Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 5
alþýdu i r, i ii Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666. Blaðaprenth.f. fsland — vort land Þingsályktunartil lögur Alþýðu- flokksins um þjóðnýtingu vátrygg- ingastarfseminnar í landinu og þjóðar- eign á landi og landgæðum hafa vakið mikla athygli og umræður. Einkum hafa verið lærdómsrík viðbrögð þeirra, sem þarna telja sig eiga hagsmunaað gæta umfram aðra. I blöðum og annars staðar hafa risið upp fjölmargir full- trúar eignastéttarinnar, sem með ofsa- fengnu orðbragði hafa ráðist ekki aðeins að þeim hugmyndum, sem þarna eru settar fram, heldur einnig að þeim einstaklingum — þingmönnum Alþýðuflokksins—, sem það hafa gert. ,,Flumbrarar, froðusnakkar, skyni skroppnir menn". Þannig eru nafngift- irnar sem formælendur hinna fámennu sérhagsmunastétta hafa valið þing- mönnum Alþýðuflokksins fyrir að leyfa sér að ympra á sjálfsögðum og eðlilegum hlutum eins og þeim, að vátryggingastarfsemin sé rekin með hag heildarinnar fyrir augum og þjóðin fái sjálf að eiga sitt land. Sama máli gegnir um Alþingi. Þegar þingsályktunartillaga Alþýðuf lokks- manna um þjóðareign á landinu vartil umræðu á dögunum, þá reis upp hver þingmaðurinn af öðrum, til þess að verja hagsmuni hinnar fáliðuðu land- eigendastéttar. Þeir þingmenn ann- arra flokka en Alþýðuflokksins, sem ætla mætti að bæru einhverja um- hyggju fyrir hinum landlausa almúga, sátu hins vegar þegjandi. Voru þeir e.t.v. hræddir við ítök for- réttindastéttanna, sem svo ákaft sækja nú að Alþýðuflokknum fyrirað heimta jafnan rétt almenningi til handa? Þorðu þeir ekki að styðja málstað þeirra eignalausu, sem hafa verið hornrekur í sínu eigin landi þótt þeir á ári hverju hafi neyðzt til að greiða landeigendastéttinni milljónir í einu eða öðru formi? Á íslandi er nú þegar hafin mjög alvarleg þróun í sambandi við eignar- ráð á landi og landgæðum. í leikinn eru komnir peningasterkir fjárplógsmenn þéttbýlisstaða, sem yfirbjóða bændur og sveitarfélög i kaupum á jarðeignum og braski. Þessir fjáraflamenn yrkja ekki jarðir sínar nema að takmörkuðu leyti heldur er tilgangurinn sá að braska með ióðir eða hlunnindi og græða sem mest fé á öðrum, — aðallega landlausum almenningi borga og bæja, sem látinn verður greiða hátt verð fyrir þann sjálfsagða rétt að fá að umgangast náttúru sins eigin lands. Nú þegar eiga slíkir peningafurstar stór landflæmi á íslandi og um leið og til tals kemur að nýta þær slóðir almenningi til gagns og gleði — eins og t.d. er fram kom á Alþingi tillaga um að gera nyrzta hluta Vestfjarðakjálk- ans, sem hef ur verið óbyggður um ára- tuga skeið, að þjóðgarði — þá risa þessir menn upp með reidda hnefa til að ,,verja eigur sínar" — eða öllu heldur gróðamöguleika sína. Það er við slíka menn, sem hörðust átökin eru nú í sambandi við hugmyndir Alþýðu- flokksins um þjóðareign á landi. Þeir hafa hins vegar vit á því að reyna að bera aðra fyrir sig, — og þá einna helst bændur, sem tillaga Alþýðuflokksinser alls ekki beint gegn eins og glöggt kemur fram í greinargerð hennar. Þjóðin eigi sitt land. Þetta er stór- fengleg hugmynd i anda þess lýðræðis og jafnréttis, sem á að einkenna vora tima. En hugmyndin sætir andstöðu þeirra fáu, sem vilja eiga meiri rétt en aðrir. Þar mun skerast í odda eins og fram mun koma á fyrsta almenna borgarafundinum um þetta efni, sem Alþýöuflokksfélag Reykjavíkur efnir til nú í kvöld i Sigtúni við Austurvöll. FLOKKSSTARFlÐ Alþýðuflokksfólk REYKJAVÍK Það Alþýðuflokksfólk, sem vill gefa kökur eða annað á bazar Kvenfélags Alþýðuflokksins i Reykjavík, sem haldinn verður í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu 2. desember n.k., er vinsamlegast beðið að hafa samband við skrifstofur Alþýðuflokksins, sími 1-50-20 eða: Aldísi Kristjánsdóttur i sima 1-04-88 Rose AAarie Christiansen í sima 2-47-35 Bazarnefndin. Alþýðuflokksfólk KEFLAVÍK Alþýðuflokksfólk i Keflavík. Félagsfundur verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 30. nóvember, kl. 9 e.h. í Aðalveri. Fundarefni: Alþýðusambandsþingið og efnahags- málin. Frummælendur: Karl Steinar Guðnason, form. Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, og Jón Ármann Héðinsson, alþm. Félagar! Fjölmennið og mætið stundvíslega. STJÓRNIN FÉLAGSVISTIN ( HAFNARFIRÐI Spilakvöld Alþýðuflokksfélags Hafnarf jarðar verður haldið n.k. fimmtudag, 30. nóvember, kl. 8,30 e.h. í Alþýðuhúsinu. Góð verðlaun verða veitt. Allir velkomnir. STJÓRNIN LONO OC LAND6ÆÐI -I HVERRA EIGU? Hvort er réttlátara, eðlilegra og sanngjarnara að lönd og landgæði séu i einkaeign örfárra einstaklinga eða eign þjóðarheildarinnar, sem byggir landið og gerir það byggi- legt? Þessi spurning og fjölmargar aðrar áþekkar verða til umræðu á ALMENNUM FUNDI, sem Alþýðu- flokksfélag Reykjavikur efnir til i SIGTÚNI við Austurvöll NÚ í KVÖLD kl. 21.00. Framsögumenn verða: BRAGI SIGURJÓNSSON, alþm., EYJÓLF- UR KONRÁÐ JÓNSSON, ritstj. Að framsöguræðunum loknum veröur orðið gefið laust og er öllum heimil þátttaka i umræðum,enda er fundurinn opinn öllum. Ileykvikingar og ibúar nágranna- sveitarfélaga. Fjölmennið á fundinn og takið þátt i umræðum um eitt mesta stórmál vorra tima, — nytjar lands og landgæða. Á allur gróðinn áfram að renna i vasa fámennrar landeigendastéttar? Eða á hinn landlausi almenningur — fólkið í landinu — loks að fá sitt? Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. AAiðvikudagur 29. nóvember 1972 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.