Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 7
frá r umsjónarmaður Olafur Þ. Harðarson Þaö vantar ekki að það sé leitað til hins landlausa almennings um aðstoð við nytjar og nýtingu lands og fólkið í borgum og bæjum fái að borga með einum eða öðrum hætti milljónir i vasa land- eigendastéttarinnar á ári hverju. En þegar talið berst að því, hver á og hvað má, — þá er ekki þörf fyrir fólkið. Þá má almenningur aftur halda á mölina. HVERA LANDIÐ? Þingmenn Alþýöuflokksins hafa nú lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu, sem miöar að þvi, að samið verði lagafrumvarp þar sem iandið, gögn þess og gæði verði lýst alþjóðareign. Þessi tillaga hefur valdið miklu fjaðrafoki meðal ihaldssömustu aflanna i þjóðfél- aginu, þvi þetta er vist skerðing á „eignarétti” einstaklinganna og jafnvel hafa heyrzt raddir um, að þetta brjóti i bág við stjórnarskrána! Við skulum nú lita á þetta ofurlitið nánar. Hverjir eiga landið? t upphafi er bezt að gera sér grein fyrir þeirri grundvallar- spurningu hverjir séu hinir raunverulegu „eigendur” landsins. Á landið að vera eign þjóðarinnar, eða á það að vera eign fáeinna útvalinna rikis- bubba, sem nýta það einungis i sina þágu og hirða afraksturinn af gæðum þess, án þess að láta nokkurn skapaðan hlut i stað- inn? Enginn jafnaðarmaður ef- ast um svarið við þessari spurn- ingu, en það er ósköp skiljan- legt, að braskarar og stóreigna menn reyni að verja forréttindi sin — jafnvel þó flestir viður- kenni, að þau séu ranglát. Það er lika skiljanlegt, að rök þau, sem andstæðingar tillögunnar hafa fært fram eru fyrst og fremst söguleg — þeir benda á að hér sé gömul hefð um „eignaréttinn” brotin. Þeir hafa hins vegar ekki hætt sér út i um- ræöur um hvað væri eðlilegt og mest i þágu þjóðarinnar, enda stendur málstaður þeirra þar höllum fæti. óbyggðirnar Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir þvi, að allt hálendið verði lýst alþjóðareign. Þennan hluta tillögunnar ætti vart að þurfa að rökræða. Það er ákaf- lega óeðlilegt, að fáeinir menn geti kastað eign sinni á hin óbyggðu svæði landsins og stjórnað nýtingu þeirra uppá sitt einsdæmi. Allireiga að hafa jafnan rétt til að njóta hinnar ósnortnu náttúru og yfirráða- réttur þjóðarinnar þarf að vera skýr og ótviræður. Ár og vötn Tillagan gerir einnig ráð fyrir þvi, að allar ár og vötn ve.rði lýst eign þjóðarinnar allrar. Kðlilegt er að um þetta standi nokkur styrr, þvi i dag er nokkur hópur manna, sem rakar saman peningum með þvi að selja svokölluð veiðileyfi. Þessir menn teljast nefnilega eiga fiskinn i ánum og vötnun- um, af þvi að þeir „eiga”þau! Þeir leggja nákvæmlega ekki neitt fram varðandi veiðina, en samthirða þeir gróðann! Þessir braskarar geta svo sprengt upp verðið á „veiðileyfunum” — og það hefur þau áhrif, að veiðar i ám og vötnum verða aðeins rikramannadundur. Þarna er um hreint og ómengað arðrán að ræða. Og hvar á að setja mörkin? Kyrst einstaklingar geta „átt” árnar og vötnin af hverju geta þeir þá ekki slegið eign sinni á firði og flóa? Og fyrst þessir menn eiga fiskinn i ánum er eðlilegt að spyrja: Eiga þeir ekki lika virkjunarréttinn i án- um? Verður ekki almenningur að borga landeigendaauðvald- inu stórfé fyrir að fá að virkja fallvötnin, rétt eins og hann þarf að borga þeim fyrir veiðileyfin? Eða er kannski ekki einu sinni samræmi i vitleysunni hjá hin- um „rökföstu" talsmönnum gróðahyggjunnar? Um bújaröir Tillagan gerir ráð fyrir, að smám saman komist allt land i eigu þjóðarinnar, en þó