Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 8
LAUGARAS8ÍÚ Simi :!207.í MAÐUR „SAMTAKANNA”.] Ahrifamikil og afar spennandi bandarisk sakamálamynd i litum um vandamál á sviði kynþátta- misréttis í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á sögu eftir Frederick Laurence Green. Leik- stjóri: Robert Alan Aurthur. Aðalhlutverk: Sidney Poitier, Joanna Shimkus og A1 Freeman. islenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. LKIGUMORÐINGINN (,,A Prol'essional Gun”) Mjög spennandi itölsk-amerisk kvikmynd um ofbeldi, peninga- græðgi, og ástriður. Islenzkur texti Leikstjóri: SERGIO CORBUCCI Tónlist: ENNIO MORRICONE (Dollaramyndirnar) Aðalhlutverk: Franco Nero, Tony Músante, Jack Palance. Sýnd kl. 5, 7, og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára STJÖRNUBÍÓ Simi 1S9:!6 Ilver er John Kane (Brother John) islenzkur texti Spennandi og áhrifarik ný amerisk kvikmynd i litum með hinum vinsæla leikara Sidney Poiterásamt Beverly Todd, Will Geer. Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 12 ára «&ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ TCSKILDINGSÓPERAN sýning i kvöld kl. 20.00 LÝSISTRATA gamanleikur sýning fimmtudag kl. 19.00 Ath. breyttan sýningartima aðeins þetta eina sinn. SJALFSTÆTT FÓLK sýning föstudag kl. 20.00. Miðasala 13.15 — 20.00. Simi 11200. KÚPAVOGSBÍð Simi 4.985 Aðvörunarskotið Spennandi sakamálamynd i lit- um. tslenzkur texti. Aðalhlutverk: David Janssen ( A flótta) Ecl Bagley. Elenor Parker. Georgc Sanders. Endursýnd kl. 5,15 og 9.00. Bönnuð börnum. HAFNARBlÚ Simi 16444 Kvenholli kúrekinn Bráðskemmtileg, spennandi og djörf bandarisk litmynd með Charles Napier og Deborah Downey. Bönnuð innan 16 ára Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. HÁSKÓLABÍQ slmi 22,4» Július Cæsar. Stórbrotin mynd um lif og dauða Júliusar Cæsar keisara. Gerð eftir leikriti William Shakespear og tekin i litum og Panavision. Aðalhlutverk: Charlton Ileston Jason Robards John Gielgud islenzkur texti Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 7 og 9. Fótatak: i kvöld kl. 20.30 Kristnihald: fimmtudag kl. 20.30 157. sýning. Nýtt met i Iðnó. Leikhúsálfarnir: föstudaginn 1. desember kl. 15.00 Alómstöðin: kl. 20.30 Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14.00. Simi 16620. Vinaheimsókn frá Leikfélagi Akur- eyrar Stundum bannað og stundum ekki Sýningar i Austurbæjarbiói föstu- dag kl. 8.00 og 11.15, laugardag kl. 8.00 og 11.15. Aðeins þessar 4 sýningar. Aðgöngumiðasala i Austurbæjar- biói frá kl. 16.00. Simi 11384. KONUR i Styrktarfélagi vangef- inna. Siðustu forvöð að koma munum i Skyndihapp- drættið sem verður að Hótel Sögu 3. desember. Mununum má skila i Lyngás, Bjarkarás, eða skrifstofuna, Laugavegi 11. AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60 FRAMHOLDFRAMHOLDFRAMHOLDlFRAMHOLD „Slátrunin 9 Blackpool gegn Liverpool eða Tottenham. Leikið er heima og heiman, og fara leikir Chelsea og Norwich fram 6. og 20. desember, en leikir hinna liðanna fara fram 20. des- ember og 1. janúar. Og þá er að minnast á Charlie George, vandræðagemsann hjá Arsenal. Hann leikur sinn fyrsta unglingalandsleik i kvöld gegn Wales, og margir álita að ekki liði á löngu unz hann verður orðinn fastur maður i aðalliði Arsenal. Meira verður rabbað um ensku knattspyrnuna á morgun, um leið og spáin, staðan og töflurnar birt- ast — SS. Ráðstefna 3 Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um hin breyttu viöhorf i Evrópu með tilliti til austursamn- inga Willy Brandt og nýafstað- inna kosninga i Vestur-Þýzka- landi, fyrirhugaða öryggismála- ráðstefnu Evrópu, samningatil- raunir i Viet-Nam, nýjar umræð- ur á Norðurlöndum um ,,varnir án vopna”, og fleiri atriði al- þjóðamála sem nú eru ofarlega á baugi. Ennfremur verður fjallað um herstöðina i Keflavik, hern- aðarlega þýðingu hennar og stjórnmálaleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif hennar hér innanlands. Sérstaklega verður fjallað um Keflavikursjónvarpið og hinar skiptu skoðanir um lög- mæti þess. Ráðstefnan er öllum opin og eru allir andstæðingar herstöðva á Is- landi, svo og aðrir áhugamenn um utanrikismál hvattir til að mæta. (Fréttatilkynning) Grunaður 3 geymslur lögreglunnar og lát- inn sofa úr sér ölvimuna. I gær- morgun var svo farið að yfir heyra hann, en þá brá svo við, að hann neitaði öllu, og neitaði enn, er blaðið fregnaði siðast. Sá sem fyrir bilnum varð, hef- ur þó endurtekið framburð sinn, og kemur hann heim og saman við bil og mann, en öku- maður neitar enn sem fyrr. Að