnotagjöld af tæki eins og sjónvarpi eru ekki að því til að láta ,,musisera" yfir sér, og þeir eru ekki að því til að gefa sjón- varpsmönnum sjálfum færi á forsjón misgóðra umræðuþátta, sem sumir gætu hvað áhuga áhorf- enda snertir allt eins verið um meltingargöng kýr- innar. Staðreynd er, að þegar sjónvarpið fór af stað, stóðu menn sig með tölu- verðum glæsibrag. Grát- konur kvörtuðu yfir drykkjuskap dýrlingsins, og fréttirnar voru jafnvel svo fjörugar, að menn óttuðust bráðan blaða- dauða. Sjónvarpsfréttirn- ar hafa haldið merkilega vel í horf inu, og einnig eru f ræðsl uþætti r ýmsir ágætir Ólafur Ragnar Grímsson hefur stjórnað nokkrum þáttum, sem bera af um kraft og dirfsku, og munu allir sammála um það. Fasta- þættir ýmsir eru forvitni- legir, en þeir eru of fáir. Kvikmyndirnar eru stundum afleitar, og þessir skandinavísku samf élagsþættir gætu komið hverjum sem er til að flýja á náðir brenni- víns eða annara örfandi lyf ja. Áreiðanlega er eng- inn forvitinn um meira eða minna uppblásin vandamál granna okkar — þennan sifellda storm í vatnsglasinu — á meðan fárviðrin geisa um alla jarðarkringluna. Þvílík smáskítlegheit. Af framantöldu er aug- Ijóst að annað tveggja verðurað ráða þriðja dag- skrárstjórann að sjón- varpinu— mann sem litur á sig sem fulltrúa áhorf- enda, — eða þá að útvarpsráð verður að setja skömmtunarreglur yfir músikina. Sjónvarps- notendur eiga nefnilega heimtingu á skemmti- legra sjónvarpi. Undan þeirri kröfu verður ekki vikizt. Hin útlendu hest- hús verða að víkja af skerminum. ,,Rule Brittannia" skal aðeins sungin um borð í brezkum togurum, og starfi kvik- myndavalið öðrum þræði af því að í stofnuninni gengur einhver með frönskudellu, verður að fá póstþjónustuna til að láta a.m.k. aðra hvora send- ingu hverfa. Sjónvarpið getur ekki haldið áfram að vera tilraunastofnurj sérvitringa af því svo vill til að áhorfendahópurinn samanstendur ekki af hvítum músum. VITUS Sjónvarpið getur ekki haldið ófram að vera tilraunastofnun sérvitringa af því svo vill til að óhorfendahópurinn samanstendur ekki af hvítum músum. 0 Föstudagur 29. september 1972 Föstudagur 29. september T972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.