haldist núverandi skipulag varðandi bújarðir meðan bændur kjósa það heldur — svo ekki er þar róttækninni fyrir að fara. Eðli- legast er, að allt sé i eign þjóðar innar og að þvi ber hiklaust að stefna. Hins vegar dettur auð- vitað engum i hug að reka bændur af þeim jörðum sem þeir búa á og tryggja verður ótviræðan forgangsrétt þeirra og niðja þeirra til að nytja jarð- irnar. En þjóðareign alls lands kemur i eitt skipti fyrir öll i veg fyrir óeðlilegt brask með landið og skjótfenginn gróða „land eigenda”, sem eingöngu stafar af framkvæmdum og skipulagi hins opinbera. Að hafa arð af //eignum" sínum Gott dæmi um fáránleika rikj- andi skipulags er sagan um veiðileyfin i Þórisvatni. Lengi hefur verið talið, að engin veiði væri i Þórisvatni og auk þess er það langt frá byggð og erfitt að komast þangað. Þegar virkjun- ar framkvæmdir þarna austur frá hófust lagði rikið veg upp að Þórisvatni. Þá kom lika i ljós að silungsveiði var i vatninu, þrátt fyrir forna trú um hið gagn- stæða. Ef til vill mun það stafa af þvi, að fyrir mörgum árum tóku nokkrir Reykvikingar sig til og gerðu sér ferð upp að vatn- inu og slepptu þar nokkrum seiðum. En hvað með það, fisk- urinn er i vatninu og menn fóru að veiða. Þá gerðist það , að bændur i næstu sveit stofna veiðifélag — og allt i einu „eiga” þeir fiskinn i vatninu og menn þurfa að kaupa af þeim veiðileyfi til að fá að veiða þar. Hafa þeir selt grimmt og haft drjúgan arð af þessari „eign” sinni. Á leiö til sósialisma Þetta er aðeins eitt litilfjör- legt dæmi um það arðrán, sem núverandi skipulag býður upp á. Þetta skipulag er ranglátt og þess vegna á að ,breyta þvi. Samþykkt þingsályktunartil- lögu Alþýðuflokksins væri eitt litið skref i áttina að réttlátara þjóðfélagi, — þjóðfélagi sósial- ismans. Að visu má gera þvi skóna, að tillagan verði felld á Alþingi af þeim flokkum, sem styðja auð- valdsskipulagið, en nauðsynlegt er að um hana fari fram sem mestar umræður. Hún afhjúpar nefnilega þann grundvailarmun sem er á milli borgaraflokk- anna annars vegar og þeirra flokka, sem stefna að umsköpun þjóðfélagsins hiris vegar. Þetta er eitt af þeim málum sem allir raunverulegir vinstri menn geta sameinast um, hvar i flokki sem þeir standa i dag. Þess vegna ættu þeir, sem vilja koma á þjóðskipulagi jafnaðarstefn- unnar að berjast kröftuglega fyrir þvi, að landið allt, gögn þess og gæði verði ótviræð eign islenzku þjóðarinnar ailrar. ÍSLAND - ÞJÚÐAREIGN EÐA EINSTAKLINGA? 72ia ARA OG LEIKUR SÉR AÐ DUKKUM! Á langri ævi hafði frú Estrid Faurholm, sem er dönsk kona á áttræðisaldri, safnað um 400 antikdúkkum og 36 gömlum dúkkuhúsum. Safn þetta á sér enga hliðstæðu i heiminum. Þegar frú Faurholm komst á eftirlaunaaldurinn, fannst henni nóg komið, og seldi dúkku safnið sitt til Lego- lands. En gamall vani er samur við sig og gamla konan hafði enga eirð i sinum bein- um, fyrr en hún var byrjuð að safna aftur. Nú á hin 72 ára gamla „brúðumóðir” 80 dúkkur i nýju safni, en auK þess að safna dúkkum hvaðanæva að úr heiminum, er hún nú byrjuð að safna gömlum stafrófs- kverum og glansmyndum. Glansmyndirnar ásamt nokkrum úrklippubókum verða meðal hlutanna sem sýndir verða á „Fyens Forum ’72”, sem fram fer i Dan- mörku i siðari hluta nóvem- ber. Ein úrklippubókanna, sem á sýningunni verða, hefur að geyma nokkrar útlinu- myndir (silhouetta-myndir) af ævintýraskáldinu góðkunna, H.C. Andersen. Estrid Faurholm á ennþá fyrstu antik-dúkkuna, sem hún eignaðist . Hún segir sjálf um þessa dúkku: „Þessi dúkka var