Alþýðublaðið - 17.11.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1972, Blaðsíða 3
FISK- SALAR HÓTA LOKUN Telja rekstrar- grundvöll brostinn Svo getur farið, að flestallar fiskbúðir Iteykjavikur loki á næstunni. Telja fiskkaupmenn álagningarprósentu á fisk allt of lága, og að útilokað sé að reka fiskbúðir að óbreyttu ástandi. Hafa þeir farið fram á hækkun álagningarprósentu, en yfirvöld hafa litið viljað sinna þeirri beiðni. Sigurður Hólm, fisksali, Sörlaskjóli 42, tjáði Alþýðublað- inu i gær, að þessi mál hefðu verið til umræðu i félagi fisk- sala. Sagði Sigurður að hann hefði i vor flutt um það tillögu, að allar fiskbúðir i Reykjavik lokuðu ef ástandið breyttist ekki til hins betra. Var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, og jafnfram ákveðið að biða sum- arið á enda og sjá hverju fram yndi. Kvaðst Sigurður hafa haft samband við Sjávarútvegsráð- herra og verðlagsyfirvöld. Sjávarútvegsráðherra bað Sigurð að hafa samband við sig að nýju, og vildi hann verða við þeirri ósk. Hins vegar hefur reynzt ógerlegt að ná i ráð- herra,.og sagðist Sigurður þó hafa reynt að hringjairáðuneyt- ið daglega i langan tima. Samtök fisksala tóku málið til meðferðar að nýju á fundi ný- lega. Voru fisksalar almennt sammála um að ekki þýddi að halda áfram rekstri fiskbúða að óbreyttu. Voru fundarmenn margir hverjir ákveðnir i að loka búðum sinum, og það alveg á næstunni. Sigurður Hólm sagðist vera alveg ákveðinn að hætta rekstri sinnar fiskbúðar fyrir áramót. Kvaðst hann hafa rekið búðina i Þrjú tonn af fatnaði til Angola fjögur ár, við sifellt versnandi kjör. Taldi hann að á þessum fjórum árum hefðu kjör sin rýrnað um minnst 20%. „Ráðherra hefur sagt að greiða ætti niður fisk ekki siður en kjöt, en ekkert hefur bólað á þvi enn”, sagði Sigurður, „enda sjáum við fisksalar ekki neitt réttlæti i þvi að greiða endalaust niður kjöt en ekki fisk.” Edvard Ijósmyndari tók þessa mynd þegar veriö var aö afgreiða fisk úr búð Sig- urðar Hólm í Sörlaskjóli i gær. Menningar- og friðarsamtök is- lenzkra kvenna efndu i maimán- uði siðastliðnum til fatasöfnunar meðal félagskvenna i þvi skyni að senda fatnaðinn til Angóla til aðstoðar þjóðfrelsishreyfingunni þar, sem berst gegn nýlendukúg- un Portúgala i landinu. Konurnar, sem eru 210 talsins, söfnuðu á skömmum tima 3 tonn- um af fatnaði. Antonio Neto fastafulltrúi þjóð- frelsishrey fingar Angóla (MPLA) i Stokkhólmi kom i heimsókn hingað til lands á veg- um nokkurra félagssamtaka i marzmánuði s.l. Antonio Neto skoraði þá á ts- lendinga að veita Angólabúum alla þá hjálp, sem þeir mættu og taldi upp helztu vörur, sem að gagni gætu komið, m.a. lyf, fatn- að, niðursuðuvörur, bygginga- vörur o.fl. Eins og kunnugt er hafa Angólalbúar um 15 ára skeð háð baráttu gegn nýlendustefnu Portúgala, sem um margar aldir hefur arðrænt og kúgað þjAðir Angóla, Mozambique og Guinea Bissau. Nú er talið, að þjóðfrelsishreyf- ingin i Angóla hafi á valdi sinu um þriðja hluta landsvæðis Angóla og er þar búið að setja á stofn skóla, sjúkrahús og læknamiðstöðvar og er þar unnið að