Alþýðublaðið - 17.11.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.11.1972, Blaðsíða 6
MEO LYFJAGJOF OG ÞJALFUN ER HÆGT AD PlNA LÍKAMANN ÁFRAM - EN HVAD LENGI? Olympiuleikarnir i Munchen siöastliðiö sumar ollu meöal annars miklum vangaveltum um það hverj- um árangri iþróttamennirnir myndu ná. Hverjir hinna fremstu myndu sigra, hver yrði árangur þeirra? Hve margir þeirra myndu setja ný heimsmet og hverjir myndu vinna gullverðlaun? lþróttamennirnir, sem kepptu i Munchen, hafa sennilega myndað mestu samsöfnun manniegrar getu og afkasta, er nokkru sinni hefur verið safnað saman á einn stað. Það var þvi ekki nema eðlilegt að vöngum væri velt yfir þvi, hvort þeir myndu ná betri árangri en fyrri iþróttamenn Olympiu- leikja. Raunar urðu leikarnir til þess að vekja enn upp hina sigildu spurningu: hve lengi enn verður manninum unnt að bæta stöðugt árangur sinn i hlaupum, köstum og stökkum? 1 hvert skipti sem þessi spurning kemur fram, eru þeir ætið fljótir til, sem halda þvi fram, að þvi séu mikil takmörk sett hve lengi maðurinn getur bætt árangur sinn. Hvort sem þeir láta álit sitt i ljósi á fremur losaralegan hátt eða reyna að rökstyðja skoðanir sinar sem itarlegast, eru þeir allir á einu máli um það, að sókn mannsins eftir nýjum met- um séu takmörk sett. Lik- aminn er vél, sem hefur i sér fólgna mikla orku og þar með getu. Fyrr eða siðar — raunar að öllum likindum fyrr — verður mörkum mannlegrar getu náð, segja þeir. Ekki er allt hægt Auðvitað hafa þeir nokkuð til sins máls. Vitaskuld verður manninum aldrei auðið að hlaupa 100 metra hlaup á 2 sekúndum, svo að dæmi sé tekið, né stökkva 4.50 metra i loft upp, ekki einu sinni á tunglinu. En er- um við samt tekin að nálgast takmörk likamlegrar getu okkar? Flestir þeir, sem hugleiða þá spurningu i al- gjörri alvöru neita henni. Yrði gert linurit yfir þau met, sem sett hafa verið á þessari öld, — i nær öllum þeim iþróttagreinum, sem nöfnum tjáir að nefna — myndi koma fram linurit, sem sýndi bratta, ört-hækk- andi kúrvu, þó að sjálfsögðu ekki á timum heimsstyrjald- anna beggja. Þessi kúrra yrði einkar tiikomumikil að þvi er köstin varðar, en siöur gagnvart hlaupum og stökk- um. Gildi sliks linurits liggur ekki aðeins i þvi, að það sýnir vissa tilhneigingu , stefnu, heldur gerir það lika mönnum fært að spá fram- förum og meta gildi slikra framfara. Setji til dæmis iþróttamaður met, sem er ofan við hina spáðu kúrvu á ákveðnu ári, verður að lita á afrek hans sem óvenjulega frábært, langtá undan sinum tima. Og i raun er það svo, að „stóru nöfnin” i iþróttasög- unni hafa verið nöfn þeirra, sem sett hafa met þessarar gerðar, er ekki hefur verið ógnað áratugum saman. Er hætta á þvi, að þessar kúrvur lækki i fyrirsjáanlegri fram- tið? „örugglega ekki”, segir dr. Bengt Sltin, aðstoðarpró- fessor við fþróttaskóla sænska rikisins og einn fremsti sérfræðingur Svia á sviði iþrótta, þjálfunar og vinnu. Og hann hefur sterk rök fyrir skoðun sinni. Fyrir það fyrsta tekur iþrótta- tæknin stöðugum framför- um. Þetta hefur sérstakt gildi að þvi er stökk og köst varðar. Annað er það, að vaxandi þekking á sviði læknisfræðinnar veitir stöð- ugt betri skilning á manns- likamanum, einkum hjarta, lungum og vöðvum. Allt þetta, ásamt aukinni þekkingu og visindastarf- semi á öðrum sviðum, leiðir til