Alþýðublaðið - 13.12.1972, Síða 7

Alþýðublaðið - 13.12.1972, Síða 7
Fyrir nokkrum vikum flutti Al- þýðublaðið greinaflokk um niðurstöður nýj- ustu rannsókna á áhrifum pillunnar. Þessar rannsóknir sýndu m.a. að efnaverkanir pill- unnar geta haft i för með sér stór- hættulegar auka- verkanir fyrir konur, — blóð- tappa og jafnvel ó- frjósemi. Þessum fréttum hefur ver- ið slegið mikið upp i erlendum blöðum og hafa þær m.a. valdið þvi, að si- fellt fleiri konur hafa snúið frá pill- unni og leitað ann- ara aðferða til að varna getnaði. Stór hópur islenzkra kvenna — ekki er vitað hversu stór — not- ar að jafnaði pill- una. Samt sem áð- ur er allt varðandi hana hálfgert feimnismál hér á landi. Urðum við Alþýðublaðsmenn nokkuð varir við þetta þegar við birtum greina- flokkinn um pill- una sem minnzt var á hér að fram- an. En við urðum jafnframt varir við, að konur lásu þessar greinar með miklum á- huga, vegna þess að þær eiga fáum upplýsingum að fagna um áhrif slikra lyfja og meðala, sem margar þeirra nota daglega. Og furðanlega erum við íslendingar innstilltir i sið- ferðismálum, ef það er dónaiegt að upplýsa á prenti um hættur sam- fara notkun hor- mónalyfs, sem kannski 60—70% islenzkra kvenna notar daglega. Svoleiðis ,,sið- gæði” er ekki sið- gæði, heldur hættulegir for- dómar. En fyrst pillurnar geta verið svona hættulegar, eins og Alþýðublaðið hef- ur m.a. lýst, — hvað á þá að koma i staðinn, ef kon- ur vilja forðast þessa hættu? Það er sjálfsagt að reyna að svara þvi. f miðfylgjandi grein, sem fengin er úr sama riti og upplýsingarnar um auka- verkanir pillunnar, er lýst mun hættuminni að- ferð, sem konur geta gripið til vilji þær komast hjá þvi að eignast börn. Hún er að visu ekki alveg eins örugg og pillan, — en mun hættuminni. Þvi miður vitum við ekki, hvort þær lykkju- tegundir, sem rætt er um i greininni, eru til, eða leyfðar, hér á landi. En um það getur konan ráðg- ast við heimilislækni sinn. Nú virðist vera, að á markaðinn sé að koma nýtt tæki til að varna barneignum, sem tekur pillunni langtum fram. Þar er um að ræða nýja gerð af lykkjunni,' sem flestár konur kannast við, en hefur ekki verið talin nægilega örugg til þessa. Rannsóknir hafa leitt i i ljós, að hin gormlaga lög- un gömlu lykkjunnar hentaði ekki sem bezt til þeirra hluta, sem lykkjan átti að vinna. Þar að auki hafði notkun lykkjunnar i för meðeséí' ýmsar auka- verkanirji sem sumar konur þoldu alls ekki. I þriðja lagi gátu ungar stúlkur og raunar sumar eldri konur einnig ekki notað lykkjuna með gormlaginu vegna þess, að hún vildi losna og gerði losunin sjaldnast nein boð á undan sér. Það olli þvi m.a., að lykkjan var ekki eins örugg og t.d. pillan. Lykkjan með nýja lag- inu hefur sýnt sig að vera í fyrsta lagi miklu ör- uggari en sú gamla, i öðru lagi hefur hún ekki þær aukaverkanir, sem oft fylgdu notkun þeirrar gömlu og i þriðja lagi er litil hætta á að hún losni úr leginu og er það hinni nýju lögun að þakka, en nýja lykkjan er látin laga sig eftir lögun legsins. Dalkon-skjöldurinn, sem er ein gerð af þessum nýju lykkjum er litið skjaldarlaga stykki úr dauðhreinsuðu plasti og lagar sig að stærð og gerð eftir leginu. Skjöldurinn kemur i veg fyrir getnað á þann hátt, að hann losar um eggið og veldur þvi, að það leysist upp og hverfur úr likamanum á sama hátt og við blæðing- ar. Þessi tegund lykkju hefur verið i notkun i tvö ár, nýtur alþjóðlegar við- urkenningar læknasam- taka og taliðer, að u.