þvi, að þjóðin geti komizt i tölu sjálfstæðra þjóða. Þjóðfrelsishreyfingin berst nú i 10 af 15 héruðum landsins, sem spannar um 500.000 ferkólómetra svæði. A svæðum þeim, þar sem barizt er, er allt ástand hið Rjúpuverð svipaö og 71 Talið er fullvist að verð á rjúpu verði ekki hærra i ár en i fyrra. Kemur þar til, að rjúpnastofninn er nú i örum vexti, en mun væntanlega ná hámarki 1975-76. Samkvæmt upplýsingum frá kaupmönnum var algengasta verðið á rjúpu i fyrra 260 kr. Þar sem framboð er öllu meira nú en þá má jafnvel búast við nokkurri verðlækkun er nær dregur jólum. NORDMENN KOMNIR I STOR- SlLD f FJÖRUBOROINU Norðmenn hafa veitt stórsild i miklu magni við Norður-Noreg að undanförnu. Er sildin i f jörðunum þar. Norðmenn eru þrumu lostnir yfir þessu, þvi i fyrra sást alls engin stórsild, hvað mikið sem fiskifræðingar leituðu að henni. Vita þeir ekkert hvaðan henni skaut upp nú. Má með sanni segja að sildin hafi lag á að koma mönnum á óvart. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur tjáði blaðinu i gær, að hann hefði ekki trú á þvi, að um sterkan stofn væri að ræða. Kvaðst Hjálmar treysta á Norð- menn að fara hægt i sakirnar isambandiviö veiðar á þessari stórsild. Sagði Hjálmar að stofninn gæti ekki verið það’ sterkur, að hann þyldi nokkra veiði að ráði, og bezt væri að friða hann alveg. Að sögn Hjálmars hélt stórsild- in sig fyrr á árum i hafinu milli Noregs og tslands á þessum árs- tima. Hin seinni árin var nokkuð óreglulegur gangur á sildinni, og i fyrra sást hún alls ekkert, hvað mikið sem leitað var. Kom það Hjálmari á óvart, að henni skyldi nú skyndiiega skjóta upp i norsk- um innfjörðum. Samkvæmt frásögn i norska blaðinu Fiskaren hefur stórsildin gotið i nokkrum mæli i f jörðunum i Norður-Noregi. Biða Norðmenn FISKIFRÆDING- «1 GÁTTAÐIR þess nú spenntir hvort nýr stór- sildarstofn sé i uppsiglingu við Norður-Noreg, og Fiskaren spyr, hvort Norðmenn eigi i vændum, að stórsild fari að veiðast i miklu magni við Noreg. ATHUGASEMD UM GÆDAMAT t blaðinu i gær sögðum við frá ársskýrslu Heilbrigðismálaráðs Reykjavikurborgar og fullyrtum, að hreinlæti við meðferð á neyzlu- HLUTAFE SAMVINNUBANKA STORAUKIÐ Á siðasta aðalfundi Samvinnu- bankans var ákveðið að auka hlutafé bankans úr tæpum 16 millj. kr. i allt að 100 millj. Jafn- framt var samþykkt að gefa öll- um félagsmönnum samvinnufé- laganna kost á að eignast hlut i bankanum. Hlutafjárútboðið er hafið á 10 ára afmæli bankans, sem stofn- aður var 17. nóv. 1962 og verða hlutabréfin til sölu i bankanum og útibúum hans svo og i kaupfélög- unum um land allt. Starfsemi Samvinnubankans hefur vaxið mjög á liðnum ára- tug. Við yfirtöku Samvinnuspari- sjóðsins, sem starfað hafði frá 1954, nam innlánsfé 152 millj kr„ en nemur nú um 1400 milljónum. Það sem af er árinu 1972 nemur innlánsaukningin 350 millj. kr. eða 34%. Starfsemi bankans er dreifð um land allt og hefur hann á liðnum starfstima yfirtekið 12 innlánsdeildir kaupfélaga og 2 sparisjóði með innlánsfé samtals 94 millj. Bankinn starfrækir nú 10 útibú og 2 umboðsskrifstofur úti á landi, auk 