Alþýðublaðið - 13.10.1972, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.10.1972, Blaðsíða 8
RÆTT VID BJÖRN JÓNSSON þýðustéttirnar i þessum löndum en dæmi eru til um annars staðar frá. Engar ásakanir um fráhvarf og þjónkun viö borgaraleg öfl breyta þeirri staðreynd. Að þvi leyti, sem við getum sótt okkur fyrirmyndir til annarra landa, þá eru þær þessar, — jafn- aðarmannaflokkarnir á Norður- löndum og i Bretlandi. — Hvaða hlutverki telur þú að slikur stór flokkur jafnaðar- manna ætti að gegna á islandi. sem aðrir flokkar samkvæmt nú- verandi flokkakerfi annað hvort geta ekki innt af höndum eða eiga crfitt mcð? 1 þvi sambandi er mér verka- lýðshreyfingin efst i huga og hennar mál. Hin faglega hreyfing verkafólks er og hefur verið til- tölulega sterk á íslandi, en hana skortir þann bakgrunn á stjórn- málasviðinu, sem verkalýðssam- tökin á Norðurlöndum hafa haft. Ég tel, að fyrir málum verkalýðs- hreyíingarinnar — bæði á félags- legu, efnahagslegu og menning- arlegu sviði — sé ekki nógu vel séð nema saman fari öflug fagleg barátta og öflug stjórnmálaleg barátta sterks flokks, sem verka- lýðshreyfinguna styöur. Hér er ég alls ekíd að segja, að verkalýðshreyfingin eigi að þjóna undir pólitiskan flokk. Hún á að vera þeim vanda vaxin að geta tekið sjálfstæðar og óháðar ákvarðanir um mál út frá sjónar- miði verkafólksins eins. Hins vegar er hér um svo samtvinnaða hluti að ræða, að hag verkafólks- ins verður aldrei borgið fyrr en saman fara öflug félagsleg bar- átta og öflug stjórnmálaleg bar- átta verkalýðsflokks. Þannig l'lokk vil ég veira þátttakandi i að skapa. Ég er mjög bjartsýnn á, að þótt sameiningin verði i fyrstu lotu að- eins formlega bundin Alþýðu- flokki og SFV og þeim aðilum öðrum, sem nú þegar er auðsætt að vilja vera virkir þátttakendur, þá verði sá flokkur næst stærsti flokkur þjóðarinnar strax i sinum fyrstu kosningum. — Nú hefur þú farið nokkrum orðum um verkalýðsmál og stjórnmál. Ef við flytjum okkur til úr framtið til nútiðar, þá eru um þessar mundir ýmsar blikur á lofti i efnahagsmálum. Munu verkalýðssamtökin ekki láta þau mál að einhverju leyti til sin taka? Ég tel það vist, að er þing ASÍ, kemur saman 20. nóv. n.k., þá liggi fyrir skýr mynd af þeim efnahagslega vanda, sem nú blasir við og að verkalýðshreyf- ingin og þingið ræði þau mál itar- lega. Vera kynni, að þegar ASl- þingið kemur saman lægju fyrir tillögur rikisstjórnarinnar i mál- inu og að þingið tæki afstöðu til þeirra þátta i tillögunum, sem beint varða hagsmuni fólksins i Alþýðusambandinu og snerta þá samninga, sem i gildi eru á milli verkalýðsfélaganna og atvinnu- rekenda.— SB. RAOGATA AÐ ÞETTA GED- ÞEKKAVERK MISTOKST Þjóðleikhúsið: TtjSKllJ)IN(iS«HEKAN llöfundur: Bertolt Breelil Tónlist: Kurt Weill hýðandi: Þorsteinn l>or- sleinsson l’ýðendiir söngva: Þorsteinn frá llainri. Sveinlijörn Bein- leinsson. Böðvar (iuðimindsson. I.eikstjóri: (iisli Alfreðsson l.eikinvndir og liúningateikn- ingar: Ekkehard Kriilin III jómsveitars tjóri: ('arl Killieh Fyrsta verkefni Þjóðleikhúss- ins á þessu leikári er hið við- kunna og vinsæla verk Bertolts Breéhts, Túskildingsóperan, sem frumsýnd var á þriðju- dagskvöld. Er skemmst af þvi að scgja, að sýningin var I flestu tilliti ákaflega máttlaus, og ær mér fullkomin ráðgáta hvernig ha'gt er að gera þetta geðþekka, skemmtilega og safarika verk svo yfirmáta leiðinlegt og lang- dregið. Það gengur kraftaverki næst. SIGURÐUR A. MAGNUSSON ÖM TÚSKILDINGS- ÓPERUNA Eins og kunnugt er samdi Brecht Túskildingsóperuna uppúr