Alþýðublaðið - 17.11.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.11.1972, Blaðsíða 1
STÚRTJÓN ER HLAÐA ASAMT FJARHUSUM BRUNNU í GUFUNESI alþýðu ÚTTINN VIÐ VERÐHÆKKUN KVEIKIR í BÍLASðLUNNI Þaö má líka ot- bjóða likama sínum — OPNA ÞAÐ A AÐ FJÖLGA KER- LAUGUNUM „Nú er hún Snorrabúð stekkur”, má segja um Sundlaug Vesturbæjar þessa dagana. Þar er verið að gera talsverðar breyt- ingar, m.a. að steypa nýjan „pott” og verða þeir þá þrir. Segja gárungarnir, að sá nýi sé aðallega ætlaður Guðmundi Jóns- syni söngvara m.m., en hann þolirheitast vatn allra manna. — Þá er verið að steypa gólfið i kringum laugina, en það var hellulagt og orðið hættulegt vegna missigs. Loks verða brotin upp gólf i búningsskýlum utan húss, og þykir það tiðindum sæta, að i þessari hitaveituparadis Vestur- bæinga, verða þau nú hituð með rafmagni i stað vatns. Þegar og ef „hundurinn” hans Magnúsar kemur, getur þvi svo farið, að norðlenzk fallvötn ylji fætur hörð- ustu Vesturbæinga i vetrarkuld- um. — Útlendingar, sem hér dveljast um skemmri eða lengri tima, kunna vel að meta sund- laugarnar okkar. Bæði Fischer og Spassky sáust ekki kátari en i laugunum, og eins og sjá má af myndinnigildirhiðsama um hina brosleitu Ingelu Bránder, sem einu sinni skemmti borgarbúum með saxófónleik og fleiru. ,SUAAARSALA' HJÁ EINU UMBOÐINU Enn einu sinni flýgur sú fiski- saga meðal fólks, að á næsta leiti séu miklar verðhækkanir, annað- hvort sem hækkaður söluskattur eða hækkun á innflutningsgjöld- um. Þessi orðrómur hefur þegar haft þau áhrif, að sala á nýjum bilum hefur i haust verið mun meiri en vanalega á þessum árs- tima, — og einn bifreiðainnflytj- andi, sem Alþýðublaðið hafði tal af i gær, sagði söluna hjá sér svip- aða og þegar sumarsalan gengur sem bezt. Við höfðum samband við nokkra bifreiðainnflytjendur, og bar þeim saman um, að salan sé um þessar mundir óvanalega mikil, og heyra megi á viðskipta- vinunum, að aðaiástæðan sé ótt- inn við verðhækkun á bilum eftir áramót. Hinsvegar voru þeir ekki hræddir um, að kæmi til verð- hækkunar dragist bilasalan saman svipað og 1968. „Ég er búinn með þann kvóta, sem ég pantaði i fyrra,” sagði Ingvar Helgason, umboðsmaður fyrir Datsun, „og nú geri ég ekkert annað en hringja út og panta meira og meira, og hef varla við”. Hann bætti þvi við, að siðast i ágúst og i september hafi salan dottið niður, eins og venjulega á hsutin, en i október hafi salan skyndilega orðið eins og hún ger- ist bezt á sumrin. Finnbogi Asgeirsson hjá Sveini Egilssyni sagði, að greinilega megi finna ótta manna við verð- hækkanir á bilum, og salan sé óvanalega góð. Þó sagði hann að væntanleg hækkun á innkaups- verði einnar bilategundar hafi lika nokkur áhrif. Þá höfðum við samband við umboðsmann Fiat, og þar var enn sama sagan, óvanalega mikið af nýjum bilum hefur selzt i haust og vetur, og litið orðið eftir af þeim. Ekki tókst að ná sambandi við ráðuneytisstjóra viðskiptaráðu- neytisins til að fá frekari upplýs- ingar, en þeirra er varla von þaðan frekar en sl. vor, þegar Alþýðublaðið skýrði frá væntan- legum hækkunum á innflutnings- gjöldum á bilum en ráðuneytið bar fréttina til baka mánuði áður en hækkunin skall á. Þegar Alþýðublaöið fór i prent- un. var slökkviliðið i Reykjavik enn að berjast