Alþýðublaðið - 22.11.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1972, Blaðsíða 2
HREINN BENEDIKTSSON FVRSTA MAL- FRÆÐIRITGERÐIN Út kemur i dag bókin The First (Trammatical Treatise eftir próf. Hrein Benediktsson. Er hér um aö ræöa útgáfu á Fyrstu mál- fræðiritgerðinni, sem svo er að jafnaði nefnd, þar sem hún er hin fyrsta i röðinni af fjórum stuttum ritgerðum um málfræðileg efni, sem skotið er inn i Snorra Eddu i - ýmsum handritum héniiár frá 14. öld eða siðar. Fyrsta málfræðiritgerðin er samin um eða eftir miðja 12. öld af ónafngreindum Islendingi, sem vildi meö henni koma á framfæri tillögum um endurbætur á is- lenzkri stafsetningu. Tók hann sér fyrir hendur að gera tslend- ingum sérstakt stafróf, reist á latneska stafrófinu, en með breytingum, bæöi úrfellingum og viðaukum, sem höfundurinn byggir á eigin athugunum á is- lenzku máli. En öll efnistök hans eru með þeim hætti, að segja má, að ritgerðin hafi nokkra sérstöðu meðal gjörvallra málfræöibók- mennta miðalda að þvi leyti, að hún hefur enn verulegt gildi fyrir norræn málvisindi nú á timum og er raunar undirstöðuheimildarril um islenzkt mál og norræna mál- sögu á elzta stigi. Hefur ritgerðin og verið gefin út margsinnis, alit frá þvi að hún kom fyrst út árið 1818, þó að hún hafi aðeins einu sinni komið út á prenti hérlendis áður, i útgáfu Sveinbjarnar Egilssonar 1848. Fyrsta útgáfan (1818) var hins vegar gerð af Ras- musi Kristjáni Rask, en svo skemmtilega vill til, að er rit- gerðin er nú gefin út aftur hér- lendis eftir eina öld og aldarfjórð- ungi betur, ber útgáfudagurinn upp á 185. afmælisdag Rasks, en hann fæddist 22. nóv. 1787. Útgáfa próf. Hreins Benedikts- sonar hefur að geyma texta rit- gerðarinnar, bæði prentaðan og Ijósprentaðan eftir handriti, textaskýringar, enska þýðingu og orðasafn. Auk þess er i inngangi (bls. 13-203) fjallað um þau fræði- leg viðfangsefni, sem tengjast rit- gerðinni, svo sem handritavarö- veizlu, aldur og höfundaeinkenni og heimildargildi ritgerðarinnar fyrir islenzka fornskriftarfræði og bókmenntasögu. En megin- áherzla er lögð annars vegar á gildi ritgerðarinnar fyrir rann- sóknir á islenzku 12. aldar máli og hins vegar á afstöðu hennar til lalneskrar miðaldamálfræði. Bókin, sem er samtals 280 bls., er prentuð i Andelsbogtrykkeriet i Oðinsvéum i Danmörku. úetta rit er fyrsta bindi i nýjum bókaflokki, University of Iceland Publications in Uinguist- ics, sem gefinn er út af Rann- sóknastofnun i norrænum málvis- indum við Háskóla tslands, en hún tók til starfa um siðastliðin áramót. Næstu rit i þessum bóka- flokki verða The Pronominal Dual in Icelandiceftir Helga Guð- mundsson lektor, sem kemur út i byrjun næsta árs, og Old Iceland- ic heiti in Modcrn Icclandic eftir Halldór Halldórsson prófessor, sem væntanlegt er siðari hluta næsla árs. Auk lausasölu eru fyrstu þrjú bindin fáanleg saman gegn sérstöku áskriftarverði. NÝ KJ0TIÐNAÐAR- STÖÐ SAMBANDSINS Samkvæmt lauslegri áætlun borðar sérhver tslendingur um 40 kiló af lambakjöti á ári. Við sporðrennum dauðadóm af pulsum. t kjötiðnaðarstöð SIS, sem nú hel'ur verið opnuð að Kirkjusandi, er pulsuframleiðsl- an tuttugu tonn á mánuði. Með- fylgjandi mynd er úr stöðinni. Hún var byggð i samræmi við' ströngustu kröfur um hreinlæti og hollustuhætti, öll gólf eru flisa- lögð og sömuleiðis veggir allt upp i tvo metra. t stöðinni verða framleiddar allar venjulegar kjötiðnaðarvörur og hafa þegar verið sendar á markaðinn nokkrar nýjar áleggs- og steik- pylsur svo sem dalapylsa, medisterpylsa og paprikupylsa. Allar vörur stöðvarinnar verða i framtiðinni seldar undir vöru- merkinu ,,Goði”, en það er sniðið eftir vörumerki sænska sam- bandsins „Goman”. SIGGA VIGGA OG TILVERAN o SVONA ER ÞAÐ RÉTT! Uinurit þetta sýnir þróun kaupmáttar timakaupstaxta verkamanna