Alþýðublaðið - 22.11.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.11.1972, Blaðsíða 1
OVISSAN DREGUR ÚR ÍBÚÐASÖLUNNI Fólk virðist nú heldur halda að sér höndum með sölu á ibúð- um sinum, enda hefur ibúðasala verið minni i haust en tvö undanfarin haust, að þvi er blaðið fregnaði hiá nokkrum fasteignasölum i gær. Um ástæðuna voru þeir yfir- leitt sammála, óvissan i efnahagsmálunum væri þar að verki. Fólk byggist almennt við einhverjum meiriháttar að- gerðum i þeim málum um ára- mótin, og þvi héldi það að sér höndum þar til það vissi hvar það stæði. Eftirspurn eftir húsnæði hefur samt sem áður ekki þotið upp, enda er þess að gæta, að flestir kaupendur ibúða selja sinar gömlu um leið og þeir kaupa nýjar. Þetta ástand hefur þó ekki orðið til að hækka ibúðaverð almennt, og sögðu fasteignasal- arnir að litilla verðsveiflna hafi gætt á markaðnum siðustu mánuði. Virtist sem hin mikla sveifla upp á við, sem staðið hefur i tvö ár, væri nú að stöðv- ast, og eðlilegt jafnvægi að komast á. Um framvindu mála eftir áramót vildu þeir engu spá. ÞAU VERÐA AÐEINS DÝRARI ÍÁR (EINS OG ANNAÐ) Fyrstu jólatrén i ár komu til landsins með Múlafossi i fyrra- kvöld frá Danmörku, og var verið að skipa þeim upp i gær- dag. Þau koma nú nokkrum dögum fyrr en i fyrra, og i þess- ari sendingu komu aðallega greinar og stærri tré, sem verða seld út á land. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavikur i gær, munu tré hækka nokkuð i verði i ár frá i fyrra. Kemur þar til hækkun á þeim erlendis og auk- inn flutningskostnaður. Islenzku trén, sem enn eru aðeins litill hluti af jólatrjáanotkuninni, hækka til jafns við þau erlendu, en ekki er enn fullljóst hversu mikil hækkunin verður. Jólatrén koma þó ekki á markað fyrr en undir miðjan næsta mánuð, enda eru nokkrar sendingar enn ókomnar til landsins. Ennfremur er ekki enn byrjað að höggva islenzku trén, enda er það ekki gert fyrr en rétt undir að sala hefst. HNEYKSLIÐ í LANDHELGINNI AF 740 LAHDHELGIS- BRJOTDM Á SIDAST- LIDNUM 10 ÁRUM HAFA 700 VERIÐ ÍSLENZKIR „Okkur fiskifræðingunum þykir anzi hart að sektir við land- helgisbrotum fari allt niður í eitt þúsund krónur, á sama tima og menn cru rukkaðir um tvö þúsund krónur fyrir að koma með bílinn sinn of seint til skoðunar”. Þetta voru orð Ingvars Hall- grimssonar, fiskifræðings, eins hinna ötulu starfsmanna Haf- rannsóknastofnunarinnar, sem gert hefur róttækar tillögur um tilhögun veiða inna<hinnar nýju 50 milna landhelginnar. Tillögur stofnunarinnar hafa vakið land- landsathygii, og þá ekki siður sú ásökun sem kemur fram i greinargerð með tillögunum, um virðingarleysi islenzkra sjó- manna fyrir veiðireglum. „Þetta virðingarleysi veröur að hvcrfa, annars verður enginn árangur af útfærslu land- helginnar, sagði Ingvar Hall- grimsson i samtali við blaðið i gær. Nefndi Ingvar máli sinu til stuðnings tölur um landhelgis- brjóta undanfarinna 10 ára, en þær voru fyrir nokkru birtar opin- berlega. Af 740 landhelgisbrjótum siðustu 10 ára voru 700 islenzkir, langflest rninni togbátar. Þessir bátar voru dæmdir i sektir, misháar, en undantekn- ingalitið hafa þær firnzt, og veiði- brjótarnir hafa sloppið við að borga. „Vciðarnar eiga tvímælalaust að