Alþýðublaðið - 17.11.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.11.1972, Blaðsíða 12
f [aiþýdul KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 S£MMB/L ASTÖOIN Hf ÓLGAN í VERZLU NARSKÓLAN UM Ég hef ekki trú á að nemendur gripi til þeirra mótmælaaðgerða sem þeir hafa hótað, þar sem vandamálið virðist fremur sprottið af einhverjum mis- skilningi þeirra og skólayfir- valda, eða jafnvel gagnkvæmum upplýsingaskorti, sem nú er i undirbúningi að ráða bót á, sagöi Gisli Einarsson formaður skólanefndar Verzlunarskóla ts- lands, i viðtali við blaðið i gær. Blaðið skýrði frá þvi fyrir helgi, að nemendur hygðust setja fram rótta:kar kröfur um ýmsar úr- bælur innan skólans og yrði ekki að þeim gengið, hótuðu þeir setu- verkfalli og fleiri mótmælaað- gerðum. Kröfurnar, sem blaðið hefur áður skýrt frá, hafa nú verið settar fram við skólanefnd. Nemendur fylgdu þessari stefnu sinni eftir með útgafu skólablaðsins, þar sem vægast sagt er sneitt harkalega að yfir- völdum skólans. Gisli sagði að sér virtist sem einhver skoðanamismunur væri á milli kennara og nemenda um úr- bætur á skólalifinu. Skólayfirvöld legðu aðaláherzlu á bætta kennsluaðstöðu.þarsemskólinner nú þegar orðinn of fjölmennur til að standast fullkomnustu kröfur um námsaðstöðu. Nemendur legðu hinsvegar aðaláherzlu á bætta aðstöðu til félagslifs. Sagði Gisli að þetta væri hvort UM 3000 ERU HIMDSUUSIR Nú eru um þrjú þúsund manns utan prestakalls á landinu og vex þessi tala með liverjum mánuði. Þelta cr i efra Breiðholti i Iteykjavik, en þar er engin kirkja og ckkert safnaðarstarf — og i ofanálag lét llalldór E. Sigurðsson fjár- málaráðlierra liafa það eftir sér i sumar, að prcstaköllum yrði ekki fjölgað á næstu ár- u m. l>arna i hverfið flytja nú mánaðarlega 200 til 400 nianns. Að visu er gert ráð fyrir, að hinn nýkosni prestur i neðra Kreiðlioltinu þjóni þessu svæði fyrstum sinn. þótt ibúar cfra Breiðholtsins liafi ekki fengið að taka þátt i prests- kosningununi i sumar og það mái hafi aldrei verið rætt við þá. llinn nýkosni prestur i neðra Breiðlioitinu mun þó liafa nóg á sinni könnu þar sem sóknar- börn hans cru um sjö þúsund talsins. og prestakallið þar mcð eitt hið stærsta á landinu. tveggja hagsmunamál nemenda, en þar sem skólinn hefði litil f jár- ráð, yrði skólanefnd að vega og meta á hverjum tima á hvaða úr- bætur áherzlan væri lögð. Sagðist hann skilja margar skoðanir nemenda og kröfur þeirra væru ekki ósanngjarnar þegar á heildina væri litið, en nauösynlegt væri að þeir tækju hugmyndir skólayfirvaldanna einnig til greina. f þeim tilgangi var haldinn fundur skólanefndar, kennara, skólastjóra og nemenda, að loknum prófum si. voru. Var þar rætt um að koma upp skólaráði, með aðild nemenda, sem gæti verið umræðugrundvöllur um mál skólans og gagnkvæm upplýsingamiðlun milli allra aðila innan hans. Bjóst hann við að þessu ráði yrði komið á fót alveg á næstunni og vonaðist til, að með þvi leystust ýmis óþarfa vandamál, sem upp gætu komið fyrir misskilning eða skort á upplýsingum.- VESTURFERÐIN BÚIN AÐ TAKA HÁLFAN MÁNUÐ Nú er nærri vika sfðan við fór- um að fylgjast með ferðum vöru- bilstjóranna Gunnars Péturs- sonar og Armanns Leifssonar á leið þeirra frá Reykjavik til fsa- ljarðar, og skýra lesendum frá þeim. Við höfðum fyrst samband við Gunnar þar sem þeir félagar voru staddir að Mýrum i Dýrafirði, og i gærkvöldi fréttum við, að i fyrri- nótt hefði þeim tekizt að brjótast yfir Gemlufallsheiði til önundar- fjarðar og út til F’lateyrar. A morgun verða þeir þvi búnir að vera hálfan mánuð á leiðinni til fsafjarðar, og að sögn Ebenez- ers Þórarinssonar, sem rekur fyrirtækið Gunnar og Ebenezer ásamt Gunnari Péturssyni, var litil von til þess, að þær kæmust á leiðarenda fyrrená sunnudaginn. Ebenezer sagði, að svo mikill snjór væri á Breiðadalsheiðinni, að sennilega tæki það tvær ýtur sólarhring að ryðja hana. Reynt var að byrja að ryðja heiðina i gær, en snúa varð frá vegna snjó- komu. Siðdegis i