þ.b. i 1 milljón kvenna noti hann. 150 gerðir Talið er, að um þessar mundir séu i umferð alls 150 gerðir af lykkjunni, ef það nafn er notað sem samheiti allra þess- ara litlu hluta, sem meö þvi að vera settir i leg kvenna hindra getnað án þess þó að valda konunni skaða. Ein nýjasta gerðin er koparlykkja, ýmist i laginu eins og T eða tölu- stafurinn 7, og hafa heil- brigðisyfirvöld i Sviþjóð nýlega mælt með notkun hennar. Einn af kostum þessarar lykkju er m.a. sá, að þær konur, sem ekki hafaáttbörn,eiga að geta notað hana með góð- um árangri, en sliku var ekki að treysta um eldri gerðirnar. Báðum þess- um gerðum — Dalkon- skildinum og koparlykkj- unni — geta heimilislækn- ar komið fyrir i legi kvenna á aðeins tveim minútum og án þess að það valdi viðkomandi konu minnstu ,óþægind- um. Efnabreyting Það er ekki aðeins log- un hinnar nýju kopar- lykkju, sem kemur i veg fyrir getnaðinn, heldur einnig efnaverkanir frá lykkjunni. Lykkjan er bú- in til úr plasti, en utan um plastleggina er undið ör- mjóum koparþræði, — þar af nafnið koparlykkj- an. Þessir koparvafning- ar valda þvi, að á ári hverju leysast upp u.þ.b. 10 milligrömm af kopar úr lykkjunni og efna- verkanir koparsins i leg- inu hafa þau áhrif á slim- húðirnar, að eggið getur alls ekki festst þar við. Þó er kopar magnið að áliti sérfræðinga það litið, að engin hætta er á, að það valdi skaðlegum auka- verkunum. Hefur þetta sérstaklega verið rann- sakað i Sviþjóð og sænsk- ir læknar staðfest þessar niðurstöður. Voru 2000 sænskar konur látnar ganga með koparlykkj- una i eitt ár og stöðugt hafðar undir lækniseftir- liti. Engar þeirra urðu ófriskar og engin eftir- köst var að merkja vegna notkunarinnar á kopar- lykkjunni. 99 prósent öruggar Hinar óvæntu og óhugnanlegu niðurstöður af ýtarlegum rannsókn- um á áhrifum pillunotk- unarinnar, sem m.a. var sagt frá i greinaflokki i Alþýðublaðinu ekki alls fyrir löngu, hafa valdið þvi, að mjög hefur dregið úr notkun pillunnar i grannlöndunum, — en eins og kunnugt er sýndu þessar rannsóknir, að mikil hætta á blóðtappa og ófrjósemi fylgdi notk- un pillunnar. Er nú svo komið t.d. i Danmörku, að u.þ.b. tvöfalt fleiri konur nota lykkjur en pilluna og fer fyrrnefndi hópurinn mjög ört stækk- andi vegna upplýsing- anna um þá heilsufars- legu hættu, sem pillunni fylgir. Hafa læknar i Dan- mörku og Sviþjóð ýtt mjög undir þessa þróun með þvi að mæla frekar með þvi við konur, að þær reyni lykkjuna — sem fáar eða engar aukaverk- anir fylgja — en pilluna, sem komið getur af stað hættulegum efnaskiptum ilikamanum. Sérstaklega eru það þó konur, sem notað hafa pilluna tals- vert lengi — 2—3 ár — sem hafa viljað skipta vegna óttans við auka- verkanir, en þær koma einmitt einna helzt fram eftir að pillan hefur verið notuð um talsvert langan tima. Það er einmitt i slikum tijvikum, sem lykkjan leysir úr vanda og þvi hafa visindamenn lagt si- fellt meiri áherzlu á að fullkomna þessa varnaðaraðferð. Þeim er nú ljóst, að allur vandi er ekki leystur með tilkomu pillunnar. Hún er þvert á móti stórhættuleg ýmsum konum og þvi er nauðsyn- legt að finna nýjar leiðir til varnar getnaði, sem eru ekki eins hættulegar heilbrigði konunnar. Þar hafa menn ekki dottið of- an á betri aðferðir en lykkjuna og þvi er sífellt verið að fullkomna þá að- ferð. Að visu er pillan ennþá öruggari, — gleymi konan aldrei að taka sina pillu, þá á hún að njóta 100% ör- yggis. Beztu lykkjurnar veita aðeins 99% öryggi. En á móti þessu eina prósenti, sem á vantar, fá þó konurnar bæði eitt og annað. Þær fá vissu fyrir þvi, að þurfa ekki að hætta á höfuðverk, van- liðan, þunglyndi, fitu, blóðtappa og ófrjósemi, — en allt þetta eru auka- verkanir, sem sannað er, að pillan getur valdið. Koparlykkjan er eins og talan 7 i laginu, fylgir lögun iegsins. Algengasta gerð