Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 3
ÚR 63 í 6800 Á 45 ÁRUM Fyrir 45 árum tóku sig saman 63 áhugamenn um ferðalög um iandið og stofnuðu félagsskap undir nafninu Ferðafélag ts- lands. Þetta var nánar tiltekið 27. nóvember 1927, og þvi átti Ferðafélagið, sem flestir ís- lendingar þekkja núorðið, afmæli á mánudaginn. Af þvi tilefni efndi félagið til svonefndrar Sviðamessu i Skiðaskálanum i Hveradölum, sem áður var árlegur viðburður, en hefur nú legið niðr-i um skeið. 1 Skiðaskálanum voru saman- komnir stjórnarmenn Ferðafé- lagsins og blaðamenn. Einar Guðjohnsen, fram- kvæmdastjóri félagsins flutti skýrslu stjórnarinnar, og kom þar m.a. fram, að á þessum 45 árum, sem liðin eru frá stofnun þess, hefur félagatalan aukizt úr 63 i rúmlega 6800. Þar með eru taldar niu deildir, á tsafirði, Sauðárkróki, Dalvik, Akureyri, Húsavik, Vopnafirði, Egilsstöð- um, Vestmannaeyjum og Kefla- vik. Það sem af er þessu ári hafa 5079 farþegar farið i ferðir fé- lagsins, en þær eru orðnar 161, og lengd þeirra frá dagparti upp i 27 daga. Af þessum fjölda voru útlendingar 857, eða 15%. Sið- asta ár fóru 3935 i 146 ferðir, og er aukningin þvi þegar orðin 29%. S.l. ár var aukningin 25% og þar áður 26%. Oftast hefur verið farið i Þórsmörk á árinu, eða 40 sinn- um, og farþegarnir eru orðnir 1500 talsins. enda var nýlega lokið við stækkun Skagfjörðs- skála i Þórsmörk. Ferðir i Landmannalaugar koma næst Þórsmerkurferðun- um. Þangað hefur verið farið 19 sinnum með um 500 farþega, en á Kjalveg hefur verið farið 1.0 sinnum með 278 farþega. F’erðafélag Islands á orðið 16 skála viðsvegar um óbyggðir landsins, og geta gist i þeim samtimis um 800 manns. RÁÐSTEFNA HER- NÁMSANDSTÆÐINGA 1 tilefni af fyrirhuguðum við- ræðum milli Islendinga og Bandarikjamanna snemma á næsta ári um brottför herliðsins frá Keflavikurflugvelli munu Miðnefnd herstöðvarandstæð- inga, 1. des. nefnd stúdenta og Verðandi, gangast um næstu helgi fyrir ráðstefnu um her- stöðvarmálið og stöðu Islands i samfélagi þjóðanna. Ráðstefnan verður haldin i Félagsheimili stúdenta við Hringbraut laugar- daginn 2. desember og sunnudag- inn 3. desember n.k. Ráðstefnan hefst kl. 14 á laugardag og verða fundir frá kl. 14 til kl. 18 báða dagana. Fram- sögumenn á ráðstefnunni verða þeir Vésteinn Ólason, Magister, Einar Karl Haraldsson, frétta- maður, Hjörleifur Guttormur, kennari á Neskaupsstað, Cecil Haraldsson, form. Sambands ungra jafnaðarmanna, Vésteinn Lúðviksson, rithöfundur, og Sig- urður Lindal, prófessor. Umræðustjórar verða Már Pétursson, lögfræðingur, Njörður P. Njarðvik, lektor, Vilborg Harðardóttir, blaðakona, og Hjalti Kristgeirsson, hagfræðing- ur. Framhald á bls. 8. OLVUNARAKSTUR SfFELLT IfDARI A VEUINUM Olvun við akstur á Keflavikur- flugvelli, hefur stóraukist upp á siðkastið, að þvi er lögreglan þar sagði i viðtali við blaðið i gær. Um siðustu helgi voru t.d. fimm öku- menn teknir úr umferð þarna fyr- ir meinta ölvun við akstur. Um þetta leyti i fyrra höfðu röskir 130 ökumenn verið teknir við eða á Vellinum fyrir meinta ölvun við akstur, en það ár var hið alversta i þessu tilliti i sögu lög- reglunnar þar. Framan af þessu ári og reyndar nú fram á haust, höfðu mun færri verið teknir fyrir ölvunarakstur en á sömu timum i fyrra, en með þeirri öldu, sem undanfarið hefur gengið yfir, er tala þessara til- fella orðin jafn há og á sama tima i fyrra. Eru þvi horfur á, að þetta ár verði jafnvel enn verra en hið sið- asta. Lögreglan tekur fram, að eftirlit með þessu hafi ekki verið hert að marki og sé þessi fjölgun þvi ekki af þeim sökum. Bandarikjamenn eru i yfir- gnæfandi meirihluta þeirra, sem teknir hafa verið, en nokkuð er einnig