Alþýðublaðið - 17.11.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.11.1972, Blaðsíða 9
I Iþróttir 2 HVER Á 463? Dregið hefur verið i happdi’ætti körfuknattleiksdeildar KR. V'inn- ingurinn, sem er ferð jneð liði KR til írlands og Þýzkalands, kom á miða númer 463. ðSKABYRJUH HlA (R - EN KR VARO AR ÞOLA TAP f FYRSTA LEIKNUM Það var sannkölluð öskabyrjun sem ÍR-ingar fengu i tslandsmót- inu á miðvikudaginn. Sigur yfir KR i fyrsta leiknum, og þar með tvö stig, sem geta orðið liðinu dýrmæt þegar liða tekur á keppn- ina. Munurinn á liðum lá fyrst og fremst i úthaldi. Hjá IR dugði út- haldið allan leikinn en KR-ingar sprungu eftir 40 minútna leik, eða alveg þann tima sem leikið er i Reykjavikurmótinu. Það fór þvi eins og marga grunaði, þessar 20 minútur i viðbót réðu úrslitum. ÞESSIR URÐU FYRSTIR Þaö er oft gert til gamans að skrá niður hverjir eru fyrstir til að gera ýmislegt i nýbyrj- uðum islandsmótuin. Við hér á iþróttasiðunni gerðum þetta til gamans á fyrsta leikkvöldi islandsmótsins i handknatt- leik og hér kcmur árangurinn. Fyrsta markskotið: Hörður Kristinsson. Fyrsta skot varið: Ólafur Benediktsson markvörður Vals varði skot Harðar. Fyrsta markið skorað: Jón Astvaldsson, Armanni, þegar 7 minútur og 13 sekúndur voru af leik Vals og Armanns. Fyrsta aukakast fengið: Björn Jóhannsson, Armanni. Fyrsta vitakast fengið: Gunnstcinn Skúlason, Val. Fyrsta vitakast tekið: Bergur Guðnason skoraði úr vitakastinu sem Gunnsteinn fékk. Fyrsta vitakast varið: Skafti Halldórsson markvörð- ur Armanns varði vitakast hjá Bergi Guðnasyni i fyrri hálf- leik i leik Vals og Armanns. Fyrsta áminningin: Bergur Guðnason, Val. Fyrsti útafreksturinn: Stefán Hafsteinsson, Armanni, i siðari hálfleik i leik Vals og Armanns. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og spennandi, og reyndar má segja að leikurinn hafi verið hnif- jafn alveg fram i seinni hálfleik. Ágúst Svavarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir fR, en KR komst siðan marki yfir. Munaði aldrei meira en einu eða tveim mörkum i hálfleiknum, og þá var staðan orðin 9:8 . Siðasta mark KR var all ævintýralegt, Haukur Hauksson skoraði beint úr auka- kasti eftir að leiktima var í raun og veru lokið. Það var Ágúst sem átti fyrsta orðið i seinni hálfleiknum, og jafnaði þar með leikinn fyrir IR. Slðan má má segja að liðin hafi skipzt á um að skora alveg fram undir miðjan hálfleik. Athygli vakti að markverðir beggja liða vörðu nær öll vitaköst sem tekin voru i leiknum, enda voru þau flest afar illa tekin. Þannig varði ívar Gissurarson markvörður KR samtals þrjú vitaskot frá einum helzta sérfræðingnum i greininni, Vilhjálmi Sigurgeirssyni. Þótti þá ýmsum bleik brugðið. Um miðbik hálfleiksins urðu svo þáttaskil i leiknum. Staðan var 13:12, og KR fékk dæmt vita- kast, en Birni Blöndal mistókst að skora. Brynjólfur skoraði þess i ' stað mark, Gunnlaugur og Þórar- inn bættu við tveim mörkum, og staðan var orðin 16:12, og leikur- inn tapaður hjá KR. IR-ingar juku enn muninn þær minútur sem lifðu af leiknum, og lokatölurnar urðu 21:15 1R I hag. Þrátt fyrir þennan sigur var lið IR alls ekki sannfærandi i leikn- um, og það verður að taka sig á ef það ætlar sér ofar en miðju á ný- byrjuðu móti. Vörnin batnar þó sifellt, og þar átti afmælisbarnið Ólafur Tómasson (200 leikir) góðan leik, en i sókninni bar mest á Brynjólfi. Lið KR skortir greinilega