Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 11
í SKUGGA MARDARINS Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt 25 Kross- gátu- krílii 6Lf£Puf?/Nr/ r Sr/f) 6/<'0 5 Pim, G/UL □ 1" é Hi BíR IR E/mUR. /AW UA/D/G SToÐu H/Tft f KS/R TjW,£ ^PÚL veR OL'DF/ QL'O/r) 5 KftfíT 6 RtP//fft t PR j u L/T/L ARDftR EiMS U/f) u TÓHf/ /<Y?/?l/ DREIFA v&rN/ r U/T — Mér fellur illa að það sé horft á mig þegar ég veit ekki af. — Mér fellur illa þegar fólk er ókurteist. — Mér sömuleiðis, hreytti ég út úr mér og slóð upp. Hugsunin um mannaumingjann sem var að deyia úr lungnaveiki gerði mig reiða og mér stóð á sama hvort ég móðgaði Mörðinn eða ekki. Hann afréð að verða ekki móðgaður. — Mér er ánægja af að sjá þig vinna, sagði hann. — Mér er illa viðjuleysi i þessu húsi. Ef þér ætlist til að ég vinni, ættuð þér að láta það i ljós. Þér viljið kannski fá mig til að vinna niðri i gullnámunni yðar. Hann lézt velta þessu fyrir sér, — Við hvað svo sem? Ég ákvað að svara þessu ekki en sagði: — Mér skilst að ég eigi eitthvað af hlutabréfum i fyrir- tækinu. — Faðir þinn átti nokkur.. örfá. Þau eru ekki mikils virði. — Frekar en náman, sjálf, likast til. — Hefur þú einhverja sérþekk- ingu á námurekstri? — Ég veit ekkert um hann og vil ekki vita. Ég vildi siður láta bendla mig við slikt. Hann sagði: — Ég held að timi sé til kominn að við ræddum saman. Það er ýmislegt, sem við ættum að vita hvort um annað. — Ég vil vita allt, sem kemur mér við. — Komdu i bókastofuna eftir kvöldverðinn. Hann fór og ég sneri mér aftur að grasagarðinum hennar Ade- laide, sterkur salviuilmur fyllti loftið. Ég hugsaði með mér: t kvöld ætla ég að vera skorinorð. Ég ætla að segja honum álit mitt á námunni, þar sem ungir menn verða að gamalmennum fyrir timann og eyðileggja i sér lungun. Hann kom ekki til kvöldverðar um kvöldið og ég braut heilann um hvort hann myndi vera i bókastofunni þegar ég kæmi þangað. Það var hann. Hann sat við borðið og dreypti á glasi, sem ég gizkaði á að i væri port- vin. Ég gat mér þess til að hann hefði snætt kvöldverð einsamall þarna i herberginu, en það skild- ist mér að hann gerði öðru hverju. — Ah, sagði hann. — Komdu inn, ungfrú Nora. Seztu þarna andspænis mér þar sem ég get séð þig. Ég settist. Birtan i her- berginu var dauf. Það hafði aðeins verið kveikt á tveimur af hinum mörgu oliulömpum. — Þú drekkur eitt glas af port vmi. — Ég afþakkaði vegna þess að af munni hans liktist það meira boði en tilboði. Hann lyfti vinflöskunni og hellti aftur i sitt eigið glas. Þá tók ég fyrsta skipti eftir höndum hans, fingurnir voru langir og grannir og á litla fingri hægri handar bar hann hring með skornum jaðe- steini. Yfir hverri smá hreyfingu háns hvildi einhver glæsibragur og ég gat imyndað mér hann lifa ,,náðugt" á gömlum enskum herragarði. — Þú vildir fá að vita stöðu þina hér, sagði hann. — Þú ert skjólstæðingur minn. Ég er for- svarsmaður þinn. Það var faðir þinn sem.kom þvi þannig fyrir áður en hann fékk sinn ótimabæra dauðdaga. Hann þekkti hættur þessa lands og hann