við magnaðan eld sem kom upp i hlöðu i Gufunesi siðdegis i gær. Var þá ljóst að hlaöan og áföst gripahús væru gjöreyðilögð, og milljónatjón hafði orðið. Hús þessi eru i eigu Þorgeirs Jónssonar bónda i Gufunesi. Eng- ir gripir voru i gripahúsunum, en i hlöðunni voru 2500 hestburðir af heyi, vetrarforði Þorgeirs bónda. Það var siðdegis í gær að elds- ins varð vart. Kom hann upp i fjárhúsi áföstu htöðunni. Var talið að kviknað hafi i út frá raf- magni. Um tima virtist sem slökkviliðinu myndi takast að hefta útbreiðslu eldins, en skyndi- lcga blossaði hann upp og ekki fékkst við neitt ráðið. Þorgeir bóndi i Gufunesi hætti fjárbúskap fyrir tveimur árum, og hcfur siðan eingöngu verið með hross. Norðanmenn standa fast á „gamla” samkomulaginu Aðalsamningamaður Norður- Vietnam i Paris Le Duc Tho, sagði i gær, að N.-Vietnamar mundu i engu hvika frá þvi sam- komulagi, sem talað er um i upp- kastinu að vopnahlé i Vietnam. Þá hafa þær fregnir borizt, að N.- Vietnamar og Þjóðfrelsisfylk- ingin hafi lýst þvi yfir, að engin tilraun verði gerð til þess að ná völdum iSaigon þótt Bandarikja- menn flytji her sinn úr landi. i Paris var i ga:r búist við þvi. að nýir leynifundir Kissingers og Norður-Vietnama mundu hefjast á næstunni. Rikisstjórnir fjögurra rikja, Kanada, Ungverjalands, Pól- lands og Indónesiu, hafa boðizt til að ieggja fram liðsafla til þess að hafa eftirlit i Vfetnam eftir að vopnahlé hefur verið samiö. Talað hefur verið um, að frá hverju rikjanna fari til Vietnam 250 yfirmenn og 1088 óbreyttir hermenn. ASÍ-ÞING OG KJARAMÁLIN VANGAVELTUM UM VÍSI- TOLUSKERDINGU ALGERLEGA HAFNAO I drögum aðályktun um kjaramál, sem lögð verða fyrir þing Alþýðusam- bands íslands, er hefst i Reykjavik næstkomandi mánudag, er öllum hug- myndum um skerðingu vísitölunnar harðlega mótmælt. 1 ályktuninni er þvi lýst ský- laust yfir, að ekki verði við það unað af hálfu verkalýðshreyfing- arinnar, að hróflað verði við þeim kjarasamningum, sem gerðir voru i byrjun desember á siðast- liðnu ári, þar sem m.a. var samið um visitölugreiðslur. Ennfremur er þvi lýst yfir, að það fé, sem þá vantar, er með stjórn landsins fara, verði ekki sótt i vasa láglaunafólks eða þeirra, sem miðlungstekjur hafa. Kjaramálanefnd Alþýðusam- bands Islands, sem að undan- förnu hefur unnið að gerð draga að ályktun um kjaramál fyrir alþýðusambandsþing, hefur nú lagt niðurstöður sinar fyrir mið- stjórn sambandsins. Mun mið- stjórnin hafa fjallað um álit nefndarinnar á fundi sinum síð- degis i gær. Hins vegar mun álitið ekki verða sent til félaganna innan ASI til umræðna þar eins og flest önnur ályktanadrög, sem lögð verða fyrir þingið. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið hefur aflað sér, rikti verulegur ágreiningur innan kjaramálanefndarinnar og munu allir fulltrúarnir i nefndinni hafa undirritað álitið með fyrirvara, en þó ekki allir út frá sömu for- sendum. Þannig munu stuðningsmenn rikisstjórnarinnar hafa undirrit- að álitið með fyrirvara, þar sem þeir telja það ganga of langt. Hins vegar munu stjórnarandstæð- ingar i nefndinni álita, að lengra hefði mátt ganga. Fulltrúarnir i kjaramálanefnd munu þannig ganga til alþýðu- sambandsþings með óbundnar hendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.