gerð i Den kgl. Porcelænsfabrik, en ég rakst á hana einu sinni i forn- gripaverzlun. Dúkkan átti að kosta 85 krónur.en forngripa- salinn lét mig hafa hana fyrir 75 krónur, en lét það þó fylgja , að hver maður gæti séð, að þessi dúkka væri peninganna virði. A þessum tima hafði enginn áhuga á þvi að safna eldgöml- um dúkkum, en nú er þetta breytt og þeir margir, sem berjast um hverja verðmæta brúðu, sem finnst. Nú liður lika langur timi milli þess, að mér berast virkilega áhuga- verðar dúkkur i hendur”, segir frá Faurholm. Hafnaði tilboði frá Ameríku Þegar gamla konan lét i ljós áhuga á þvi að selja hið ein- stæða dúkkusafn sitt, sýndu Bandarikjamenn strax áhuga á að kaupa það. En sú gamla er af gamla skólanum og var ekki að hugsa um peninga. Þó að hún fengi helmingi lægra tilboð frá Legolandi i Dan- mörku, hugsaði hún sig ekki um, en seldi þvi safnið. i einu horni stofunnar i ibúð frú Estrid Faurholm i Hellerup stendur margra haaða gamalt dúkkuhús. Þetta húsvill gamla konan aldrei láta af hendi, en dúkkuhúsið var upphaflega i eigu ömmu hennar, sem gaf dótturdóttur sinni það, þegar hún var litil telpa. Þetta merkilega dúkkuhús er búið tilheyrandi húsgöngum og á veggjunum eru smágerð málverk. Eitt þeirra er af sumarbústað ömmu hennar og afa, sem þau áttu i Vangede. „Þegar við höfðum súpu að borða, var maðurinn minn alltaf lafhræddur um, að ein- hvern tima fengi hann dúkku- föt i staðinn fyrir súpu. Ég var nefnilega vön að sjóða dúkku- fötin i pottunum”, segir frá Faurholm. Estrid Faurholm er viður- kenndur sérfræðingur i antik- dúkkum. Hún hefur skrifað mikla bók á ensku um þetta áhugamál sitt og nefnist hún „Dolls and Dollhouses”. Bókin er meðal annars vel þekkt i Bandarikjunum og er biblia allra dúkkusafnara. Flestar um 100 ára Frú Faurholm safnar helzt engum hlut, sem er yngri en frá árinu 1880 og er þvi ekki að undra þó að margir safngrip- anna eigi að baki merkilega sögu, þó að sjaldnast geti þeir sagt hana sjálfir, — og þó: 28. október 1968 sat frúin með eina af uppáhalds dúkk- unum sinum og er hún var að handfjatla hana, stakkst kort út undan kjólnum hennar. A kortið var skrifað, að nafn- greind ensk stúlka hefði upp- haflega átt dúkkuna, en þessi stúlka lézt einmitt 28. október 1868. Fyrir einhverja tilviljun minnti dúkkan á 100 ára ártið upphaflegs eiganda sins. Victoria & Albert, Breta- drottning og eiginmaður henn- ar nefnast tvær merkar dúkkur i safninu og eiga þær að likjast þeim hjónum. Þessar dúkkur eru frá árunum milli 1860 og 1870, en þær voru keyptar i Paris. Þá er i safninu dönsk dúkka frá 1850 klædd hátiðarbúningi Amagerbúa. Allar dúkkurnar i safninu eru i upphaflegum búningum sinum. Ensk trédúkka frá 1780 er ein helzta uppáhaldsdúkka frúarinnar. A handleggjum og fótleggjum hennar eru liða- mót og á höfðinu er ekta hár. Einnig er i safninu önnur ensk dúkka frá 1830. Dúkkur af þessu tagi seldu farandsalar i Bretlandi á sinum tima. Frú Faurholm á lika i safni sinu fjöldan allan af eldgöml- um dúkkuhúsgögnum, m.a. dúkkustól frá þvi á 18.öld. 1 örlitlu snyrtiborði,sem er er frá þvi um 1850, fann frú Faurholm dúkku-skinnhanzka Estrid Faurholm með enska trédúkku frá 1780. Hár hennar er ekta mannshar og saumað fast. i einni skúffunni. 