gær var veðurútlitið þó orðið þannig, að útlit var fyrir, að hægt yrði að leggja i heiðina i dag, og þá yrði mokstrinum ekki lokið fyrr en á sunnudagsmorgun. BÚIN AÐ LEGGJA FRAM SINN SKERF — OG VEL ÞÁÐ! Þetta er annar bekkur A i Rcttarholtsskólanum, sem tók sig til i siðustu viku og hélt skemmtun i skólanum til fjár- öflunar fyrir Landhelgissjóð. Krakkarnir heimsóttu okkur á Alþýðublaðinu á þriðjudaginn og tilkynntu okkur, að þau hefðu afhent liðlega 22 þúsund krónur á skrifstofu landhelgissöfnunar- Við Alþýðublaðsmenn endurguldum heimsóknina i fyrradag, og smelltum þessari mynd af hinum glaðværa hóp, sem ætlar sér að verða öðru skólafólki ,,gott fordæmi” eins og ein stúikan orðaði það um daginn,- FRAMKVÆMDASTOFNUHIN KOMN f „FUUAN GANG” ÁRSLEIGAN NÁLGAST TVÆR MILLJÓNIR ,,Nú eru allar deildir Fram- kvæmdastofnunar fslands komnar undir eitt þak, og er starfsemin komin i fullan gang”, sagði Ragnar Arnalds, formaður F'ramkvæmdastofnunar rikisins, á blaðamannafundi i gær. Stofnunin hefur tekið á leigu til 5 ára þriggja hæða steinhús BJÖRN ER NÁNAST VISS UM FORSETANN — EN REIPDRÁTTUR UM VARAHJÓLIÐ Nú mun vera talið nokkurn veginn öruggt, að Björn Jónsson verði kjörinn forseti Alþýðusam- bands íslands á þingi þess i næstu viku. Eins og kunnugt er var Björn kjörinn varaforseti ASf á þingi þess i nóvember f968, en hann tók við starfi forseta, er Ffannibal Valdimarsson tók sæti i núver- andi rikisstjórn sumarið 1971. Alþýðublaðið hefur hins vegar hlerað, að Alþýðubandalagsmenn berjist innbyrðis baráttu um varaforsetastarfið. Eru þar til- greindir framkvæmdastjóri ASl Snorri Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambands lslands, og Benedikt Daviðsson, formaður Sambands byggingamanna. Talið er, að Snorri Jónsson hafi heldur betur i slagnum við Benedikt, en álitið er, að Alþýðu- bandalagsmenn hafi mála- miðlunartillögu á reiðum höndum, náist ekki samstaða annað hvort um Snorra eð Bene- dikt. Varaskeifan ef allt um þrýtur er Eðvarö Sigurðsson, al- þingismaður og formaður Dags- brúnar.- ásamt kjallara að Rauðarárstig 21 fyrir starfsemi sina. Húsnæðið er alls um 1.360 fermetrar að stærð og greiðir stofnunin 120 krónur fyrir hvern fermetra á mánuði. Húsaleigan á mánuði er þannig 163.200 krónur eða tæplega tvær milljónir króna á ári. Samkvæmt lögum er F"ram- kvæmdastofnunin sjálfstæð stofnun, sem er rikisstjórninni til aðstoðar við stefnumótun i efna- hags-og atvinnumálum. Hún á að annast hagrannsóknir og áætlanagerð og hafa með höndum heildarstjórn fjárfestingarmála og lánveitingar úr Framkvæmda- sjóði fslands og Byggðasjóði. . Stofnunin starfar i þremur deildum: Hagrannsóknadeild, sem heyrir undir rikisstjórnina, að þvi er snertir ráðuneyti i efna- hagsmálum, áætlanadeild og lánadeild. Þessar þrjár deildir störfuðu á jafnmörgum stöðum i borginni, þangað til 1. sept. s.l. Lánadeild annast lánveitingar úr Framkvæmdasjóði og Byggða- sjóði. A blaðamannafundinum i gær kom fram, að á árinu 1972 er áætlað, að lánveitingar úr Fram- kvæmdasjóði nemi um 1.230 milljónum króna, sem er nálega þrefalt hærri fjárhæð en 1971. Til fjáröflunar vegna þessara lánveitinga tók Framkvæmda- sjóður i ágústmánuði s.l. lán hjá First National Bank i New York að jafnvirði um 437 millj. króna. 1 september tók bankinn lán hjá Viðreisnarsjóði Evrópuráðsins, að jafnvirði um 180 millj. kr. en fé þetta er ætlað til framkvæmda i samgöngumálum á Norður- og Austurlandi. Byggðasjóður, sem einnig fellur undir lánadeild, hefur það Framhald á bls. 4 FIMM SÓTTU UM VERÐ- LAGSSTJÓRANN Viðskiptaráðuneytið auglýsti fyrir nokkru stöðu verðlagsstjóra lausa til umsóknar. Fimm um- sóknir bárust. Þessir sóttu um starfiö: Arsæll Júliusson, fulltrúi i ríkisbókhaldi, Haraldur Jó- hannsson, hagfræðingur, Högni Helgason, fulltrúi hjá Rafmagns- veitum ríkisins, Sigurður Elias- son, verzlunarmaður og Ægir Ólafsson, framkvæmdastjóri. ER ÞAÐ SAMBANDS- LEYSI SEM HÁIR?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.