talaði oft, i þessu herbergi, um áhyggjur sinar og kviða og ég hét honum þvi, að ef hann dæi áður en þú hefðir náð tuttugu og eins árs aldri, skyldi ég sjá fyrir þér. — Hann hlýtur að hafa fengið eitthvert hugboð um að hann mundi deyja. Hann hristi höfuðið. — Faðir þinn var mikill draumóramaður. Hann var hrifinn af draumum sinum, en með sjálfum sér vissi hann alltaf að þeir myndu aldrei rætast. Innst i hugskoti sinu viðurkenndi hann að hann myndi aldrei verða auðugur, en það var aðeins þegar hann hafði þig i huga, sem hann gerði raunhæfar áætlanir. Þú getur haft það til marks um dálæti hans á þér. Þin vegna hvarf hann úr sjálfum sér og játaði það sem hann vissi að var satt og rétt. Svo varð þetta að samkomulagi milli okkar og áður en hann dó undirritaði hann skjal þar sem hann tilnefndi mig for- svarsmann þinn. Ég varð við beiðni hans — og hér erum við. — Hversvegna valdi hann yður? Enn lyftist önnur augabrúnin. — Þú segir þetta eins og þú teljir mig ekki verðugan trausts hans. — Hann þekkti yður svo skamman tima. — Hann þekkti mig nógu vel. Við þekktum hvor annan. Þess- vegna verður þú að gera mig þér að góðu. Þú átt ekki um neitt að velja. — Ég gæti liklega séð fyrir mér sjálf. — t námunni... eins og þú stakkst upp á? Það er ekki auð- hlaupið að þvi fyrir unga konu að sjá sér farborða, öðruvisi en sem vinnukona eða eitthvað þess- háttar og ég fullvissa þig um að það mun ekki liggja vel fyrir þér. — Ég á þessi hlutabréf i nám- unni. — Þar er ekki af miklu að taka. Þau myndu hrökkva skammt. — Ég vil siður að peningar sem ég á haldi uppi gullnámu. — Þaö má selja hlutabréfin. En það fæst ekki mikið fyrir þau. Náma er þekkt sem litt gróða- vænlegt fyrirtæki. — Hversvegna er þá haldið áfram við hana? — Það er vonin. Við höldum i vonina. — Og fólk deyr á meðan þér haldið áfram að vona. — Þú ert að hugsa um föður þinn. Hann hlaut þau örlög, sem mörgum eru búin i þessu landi. Þessir stigamenn eru á hverju strái. Við gætum öll orðið fyrir barðinu á þeim. — Ég er að hugsa um veslings mann, sem ég sá um daginn. Hann þjáðist af lungnakvilla. — Nú, já tæringu. — Þér talið eins og það væri álíka alvarlegt og höfuðverkur. — Það er áhætta við námu vinnslu. — Eins og morð af völdum stigamanna? — Ertu að leggja til að ég loki námunni vegna þess að maður þjáist af lungnatæringu? — Já. Hann hló. — Þú ert umbóta- manneskja, og eins og flestir um- bótamenn hefurðu litinn skilning á þvi sem þú ætlar aö bæta. Ef ég lokaði nðmunni, hvað yrði þá um alla verkamennina? Þeir myndu svelta i hel á vikutíma. — Ég vil ekkert vera bendluð við þessa námu. — Við getum látið selja hluta- bréf þin og lagt peningana inn á banka fyrir þig. Ég vara þig við að það verða ekki mikið meira en hundrað pund. Og ef við fyndum gull^ mg vei ekki vera viöriðin gullgröft á nokkurn hátt. Hann andvarpaði og horfði á mig yfir portvinsglasið, augu hans glóðu. — Þú ert ekki sérlega skynsöm. Eins og sagt er heima „Hjarta þittstjórnar höfðinu”. Þú hugsar með tilfinningunum. Það geturkomið þér i erfiðleika,en er