Alþýðublaðið - 13.12.1972, Page 1
OSLO-TRÉÐ REIST
t>eir voru næstum týndir i
myrkviftinum, karlarnir, þegar
þeir voru aö reisa jólatréiö á
Austurvelli i fyrradag. Þetta er
griöarmikiö tré eins og sjá má á
greinunum og voru miklar til-
færingar og þar á meðal krana-
bill. Tréö cr gjöf óslóborgar til
Reykvikinga.
f skýrslu um horfur, markmið
og leiðir i efnahagsmálum, sem
er einróma álit „valkostanefnd-
ar”, til rikisstjórnarimar, er þvi
lýst afdráttarlaust yfir. að óhugs-
andi sé að ná þeim árangri, sem
að væri stefnt i efnahagsmálum,
án þess að hrófla við gerðum
kjarasamningum verkalýðs-
hreyfingarinnar og vinnuveit-
enda, annað hvort með sam-
komulagi við aðila vinnu-
markaðarins eða með lagasetn-
ingu.
Alþýðublaðinu barst skýrsla
efnahagsmálanefndar rikis-
stjórnarinnar undir kvöld i gær og
i bréfi, sem skýrslunni fylgdi seg-
ir, að hún sé send ritstjórn blaðs-
ins ,,að fyrirlægi forsætisráð-
herra”.
I skýrslunni segir orðrétt:
,,Einu gildir, hver leið er valin,
þvi allar fela þær i sér svo miklar
tilfærslurfjármuna, að óhugsandi
er að ná árangri, án þess að að-
gerðirnar rekist á annað hvort —
eða hvorttveggja — visutöiuá-
kvæði eða gengisákvæði kjara-
samninganna”.
Eins og kunnugt er eru ákvæði
um það i gildandi kjarasamning-
um, að verði breyting á gengi
krónunnar, eru samningarnir
uppsegjanlegir með eins mán-
aðar fyrirvara. Ennfremur eru i
kjarasamningunum skýr ákvæði
um greiðslu visitölubóta á laun.
Hvers konar breyting á þessu
tvennu felur þannig i sér riftun
kjarasamninga.
Eins og áður hefur komið fram
er skýrsla „valkostanefndar”
bók, sem telur á annað hundrað
siður. Þar sem fjallað er um efna-
hagsvandan og fjárhæðirnar, sem
á vantar til að halda atvinnuveg-
unura gangandi kemur m.a. þetta
fram:
Horfur eru á miklum halla fyr-
irtækja i sjávarútvegi, eða allt að
1.000—1.200 milljónir króna halla
og til viðbótar 150—200 milljóna
króna halla á sjóðakerfi sjávarút-
vegsins.
Þá er einnig reiknað með tap-
rekstri i iðnaði, ekki sizt útflutn-
ingsiðnaði, sennilega af stærðar-
gráðunni 100 milljónir kr. i al-
mennum iðnaði, en i þessari grein
var hagnaður 400 milljónir króna
á árinu 1971, að þvi segir i skýrsl-
unni.
Tekið er fram, að afkomuhorf-
ur annarra greina, sem i sam-
keppni eru við erlenda aðila, séu
einnig erfiðar. Þannig gæti stefnt
að yfir 100 milljóna króna halla
hjá þremur stærstu skipafélögun-
um og að yfir 100 milljóna króna
tapi hjá stóru flugfélögunum
tveimur.
Framhald á bls. 8.
Enn rikir mikill ágreiningur
innan rikisstjórnarinnar um úr-
ræðin i efnahagsmálunum. Minni
spámenn stjórnarflokkanna
ganga nú um með heitingar hver i
garð annars og segja eitthvað á
þá leið, að nú sé þessi flokkurinn
staðráðinn i þvi að beygja hinn
ellegar nú sé hinn flokkurinn
staðfastur i þvi, að láta hvergi
deigan siga. Eftir orðræðum
þessum að dæma er orðin breið
vik milli vina.