vera háðar leyfum, og hvern þann, sem brýtur reglurnar, á að svipta leyfinu samstundis. Þannig verður komið i veg fyrir það að sami skipstjóri haldi bros- andi á vciðar aftur, bara til þess að brjóta rcglurnar að nýju”, sagði Ingvar. ()g hann bætti þvi við, að dæmi væru til þess að cinn og sami báturinn hafi verið tekinn tvisvar við ólöglegar veiðar einn og sama sólarhringinn'. Þá sagði Ingvar að svokallaðar hólfaveiðar ætti að banna tafar- laust. Samkvæmt þeim er bátum leyft að veiða alveg upp i land- steina á vissum svæðum, og skrapa þar allt stórt og smátt. „Þeir geta jafnvel strandað lög- lega”, sagði Ingvar. Af þessu leiddi ægilegt smá- fiskadráp og ekki væri annað að Framhald á bls. 4 ISA iFIÖRÐUR Al lltá Rafi í snjó Óvenju mikill snjór og ófærö er nú á tsafirði og þar i nágrenni, enda hefur þar meira og minna verið norðan stórhrið svo skaflar ná viða upp á aðra hæð húsa, að lögreglan á tsafirði sagði i viðtali við blaðið i gær. öll tiltæk snjómoksturstæki vinna stöðugt að mokstri, en ekki sér högg á vatni þar sem jafnóð- um skefur i ruðningana og élin fylla þá upp. Flestallar götur bæjarins eru ófærar, og sagðist lögreglan hafa farið 20 til 40 ferðir út i bæ til að hjálpa fólki milli húsa eða úr bil- um föstum i snjósköflum, en nú reyna fæstir að hreyfa bila sina lengur. Ekki treysti lögreglan sér til að segja hversu mikill jafnfallinn snjór væri i bænum, þar sem skafrenningur hefur verið allan timann siðan byrjaði að snjóa og sumstaðar geysiháir skaflar og annarstaðar nær auð jörð. Það er þó bót i máli, að frost hefur verið fremur vægt um nokkurra daga skeið. Allir vegir út frá tsafirði eru al- gerlega ófærir, en vegagerðin ætlaði i gær að kanna möguleika á að ryðja veginn til Bolungarvik- ur. P’lugvöllurinn var einnig ófær i nokkra daga þar til i gær, að hann var ruddur, og tókst flugvél að koma sér þar niður á milli élja. Að sögn lögreglunnar eru veður sem þessi mjög fátið á þessum árstima. Þrátt fyrir þetta óvænta hret, var lögreglunni ekki kunn- ugt um nein teljandi óhöpp eða vandræði af þeim sökum, enda sagði hún tsfirðinga öllum veðr- um vana. HAGRANNSOKNASTOFNUNIN: ÞJOÐVIUA- TÖLURNAR ERU EKKI FRÁ OKKUR — Þctta er að engu leyti byggt á niðurstöðum frá okkur, sagði Jón Sigurðsson, hagra nnsóknarstjóri, er Alþýðublaðið leitaöi i gær álits hans á furðufréttum Þjóðvilj- ans um þróun kaupmáttar launa á viðreisnarárunum. Sagðist Jón ekki geta um það sagt, hvaðan Þjóðviljinn tæki lölur sinar, en þær væru i engu samræmi við niðurstöður út- reikninga Hagrannsókna- deildar Framkvæmdastofnun- ar rikisins um sama cfni. Að beiðni Aiþýðublaðsins iét slofnunin þvi i té þessar niöur- stöður sinar og er frá þeim greint á bls. 2 i Alþýðublaðinu i dag. Tii dæmis að taka sýna þessar tölur Ilagrannsókna- stofnunarinnar, að á árunum 1!I5!»-1!)70 jókst kaupmáttur timakaups verkamanna og iðnaðarmanna uin 21,6% og kaupmáttur atvinnutekna verkantanna og sjómanna og iönaöarmanna um 50,3% miðað við visitölu framfærslu- kostnaðar á saina tima og þjóðartekjur á mann á föstu verðlagi jukust um 43%. Samkvæmt frásögn Þjóð- viljans átti kaupmáttur verkamannalaunanna hins Framhald á bls. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.