til litils gagns við að komast úr þeim aftur. — Þér eruð öðruvisi. Þér hugs- ið með höfðinu. — Til þess er höfuðið. — Og hjartað? — Til að stjórna blóðrásinni. Ég fór að hlæja og hann lika. — Var það nokkuð annað, sem þú vildir fá að vita? Já, Hvað er ætlast til aö ég geri hérna? — Geri? Þú gætir ef til vill hjálpað Adelaide, eins og yngri systir myndi gera. Þetta er heim- ili þitt. Þú verður að búa i þvi sem sliku. Ég leit i kringum mig i her- berginu og sá það nú i fyrsta skipti. Bækur þöktu einn vegginn, eldur logaði á opnum arni, á veggjunum héngu margar myndir og herbergið var nákvæmlega eins og hægt var að búast við að ensk bókastofa liti út. Á gljáfægðu eikarþorði stóð manntafl. Mönnunum hafði verið raðað upp eins og einhverjir hefðu ætlað að fara að tefla og ég hrópaði ósjálfrátt upp yfir mig, vegna þess að ég þekkti þetta manntafl vel. Það var mjög fall- egt, mennirnir voru gerðir úr hvitu og gulleitu filabeini og kórónur kónganna og drottn- inganna voru sett gimsteinum, reitirnir á borðinu voru úr hvítum og bleikum marmara. Ég hafði teflt á þvi við föður minn. — Faöir minn átti þetta, sagði ég i ásökunarrómi. — Hann skildi það eftir hjá mér. Oi ■ Cfi ■ ' SlS-'íS ■ 3)íOt*>'i' ■ ast, get ég farið til Maxico, Suður-Ameriku, Evrópu, hvert sem ég vil. Og lifað þar til æviloka. 1 vellystingum á ég við. Ég gæti beðið þig að koma með mér. En hugsaðu ekki um það. Láttu það engin áhrif hafa á ráð þin. Ingrid: Ég geri það ekki. Ég hef heyrt þetta áður. Anderson: Ég veit það. En ég þarf á reiðufé að halda til að geta framið þetta innbrot. Ég þarf að borga kaup og slikt. Ingrid: Viltu fá peninga hjá mér. Anderson: Nei, ég vil ekki fá peninga hjá þér. Ingrid: En mennirnir, sem þú færð peninga hjá og aðstoð — þeir vilja eitthvað eða hvað? Anderson: Þú ert svo skörp, að ég er hálfhræddur. Ingrid: Reyndu að gera þér grein fyrir þvi, hvernig ævi min hefur verið. Hvað vilja þeir? Anderson: Ég hef ráðið menn. Ég gat fengið fimm menn. En þeir sem f jármagna fyrirtæk- ið, verða að eiga sinn fulltrúa. Þetta er svo sem skiljanlegt. Ég vinn sjálfstætt. Maður fær atvinnuleyfi, en þeir verða að fylgjast með, að engin brögð séu höfð i tafli og hver ábatinn verður. Skilurðu? Ingrid: Auðvitað. Og hvað svo? Anderson: Þeir eru að hugsa um að fá mann frá Detroit. Ég þekki hann ekki. Ég hef aldrei heyrt hans getið. Þeir segja, að hann sé atvinnu- maður. Þeir segja, að hann muni hlýða fyrirskipunum minum. Ég verð foringinn við þetta innbrot. Ingrid: Og hvað um það? Anderson: Þeir vilja, að ég drepi hann. Það verður gjald- ið fyrir atvinnuleyfið. Þegar verkinu er lokið, á ég að skjóta þennan mann. Þeir vilja ekki segja mér hvers vegna ég á að gera það, mér komi það ekki við. Ingrid: Ó.... (Einnar minútu og tólf sekúndna þögn). Ingrid: Þeir kunna á þér lagið. Þeir vita, að ef þú fellst á að gera þetta, þá verður það gert. Þú gerir það ekki af ótta við þá, heldur vegna þess að þú ert John Anderson, og þegar þú segist munu gera eitthvað, stendur þú við orð þin. Er þetta ekki