sögn rannsóknarlögreglunnar var ekki búið að taka ákvörðun um hvort maðurinn yrði úr- skurðaður i gæzluvarðhald, en blaðið ræddi við hana siðdegis i gær, en liklegt þótti, að svo yrði fyrir kvöldið. — Halli 1 um 25 þúsund lestir frá sama tima i fyrra, eða um 6,5%. Þá hafi sildin minnkað um 3 þúsund lestir á fjarlægum miðum, og i lyrsta skipti sé sild ekki veidd hér við land, allt frá þvi sild- veiðar hófust fyrir siðustu alda- mót. Loðnuveiði var mun meiri i ár en undanfarið, en verulegur samdráttur hefur orðið i rækju- og humarafla. Nemur sam- drátturinn 1000 lestum i rækj- unni en 700 lestum i humrinum. Hörpudisksafli hefur aukist, en gæta verður hófs i skelfiskveið- unum. Þá gerði Kristján Ragnarsson að umtalsefni þá ákvörðun frá 1. október i ár að hækka fiskverð um 15% og bæta hag fiskvinnsl- unnar. hvorttveggja á kostnað Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins. Ráðamenn i sjávarútvegi hafi verið þvi andvigir, að Verðjöfn- unarsjóðurinn yrði notaður i þessu skyni. en fallist á það um siðir. Afstaða stjórnar LIÚ hafi verið tekin i trausti þess, að ein- ungis væri um að ræða bráða- birgðaráðstafanir, til að gefa stjórnvöldum betri tima til að undirbúa efnahagsaðgeröir sem tryggi rekstur sjávarútvegsins á næsta ári. Þótt telja megi Verðjöfnunarsjóðinn öflugan varasjóð, sé hann þess ekki megnugur að tryggja sjávarút- veginn i heild gegn dýrtiðinni i landinu. I Verðjöfnunarsjóði fiskiðn- aðarins eru nú rúmlega 1138 milljónir króna. Engln lausn 1 ar gert ráð fyrir, að aðeins brezk veiðiskip undir 180 fetum að lengd, eða um 800 rúmlestum að stærð, fái leyfi til áð veiða innan 50 milna markanna. I fyrri tillögum okkar var hins vegar miðað við, að engin brezk skip stærri en 600—650 rúmlestir fengju slik leyfi. önnur atriði i tillögum okkar Islendinga eru hin sömu.' og áð- ur að öðru leyti en þvi, að við gerðum nú ráð fyrir, að sam- komulag yrði gert til tveggja ára, eða til 1. september 1974 Um tillögur Bretanna sagði Lúðvik Jósepsson siðan: ,,Þeir vildu ekki fallast á beinar tak- markanir varðandi fiskveiði- llota sinn og vilja halda sig við yfirlýsingu brezkra útgerðarað- ila, en þar er ekki gert ráð fyrir neinni breytingu á samsetningu brezka fiskveiðflotans frá þvi sem var 1971. Á hinn bóginn kváðust Bretar fyrir sitt leyti geta samþykkt skiptingu landhelginnar þannig, að af sex vpiðisvæðum, eða hólf- um, yrðu fjögur opin hverju sinni, en tvö lokuð, en þeir vildu ekki fallast á frekari takmark- anir á veiðimöguleikum brezkra fiskiskipa hér við land”. Lúðvik Jósepsson sagði enn- fremur á blaðamannafundin- um, að fljótlega hefði komið i ljós i viðræðunum við Breta nú, að mikið bæri á milli. 1 gærmorgun hefði brezka viðræðunefndin reifað ,,nýja” hugmynd um sóknarþunga, en sú hugmynd væri þó alls ekki ný af nálinni, þar sem íslendingar hefðu hafnað mjög svipaðri hugmynd i sumar i fyrri viðræð- um. Efnislega kvað Lúðvik þessa siðustu hugmynd Bretanna vera á þá leið, að settar verði ákveðnar reglur um sóknar- þunga brezkra skipa hér við land og miðað yrði við að minnka þennan sóknarþunga, þannig að hann yröi 10% minni en hann var að jafnaði á ári timabilið 1965—1969. Á blaðamann'afundi um kvöldmatarleytið i gær sagði lafði Tweedsmuir, formaður brezku viðræðunefndarinnar, að slik minnkun sóknarþungans jafngilti um 25% aflaminnkun brezkra skipa á ári. ,,Þessari hugmynd höfnuðum við", sagði Lúðvik Jósepsson, ,,þar sem við teljum hana ekki aðgengilega. Hins vegar er ákveðið að athuga hana betur og kanna, hvort hægt er að fella hana að einhverju leyti að okkar eigin tillögum”. Askriftarsíminn er 86666 Bústaða-, Fossvogs- og Smáíbúðahverfi nýkomið, straufrítt í sængurföt, mislitt og einlitt damask, barnanáttföt, leikföng, jóladagatöl o. m. fl. Verzlunin Gyða, Asgarði 22, simi 36161. Tilkynning frá Mosfellshreppi Framvegis verður viðtals- og afgreiðslu- timi á skrifstofum hreppsins i Hlégarði sem hér segir: 1. Almenn skrifstofa, afgreiðslustimi: Mánudaga til fimmtudaga kl. 9.30—16.00 Föstudaga kl. 9.30—19.00 2. Viðtalstimi sveitarstjóra: Þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10.00—12.00 Föstudaga kl. 16.00—19.00 3. Byggingarfulltrúa: Þriðjudaga kl. 13.00—15.00 Fimmtudaga kl. 10.00—12.00 Hlégarði 28. nóvember 1972. Sveitarstjóri. IP ÚTBOD Tilboð óskast um sölu á vatnspipum af ýmsum stærðum og tveim gerðum fyrir Vatnsveitu Reykjavikur. Útboðsskilmálar eru afhentir i skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 o Miðvikudagur 29. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.