sibættra þjálfunarað- ferða. „Við eigum enn langt i land með að ná valdi á beztu og hagstæöustu þjálfunar- tækninni”, segir Saltin. Betrumbætt tæki Endurbætur á iþróttatækj- unum sjálfum hafa ekki minna gildi. Kastspjót og stökkstangir þær, sem nú eru notaðar, eru gjörbreyttar frá þvi sem var fyrir einum ára- tug siðan. Ekki er nokkur vafi á þvi, að glerfiberstöng sú, sem Kjell ísaksson, fyrr- verandi heimsmeistari i stangarstökki, notaði, hefur gert honum kleift að stökkva miklum mun hærra en sá gamli meistari bambus- stangarinnar, Cornelius Warmerdam, lét sig nokkurn tima dreyma um. Að lokum er það grund- völlur alls þessa: maöurinn sjálfur. Betri lifskjör, bættur matur og aukin vörn gegn sjúkdómum hafa ieitt til betri heilsu og við það hafa likamarnir stækkað og orðið sterkari. Sú þróun hlýtur að geta af sér aukna afkasta- og afreksgetu. Keppnin er lika stöðugt að harðna, sem veldur þvi, að iþróttamenn- irnir neyöast til að leggja sig enn meir fram en nokkru sinni fyrr. Aður fyrr voru hinar svokölluðu heims- keppnir að mestu takmark- aðar viö Evrópu (Rússland þar með talið) og Bandarik- in. Nú til dags eru Olympiu- leikarnir og önnur heimsmót iþróttamanna i raun og sannleika á heimsmæli- kvarða. Satt að segja er það svo, að þegar spretthlaupin eru undanskilin, er tilhneig- ingin i átt tii stöðugt betri árangurs svo greinileg og auðsæ, að sumir telja hættu i þvi fólgna. Þeir óttast, að iþróttirnar muni færast út af iþróttavöllunum og spyrja: er tryggt, að almenningur sé ekki i hættu þegar unnt verður að kasta spjóti 100 metra eða lengra? Er öryggi manna tryggt þegar kúlu- varparinn og sleggjukastar- inn hafa bætt árangur sinn verulega frá þvi sem nú er? Er ekki hætta á þvi, að öryggi stangarstökkvarans sjálfs sé i veði þegar hann stekkur sifellt hærra? Svarið við þessum spurn- ingum getur orðið það, að þungi spjóta, kúla og sleggja verði aukinn og að iþrótta- vellir verði stækkaðir. En getur þá ekki farið svo, að hið siðarnefnda verði til þess að fæla beinlinis áhugamenn frá iþróttavöllunum,. en laða þá i þess stað að sjónvarps- tækjunum? Kynákvöröunarpróf Segja má, að allar þessar framfarir, bæði hjá kepp- endum sjálfum sem og tækjum þeirra og tækni, að viðbættu mun betra yfirborði iþróttasvæða — ekki sizt hlaupabrauta — og miklu ná- kvæmari timamæla, hafi komiðtil leiðar aukinni reglu og festu innan hinna viður kenndu iþróttagreina. Og þvi er einnig haldiö fram, aö hið nýlega fram komna kyn- ákvörðunarpróf hafi aukið á reglu og festu innan iþrótt- anna. Að baki þessa prófs býr óskin um að fjarlægja úr röðum iþróttakvenna þær, sem gætu skarað fram úr vegna karlmannalegra eiginleika sinna. Dæmi er þess, að fundur Y-litnings (karl-litnings) hjá konu hafi valdið þvi, að henni var visað úr keppni. Dr. Jan Lindsten, prófessor við erfðadeild Karolinska Institutet i Stokkhólmi, er mikill gagn- rýnandi kynákvörðunar- prófsins og þess viðhorfs, sem tengt er þvi. Hann heldur þvi fram, að kyn- ákvörðun sé mjög flókið mál og feli i sér miklu meira en það eitt, að ákvárða f jölda X og Y litninga i einni persónu. Jafn mikilvægar séu þær hliðar viðkomandi persónu, er séu á sviðum sálarlifs hans, likamsbyggingu, kyn- lifs, félagslifs og hjónalifs. Lindsten álitur, að þær próf- anir, sem nú eru fram- kvæmdar á litningaafbrigð- um, geti