rétt? Anderson: Ég veit ekki hvað þeir halda. Ingrid: Þú kemur til min að leita ráða. Ég er að reyna að ráða þér. Ef þú gengur að þessum kostum, drepur þú þennan mann. En ef þú neitar, lendir þú i einhverjum vandræðum? Vnderson: Nei, ég lendi ekki i vandræðum. Þeir drepa mig ekki. Ég er ekki þess verður. En ég get aldrei framar unnið sjálfstætt. Ég fengi aldrei leyfi til þess. Ég gæti unnið með þeim, ef ég kæri mig um, en það er ekki hið sama. Ég fengi smánarlaun. Ég yrði að fara heim. Ég fengi aldrei að vinna i þessari borg. Ingrid: Heim? Hvar áttu heima? Anderson: Fyrir sunnan I Kentucky. Ingrid: Og hvað gætir þú gert þar? Anderson: Hnepptu frá þér sloppnum. Ingrid: Já. Svona...? Anderson: Já. Leyfðú mér að horfa á þig, á meðan ég tala. Ég verða að fá að tala. Ingrid: Já. Ég veit ekki, hvað ég gæti gert. Smyglað áfengi. Rænt bensinstöðvar. Banka- rán öðru hverju, ef ég gæti fundið hæfa menn. Ingrid: Kanntu ekkert annað? Anderson: Já, ég kann andskot- ann ekkert annað. Heldurðu kannski, að ég færi að vinna fyrir mér sem kerfisfræð- ingur eða vátryggingasali i Kentucky? Ingrid: Vertu ekki reiður. Anderson: Ég er ekki reiður. Ég var búinn að segja þér, að ég vildi bara fá ráð hjá þér. Ég veit varla, hvað ég á að gera. Ingrid: Þú hefur drepið mann áður. Anderson: Já, en ég varð að gera það. Hann sagði svolítið. Ingrid: En núna er það hluti af starfi þinu. Hvaða munur er á þvi? Anderson: Andskotinn sjálfur. Þessir útlendingar skilja ekkert. Ingrid: Nei, það geri ég ekki. Anderson :Þessi náungi, sem ég skaut, var alltaf að striða mér. Ég svaraði honum. Loksins varð ég að ganga frá honum sóma mins vegna. Ég varð að gera það. Ingrid: Þið Bandarikjamenn eruð skritnir. Ykkur er illa við að segja, að þið myrðið fólk. Hvernig stendur á þvi? Anderson: Þú hefur lög að mæla. Þetta er einkennilegt. Ég veit ekki, hvernig á þessu stendur. Ég varð að lokum að spyrja mennina, sem ég var að segja þér frá, hvort þeir vildu, að ég dræpi hann. Hann féllst loks á, að það var ein- mitt það sem þeir vildu. En ég sá það á svip hans hve hikandi hann var, að honum var illa við orðið drepa. Þegar ég var að keyra fyrir bruggara heima, vann hjá honum gamall negri — afar snjall i sinu starfi — og hann sagði, að einhvern tima yröu allir að fara. Hann sagði, aö það væri þetta, sém allir óttuðust mest, og þvi væru fundin upp alls konar heiti yfir það. Prédikararnir segja , að maður muni endurfæðast, og maður gefur prédikaranum peninga, enda þótt maður viti með sjálfum sér, að hann er að ljúga. Það er sama hverrar trúar maður er — allir vita, að þeir munu ekki endurfæöast. Þegar maður er dauður , þá er maður dauöur. Ekkert annað. Þetta var gamli negrinn alltaf að segja mér, og hann hafði sannar- lega á réttu að standa. Þetta er það eina, sem öllum i heiminumer sameiginlegt: við erum hrædd við að deyja og forðumst jafnvel að hugsa um það. Þarna liggur þú nærri allsnakin —- heldurðu kannski, að þú hafir eilift lif? o Miðvikudagur 29. nóvemoer 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.