1 mörgum dúkkuhúsgagnanna eru leyni- hólf eins og tiðkaðist að hafa i skattholum og öðrum hús- gögnum fyrr á árum. En frú Faurholm safnar einnig giansmyndum. — Hve- nær var byrjað að gera glans- myndabækur? Spurningunni er beint til frú Faurholm. Elzta glansmyndabókin i minum fórum er frá árinu 1862. A hana er letrað, hver var fyrsti eigandi hennar. Ég rakst á fyrstu bækurnar hjá fornbókasala, en hann hélt helzt, að þetta væru gamlar bókhaldsbækur. Þær höfðu að geyma merkilegar litmyndir, sem i rauninni voru forverar glansmyndanna. H.C.Ander- sen minnist á þessar bækur i nokkrum af bréfum sinum, sem hafa varðveitzt”. Þetta er í ættinni „Ég hef alltaf verið þeirrar náttúru að þurfa að safna ein- hverju, helzt einhverju, sem enginn hefur safnað áður”, segir frú Faurholm. Hún ráð- leggur öllum sem hún þekkir að byrja að safna einu eða öðru. — En hvers vegna? — spyrja vinir hennar. „Vegna þess að það gefur lifinu aukna fyllingu. Maður verður svo margs visari og lærir svo margt, ef maður kafar niður i einföldustu við- fangsefni”, segir hún. Hvar finnurðu alla þessa hluti?, er Faurholm spurð og hún svarar: „Á llklegustu og óliklegustu stöðum. Ég hef ferðazt mjög mikið og kem yfirleitt alltaf með eitthvað nýtt heim úr hverri ferð. Ég hef heimsótt forngripasala viðs vegar um heiminn. Hlutirnir kosta mig ekki himinháar upphæðir vegna þess einmitt að ég hef venju- lega byrjað að safna þeim á undan öðrum, en þvi miður eru þeir nú orðnir alltof marg- ir, sem áhuga hafa á að safna gömlum dúkkum”. Að lokum segir hin gamla dúkkumóðir: „Söfnunarnátt- úran er i ættinni. Nýlega byrj- aði barnabarn mitt að safna sérkennilegum flöskum.” OG FIÖLDINN ALLUR AF FULLORDNUM DAUDOFUNOAR - ÞVl DÚNKURNAR HENNAR ERU DVRAR LEIMR HAFA SVO SEH AÐUB IfCIÐ SAHAN! Nú þegar Lafði Tweedsmuir er komin til landsins, má minnast þess. að þetta er ekki i fyrsta skipti, sem leiðir Tweedsmuir-nafnsins og is- lendinga liggja saman. Tweedsmuir lávarður, öðru nafni John Buchan, varö landsstjóri i Kanada árið 1935. i Lögbergi scgir frá heimsókn lávarðarins að Gimli hinn 21. sept. 1936, i bliðskapar veðri , að viðstöddu miklu fjölmenni. Kvaðst Tweedsmuir iávarður ekki heimsækja islendinga sem embættismaður. heldur sem vinur þeirra og frændi. IVIáttu þá islendingar vestan hafs muna heimsókn fyrir- rennara hans, Dufferins lá- varðar, sem á erfiðum tímum talaði kjark i landnemana is- lenzku og reyndist þeim hinn bczti drengur. John Buchan var kunnur rithöfundur og fræðimaður. Er Tveedsmuir barónessa, öðru nafni Prisc- illa Jean Fortescue Buchan, tengdadóttir hans, gift elzta syni hans, sem erfði titil hans. Kona landsstjórans, lafði Susan, var dóttir Hon. Norman Grosvenor. Er þetta allt þekkt merkisfólk. Til gamans má geta þess, aö þau hjónin ciga sér þessi hugðarefni ítómstundum: Lá- varðurinn: Laxveiði, skytteri, auk þeirrar konunglegu iþróttar, fálkaveiöa. Lafðin: Sund, garðyrkja og býflugna- rækt. HANS HÁGÖFGI KÓNGSFULLTRÚINN í CANADA LAVÁRDUR TWEEDSMUIR - MYND í „LÖGBERGI" FRÁ 1936 HELGI SÆMUNDSSON UM ækap BLOM OG BÖRN Þuriður Guðmundsdóttir: Hlátur þinn skýjaður. Ljóð. Almenna bókafé- lagið. Prentsmiðjan Oddi. Reykjavík 1972. ÞURtÐUR GUÐMUNDS- DÓTTIR gaf út fyrstu ljóðabók sina 1969. Hún hét Aðeins eitt blónt. RitdómaraF veittu henni minni athygli en skyldi, þvi að kvæðin voru eins og blóm, sem ilma dauft, en skarta einkenni- legum og fögrum litum. Hér var um að ræða óvenjulega frum- smið. Ég tel að á hálfum öðrum áratug hafi ekkert ungt islenzkt ljóðskáld kvatt sér hljóðs svipað þvi og Þuriður með þessu snotra kveri. Nú er komin ný ljóðabók frá hendi skáldkonunnar og nefnist Hlátur þinn skýjaður. Fljótt á litið virðast ljóðin harla lik hinum fyrri, en við nánari athugun sannfærist maður brátt um tækni Þuriðar. Oll