Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 12
alþýðu| aðið KOPAVOGS APOTCK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milTi kl. 1 og 3 9 SeMMBtLASrÓetN ht ÞEIR ERU AÐ BETRUMBÆTA STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ OG.. SÍLDARBÁTARNIR KOMNIR YFIR 500 MILUÓNA MARKIÐ lslenzku sildveiðibátarnir gerðu það gott i siðustu viku, þeg- ar þeir komust loks á veiðar eftir langa samfellda brælu á miðun- um. Heildarveiðin var 2,393 lestir, og aflaverðmætið 39,8 milljónir króna. Þar með hafa bátarnir náð 500 milljóna markinu, nánar til- tekið 536 milljónir. Alls fengu 32 sildveiðibátar afla við Shetland i siðustu viku. Seldu þeir hann i Danmörku. Má segja að nærri allir islenzku bátarnir á þessum slóðum hafi fengið afla. . Úrslit Haustmóts Taflfélags Reykjavikur urðu þau, að efstir og jafnir urðu þeir Jón Kristins- son, Þráinn Sigurðsson og Björn Þorsteinsson með 9 vinninga af 11 mögulegum. Þurfa þessir þrir að tefla aukalega um sigur i mótinu. 1 siðustu umferðinni átti Jón Kristinsson lengi i höggi við Ingvar Ásmundsson, en vinning- ur i þeirri skák hefði nægt Jóni til sigurs i mótinu. Jón hafði rýmri stöðu, en tókst ekki að tefla hana til sigurs, og sömdu þeir Jón og Ingvar jafntefli. HITAVEITAN I KOPAVOG A AÐ KOSTA 270 MILUÚNIR REYKJAVÍK NÆR FULLHITUÐ Nú þegar liggja fyrir áætlanir um lagningu hitaveitu i Kópavog. Er i þeim áætlunum gert ráð fyrir þvi, að framkvæmdir hef jist aust- ast i Kópavogi strax næsta vor, lokið verði við lagningu i Austur- Auglýsingasíminn okkar er 8-66-60 UR 0G SKARIGKIPIR KCRNELÍUS JONSSON SKÚLAVÖRÐUSTlG 8 BANKASTRÆTI6 18588-18600 bæinn sumarið 1974, og i Vestur- bæinn sumariö 1975. Þessar upplýsingar fékk Al- þýðublaðið i gær hjá Jóhannesi Zoega hitaveitustjóra i gær. Jóhannes upplýsti ennfremur að kostnaður við lagningu hita- veitu i allan Kópavog væri áætl- aður 270 milljónir króna. Þessi áætlun var gerð siðastliðið vor, og er það að sjálfsögðu háð verð- breytingum næstu ára hvort hún stenzt eða ekki. Nú er að mestu lokið lagningu hitaveitu i Reykjavik. Aðeins er eftirað leggja i iðnaðarhverfi frá Laugarnesi að Elliðavogi, og iðn- aðarhverfi á Ártúnshöfða. Verður þvi verki lokið næsta sumar. öll ibúðarhverfi hafa fengið hita- veitu, og jafnóðum er lagt i nýju hverfin sem byggð eru, t.d. i Breiðholti. Þaðer þvi ljóst að framkvæmd- ir við hitaveitulagnir munu á næstu árum færast frá Reykjavik til Kópavogs, og svo kannski til Garðahrepps og Hafnarfjarðar, ef samningar takast um söl u á heitu vatni til þessara sveitarfé- laga. Meðalverðið var nokkru lægra en verið hefur i október og nóvember. Var það krónur 16,66 hvert kiló. Hæsta meðalverð fékk Ásberg RE, en Héðinn ÞH fylgdi fast á eftir. Báðir bátarnir voru með um 18,80 krónur meðalverð. Héðinn var með mesta aflaverð- mætið, rúmar 2,1 milljón króna, en Jón Kjartansson SU fékk mestan afla, samtals 142 lestir. Þjóðareign á landinu BREZKIR KRATAR ERU SAMA SINNIS Brezki Verkamannaflokk- urinn tók þá ákvörðun á flokksþingi sinu, sem haldið var i Blackpool fyrir nokkru, að hefja baráttu fyrir þjóðnýt- ingu alls lands á Bretlandi. t siðustu stefnuskrá flokks- ins var ákvæði þess efnis, að þjóðnýta bæri allt bygginga- land, enda eru húsnæðismálin Bretum erfið. Hefur verð á landi, sérstaklega bygginga- landi, hækkað stókkostlega siðustu misserin. Er það talin meginorsök þess, að þetta gamla baráttumál