um Islendinga. Engin veruleg slys eða óhöpp standa i sambandi við þessi ölvunartil- felli, en lögreglan telur sig oft hafa komið i veg fyrir það með þvi að stöðva akstur ölvaðra öku- manna áður en illa færi. — Ráðherra gaf ieikinn þegar fóstrurnar hót- uðu að ganga út Fjármálaráðherra forðaði þvi i gær að dagheimili Landspitalans við Engihlið yrði lokað á morgun, með þeim afleiðingum að hópur sérmenntaðs fólks við spitalann hefði að likindum hætt þar störf- um um leið. A dagheimili þessu eru að jafn- aði 30 til 40 börn sérmenntaðs fólks við spitalann, og er þessi vistun barnanna i flestum tilfell- um forsenda þess að fólkið fáist til starfa. Heimilið er rekið af rikinu, og hafa fóstrur þar um nokkurtskeið verið heldur lægra launaðar en starfssystur þeirra á dagheimil- um borgarinnár. Þær undu þessu illa og sögðu fyrir nokkru allar upp starfi og átti uppsögnin að taka gildi á morgun. Hvorki gekk né rak i samningaviðræðum fóstranna og fjármálaráðuneytisins fyrr en i gærmorgun, að fjármálaráðherra féllst á að hækka við þær launin til jafns við starfssystur þeirra annarsstaðar, og fá nú sumar fóstrurnar greiddar launaupp- bætur allt aftur til ársins 1970. Er blaðið hafði samband við Þuriði Sigurðardóttur, forstöðu- konu dagheimilisins i gærdag, sagði hún að fóstrurnar væru reyndar ekki búnar að skrifa und- ir tilboðið enn, en svo virtist sem þær væru á einu máli um að gera það. Veður hefur hamlað þvi að hin nýja sorpbrennsla Húsvikinga kæmist i gagnið. Hefur ekki reynzt unnt að ljúka frágangi gólfs i brennsluhúsinu vegna veð- urs Að öðru leyti er brennslan fullbúin, aö þvi er Haukur Harðarson bæjarstjóri á Húsavik tjáði blaðinu i gær. Haukur sagði, að brennslan nýja hafi verið prufukeyrð, og likaði hún vel. Hins vegar sé ekki talið rétt að taka stöðina i gagnið fyrr en sjálft brennsluhúsið sé fullfrágengið. Sagðist Haukur vonast til þess að verkinu lyki um næstu mánaðarmót. GDUNADUR UM AÐ AKA AF SLVS- STAD - VILDIFORDAST LOCREGLU SINFONIAN Fimmtu tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar Islands verða annað kvöld i Háskólabiói, og verður stjórnandi hljóm- sveitarinnar Frakkinn Jean- Pierre Jacquillat. Á efnisskránni verður sinfónia nr. 29 eftir Mozart, Konsert i d-moll fýrir tvö pianó og hljómsveit eftir Francis Poulenc og Sinfónia nr. 4 i d-moll op. 120 eftir Ro- bert Schumann. 1 Konsert i d-moll leika á pianó þeir Halldór Haraldsson og Rögnvaldur Sigurjónsson, sem báðir eru landskunnir einleikarar, og starfa báðir sem kennar við Tónlistarskól- ann i Reykjavik. Eftir að hafa ekið á fótgang- andi mann og kastað honum i götuna, hélt ökumaður bils nokkurs áfram án þess að hirða um fórnarlambið, sem lá eftir fótbrotið og meira meitt. Þetta atvikaðist á Hvaleyrar- braut i Hafnarfirði upp úr mið- nætti i fyrrinótt. Brátt barst þó manninum hjálp, þar sem hann lá ósjálfbjarga i götunni, og var Vitað er, að sendiráð Kinverska alþýðulýðveldisins á Islandi, hef- ur verið að svjpast um eftir hent- ugu húsnæði hér i bænum fyrir starfsemi sina. Hafa sendimenn haft augastað á einhverjum hús- um og skoðað þau, en ekki hefur orðið úr kaupum. Siðast hefur frétzt, að máliö þegar kært til lögreglunn- ar i Hafnarfirði. Mundi maðurinn skrásetn- ingarnúmer bilsins, gerð og lit, og gat meira að segja lýst öku- manninum allvel. Fór þvi lög- reglan þegar i stað heim til við- komandi og stóð þá billinn fyrir utan hús hans, og var skemmd- ur eins og eftir að hafa ekið á mann. Kinverjarnir hafi hug á að kaupa húseignina Viðimei 29, sem er i eigu Odds i Glæsi, Jónssonar, og fleiri. Alþýðublaðið hringdi i sendi- ráðið, sem hefur aðsetur i Fellsmúla 20, og spurðist fyrir um þessi húsakaup. Er