kvæðin eru stutt, og litið má út af bera, svo að slys hljótist ekki af. Orðavali má naumast skeika, þá fýkur lauí af grannri jurt, sem stendur nakin og skjálfandi á rót sinni. Þetta veit Þuriður Guðmundsdóltir. Þess vegna reynir hún að hlúa vandlega að blómunum sinum i hlýjum garði og verja þau næðingi. Lifsvon kvæða eins og þessara íelst i þvi, að þau spegli mynd og kliði tón. Þuriði mistekst myndsmiðin stundum einkenni- lega. Hún færist svo litið i fang, að margir lesendur koma varla auga á, hverju hún lyftir. Hins vegar auðnast henni að gæða þessi smágerðu ljóð undarlegri litadýrð, og i þeim niöar löngum veikur en áleitinn tónn, sem verður kannski minnisstæðari en þungur hljómur. Sumir ætla, að þetta séu bara litir og tónar, en þvi fer fjarri. Litirnir og tón- arnir eru tákn Þuriðar Guð- mundsdóttur, og með þeim túlkar hún það, sem máli skiptir i þessum nýstárlega skáldskap — einlæga og djúpa tiliinningu. Svona Ijóð bjarga ekki heim- inum, en þau auka á töfra mannlifsins og prýða veröldina eins og angandi blóm. Hlátur þinn skýjaður vitnar i heild um enn nosturslegri rækt- un en kvæðin i fyrri bókinni. Hér eru raunar ýmis áhorfsmál og nokkrar tilraunir hafa augsýni- lega misheppnazt, en skáld- konan nær eigi að siður undra- verðum árangri. Hún beitir vandasamri aðferð og slær aldrei ódýran hljóm. Gott dæmi um kunnáttu hennar og vand- virkni er ljóðið „Siðan fellur að”, þar sem litsterk mynd vefst mjúkum tóni: Hryggð min mun fylgja þér þegar fellur að og augu min leika við brimið siþyrst cins og svart bergið llrynjandi blóðs þins berst mér Irá hvitum strcngjum næturinnar Nátlfjólur er ég tini i fjörunni og fcl i barmi mér Spor þin orpin sandsins mýkt Siðan fellur að Og „Hesturinn minn” telst ekki bara mynd. Lesandinn verður að skynja, hvað er i nánd, ef hann á að njóta þessa finofna kvæðis: Hesturinn minn er hvitur um nætur llófaslögin klukknahljómur sein kallar inig til ferðar Hvert ég sæki trú mina Hesturinn minn er hvitur um nætur Vfir dimma heiði fer dauðinn við lilið mér Ljós á hverju lciði Lif og dauði sækja sömu kirkju Hesturinn minn er hvitur uni nætur Þá hrökkva til min neistar undan hrafntinnu- liófum og bjart faxið verður eins og framtið i fangi mér Þuriði Guðmundsdóttur hætt- ir til þess að ofhlaða smámyndir sinar litum. Bezt finnst mér henni takast, þegar kvæði vefst utan um eina samlikingu, hvort sem táknið er litur eða tónn. Athyglisvert dæmi þessa er „Norðurljós”: llvitar heiidur sem leika og liðast um stálbláa arma og strjúka noröursins strengi meðan stjörnurnar hlusta Hvitar hendur sem liðast og leysa logabjart hár er hrynur um hjarnhvitar herðar og brjóst llvitar hendur sein lyfta boga og bæra liina bleiku kyrrð ()g raunverulega vakir lifs- skoðun fyrir Þuriði Guðmunds- dóttur, þó að hún stilli boðskap i hóf. Mörg kvæðin túlka dulræna Irúhneigð, sem sannkristnum heiðingja eins og mér fellur i geð. Um það efni fjallar mesta kvæði bókarinnar að minum dómi — „Og þú ert alltaf barn”: Einn dag Igggur , þði niður grimuna fyrir Guði og sjálfum þér Þú crt aftur barn og biður i sólskini að citthvað samgleðjist þér i vanmætti að eitthvað verndi þig Þú leggur niður grimuna l'yrir Guði og sjálfum þér Og þú ert alltaf barn Kvæöi Þuriðar Guðmunds- dóttur líkjast þannig ekki aðeins blómum i garði. Þau minna einnig á börn, sem hlaupa með framréttar hendur út i vorið og sólskinið. 0 Miðvikudagur 29. nóvember 1972 Miðvikudagur 29. nóvember 1972 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.