jafnaðar- manna er nú komið á dagskrá á nýjan leik. Á flokksþinginu i Blackpooi komu fram hvorki meira né minna en 40 tillögur þess efnis, að stefnunni yrði breytt á þá lund, að þjóðnýta skyldi allt land. Ein af forustukonum brezkra jafnaðarmanna, Joan Maynard, mæltifyrir tillögun- um, en hún starfar einmitt i sveitakjördæmi. Reyndist yfirgnæfandi meirihluti þings- ins vera á sömu skoðun og hún og flutningsmenn tillagnanna. Anthony Crosland, sem er talsmaður flokksins i málefn- um, er varða byggingar og land, sagði um þetta mál: ,,Ég hef á hverjum degi orðið sann- færðari um, að við getum aldrei leyst fjöldamörg félags- leg vandamál þjóðar okkar nema með þvi að leysa vanda- málin varðandi eign landsins” Eins og kunnugt er hefur þingflokkur Alþýðuflokksins lagt fram á Alþingi tillögu, sem stefnir á sömu átt og um- rædd samþykkt brezka verka- mannaflokksins, — þ.e. að landið og landgæðin verði eign þjóðarheildarinnar. VÆNTANLEG Hennar hátign Margrét II Danadrottning og maður henn- ar hans konunglega tign Henrik prins hafa þegið boð forseta is- lands að koma i opinbera heim- sókn til islands á komandi sumri. Ráðgert cr að drottning og maður hennar komi til Reykja- vikur 4. júli n.k. og dveljist á is- landi i 3 daga. FARA AD ÖLLU MEÐ MESTU GÁT Nú eru hafnar framkvæmdir til viðhalds og breytinga innan- húss i gamla stjórnarráðshús- inu við Lækjartorg og eru þær undir umsjón húsameistara rikisins. ,,Hér á raunverulega engu að breyta og höfuðáherzla verður lögð á að halda hinum gamla stil hússins, eftir þvi sem mögulegt er. Hér verður ekkert eyðilagt", sagði Guðmundur Benedikts- son, ráðuneytisstjóri i forsætis- ráðuneytinu, i stuttu samtali við Alþýðublaðið i gær. Guðmundur sagði ennfremur. að sú endurnýjun , sem gerð yrði á innréttingum hússins, væri við það miðuð að hressa upp á þetta gamla og sögufræga hús og hlifa þvi við skemmdum. Nú verður i fyrsta sinn lögð hitaveita i gamla stjórnarráðs- húsið. Þar verða framvegis skrifstofur forseta tslands og forsætisráðherra og auk þess skrifstofur forsetaritara, ráðu- neytisstjóra i forsætisráðu- neytinu, blaðafulltrúa rikis- stjórnarinnar og fundarsalur rikisráðs. Alþýðublaðið hafði i gær sam- band við Þorstein Gunnarsson, arkitekt, en hann á sæti i húsa- friðunarnefnd. Tjáði hann blaðinu, að þjóðminjavörður fylgdist að nokkru með þeim framkvæmdum, sem nú standa yfir i stjórnarráðshúsinu gamla. Hins vegar benti Þorsteinn á, að húsið hafi ekki verið friðað ennþá, en húsafriðunarnefnd hefði lagt til, að það yrði gert fyrir nokkrum árum, en tillagan hafi ekki hlotið afgreiðslu. Þorsteinn tók fram, að með friðun einstakra húsa fælist alls ekki. að þau yrðu tekin úr notkun og engin starfsemi mætti fara þar fram. — FINNBOGI FRÁ ÚTVEGSBANKA, ÁRMANN JAKOBS- SON RÁÐINN Á fundi bankaráðs Útvegs- banka Islands 3. þ.m. var Finn- boga Rút Valdimarssyni, að eigin ósk, veitt lausn frá bankastjóra- starfi af heilsufarsástæðum. Á fundi bankaráðsins i dag var Ármann Jakobsson, lögfræðing- ur, ráðinn bankastjóri við Út- vegsbankann frá 1. desember n.k. Ármann er fæddur 2. ágúst 1914. Hann lauk kandidatsprófi i lögfræði frá Háskóla tslands 1938 og stundaði fyrst á eftir lögfræði- störf en gerðist siðan starfsmaður Útvegsbankans 1942 og hefur ver- ið það siðan, fyrst við útibúið á Akureyri, siðan við útibúið á Siglufirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.