Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 1
alþýðu LEIGA HLÝTUR AÐ RJUKA UPP Fjöldi húsaleigusamninga rennur ut um næstu áramót. Á þetta einkum við um verzlunar- og atvinnuhúsnæði. Blaðið hefur gert nokkra könn- un á þvi, hvernig staðið er að þessum málum af hálfu húsaeig- enda og leigutaka og hefur komið i ljós, að talsvert er um það, að húseigendur neita að endurnýja samninga, nema með stórhækk- unum á leigu. Nú eru i gildi verðstöðvunarlög, sem taka til húsaleigu, þannig að óheimilt er samkvæmt þeim að hækka hana. Én gildistimi lag- anna rennur út um áramótin og rikisstjórnin hefur ekki ennþá beitt sér fyrir lagasetningu til þess að setja undir þennan leka. Húseigendur virðast i sumumtil- vikum hvergi smeykir við að til- greina stórhækkaða leigu i samn- ingum. Vafalaust telja þeir sig ekki háða ákvæðum um verð- stöðvun á þessu sviði lengur en til áramóta. Þaö kom fram i setn- ingarræðu Kristjáns Ragnarssonar formanns Liú i gær, að hann er svartsýnn á afkomu- horfur þeirra 40 skuttog- ara sem við eigum i smíðum eða höfum pantað. Kristján sagði: ,,Við islendingar höf- um ennþá sáralitla reynslu af útgerð stórra skuttogara. En ef svo fer að afli glæðist ekki á næsta ári, og ef skuttog- arar sýna ekki veruiega mikla yfirburði yfir siðutogara, stöndum við frammi fyrir stórfelldu vandamáli við útgerð þessara skipa. Ég mun ekki reyna að nefna hér tölur í þessu sambandi, en ef þær yröu nefndar, yrðu þær áreiðanlega mjög háar". Sprengjuregn á „rangan stad" Sex bandariskar orrustuþot- ur gerðu i misgripum árás á litið sjávarþorp, skammt fyrir sunnan landamæri N.-Viet- nam, segir i frétt frá frétta- stofunni UPI. Haft er eftir bandariskum hernaðaryfir- völdum i Saigon, að minnst 19 óbreyttir borgarar liafi látið lifið og 29 særzt. Flugvélarnar slepptu nokkrum 250 kilóa sprengjum yfir þorpinu, sem er fjóra kiló- metra fyrir vestan borgina IIoi Am, en hún er 570 km. fyr- ir noröan Saigon. Þoturnar áttu að koma S.-vietnamska landhernum til aðstoðar á þessum slóðum. AÆTLADUR ÚTGERÐAR- HALLI í ÁR ERUM550 MILUÚNIR Enn horfir illa fyrir útgerð i landinu. t yfirlitsræðu Kristjáns Ragnarssonar, tormanns Landssambands islenzkra út- vegsmanna, við setningu þings sambandsins i gær, kom fram að halli á útgerð bátaflota ts- landinga er i ár áætlaður 450 milljónir króna, og halli á rekstri togaraflotans er áætlað- ur 100 milljónir. Næsta ár er hallinn að öllu ó- breyttu áætlaður 450 milljónir hjá bátaflotanum, og 130 milljónir hjá togaraflotanum. Árið 1971 nam halli á rekstri bátaflotans 230 milljónum króna, en halli á rekstri togara- flotans 35 milljónum. 1 ræðu sinni ræddi Kristján Ragnarsson vitt og breitt um sjávarútveginn og afkomu út- gerðarinnar. Hann sagði að verðlagsþróunin hefði verið sjávarútveginum hagstæð árið 1971, en samt hafi verið um halla að ræða, jafnvel þótt fisk- verð hafi stórhækkað, en þróun- in innanlands, afnám 11% kostnaðarhlutdeildar, sem áður rann óskipt til útgerðarinnar, og minnkandi afli séu höfuðorsakir tapsins. 