út- hald, en þegar þvi atriði hefur verið kippt i lag, þarf KR varla að kviða falli, en vart er að búast við stórræðum af liðinu i vetur. Haukur Hauksson var drýgstur i sókninni, en Ivar markvörður varði vel. Mörk 1R: Brynjólfur 5, Agúst 4, Þórarinn 4, Gunnlaugur Hj. 3, Vilhjálmur 3, Bjarni og Jóhannes eitt hvor. Mörk KR: Haukur 6, Þorvarður 3, Björn Blöndal 2, Geir, Björn B, Bogi og Atli Þór eitt hver. Einar Hjartarson og Þorvarður Björnsson dæmdu leikinn vel. —SS. A efri myndinni sést Ágúst Svavarsson i skotstiiðu, en liann er hindraöur af vörn KR. Að neðan sést Torfi Ásgcirsson skora ' á glæsilcgan hátt. 23-mark Vals Dóri tók myndirnar. VAtSMEHH HAFA ÞEGAR TEKID STEFNUNA A TOPPINN 11. DEIID Valsmenn hafa þegar tekið stefnuna á toppinn i I. deild. Stór- sigur liðsins yfir Armanni i fyrsta ieik islandsmótsins sannaði það áþreifanlega. Að vísu var mót- spyrnan ekki mikil, en þó var greinilcgt á öllu að Valsliðið er að ná sér á strik, og allar spár um að liðið verði ekki i einhverjum af þrem efstu sætunum eru alveg út i hött. Valsmenn hafa smám saman fengið leikmenn sina inn i liðið að nýju, en þeir hafa margir verið frá vegna meiðsla. Til dæmis kom Ágúst ögmundsson nú i liðið að nýju. Hins vegar er enn nokkuð langt i það að Gisli Blöndal geti leikið með, og munar þar stórum fyrir Val. Um Armannsliðiðer það að segja, að gæfan virðist ckk: brosa við liðinu nú.Liðiðnuhefurstórum farið aftur frá i fyrra, enda saknar það tilfinnanlega Kjart- ans Magnússonar. Þá saknar það ekki siður.Harðar Kristinssonar, sem að vftu leikur enn með, en mun að mestu vera hættur æfing- um. Þess sjást glöggt merki, þvi Hörður reynir varla markskot lengur. Ef Ármannsliðið batnar ekki á næstunni, biður þess ekkert nema fallbaráttan, þvi miður. Þetta er sagt af þeirri ástæðu, að vel er hægt að una Ármanni lengri veru i 1. deild en eitt ár, eftir baráttu og vonbrigði undanfarinna ára. Ekki byrjaði leikur Vals og Ár- manns með miklum tilþrifum, enda virtust hinir sárafáu áhorf- endurekki skemmta sér neitt sér- lega. Fyrsta markið kom ekki yfrr en á eftir rúmlega sjö min- útna leik, og var Jön Ástvaldsson þar að verki fyrir Ármann. Leikurinn hélzt jafn i byrjun, en upp úr miðjum hálfleik var stað- an orðin 10:5 Val i hag. Byrjun seinni hálfleiks var svo nánast kaffæring af hálfu Vals. Hver knötturinn af öðrum skall i marki Armanns án svars, og á þessu timabili skoruðu Valsmenn átta mörk gegn aðeins tveim, og staðan var orðin 18:7. Upp frá þvi var ekki um neina baráttu að ræða hjá Ármanni, og með hröð- um og skemmtilegum sóknarleik tókst Val að auka forskotið i 25:11 áður en flautað var til leiksloka. > Það sem er eftirtektarvert við Val er breiddin, i þessum leik skoruðu allir leikmennirnir, að markvörðunum undanskildum, auðvitað. Að visu skora vissir menn alltaf mikið af mörkum, t.d. Bergur Guðnason og Jón Karlsson, en breiddin er fyrir hendi. Athygli vakti, að Stefán Gunnarsson var nú beittari i sókninni en oftast áður, enda skoraði hann fimm mörk. En af öðrum ólöstuðum var Óla^ur Benediktsson þó bezti maður liðs- ins. Hanii varði frábærlega allan timann. 1 liði Ármanns kom Vilberg vel út að vanda, en aðrir leikmenn voru slakir, einkum þó Hörður og Björn Jóhannsson. Markvarzlan var slök. Mörk Vals: Stefán G. 5, Bergur 4, Jón K. 3, Gunnsteinn 3, Jóhann Framhald á bls. 4 Föstudagur 17. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.