1 útibús i Reykjavik. Um þessar mundir er að taka til starfa við Samvinnubankann, Stofnlánadeild samvinnufélaga. Er hlutverk hennar að veita stofnlán til byggingar verzlunar- og skrifstofuhúsnæðis fyrirtækja samvinnumanna. vöru væri ábótavant. Sú ályktun varm.a. dregin af þvi að 75 þeirra 180 kjötsýnishorna, sem tekin voru af kjöti og kjötvörum, hafi verið aðfinnsluverð. Þórhallur Halldórsson hjá borgarlækni hafði samband við blaðið i gær og vildi koma á fram- færi af þesssu tilefni þeirri at- hugasemd, að þessi sýnishorn sem slik gæfu ekki rétta heildar- mynd af gæðum neyzluvara al- mennt. Hann sagði, að mest væri tekið af sýnum, þar sem búast mætti við, að eitthvað væri athugavert og að sjálfsögðu oftast farið i eftirlitsferðir þangað sem léleg- ustu sýnin finnast og reynt að knýja fram endurbætur. Hinsvegar sagði Þórhallur, að Framhald á bls. 4 hörmulegasta, fátækt og skortur á öllum nauðsynjum. Nýlega hefur Menningar- og friðarsam tökum islenzkra kvenna borizt þakkarávarp frá MPLA, þjóðfrelsishreyfingunni i Angóla, þar sem samtökunum er þakkaður stuðningurinn með von um „áframhaldandi stuðning við réttláta baráttu fyrir algeru sjálf- stæði”. SLÖKKVILIÐIÐ ENN KVATT AÐ KENNARASKÓLA Siðdegis i gær var slökkviliðið i Reykjavik kvatt að Kennara- skólanura.en þá logaði þar glatt i ruslatunnum i sorpgeymslu við húsið. Slökkviliðið slökkti eldinn áður en okkkrar teljandi skemmdir höfðu orðið, en að sögn varðstjóra i slökkviliðinu er þetta stöðugt að endurtakasig.og hefur komið fyrir, að rúður hafa sprungið i skólahúsinu vegna hita, og má þá litlu muna að eldurinn nái frekari útbreiðslu. Samkvæmt upplýsingum varðstjórans munu börn vera þarna að verki, en frágangur sorpgeymslunnar er mjög lélegur og eiga þau auðvelt með að kom- ast þar inn - SPRENGIBRÉFIN BREZKA PÚST- STJÓRNIN BÝÐUR SAMVINNU Vegna bréfasprengjanna, sem nú eru á ferðinni i Evrópu, hafði blaðið samband við Rafn Július- son póstfulltrúa, og innti hann eftir þvi hvort póststjórnir er- lendis hefðu sett sig i samband við islenzku póststjórnina vegna þessa faraldurs. Itafn sagði að póststjórnin i Bretlandi hefði sent skeyti, og óskað eftir samvinnu, Að öðru leyti hefði ekkert samband veriðhaftvið póststjórnir erlendis vegna þessa máls. Að sögn Ilafns hafa engar sér- stakar ráðstafanir verið gerðar hé á landi vegna sprengjubréf- anna. Sagði hann að Island hefði ætið sloppið við slika vágesti. Þess má i lokin geta, að hingað villast iðulega bréf merkt heimilisföngum i fsrael, en eins og kunnugt er af fréttum, eru þessar bréfasprengjur aðallega stilaöar til Gyðinga og velunn- arra þeirra. ÞÝZKT VERK, ÞÝZKUR LEIK- STJÓRI Á jólunum fá islenzkir leik- húsgestir að sjá Mariu Stúart og Elizabetu fyrstu á leiksviði Þjóðleikhússins. Æfingar hófust s.I. miðvikudag á Mariu Stúart, sem eins og kunnugt er, er eitt af höfuðverkum Friedrich Schillers og er eitt þekktasta leikhúsverk klassiskra þýzkra leikmókmennta. Leikstjóri er Ulrich Erfurth frá Þýzkalandi Askriftarsiminn er 86666 Föstudagur 17. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.