og iðnaðar- manna (lina Kt), og kaup- máttar atvinnutekna verka- sjó- og iðnaðarmanna (lina Ka) miðað við visitölu fram- færslukostnaðar samanborið við breytingar á vergum þjóðartekjum á mann á ár- unum 1959-1971 (lina Þv) Uinuritið er unnið út frá tölu- legum uppiýsingum um kaupmátt launa, sem Hag- rannsóknardeild Fram- kvæmdastofnunarinnar lét blaðinu i té i gær. Furðuleg eru vinnubrögð Þjóðviljans. f tvo daga hefur hann verið að birta allskyns út- reikninga, sem eiga að sanna, að verkalýðurinn hafi varla haldið kaupi sinu á viðreisnar- árunum þrátt fyrir stórbættan þjóðarhag, en svo kemur i ljós við athugun, að ekki stendur steinn yfir steini i þessum út- reikningum öllum, engin leið er að botna i hvernig þeir eru gerðir þar sem forsendur þeirra eru viðast hvar ekki gefnar upp, hvert tölulegar upplýsingar eru sóttar er ekki unnt að sjá — altént ekki til Hagrannsókna- deildarinnar, sem er þó sá aðili, er ýtarlegastar og beztar upp- lýsingar hefur — og niðurstöð- urnar stangast algerlega á við þær útkomur, sem Hagrann- sóknadeildin lætur frá sér fara. Hlutlausir framámenn i embættismannakerfinu eiga ekki orð til yfir framferði Þjóð- viljans og talnafalsanir. Sam- kvæmt beiðni fékk Alþýðublaðið i gær frá Hagrannsóknastofn- uninni þær niðurstöður, sem hér er greint frá um þróun kaup- máttar og þjóðartekna á við- reisnarárunum. Þær tölur eru allar með stimpli þessarar stofnunar. En hver hefur skrif- að upp á útreikninga Þjóðvilj- ans? Þjóðviljinn segir að á sama tima og þjóðartekjur hafi „vaxiðum 7x7 þ.e. 49%” (hvaða 7x7 er þetta? Kvaðratið af 49? Og hvaða 49 eru þetta? Marg- feldið af 7x7?) hafi kaupmáttur verkamannalauna vaxið um 7%. Hvaðan eru þessar upplýs- ingar komnar? Samkvæmt þeim tölum, sem Hagrann- sóknadeild Framkvæmdastofn- unar rikisins gaf Alþýðublaðinu i gær jókst kaupmáttur tima- kaups verkafólks og iðnaðar- manna miðað við visitölu fram- færslukostnaðar um 21,6% og kaupmáttur atvinnutekna verka- sjó- og iðnaðarmanna um 50,3% á timabilinu frá 1959- 1970 á sama tima og þjóðar- tekjur á mann jukust um 43%! (sjá mynd 1). Þetta eru upplýs- ingar fremstu tölfræðistofnunar þjóðarinnar, sem allir viður- kenna að sé óhlutdrægur dómari um slika hluti. Þær sýna þróun, sem alls ekki er óhagstæð verkafólki. Þær sýna lika hversu stórt Þjóðviljinn getur skrökvað. Þá segir Þjóðviljinn einnig, að á timum viðreisnarstjórnar- innar hafi orðið tekjutilfærsla i þjóðfélaginu. Tekjur hafi verið fluttar frá þeim fátæku til hinna riku. Kaupmáttur tekna alþýðu- heimilanna hafi ekki vaxið nema um brot af þvi, sem þjóðartekjur hafi aukizt. Hvað segir Hagrannsókna- deild Framkvæmdastofnunar- innar um þetta? Svar hennar er sýnt i linuriti á mynd 2. Hún segir að kaupmáttur ráðstöf- unartekna heimilanna miðað við visitölu vöru og þjónustu hafi aukizt um 38,8% (58,8% til ársloka 1971) á sama tima og þjóðartekjur á mann á föstu verðlagi hafa aukizt um 43% (59,5% til ársloka 1971)! Er þetta ekki svolitið á anna veg og launþegum hagstæðari, en full- yrðingar Þjóðviljans? Og til þess enn frekar að sýna fram á hve mikil og góð breyt- ing til bóta varð á lifskjörum heimilanna má einnig benda á, að skv. upplýsingum sömu stofnunar hafði einkaneyzlan aukist um 60,6% frá 1959 til 1971 Framhald á bls. 4 myndQ 'fci "R fcj “W "U 'n 'fg "fc "?/ Uinurit þetta sýnir hve kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna (brotna linan) hefur náið fylgt ölium brevtingum á þjóðartekjum á mann (lina þv) á viðreisnarárunum. Tölurnar eru fengnar frá Hagrann- sóknardeild Framkvæmdastofnunarinnar. Þetta afsannar gersamlega þá fyllyrðingu Þjóðviljans, að ráðstöfunarfé heimilanna hafi skerzt hlut- ...................— nminn^^MMMiwiwn---------------------- Miðvikudagur 22. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.