verið góðar til að ákvarða kyntengsl en ekki kynferði. Hann bendir á, að sænsk lög, svo að dæmi sé tekið, leyfi persónu að skipta um kyn ef hún óskar þess. Þess vegna er meira mark tekið á þvi hvernig persón- unni sjálfri finnst hún vera en þvi, hvernig litningar hennar eru samsettir. „Hvi skyldu aðrar reglur gilda i iþróttum en þjóðfélaginu al- mennt?”, spyr dr. Lindsten. „Hvi ekki að rannsaka þá karlmennina lika? Ef kona er viðurkennd sem kona af þjóðfélaginu, löggjafanum og löggæzlunni, jafnvel af eiginmanni sinum, hvi skyldu þá ekki keppinautar hennar i iþróttum einnig gera það? „Lindsten neitar að framkvæma kynákvörð- unarpróf á iþróttamönnum. Hann telur slikt misbjóða heiðri sinum sem manns og læknis og vill ekki á nokkurn hátt eiga minnsta þátt i að neinn fái á sig stimpil. Hann álitur litningaafbrigði einka- mál hvers og eins;en ekki út- varpsefni fyrir almenning. Konur og knattspyrna Úr þvi að verið er að ræða um iþróttir og kynferði er rétt að benda á, að ört vax- andi áhugi er meðal kvenna á svo karlmannlegri iþrótt sem knattspyrnan er. Aöeinsi Sviþjóð ein-i eru 8000 konur knattspyrnumenn og þeim fjölgar stöðugt. Fjöldi fólks, einkum fyrrverandi iþróttakonur og karlkyns áhorfendur, eru mjög ánægðir með þessa innrás kvenna inni gamalt virki karlmanna. En fjöldi manna harmar einnig þessa þróun mála, ýmist af siðfræðileg- um ástæðum eða vegna gamaldags sjónarmiða. Dr. það að konur leiki knatt- spyrnu. Það gera þær heldur ekki sjálfar og fæstir aðdá- enda þeirra. Þ|alfun Að endingu nokkur lokaorð um iþróttir og kynferðismál. Saltin sér ekkert athugavert við það, að kynlif sé ástund- að meðan á iþróttaþjálfun og keppni stendur, svo fremi að það standi ekki svefni fyrir þrifum eða trufli þjálfunará- ætlanir. Hann segir, að fáan- legar upplýsingar um kyn- ferðismál og iþróttir séu ekki i samræmi við það atferli i þessum efnum, er tiðkist. 1 öllu falli sé það svo, að burt- séð frá nauðsyn þess, að menn hafi nægilegan svefn, séu mestu kostir eða ókostir kynlifs sálarlegs eðlis fremur en likamslegs eð): Kringlukasta ristnn Ricky Bruch er gott dæint um inenn sem byggðir eru upp á kraftapillum. Pillurnar áttu að tryggj»Hb.«num guii- verðlaun á OL, en dúgðu ekki til. Hreysti Bruch þvkir undraverð. Ém, Sten-Otto Liljedahl, prófess- or og læknir i Linköping i Sviþjóð, sem var um margra ára skeið læknir sænska landliðsins i knattspyrnu, er henni andvigur. Sagt er, að dr. Liljedahl sé þeirrar skoð- unar vegna þess, að konur séu ekki nægilega þjálfaðar til að taka þátt i iþróttagrein, sem fleiri slasast i en nokk- urri annarri i Sviþjóð. Konur hafi heldur ekki jafn þrosk- aða vöðva og karlmenn til verndar gegn slitum á sinum og vöðvafestingum. Stúlkur halda þvi fram, að þær leiki ekki knattspurnu af jafn mikilli hörku og karlmenn, en gera það samt. Þær verða alveg jafn ákafar i hita leiks- ins og gefast honum fullkom- lega á vald. Gagnrýnendur kvenknattspyrnunnar biðja stúlkurnar að láta piltunum eftir hinar svokölluðu afl- iþróttir. Þeir vilja sjá stúlkurnar taka þátt i iþrótt- um, sem þær eru hæfari til að stunda, til dæmis tennis, sund, hlaup og þviumlikt. Saltin sá, er áður er getið, sér ekkert athugavert við o o Föstudagur 17. nóvember 1972 Föstudagur 17. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.