lögreglan barði að dyrum var ekki svarað, en ekki leið á löngu þar til hún sá hvar maður var að skriða út um glugga á húsinu. Hjálpuðu lögreglu- mennirnir manninum út um gluggann, en þar var þá kominn eigandi bilsins. Var hann tals- vert drukkinn. Hann var fluttur i fanga- Framhald á bls. 8. Starfsmaður sá, er fyrir svör- um varð, kvaðst raunar ekki vera sá, sem bezt vissi um málið, en sagði það rétt vera, að nokkrar viðræður hefðu farið fram um kaup á þessarri húseign. Ljúf- mannlega færðist hann samt und- an að tjá sig frekar um málið. KÍNVERJARNIR AÐ KOMAST UNDIR ÞAK? Fólk fyrir bíla Tvö umferðarslys urðu við Nóatón með stuttu millibili i gær morgun, og slasaðist tvennt. Annað varð á gatnamótum Nóa- túns og Brautarholts. Þar varð kona fyrir bil og slasaðist eitt- hvað, kvartaði m.a. undan eymslum i mjöðm. Skömmu siðar ók bill á mann á gatnamótum Nóatúns og Laugavegar. Maðurinn skall á framrúðu bilsins og braut hana. Hann taldi sig þó i fyrstu litið meiddan, en var samt fluttur á Slysadeildina til rannsóknar. Um miðjan daginn ók svo pilt- ur á vélhjóli aftan á bil á Fri- kirkjuvegi, og skarst hann illa i andliti og meiddist eitthvað á fæti. Kona varð einnigfyrirbil seint i fyrrakvöld inni á Langholts- vegi. Hún kastaðist fimm metra frá bilnum og hafnaði i götunni slösuð á höfði og hálsi. Meiðsli hennar eru þó ekki talin lifs- hættuleg. — Ríkið og vínið Blaðinu barst i gær opið bréf frá ungtemplurum, svohljóð- andi: Landssamtökin íslenzkir ung- templarar lýsa yfir fullum stuðningi við framkomna þings- ályktunartillögu um afnám vin- veitinga á vegum rikisins. Innan samtaka okkar er margt ungl fólk, sem iill hafa sitt ákveðna takmark, en öll án áfengis. Einnig er takmark samtakanna afnám áfengis. Af hverju? Jú unga fólkiö innan samtaka okkar hefur séð alltof marga verða áfenginu að bráð, og þeir verða stöðugt fleiri. Þetta sanna dæmin, sem blasa við, hvert sem litið er. Þess vegna teljum við, að rikisvaldinu beri að gefa það fordæmi, sem fagurt þykir og er þjóð okkar lil sóma, i stað þess að ala á ómenningunni, og láta bæði vandamálin og orð þeirra, sem vilja fást við þau, sem vind um eyru þjóta. Verði það, hefur rikisvaldið stigiðskrJi Iram fyrir, og er orð- ið það leiðandi afl i þjóðfélag- inu, sem það á að vera. Með fullri vinsemd og virðingu, stjórn islenzkra ungtemplara. Gunnar Þorláksson, form. Rauðsokkur Vegna frumvarps um hlut- deild rikisins i byggingu og rekstri dagvistunarheim ila, sem liggur nú l'yrir Alþingi, hala Kvenréttindafélag tslands, Úur og Rauðsokkahreyfingin hafið undirskriftasöfnun til að herða á, að frumvarp þetta verði afgreitt sem lög frá Al- þingi hið allra fyrsta og komi til iramkvæmda strax á næsta ári. < Fréttatilkynning) Flóamarkaður FLÓAM ARKAÐUR Félags ein- stæðra foreldra verður að Hall- veigarstööum n.k. sunnudag 3. desember og hefst klukkan tvö eftir hádegi. Verður þar til sölu mikiö af eigulegum munum og falnaði á einkar hagstæðu verði. Þar verða einnig á boðstólum jólakort félagsins. Félögum, sem enn hafa ekki sent muni á markaðinn, en vilja láta eitthvað af hendi rakna, er bent á að koma með þá á skrif- stofu félagsins i Traðarkots- sundi 6, á laugardaginn milli klukkan 4 og 7. A.A. í Keflavík A.A. félagar i Keflavik efna til opins kynningarfundar i Félagsbióinu þar næstkomandi laugardag. Hann hefst kl. 2 sið- degis. Tvær eftir Nú eru aðeins eftir tvær sýn- ingar á Túskildingsóperunni i Þjóðleikhúsinu, en leikurinn var frumsýndur i byrjun þessa leik- árs. Róbert Arnfinnsson fer með aðalhlutverkið Makka hnif, en Gisli Alfreðsson er leikstjóri. -----------------------o Miðvikudagur 29. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.