Eftir þvi, sem Alþýðublaðið
kemst næst, mun þó nokkuð hafa
jafnast ágreiningurinn innan
stjórnarinnar og stjórnarflokk-
anna á hinum miklu fundarhöld-
um i gær og i fyrradag. Mestur
mun ágreiningurinn vera á milli
ráðherra Alþýðubandalagsins
annars vegar og hinna ráðherr-
anna hins vegar, — en einkum og
sér i lagi mun það vera Lúðvik
Jósepsson, sem er starfsbræðrum
sinum óþægur ljár i þúfu. Er tal-
ið, að Magnús Kjartansson sé
mun fúsari til samkomulags um
þær ráðstafanir, sem Fram-
sóknarmenn og frjálslyndir hug-
leiða, en Lúðvik og séu það eink-
um hagsmunir iðnaðarins, sem
þar hafi áhrif á Magnús. Lúðvik
ALLT AD 55 FOLDII VERDI!
í blaðinu i gær var sagt frá þvi,
að hlutabréf i þekktum stórfyrir-
tækjum yrðu i dag á uppboði hjá
skiptaráðandanum i Reykjavik.
Svo sem vænta mátti létu
áhugasamirkaupendur ekki á sér
standa, enda var hér um að ræða
hin eigulegustu bréf, svo sem i
Loftleiðum hf., Eimskipafélagi
lslands hf., Verzlunarbanka Is-
lands hf., Tollvörugeymslunni
hf„ o.fl.
Lögmaður Tollvörugeymslunn-
ar mótmælti uppboðinu fyrir sinn
umbjóðanda á þeim grundvelli,
að með þvi væri gengið fram hjá
forkaupsrétti félagsins. Krafðist
hann úrskurðar um þaö atriði og
var orðið við þeirri kröfu eins og
lög gera ráð fyrir.
Eitt 250 króna hlutabréf i Eim-
skip var slegið á 3.500,00 eða um
það bil fjórtánföldu nafnverði.
Hlutabréfin i Loftleiðum hf. fóru
á mjög breytilegu verði, eða allt
frá tiföldu til fimmtiu og fimm-
földu nafnverði.
Hlutabréf i Verzlunarbank-
anum voru slegin á þreföldu og
upp i 4,5 sinnum nafnverð. Övist
er, hvernig úrskurður um bréf
Tollvörugeymslunnar fellur, en
með tilliti til þess, að hér mun
hafa verið um nauðungaruppboð
að ræða, getur svo farið, að þau
komi til uppboðs siðar.
ÚFF!
1 borginni Norilsk i Mið-
Slberiu varö frostið svo mikiö
9. desember sl„ aö væru menn
ekki með vettlinga á höndun-
um kól fingurna á 30 sek
FÖRU
A
albýou
OGNAR-
ÁSTAND
UNGLINGAR
FREMJA FLEST
INNBROTIN
Undanfarna tvo mánuði
hafa verið framdir að
meðaltali sex þjófnaðir á
dag í Reykjavík einni, og
það sem meira er, helm-
ingur af öllum þeim
þjófnuðum, sem upp hef-
ur komist um á þessum
tíma, eru framdir af ung-
lingum 15 ára og yngri.
1 október og nóvember sl.
voru framdir 364 þjófnaðir, svo
lögreglunni sé kunnugt um, og
ekki virðist desember ætla að
verða betri og er þess skemmst
að minnast að siðasta helgi var
einhver sú versta innbrotahelgi,
sem menn muna i Reykjavik.
Af þeim 364 þjófnuðum,
sem framdir voru tvo sl.
mánuði, hefur lögreglan
komið upp um 124. Ná-
kvæmlega helmingur af
þeim eða 62, eru framdir
af unglingum 16 ára eða
yngri.Meirihlutinn af hin-
um þjófnuðunum eru
einnig framdir af ungum
mönnum i kring um tvi-
tugsaldurinn
Framhald á bls. 8.
ENN ER DEILT AF
HÖRKU INNAN RÍK-
ISSTJÓRNARINNAR
SOLUSKATTSHÆKKUN
OG VlSIÍOLUSKEBDIKG!
GENGISFELUNG AO AUKI?
mun hins vegar njóta mun meiri
stuðnings innan flokksins og þing-
flokksins, en Magnús og gerir það
málið torveldara viðfangs fyrir
Framhald á bls. 8.
LOFTLEIDABREFIN