gömlu iykkjunnar. Hún gaf ekki nægiiega góða vörn gegn þungun. Nýja koparlykkjan, sem um þessar mundir er verið að setja á markað i Sviþjóð. Hún er i laginu eins og bók- stafurinn T. BROS — Þér komið of seint á hverj- um degi og þér vinnið aðeins örfáa tima á dag. Hver hald- ið þér ciginlega, að þér séuð? Forstjórinn eða hvað? . . . og i þokkabót erum við orðnar þreyttar á því, að þér skulið alltaf tala um Guð sem HANN. . . BÆKUR TIL ISi55 wtm • „Kópamaros” eftir Þrá- inn Bertelsson, er ný útkomin hjá Helgafelli. Nefnir höfundur bókina, skáldsögu um óunnin sigur. Heitið „Kópamaros er dregið af Tubamaros, upp- reisnarflokki i Suður-Ameriku. Aðalpersóna sögunnar, er skólapiltur i sjötta bekk menntaskóla, forystumaður i fimm' manna kliku unglinga með bækistöð á kunnum veit- ingarstað i borginni. Þetta unga fólk talar i vigorðum, en hver með sinum hætti, þvi að hver hefur sinar óljósu ástæður til uppreisnar, enda reynast félag- arnir illa samtaka þegar á hólminn kemur. Tekst hópnum að stela sprengiefni í Kópavogi. Er þjófnaðurinn eftirmynd af frægum atburði, sem gerðist hérlendis ekki alls fyrir löngu. Bókin er 237 bls. og hefur Alfreð Flóki teiknað kápumynd. • Nýjar bækur frá Hörpuút- gáfunni á Akranesi: Konan sem lá úti, islenzkir frásöguþættir eftir Guðmund Böðvarsson, skáld á Kirkjubóli I Hvitársiðu. — Sá þáttur, sem þessi bók dregur nafn sitt af, er frásögn af slysför Kristinar Kjartansdóttur frá Sigmundar- stöðum i Hálsasveit, sem á átt- ugasta ári sinu lá i fimm dægur stórslösuð á bersvæði, i rysjóttu veðri á þorranum 1949. Þar seg- ir frá ótrúlegu viðnámsþreki og þvi jafnvægi hugans, sem ekk- ert fær raskað. — Hörpuútgáfan sendi frá sér i fyrra frásögu- ’pætti Guðmundar, ATREIFÚR og aðrir fuglar, sem hlutu mjög góðar viðtökur. — • „Vippi vinur okkar” eftir Jón H. Guðmundsson, fyrrv. rit- stjóra Vikunnar. — Sögurnar af órabelgnum Vippa birtust fyrst i Vlkunm. Þaer voru lesnar i barnatima útvarpsins og birtast nú vegna fjölmargra óska um endurútgáfu þeirra. Þessi nýja útgáfa er prentuð með stóru, greinilegu letri, og myndskreytt á fjörlegan hátt af listamannin- um Halldóri Péturssyni. — Bók- in er prentuð i Prentverki Akra- ness hf. og bundið i Bókbindar- anum hf. Myndamót eru gerð i Myndamótum hf. • Ég elska aðeins þig — eft- ir Bodil Forsberg. Aður eru komnar út eftir sama höfund bækurnar Vald ástarinnar, Hróp hjartans og Ast og ótti. — 1 þessari bók segir frá þvi, að ung stúlka i brúðar- kjól fannst meðvitundarlaus á þjóðveginum nálægt Stokk- hólmi. Hún var flutt á sjúkra- hús. Yfirlæknirinn rannsakaði stúlkuna, en fann engin merki um áverka eða annað, sem hefði getaðorsakað meðvitundarlevsi hennar. Var hún kannski undir áhrifum eiturlyfja? Eina merk- ið, sem hún bar, var armband með gullplötu merktir stöfunum V.T. • 1 eldlinunni — eftir Francis Clifford er enn ein snilldarfrásögnin skráð af meistara frásagnarinnar Francis Clifford, er skrifaði bækurnar Njósnari á yztu nöf, Njósnari i neyð, Gildra njósnar- ans og Flótti i skjóli nætur, en þær hafa allar komið út á is- lenzku. „Neal Forrester er enskur verkfræðingur. t striðinu starfaði hann sem sprengju- fræðingur. Hann er i sumarleyfi á ítaliu og^ gerir tilraun til að bjarga norskri stúlku, Inger Lindeman, úr landi. A flótta þeirra til flugvallarins ráðast skæruliðar á þau, og at- burðarásin tekur nýja stefnu. Sprengjusérfræðingurinn er neyddur til að beita kunnáttu sinni til ólöglegra verka”. Þessi bók hlaut 1. verðlaun „Crime Writers’ Association” fyrir árið 1969. — • „Okkar einlægur Geir fugl” nefnist bók eftir ungan mann, Jón Axel Egils, sem kom nýlega út og kallar hann