1 ræðu Kristjáns sagði, að horfur um afkomu báta og tog- ara væru enn verri á yfirstand- andi ári. Áætlaður halli á báta- flotanum nemi 450 milljónum sem fyrr er sagt, og áætlaður halli á togurunum 100 milljón- um, og sé þó tekið tillit til 25 milljóna króna rikisstyrks til togaraútgerðarinnar á þessu ári. Þriðjungur hallareksturs togaranna stafar af auknum veiðarfærakostnaði vegna veiða á slæmum botni i þvi fiskleysi, sem verið hefur á þessu ári. Siðan sagði Kristján að þorsk- aflinn hafi minnkað á þessu ári Framhald á bls. 8. HÖRÐ ÁDEILA Á TILLÖGUR HAfRANHSDKNASTOFNUHAR Hörð gagnrýni kom fram á hinar nýju tillögur Hafrannsókna- stofnunarinnar i setningarræðu Kristjáns Ragnarssonar, formanns LIC, i gær. Gaf Kristján jafnvel i skyn, að tillögurnar hafi veriö birtar án leyfis stjórnar stofnunarinnar, enda sé hún þeim ekki sammála f mörgum vcigamiklum atriöum. Eins og fram hefur komiö i Alþýðublaðinu , fjalla tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um nýtingu fiskstofna hér viö landið, og eru þær mjög róttækar á mörgum sviöum. i ræöu sinni deildi Kristján harkalega á mörg atriöi tillagna Hafrannsóknastofnunarinnar, og spuröi svo I lokin: „Hvernig má þaö vera, að birtar séu tillögur stofnunar, sem lýtur sérstakri stjórn aö lögum , án samþykkis viökomandi stjórnar?”. LAND- HELGIN ÞRÁTT FYRIR „MIOG VERULEGAR TILSLAKANIR” FANNST ENGIN LAUSN Tveggja daga viðræðum full- trúa rikisstjórna Islands og Bretlands um landhelgismálið lauk siðdegis i gær án þess að lausn fengist á deilunni. Að loknum viðræðufundi ts- lendinga og Breta i Ráðherra- bústaðnum siðdegis i gær sagði Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, i svari við spurningu blaðamanns Alþýðublaðsins: ,,í siðustu tillögum okkar felast tvimælalaust mjög verulegar tilslakanir af okkar hálfu”.' Lady Tweedsmuir, aðstoðar- utanrikisráðherra Breta, sagði að afloknum viðræðufundinum i gær, að hún harmaði mjög, að samkomulag hefði ekki tekizt. Kvað hún islenzku viðræðu- nefndina og rikisstjórn tslands hafa siðustu tillögur Breta til at- hugunar og tók skýrt fram, að hún liti svo á, að alls ekki hefði slitnað upp úr viðræðunum, heldur þyrftu aðilar lengri tima til að kanna og athuga tillögur, sem fyrir lægju. Viðræðunefndirnar gáfu út fréttatilkynningu sameigin- lega i gærkvöldi og segir þar: „Dagana 27. og 28. nóvember 1972 fóru framviðræður milli rikisstjórna Islands og Bret- lands um landhelgismálið i Reykjavik. Málið var itarlega rætt frá báðum hliðum, en ekki tókst að finna lausn á málinu. Samkomulag er um, að báðir aðilar muni athuga hinar ýmsu tillögur og hafi samráð um möguleika á áframhaldandi viðræðum”. Á blaðamannafundi, sem ráð- herrarnir, sem þátt tóku i við- ræðunum, þeir Einar Agústs- son, Magnús Torfi Ólafsson og Lúðvik Jósepsson, efndu til sið- degis i gær, sagði utanrikisráð- herra m.a.: „Við munum að sjálfsögðu athuga alla þá mögu- leika og tillögur, sem fyrir liggja, og sömuleiðis möguleika á áframhaldandi viðræðum, en þær hafa ekki verið ákveðnar”. Lúðvik Jósepsson, sjávarút- vegsráðherra, gerði á blaða- mannafundinum grein fyrir til- lögum beggja aðila, sem ræddar voru á viðræðufundunum, og sagði hann m.a.: „Við gerðum nú tillögu um, að i gildi verði á miðunum um- hverfis landið sex sérstök veiði- svæði, eða hólf, og verði þrjú þeirra opin hverju sinni til veiða fyrir erlend skip, en þrjú lokuð erlendum skipum. En i fyrri til- lögum Islendinga var aðeins gert ráð fyrir, að tvö hólf væru opin i einu. 1 tillögum okkar nú er einnig gert ráð fyrir þvi, að á þremur stöðum, þ.e.a.s. úti fyrir Vest- fjörðum, Norðurlandi og Austurlandi, verði sérstök við- bótarfriðunarsvæði til verndar bátaflotanum, þar sem allar togveiðar verði bannaðar. Á umræddum svæðum myndu er- lendu veiðiskipin fá að veiða upp að 20 milum. Ennfremur er i tillögum okk- Framhald á bls. 8.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.