Óperu betlarans eftir John Gay og beindi spjótum sin- um einkum gegn viðskiptahátt- um og siðferði borgarastéttar- innar með þvi að sýna lifsvenjur góöborgarans i spegli afbrota- manna. Verkið á þvi sérstakt erindi við íslendinga, enda er ádeilan viða hnyttin og skörp, þó hitt sé laukrétt sem þýðand- inn, Þorsteinn Þorsteinsson, bendir á i leikskrá, að verkið „klofnar að vissu marki i þjóð- félagsádeilu og grinleik, og i stað þess að þessir tveir þættir magni hvor annan, þá dregur grinleikurinn gjarnan broddinn úr ádeilunni”. Vissulega er leik- stjórum vandi á höndum við uppsetningu sliks verks, en það býr samt fyrir svo miklum lifs- krafti, aðerfitt mun að kæfa það gersamlega i márklausu orða- gjálfri og stefnulausu fálmi einsog gerðist i Þjóðleikhúsinu á þriðjudagskvöldið. Frumforsenda þess að upp- færsla Túskildingsóperunnar takist að einhverju marki er, að hún hafi fastmótaðan stil og samíelldan svip. Þess verður varla krafizt af islenzkum leik- urum, að þeir hafi vald á hinum sérkennilega og margræða leik- lúlkunarstil Brechts sjálfs, sem hann ól sinn eigin leikflokk upp i, þó vissulega væri ánægjulegt að þeir kynnu eitthvað fyrir sér á þeim vettvangi. Verk Brechts má setja upp á fleiri vegu og er raunar oft gert, en þau heimta kláran stil. Að minni hyggju var grund- vallarveilan i uppfærslu Þjóð- leikhússins fullkomin vöntun á stil. Hrærigrauturinn var svo yfirgengilegur, að maður trúði vart sinum eigin augum. A svið- inu ægði öllu saman, drama, raunsæisstil, satiru, ameriskum söngleikjatilburðum, grinleik og hreinum farsa. Mikið veltur á réttri hlutverkaskipan og ýtarlegri útfærslu hverrar leik- persónu, einnig þeirra minnstu, en það fór lika i handaskolum. Bófaflokkurinn og vændis- kvennahópurinn eru til dæmis þakklátur efniviður i eftir- minnilega persónumótun, en þar var flest á sömu bók lært: hver persóna annarri lik og flestar andlitslausar með öllu. Það var helzt að Flosi Ólafsson kæmi einhverju bófasköpulagi á Matthias klink, en það var i stil A1 Capones, og auk þess hætti honum til ýktra og augljósra leikbragða eða réttara sagt leikkækja. Sannleikurinn er sá, að ofan á stilleysið bættist saltleysi: þaö vantaði kraft,safa, krydd i leik- inn, hann varð með einhverjum furðulegum hætti penpiulegur og hálfhuggulegur. Það var bláttáfram sárgrætilegt að horfa uppá hvert atriðið á fætur öðru fara gersamlega á vaskinn og gera sér þess grein í leikslok, að ekki eitt einasta atriði hafði kviknað til lifs i þeim skilningi, að það yrði smitandi, útgeisl- andi. Onnur ástæða ófaranna og ná- tengd stilleysinu held ég hafi verið það uppátæki leikstjóra og leikmyndamálara að flytja verkið beint inni nútímann og láta sem efni þess gæti fullt eins vel verið sótt i enskar nútima- aðstæður. Að sjálfsögðu speglar verkið i mörgum greinum nú- timaaðstæður að svo miklu leyti sem maðurinn er alltaf samur við sig og flest hans vandamál eilif. En verkið á sér ákveðið sögulegt umhverfi sem á að koma fram i túlkun þess. Að öðrum kosti hangir það i lausu lofti einsog uppfærslan á þriðju- dagskvöldið — eða til þarf að koma svo snilldarleg stllfærsla og staðfæring, að verkið fái nýtt lif, en þvi var ekki til að dreifa hér. Leikmyndir Kröhns voru að sinu leyti haglega gerðar, ein- faldar i sniðum og stórbrotnar, og mörg vandamál sviðsetning- arinnar voru fagmannlega leyst, til dæmis i sambandi við atriðaskiptingar sem gengu mjög greiðlega, en leikmynd- irnar slitu verkið frá sinu rétta umhverfi og áttu sinn drjúga þatt i að spilla sýningunni, ekki