hana barnabók fyrir fullorðna. Þetta er gamansöm saga i máli og teikningum, sem hvorttveggja er eftir Jón Axel, um hann Geir fugl, sem vaknar i kistu úti á hafi eftir að hafa verið útdauður i meira en hundrað ár. Kistan með hinum áður út- dauða Geir fugli berst að landi á Brimey, og þar hittir hann fyrir ýmsa aðra fugla. Geir fugls bið- ur nú stórt og mikið verkefni, nefnilega að veita hinum fugl- unum forystu i baráttunni gegn mengunardólpum sem koma að eyjunni á oliuskipi. — Þessi persona, geirfuglinn, fór að mótast, þegar ég reiknaði myndasögu um hinn fræga fugl, sem var keyptur til landsins á sinum tima, saagði Jón Axel, þegar Alþýðublaðið spjallaði við hann um bókina fyrir skemmstu. Og ég losnaði ekki við hann, héjt Jón áfram, þótt hann hafi tekið miklum breyt- ingum þangað til hann kom i bókina. — Þetta er barnabók fyrir fullorðna, hvað meinarðu með þvi? — Ég álit, að öll fjölskyldan eigi að geta haft gaman af henni, — minnstu börnin geta fylgt þræðinum með þvi að skoða myndirnar. Þau börn sem eru orðin læs skilja kannski ekki allt sem i henni stendur, og spyrji þau getur það komið af stað umræðum innan fjölskyld- unnar. Ég hef verið spurður að þvi, hvort sagan sé pólitisk, en svarið við þvi er, að „sinum augum litur hver á silfrið” — menn geta reynt að lesa likingar út úr henni, ef þeir vilja. Bókin er offsetprentuð og gef- in út á kostnað höfundar, og annaðist hann jafnframt sjálfur allar myndatökur og filmu- vinnu. • „Að laufferjum”, er heiti á nýrri ljóðabók eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson. Útgefandi er Helgafell. Ljóðabók höfundar hefur að geyma 30 ljóð og segir höfundur að flest ljóðanna hafi orðið til i tómstundum á árunum 1958—68 og birtust þá sum i timaritum, en rétt þyki að taka fram, að i bókinni er ljóðunum ekki raðað eftir aldri, heldur geðþótta. Útgefandi bókarinnar segir m.a. á bakhlið hennar: „Að laufferjum” er fágætlega vandaður skáldskapur eins og vænta má af höfundi. Ljóðin bera vitni sterkri rækt máls, hreinni skynjun og djúpri til- finningu. • út er komin hjá Helgafelli, Ritsafn Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Kristján Albertsson hefur safnað til bessarar úteáfu frum- sömdum verkum hans, en þau voru áður á tvistringi eöa óbirt: ljóð, saga og ritgerðir. Enn- fremur hefur bókin að geyma valdar þýðingar stuttra verka eftir ýmsa höfunda, Hamsun, Johannes V. Jensen, Maxim Gorki og fleiri. Framan við út- gáfuna eru greinar eftir önnu Guðmundsdóttir Sigurð Nordal og Kristján Albertsson. Jón Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi naut mikillar virðingar og almennra vinsælda fyrir þýð- ingar sinar, fyrst og fremst sög- ur Hamsuns. Ritsafn Jóns skiptist i þrjá flokka: I. Ljóð og saga, II. Rit- gerðir og ræður, III. Þýðingar. • Bókaútgáfan Vörðufell hefurgefiðút bókina „tsbúrið”, eftir brezka höfundinn Cuncan Kyle. Ungum brezkum skurðlækni, dr. John Edwards, sem staddur er i Bandarikjunum, berst dularfullt bréf. Brátt verður ljóst, að bréfið var ætlað öðrum manni, prófessor Ed. Ward, er siðan finnst myrtur. Jafnskjótt og Edward hefur fengið bréfið i hendur, er hann hundeltur af leyniþjónustu Rússa, KGB, sem reynir að koma honum fyrir kattarnef. Málið kemst i hendur leyniþjónustunni, bandarisku CIA, og senn verður ljóst að bréfið er haglega dulbúnar upp- lýsingar um það, að visinda- maðurinn, Komarov, sé enn á lifi, og sé i strangri gæzlu og einnig að verið sé að neyða hann til einhverra aðgerða. Bókin er 216 bls. og þýðandi er Ólafur Einarsson. O Miövikudagur 13. desember 1972 Miðvikudagur 13. desember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.