Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 9
iþró + tir 2 Á laugardaginn efna Fimleikasamband islands og iþróttakenn- araféiag islands til mikillar fimleikasýningar i Laugardalshöli- inni. Þátttakcndur á sýningunni verða um 750, svo Ijóst er að sýning þessi verður jafnvel stærri i sniðum en sýning sömu félaga i fyrra, en hún er eflaust mörgum i fersku minni vegna þess hve vel hún heppnaðist. Þessa skemmtilegu mynd tók Gunnar Heiödal á sýningunni i fyrra. Ilún er kannski ekki alveg f ætt við fimleika, heldur sýnir vel þá fjölbreytni scm sýningarnar bjóða upp á. Það er eitthvað við hæfi allra — SS. Tveir stórleikir fara frani i ís- landsmótinu i handknattleik i kvöld. Ilefst fyrri leikurinn klukkan 20,15, milli Vikings og Vals, og sá seinni verður svo milli iK og KH. Káðir leikirnir fara að sjálfsögðu fram i Laugardalshöll- inni. Leik Vikings og Vals verðurl sannarlega beðið með mikillr eftirvæntingu. Liðin eru svipuð að styrkleika, eins og bezt sést á Reykjavikurmótinu þar sem bæði hlutu jafn mörg stig, þótt dóm-i stóll HKRR færði Vikingi siðar meir eitt stig sem dugði félaginu til sigurs i Reykjavikurmótinu. Valur hefur átt við meiðsli að striða en nú eru leikmenn liðsins sem óðast að ná sér, utan Gisli Blöndal sem verður frá enn um 1 stund. Vikingur hefur alla sina menn heila, og svo getur farið i kvöld að landsliðsmaðurinn Georg Gunnarsson verði að nýju með Vikingi, en hann er sem óð- ast að komast i æfingu. Munur á liðunum i kvöld getur legið i markvörzlunni. Hún hefur lengi verið höfuðverkur Vikings, en i liði Vals er Ölafur Benedikts- son i miklu stuði þessa stundina. Það getur þvi ráðið úrslitum i kvöld hvort Rósmundur Jónsson verður i stuði i Vikingsmarkinu eða ekki. „SUTRUNM” VERDUR SÝHD f SIÚNVARPINU k SUNNUDAGINN! Einstaka sinnurn hittist svo á að sjónvarpið býður upp á þann enska leikinn sem mesta athygli vckur um hvcrja helgi. Nú hittist svo vcl á, að sjónvarpið býður upp á þá tvo leiki, sem mesta athygli vöktu um siöustu helgi. Þeir verða að sjálfsögðu á dagskránni á sama tima og ensku leikirnir eru venjulcga, á sunnudaginn klukkan 18.50. Fyrst skal frægan telja leik Derby og Arsenal, „slátrunina miklu” eins og enskurinn sagði eftir leikinn. Lokaúrslit þess leiks urðu 5:0 Derby i hag, eins og flestir hljóta reyndar að vita. | Hann verður aðalleikurinn, en | auk þess verða sýndar glefsur úr leik Tottenham og Liverpool. Einn leikmabur öðrum fremur var i sviðsljósinu eftir leik Derby og Arsenal, markv' siðarnefnda liðsins, Bob Wilson. Hann lék þarna sinn fyrsta leik eftir sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla, og afturkoma hans varð ekki sá gleðiatburður sem þessi geðþekki fyrrum skátastjóri hafði vonað. Fimm sinnum mátti hann hirða knöttinn úr eigin neti, og i tvö skiptin voru mörkin hans sök. I stað þess að ganga af velli glaður i bragði, var Wilson með tárin i augunum, og hann vildi ekkert ræða við forvitna fréttamenn. Wilson hefur eflaust verið orð- inn óþolinmóður að fá að leika eftir þetta langa hlé. Hann var ekki sá eini þennan umrædda laugardag. Á varamannabekkn- um hjá Chelsea sat leikmaður sem ekki hafði leikið i 1. deild i 18 mánuði samfleytt vegna meiðsla. Nafn hans var á hvers manns vörum fyrir tveimur árum, þegar hann hreinlega sökkti Leeds i úr- slitaleikjum bikarkeppninnar vorið 1970, með óvæntum mörk- um. Nafn þess leikmanns er Ian Hutchinsson, — ungur leikmaður sem hefur veriö meiddur lengur en hann hefur leikið. Fjarvera hans frá vellinum hefur komið Chelsea illa, þvi Hutchinson var og er mjög góður leikmaður, þótt Chelsea fengi hann fyrir ekki neitt frá óþekktu áhugamanna- liði. Þá er það ein sjúkrasaga til við- bótar, saga sem mun ekki gleðja Leeds aðdáendur, Terry Cooper, hinn stórsnjalli bakvörður Leeds og enska landsliðsins, getur ekki byrjað að leika fyrr en i fyrsta lagi i marz. Copper fótbrotnaði i leik gegn Stoke á siðasta vori. Búið er að draga i undanúrslit ensku deildarkeppninnar. Þar drógust saman Chelsea og Norwich, og svo Wolves eða Framhald á bls. 8. Ian Hutchinson, kominn aftur eft- ir 18 mánaða fjarveru. HIAKSI Á fundi sinum i fyrradag skipti stjórn Knattspyrnusambands fs- lands með sér verkum, að öðru leyti en þvi að Albert Guðmunds- son var kjörinn formaður sambandsins á sjálfu ársþingi KSl. Jón Magnússon verður varaformaður áfram, og sömuleiðis verður Friðjón Friðjónsson áfram gjaldkeri. Hins vegar verður Bjarni Felixson ritari i stað bróður sins Harðar, og Jens Sumarliðason verður fundarritari i stað Hclga Danielssonar. Með- stjórnendur verða þeir Hreggviður Jónsson og Axel Kristjánsson. Framkvæmdastjórastaða KSl hefur verið auglýst laus til um- sóknar, og er umsóknarfrestur til 4. desember. Ekki er iþróttasið- unni kunnugt kvort Árni Ágústsson hefur sagt starfinu lausu — SS. ÞAU SÝNA FIMINA Valur hefur þegar tapað tveim stigum, en Vikingur, FH og IR eru enn taplaus i mótinu. Af þeirri ástæðu verður að telja leik tR og FH stórleik. FH hefur yfirleitt gengið illa með IR, og vandinn verður enn meiri i kvöld, þvi tR- ingar hafa nú fengið i sinar raðir markvörð sem liklegur er til alls. Geir Thorsteinsson hefur sýnt það siðustu dagana að hann er einn af okkar beztu markvörðum, og það er ekki ónýtt l'yrir lið tR, sem frekarhefur átt i markmannserf- iðleikum en hitt — SS. SPÁIN — BIÐUR UM EINN DAG Vegna mikilla þrengsla i blað- iuu i dag, verður spá Helga Danielssonar að biða birtingar til morguns. Sömuleiðis biða töfl- urnar birtingar til morguns. TVEIR STORLEIKIR: ÍR GEGN FH OG VALUR-VÍKINGUR Midvikudagur 29. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.