sizt vegna þess að I nýtizkuleg- um glæsileik sinum urðu þær til að undirstrika enn frekar en þörf var á hinn augljósa áhuga- mannabrag túlkunarinnar. Eitt dæmi um rugling, sem þjónaði engum listrænum eða póli- tiskum tilgangi, voru nýlegir is- lenzkir peningaseðlar i marg- faldri stærð með gömlum orðs- kviðum úr Bibliunni, og fannst mér bæði Hannes Hafstein og Tryggvi Gunnarsson ósköp hjá- rænulegir i þessu enska um- hverfi. Ég hef séð Túskildingsóper- una i fjórum mismunandi Upp- færslum áður. Ein þeirra var i Leningrad, og sat ég sem berg- numinnalltkvöldið, þó ég skildi ekki aukatekið orð. f fyrra sá ég uppfærslu Leikfélags Akur- eyrar, sem var að mestu unnin af ólærðu áhugafólki um leiklist, enda var vissulega meiri við- vaningsbragur á þeirri sýningu en sýningunni i Þjóðleikhúsinu, en það merkilega var að Akur- eyrar-uppfærslan var með köfl- um hrifandi vegna þess að þar var ástriða, tilþrif, lifsþróttur. Einkennilega var valið i hlut- verk Túskildingsóperunnar, og fáum reyndist auðgert að blása lifi i sinar persónur. Róbert Arnfinnsson dró upp glæsilega mynd af Makka hnif og fór vel með söngvana, þó textarnir yrðu stundum óskiljanlegir með öllu af vörum hans, en mér fannst hann helzti mattur i túlkun sinni, einkum þegar hið sanna eðli Makka birtist. Briet Héðinsdóttir dró upp viðunandi mynd af Silju Peachum, en nokkuð eintóna.Hún skilaði hinsvegar söngtextunum með sérstökum ágætum. Edda Þórarinsdóttir flutti söngtext- ana fallega og kom mjög vel fyrir á sviðinu, en henni lánaðist ekki að kveikja verulegan lifs- neista i Pollý. Sama er að segja um Sigrúnu Björndsóttur i hlut- verki Knæpu-Jennýar, en hún skilaði söngtextunum sóma- samlega. Jónatan Peachum i túlkun Ævars Kvarans og Brown yfirlögreglustjóri i túlk- un Rúriks Haraldssonar voru eins og menn frá öðrum hnött- um i þessu verki, og svipað má segja um obbann af leikendum: þeir virtust ekki hafa hugmynd um hvert þeir væru komnir né hversvegna þeir væru þangað komnir. Hin stórskemmtilega og hrifandi tónlist Kurts Wills við Túskildingsóperuna naut sin ekki nema til hálfs i þessari dauflegu uppfærslu, en vitan- lega þarf meira en lélega upp- færslu til að ganga af henni dauðri. Hinsvegar var það einn af ljóðum sýningarinnar, að söngtextar heyrðust yfirleitt ákaflega illa, bæði vegna lélegr- ar textameðferðar og of sterks leiks hljómsveitar. Það var hnyttileg tilbreytni að koma hljómsveitinni fyrir á palli ofan- Pollý (Edda Þórarins- dóttir) og frú Peachum (Briet Héðinsdóttir). við leiksviðið, þar sem hún var ööruhverju sýnileg áhorfend- um, en ekki hefur sú tilhögun auðveldað söngfólkinu að leysa sinn vanda, auk þess sem þessi staða hljómsveitarinnar gerði hana óþarflega drottnandi i söngatriðum. Þýðing Þorsteins Þor- steinsssonar á lausamálstext- anum virðist mér vönduð. Hún er orðfleiri en gamla þýðingin og með köflum á óþarflega bók- legu máli, en traust og nákvæm. Ljóðin þýddu þeir Þorsteinn frá Hamri, Sveinbjörn Beinteinsson og Böðvar Guðmundsson með merkilega góðum árangri, þvi sannarlega er ekkert áhlaupa- verk að snúa söngtextum Brechts á stuðlaða islenzku. Mér finnst sárt til þess að vita, að fyrsta sýning Þjóðleik- hússins undir stjórn hins nýja leikhússtjóra skuli ekki hafa betur tekizt, en vitanlega ber hann enga ábyrgð á þeim mis- tökum, og er óskandi að styrkrar handar hans taki að gæta sem allra fyrst i vali og meðferð verkefna Þjóðleikhúss- ins. Sigurður A. Magnússon. o Föstudagur T3. október T972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.